Morgunblaðið - 21.04.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 21.04.1999, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Forseti Lettlands í skoðunarferð um suðvesturhorn landsins FORSETARNIR skoðuðu og brögðuðu á saltfíski í saltfiskverkuninni Vfsi hf. í Grindavík. ULMANIS fékk hlýjar mdttökur í Grindavík þar sem hann sýndi ung- um Grindvíkingum hvernig hitta á í körfu. Snæddi þorskroð og fór í Bláa lónið Morgunblaðið/Árni Sæberg FORSETI Lettlands heilsar Jdnasi Ingimundarsyni í Tdnlistarhúsi Kdpavogs, en þar hlýddi hann á barnakdr Kársnesskdla. DAGSKRÁ gærdagsins var þétt skipuð hjá Guntis Ulmanis, for- seta Lettlands. Meðal þess sem Ulmanis gerði var að sýna hæfni sína í smíðum, leika körfuknatt- leik, baða sig í Bláa ldninu og borða djúpsteikt þorskroð. Eftir fund Ulmanis og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum í morgunsárið, voru nokkrir stað- ir á suðvesturhorninu skoðaðir með Olafí Ragnari Grímssyni, for- seta íslands, og fylgdarliði þeirra. Fyrst var Reykjavík skoðuð og lauk þeirri skoðunarferð í nýjasta grunnskdla borgarinnar, Engja- skdla í Grafarvogi. Ingibjörg Sdl- n'm Gísladdttir borgarstjöri tök á mdti forsetunum ásamt um 70 börnum, sem stdðu við skólann með þjóðfána Lettlands og íslands. Gerður G. Óskarsdöttir, fræðslustjdri Reykjavíkurborgar, fræddi gestina um íslenska skdla- kerfíð en í máli hennar kom m.a. fram að ljúka ætti við einsetningu skdla árið 2002. Ulmanis heilsaði upp á nemendur í smíða- og landafræðiti'ma, en í smíðastof- unni var lionum gefín gestabök, sem unnin var úr íslensku birki og lerki af einum nemenda skdl- ans, en áður hafði forsetinn tekið sér sög í hönd og sýnt ungmenn- unum lettneska handmennt. Úr Engjaskóla var haldið í Ár- bæjarlaug og þaðan til Grindavík- ur, þar sem bæjarstjörnin tdk á mdti gestunum í íþrdttahúsinu, sem var þéttsetið af börnum jafnt sem fullorðnum, en börnin fengu frí úr skdla til að koma og sjá for- setana. Eftir erindi bæjarstjdrans, þar sem hann þakkaði Ólafí Ragn- ari fyrir að koma með svo tigna gesti í heimsókn, sýndu ungir Gr- indvíkingar körfuknattleik. Að Ieik loknum fékk Ulmanis að spreyta sig með boltann og fyrsta skotið rataði beint ofan í körfuna við mikinn fögnuð áhorfenda og Ólafs Ragnars. Ulmanis er mikill íþróttaáhugamaður og mikil hefð er fyrir körfuknattleik í Eystra- saltslöndunum. Baðaði sig í Bláa Ióninu Ulmanis skoðað einnig tvö fyr- irtæki í Grindavík sem tengjast sjávarútvegi, en eins og komið hefur fram telja Lettar sig geta lært mikið af Islendingum í þeirri atvinnugrein. Saltfiskverkunin Vísir hf. og netagerðin Þorbjörn hf. voru skoðuð, en þau eru bæði rdtgrdin ijölskyldufyrirtæki, sem starfað hafa í bænum í áratugi. Eftir bað í Bláa lóninu fékk for- seti Lettlands eilitla fræðslu um lækningamátt ldnsins, snæddur var hádegisverður í Eldborg, mdt- tökuhúsi Hitaveitu Suðurnesja. Síðan var ferðinni heitið til Gullfoss og Geysis og þaðan til Þingvalla, en fyrst var komið við í hinu nýja Tdnlistarhúsi Kdpa- vogs. I Tönlistarhúsinu var gest- um boðið upp á djúpsteikt þorskroð. Barnakdr Kársnessköla söng síðan nokkur lög. Ferðinni lauk á Þingvöllum þar sem borð- aður var kvöldverður. I dag Iýkur opinberri heimsdkn forseta Lettlands, en áður en hann yfirgefur landið heimsækir hann Eimskip og BYKO, en þau hafa verið að hasla sér völl í Lettlandi. Þá mun hann einnig ræða við for- ystumenn úr íslensku atvinnulífi í Perlunni, þar sem hann snæðir há- degisverð. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar efna til samráðs og lialda útifund Hlutur aldraðra og öryrkja verði réttur Morgunblaðið/RAX Frá fréttamannafundi stjdrna Félags eldri borgara í Reykjavík, Landssambands eldri borgara og Öryrkjabandalags Islands. F.h. Helgi Seljan, framkvæmdastjdri Öryrkjabandalagsins, Ólafur Ólafsson, for- maður FEB í Reykjavík, Haukur Þörðarson, formaður Öryrkjabanda- lags fslands, Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, Garðar Sverrisson, varaformaður Öryrkjabandalagsins, og Ragnar Jörundsson, framkvæmdastjdri FEB í Reykjavík. Á myndina vantar Guðríði Ólafsddttur, félagsmálafulltrúa Öryrkjabandalagsins. Á KYNNINGARFUNDI sem stjórnir Félags eldri borgara í Reykjavík, Landssambands eldri borgara og Öryrkjasambands Is- lands efndu til í gær var „talnaleik- fimi“ talsmanna ríkisstjórnarinnar varðandi kjör örorku- og ellilífeyris- þega gagnrýnd. Kynnt var sameigin- leg barátta örorku- og ellilífeyris- þega fyrir bættum kjörum. Samtök öryrkja og ellilífeyrisþega, sem saman telja 30 þúsund meðlimi, boða til útifundar á Ingólfstorgi í dag kl. 17:00. Tilgangur fundarins er að sögn talsmanna að koma á framfæri leiðréttingum á meintum missögnum talsmanna ríkisstjómarinnar um kjör öryrkja og ellilífeyrisþega. Kröfur örorku- og ellilífeyrisþega eru m.a. þær að almannatryggingar verði stórefldar, grunnlífeyrir hækk- aður verulega og í-ýmkað verði um frítekjumörk, m.a. með lækkun jaðar- skatta. Þá verði skattleysismörk hækkuð í 85 þúsund krónur á mánuði. Garðar Sverrisson, varaformaður Öryrkjabandalagsins, sagði að ýmis- legt væri að athuga við umræðuna um kjör aldraðra og öryrkja; einkum varðandi kjarasamanburð við Norð- urlönd og kaupmáttaraukningu. „Þama era stórar og mjög alvarleg- ar rangfærslur sem hafa komist á flot og eru endurteknar í hverjum sjónvai'ps- og útvarpsþættinum á fætur öðram auk blaðanna." Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, sagði baráttuna fyrst og fremst snúast um að knýja fram leiðréttingu á almanna- tryggingagreiðslum miðað við launa- tölur á síðustu áram. Hann gagn- rýndi notkun ráðherra ríkisstjómar- innar á nýbirtri Gallup-skýrslu um hagi aldraðra. Þeir hreyktu sér af því að 56,6% af öldraðu fólki hefðu ekki fjárhagsáhyggjur. „En þetta segir okkur að um 40%, eða um 10.000 manns, hafi fjárhagsáhyggjur!“ Benedikt kvaðst sammála heil- brigðis- og tryggingaráðherra um að þjóðarsátt um kjör öryrkja- og ellilíf- eyrisþega sé æskileg. „En það þarf þá fyrst að rétta af granninn til að byggja þjóðarsáttina á og tryggja að hún viðhaldist á jafnréttisgrandvelli milli almennrar þróunar launa sam- kvæmt mælingum Hagstofunnar og tryggingagreiðslna. Þetta era grundvallaratriði sem við viljum byggja á. Við viljum samstarf við væntanleg stjórnvöld um þessi mál.“ Ólafur Ólafsson, formaður eldri borgara í Reykjavík, fullyrti að tölur sem reiknaðar væru hérlendis fyrir stjómmálamenn kæmu ekki heim og saman við skýrslur hagstofa á Norð- urlöndum, sem samtök örorku- og ellilífeyrisþega styddust við. Tryggingalöggjöfin of fldkin Þá kvað Ólafur ófært hvað trygg- ingalöggjöfín væri orðin flókin. Hann tiltók dæmi af hjónum á dvalarheim- ili sem hefðu orðið fyrir útgjöldum vegna 1.100 króna hækkunar á grunnlífeyri. „Fólk skilur ekki lengur hvemig þetta almannatryggingakerfi virkar. - Slæmt er þitt ranglæti, vema þitt réttlæti, stendur í ein- hvem íslenskri sögu,“.sagði Ólafur. Guðríður Ólafsdóttir, félagsmála- fulltrúi Öryrkjabandalagsins, kvað sitt fólk langeygt eftir kjarabótum. „Maður bindur vonir við að hverjir sem það verða sem halda um stjórn- artauminn næsta kjörtímabil leitist þeir við að sýna þá réttsýni að fara í gegnum þessi mál virkilega af al- vöru.“ Á fundinum á Ingólfstorgi í dag flytja ávörp Ólafur Ólafsson, Bene- dikt Davíðsson og Haukur Þórðar- son, formaður Öryi'kjabandalags ís- lands. Kynnir verður Helga Soffía Konráðsdóttir, formaður Prestafé- lags íslands. Hörður Torfason söngskáld tekur lagið. Brot gegn ákvæði jafnrétt- islaga KÆRUNEFND jafm'éttismála hefur komist að þeirri niðm'stöðu að Ríkisspítalar hafi brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga við ráðn- ingu í starf yfirlæknis bama- og unglingageðdeildai- (BUGL) Landspítalans. Kærunefndin tel- m' að Ríkisspítalamir hafi brotið gegn rétti konu sem var meðal umsækjenda um starfið. Umrædd kona, sem er barna- og unglingageðlæknir, kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála. I niðurstöðu nefndarinnar er þeim tilmælum einnig beint til stjórnenda Rík- isspítala að fundin verði viðun- andi lausn á málinu. Sérstök stöðunefnd sem mat hæfni umsækjenda um starf yf- irlæknis við deildina komst að þeirri niðurstöðu að umrædd kona væri hæfari en aðrir um- sækjendur en þeir voru þó einnig taldii' hæfir til að gegna starfinu og var einn þehra ráð- inn í stöðuna. Ríkisspítalamh' bára það m.a. fyrir sig að fyrri störf kæranda hjá BUGL hafi skipt máli við val á umsækjend- um um stöðuna og vísuðu sér- staklega til áminningar sem hún hlaut er hún starfaði á BUGL árið 1994, m.a. vegna meintra samstai'fsörðugleika. Ennfrem- ur hafi legið fyi'h’ ákvörðun um að segja henni upp störfum í árslok 1994. Til þess kom þó ekki þar sem hún ákvað sjálf að segja starfi sínu lausu. Konan mótmælti harðlega þessum sjón- armiðum og taldi sig hafa sætt ofsóknum af hendi yfii'manna. Kæranefndin kemst að þeirri niðurstöðu hvað þetta atriði vai'ð- ar að um þrjú og hálft ár hafi liðið frá því konan sagði starfi sínu lausu og þar til staða sú sem deilt vai' um vai' veitt og rúm fjögur ár fí’á því hún fékk umrædda áminningu. Kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að sá ágreining- ur sem varð milli kæranda og yf- irmanna hennai' þyki ekki rétt- læta nú að gengið sé fram hjá henni við ráðningu í starfið. Kæranefndin bendir á að til að jafnréttislögin nái tilgangi sínum, verði að telja að atvinnurekanda beri að ráða umsækjanda af því kyni sem er í minnihluta í við- komandi starfsgi'ein, ráði starfs- reynsla, hæfni og menntun ekki úrslitum. Fyrir liggi að einungis ein kona gegnir stöðu yfu-læknis hjá Ríkisspítölum en 69 karlar. Fræðastyrkir á afmæli Nato SAMÞYKKT var á ríkisstjórn- arfundi í gær að veita fjórum fræðimönnum styrki í tilefni af fimmtíu ára afmæli Atlantshafs- bandalagsins, samtals að upp- hæð tveggja milljóna ki'óna. Tólf umsóknir bárust um styrkina og fór dómnefnd, skip- uð af menntamálaráðherra, yfh' þær og gerði tillögur um styrk- veitingarnar. Dr. Valur Ingimundai'son sagnfræðingur fær 700 þúsund krónur til verkefnisins Islensk utanríkisstefna, ímynd Atlants- hafsbandalagsins og hlutverk Is- lands í vestrænu samstarfi 1949-1989. Jakob F. Ásgeirsson ríthöfundur fær 700 þúsund krónur til verkefnisins Fjölmiðl- amir og Nato. Baldur Þórhalls- son stjómmálafræðingur hlýtur 300 þúsund krónur vegna verk- efnisins Ahrif skilgi'einingai' á sérstökum evrópskum öryggis- hagsmunum innnan Nato á sam- skipti íslands og Bandaríkjanna og loks fær Guðni Th. Jóhannes- son sagnfræðingur 300 þúsund krónur til verkefnisins ísland, Atlantshafsbandalagið og þorskasfi'íðin 1972-1976.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.