Morgunblaðið - 21.04.1999, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.04.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 25 ERLENT Ecevit og þjóðernissinnaðir hægrimenn unnu sigur í tyrknesku þingkosningunum á laugardag Auknar líkur á stjórn- arsamstarfi fiokkanna Morgunblaðið/RAX s Forseti Tyrklands á Islandi Ankara. Reuters. BULENT Ecevit, forsætisráð- herra Tyrklands, virtist í gær byrjaður að gefa flokki þjóðernis- sinnaðra hægrimanna, Þjóðernis- sinnaða framtaksflokknum (MHP), undir fótinn hvað stjórn- arsamstarf varðar en MHP bætti óvænt fylgi sitt verulega í þing- kosningum sem fram fóru í land- inu á laugardag. Fréttaskýrendur og stjórnmálamenn lýstu kosn- ingaúrslitunum á mánudag sem „pólitískum landskjálfta" en í gær virtist sem tilhugalíf MHP og Lýðræðislega vinstriflokksins (DSP), flokks Eeevits, væri hafið fyi’ir alvöru. Til að flokkarnir geti myndað stjórn saman þurfa þeir Ecevit og Devlet Bahceli, leiðtogi MHP, að líta framhjá fyrri samskiptum flokkanna, sem voru afar storma- söm á áttunda áratugnum. Börð- ust stuðningsmenn flokkanna þá hverjir við aðra á götum úti sem leiddi að lokum til að her landsins hrifsaði til sín öll völd. Frétta- skýrendur segja að Ecevit verði að vera sannfærður um að MHP hafi sagt skilið við róttæka fortíð sína, eigi hann að geta hugleitt samstarf við flokkin. Hitt gæti reynst þrautin þyngri fyrir Ecevit að sannfæra stuðningsmenn sína um að MHP sé nýr og breyttur flokkur. Ecevit lét hafa eftir sér í gær að svo virtist sem Bahceli hefði tekist að endurnýja MHP, og að flokkur- inn væri ekki lengur jafn róttækur og áður fyrr. A sama hátt sagði Ba- hceli í samtali við tyrkneskt dag- blað að Ecevit væri „vel metinn stjórnmálamaður, með mikla reynslu af tyrkneskum stjórnmál- um“. Gat dagblaðið Radikal ekki á sér setið og birti flennistóra fyrir- sögn: „MHP og DSP daðra hvor við annan“. Gengi hlutabréfa tekur kipp að nýju Búið var að telja meirihluta at- kvæðanna í gær og gáfu bráða- birgðatölur til kynna að DSP- flokkur Ecevits myndi fá 22,2% at- kvæða, eða 133 sæti á tyrkneska þinginu, þar sem 550 þingmenn sitja. MHP, sem ekki tókst að fá tilskilin 10% í kosningunum 1995, virtist líklegur til að tryggja sér 130 þingsæti nú, en flokkurinn fékk 18,2% greiddra atkvæða. Bahceh virtist í gær útiloka sam- starf við Islamska dyggðaflokkinn, sem deilir ýmsum trúarlegum og menningartengdum gildum með MHP, og önduðu viðskiptajöfrar léttar enda hefði slíkt stjórnarsam- starf verið sannkölluð martröð í augum málsmetandi manna á fjár- málamörkuðum. „Mér sýnist sem Dyggðaflokkurinn ætti að eyða nokki-um tíma í stjórnarandstöðu," sagði Bahceli. íslamski dyggða- flokkurinn fær sennilega um 112 þingsæti, fékk 15,1% fylgi í kosn- ingunum. Urslit kosninganna höfðu á mánudag valdið svo miklum titr- ingi á tyrkneskum fjármálamörk- uðum aé gepgi hlutabréfa féll um allt að 6%. I gær ollu hófsöm um- mæli Bahcelis og Ecevits því hins vegar að gengi hækkaði á nýjan leik, og voru fjármálasérfræðingar öllu glaðari í bragði en ella. Þriggja flokka stjóm? Sérfræðingar telja aðild Föður- landsflokks (ANAP) Mesuts Yilmaz að stjórnarsamstarfi mikil- væga eigi að takast að hrinda efna- hagsumbótum í framkvæmd í land- inu og leiddu menn að því líkur í gær að ANAP, sem fær líklega um 88 þingsæti, en flokkurinn fékk 13,4% greiddra atkvæða í kosning- unum, kæmi að þriggja flokka samsteypustjórn. Ekki voni allir sannfærðir um að þetta yrði raunin. Einn frétta- skýrenda benti á að Bahceli gerði sér vel grein íyrir þvi að ef Ecevit mistækist, sem leiðtoga stærsta flokksins, að mynda ríkisstjórn fengi Bahceli væntanlega stjórnar- myndunarumboðið næst. „Og ef þú værir Bahceli, hvort vildirðu frekar verða forsætisráðherra eða aðstoð- arforsætisráðherra?" SULEYMAN Demirel, forseti Tyrklands, átti í gær klukku- stundar viðdvöl hér á landi ásamt föruneyti hans, en ferð þeirra var heitið til Washington þar sem forsetinn verður við- staddur hátíðarfund Atlants- hafsbandalagsins sem hefst um næstu helgi. Demirel hefur áð- ur komið til Islands, en það var fyrir 50 árum er hann var á leið til Bandaríkjanna í framhalds- nám. I samtali við Sverri Hauk Gunnlaugsson, ráðuneytissíjóra í utanríkisráðuneytinu, kom í ljós að Demirel þekkti vel til jarðhitamála Islendinga og verkefna íslendinga í Tyrklandi. Að sögn Sverris ræddu þeir um ýmis mál og spurði forsetinn mikið út í Island. Þingkosningar stóðu yfir í Tyrklandi um helgina og eru endanleg úrslit þeirra ekki kunn. Allt bendir þó til að Lýð- ræðislegi vinstriflokkurinn (DSP), flokkur Bulent Ecevits, forsætisráðherra Tyrklands hljóti mest fylgi en flokkur hægrisinnaðra þjóðernissinna, Þjóðernissinnaði framtaksflokk- urinn (MHP) fylgir fast á eftir. Er fylgi MHP mun meira en inenn höfðu búist við fyrir kosn- ingar. Spurður um framgang kosn- inganna sagði Demirel þær hafa farið vel fram. „Þetta voru góð- ar kosningar, þær fóru friðsam- lega fram og um 35 milljónir manna skiluðu sér á kjörstað. Nú bíðum við lokaúrslitanna og er þau liggja fyrir munum við hefjast handa við að mynda nýja ríkiss1jórn.“ Demirel vildi ekkert segja um hvers konar samsteypustjórn honum þætti vænlegust en lét í ljós ánægju sína yfir þeirri stjórn sem nú er við völd. Um mikið fylgi við flokk þjóð- ernissinna, MHD, vildi Demirel lítið tjá sig en sagði framboð flokksins löglegt eins og ann- arra fiokka sem væru í framboði og að því leyti stæðu þeir allir jafnt að vígi. síx ss s fctA3 • Knwjpyt Kauptu þér pakKa3 0 af Sœlkerapoppi og þú fœrð annan í kaupbœti! StTTÓÞVNSDSSts / Kauptu þér pakka af Chips Deluxe og þú Fœrð annan í kaupbœti! |^Kauptu þér 907g^ af Hunts tómatsósu og þú fœrð önnur 9,07gjr:kau pb œ t i! -— KETCHUf KETCHUP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.