Morgunblaðið - 21.04.1999, Síða 57

Morgunblaðið - 21.04.1999, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 57 + Sturla Péturs- son fæddist í Rcykjavik 6. sept- ember 1915. Hann lést á Landspítalan- um 14. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Pétur Zophoníasson ætt- fræðingur, f. 31. maí 1879, d. 21. feb. 1946, frá Goðdölum í Skagafirði, og Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, f. 6. feb. 1886, d. 12. nóv. 1936, frá Ásmund- arstöðum á Melrakkasléttu. St- urla var yngstur af stórum systkinahópi. Systkinin, auk St- urlu, voru: 1) Hildur f. 12. okt. 1907, d. 26. des. 1907. 2) Viðar, f. 24. nóv. 1908, d. 8. feb. 1988. 3) Zophonias, f. 17. maí 1910, d. 27. des. 1984. 4) Hrafnhildur, f. 5. feb. 1912, d. 13. ág. 1966. 5) Áki, f. 22. sept. 1913, d. 10. sept. 1970. 6) Jakobína Sigurveig, f. 9. feb. 1917, d. 24. jan. 1993. 7) Skarphéðinn, f. 11. okt. 1918, d. 5. júlí 1974. 8) Gunngeir, f. 28. jan. 1921, d. 5. sept. 1991. 9) Pétur Vatnar, f. 11. sept. 1922, Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku í Jragnar brag. Eg minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. 0, guðir, þér, sem okkur örlög vefið svo undarleg. Pað misstu allir allt, sem þeim var gefíð, og einnig ég. Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, Hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn, sem dó? (Steinn Steinarr.) Með þessum fátæklegu orðum langar mig til að kveðja þig, afi minn, og þakka þér samfylgdina. Það má vel vera að við hefðum viljað hafa marga hluti öðruvísi en raunin varð. En örlagadísirnar réðu ferð eins og svo oft vill verða og ekki verður aftur snúið. Nú þegar þú ert farinn í ferðina löngu setur að mér söknuð og minning- arnar sækja að, minningar sem gott er að eiga. Ég mun ávallt minnast þín, afi minn, fyrir glað- værð þína, félagslyndi og hjarta- hlýju. Þú varst góður félagi að hafa með í söluferðir austur forð- um og það var aldrei lognmolla þar sem þú varst enda varstu í eðli þínu keppnismaður en kunnir vel að fara með það. Það hefði verið ánægjulegt að geta átt með þér lengri tíma, afi minn, en það fór svo fyrir þér eins og fer fyrir okk- ur öllum að lokum að taflmeistari lífsins sagði: skák og mát! - og við þann meistara deilum við ekki. Nú verðum við báðir að raða mönnun- um upp á nýtt og hefja nýja skák, hvor á sínum stað þar til við hitt- d. 3. feb. 1927. 10) Helga Guðrún, f. 17. nóv. 1925, d. 11. júní 1998. 11) Jarþrúður, f. 27. ágúst 1927, d. 16. maí 1998. Hálf- systkini Sturlu (sam- feðra) voru 1) Jó- hanna Soffía, f. 2. nóv. 1904, d. 13. júní 1970. 2) Ingólfur, f. 21. des. 1906, d. 9. júní 1984. 3) Svan- laug, f. 27. des. 1910, d. 3. feb. 1991. Hinn 24. apríl 1942 kvæntist Sturla Steinunni (Gógó) Hermannsdótt- ur, f. 24. september 1921, d. 27. júlí 1994. Foreldrar hennar voru Hermann F. Hjálmarsson vél- sljóri, f. 4. jan. 1899, d. 25. nóv. 1975, frá Aðalvík á Hornströnd- um, og Dóróthea Högnadóttir húsmóðir, f. 29. apríl 1898, d. 1. júní 1937, frá Vík í Mýrdal. St- urla og Gógó áttu íjögur börn sem eru: 1) Haukur Dór, f. 24. ágúst 1940, hans dætur eru Tinna, Tanja og Salka. 2) Dóróthea, f. 29. ágúst 1942, henn- ar börn eru David Haukur, Jó- hanna, Róbert og William. 3) Pét- umst aftur. Vertu sæll á meðan, afi, og far þú í friði. Þinn Sturla. Elsku „Stulli" frændi eins og ég kallaði þig alltaf. Þá fékkstu loksins að fara yfir móðuna miklu. Ég kom alloft til þín sl. 2 ár, eftir að ég flutt- ist heim. Ég ragaðist þvílíkt í þér, t.d. með að skipta um skyrtur, þar sem þú tókst í nefið fór oft helming- urinn á skyrtuna. Ég held samt að hálft í hvoru hafi þér fundist lúmskt gaman að þessari stjórnsemi í syst- urdóttur þinni. Það segir margt þeg- ar þú lagðir á þig að koma með pabba að heimsækja mig á sjúkra- hús, því þú forðaðist þau eins og pestina. Eitt sinn á sunnudegi rak ég þig upp eftir matinn til að skipta um skyrtu. Ég beið góða stund inni hjá pabba. Er ég kom upp til þín lástu í rúminu með breitt upp undir höku. „Jæja, ertu búinn að skipta?" spurði ég. „Já, já, mikil ósköp.“ „Nú, hvar er sú óhreina?" „Ha?“ sagðir þú, „nú ég bara þvoði hana og fór í hana aft- ur.“ Ekki gat ég séð það. Þá viður- kenndir þú fyrir mér að þú nenntir ekki að skipta og hélst að ég mundi ekki fylgja þessu eftir. Þannig ætl- aðir þú að ljúga þig út úr þessu með þvottinn. Elsku Stulli minn, nú ert þú síð- astur af stórum systkinahóp sem ferð af þessari jörðu. Þú náðir að verða elstur af systkinunum í þessu lífí. Það verður nú að segjast eins og er að þú, Stulli minn, varst svarti sauðurinn í hópnum. Er bræður þín- ir voru að lesa yfir þér, sagðir þú í rólegheitum að þú mundir lifa þá ur Rúnar, f. 25. apr. 1947, hans synir eru Þorgeir, Sturla og Aki. 4) Hrafnhildur Oddný, f. 13. maí 1949, hennar börn eru Sigurður Bjarni, Ásta Kristín, Hermann og Hrafnhildur. Langafabörnin eru orðin 13. Sturla var alinn upp í Reykjavík með stórum systk- inahópi. Hann var mikið í sveit fyrir norðan. Hann útskrifaðist frá gagnfræðaskóla og vann fyrst við verslunar- og skrif- stofustörf og vann meðal ann- ars hjá Reykjavíkurborg, Skatt- stofunni og Hagstofunni. Hann vann Ifka á Keflavíkurflugvellj og stundaði sjómennsku. Á seinni árum vann liann hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. St- urla var mikill skákmaður. Hann var einn af stofnendum Taflfélags Reykjavíkur og var um tíma ritstjóri skákblaðs. Hann var í landsliði íslands j skák oftar en einu sinni. Á seinni árum keppti hann oft í helgarskákmótum út um allt land og hann kenndi Iika skák. Sturla spilaði líka mikið brids. Fyrir 12 árum fóru Sturla og Gógó á Hrafnistu í Reykjavík út af slæmri heilsu Gógóar. Hann var mikil driffjöður í félagslífi þar, vann mörg verðlaun fyrir pútt, boccia og skák. Útför Sturlu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. alla, og lést þessar prédikanir inn um annað og út um hitt. í fyrra fór litla systir þín, Jara, og ekki nema tæpum þremur vikum á eftir fór Helga, næstyngst af systkin- unum. Ég tók að mér að tilkynna þér lát Helgu. Þá varð þér að orði: „Ég ætlaði aldrei að lifa systur rnínar." Mikið áttir þú erfitt þá, en pabbi hélt utan um þig. Það breyttist mikið lífið hjá þér er pabbi kom á Hrafnistu. Pabbi fór með þig út um allar trissur, t.d. var fastur rúntur á laugardögum að kaupa lottó vestur í bæ, síðan á Grandakaffi á eftir o.m.fl. Eftii- að pabbi fluttist af Hrafnistu leiddist þér óskaplega mikið. Þó birti alltaf til hjá þér er Dóra dóttir þín kom til þín með glaðning frá Ameríku. Þér þótti einnig gaman að fá Rúnar og Arnar, syni mína, í heimsókn og þá var spilaður póker en allaf vannst þú. Síðast er Rúnar spilaði við þig skuldaði hann þér margar „millur". Þú varst mikill skákmaður og mjög góður í brids. Þú tókst þig aldrei hátíðlega og varst mjög stríð- inn alla tíð. Þú varst einnig mjög góður ræðu- maður, hélst glimrandi ræðu í af- mæli mömmu Jöru og sl. sumar í 50 ára afmæli systurdóttur þinnar, Jöru, dóttur Bínu. Elsku Stulli minn, ég og synir mínir, Rúnar og Arnar, kveðjum þig með bæninni: Vertu yfir og allt um kring, með eilíffi blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson ffá Presthólum.) Þökkum þér samveruna. Eyrún. STURLA PÉTURSSON GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON + Guðmundur Guðmundsson fæddist. á Hrauni í Grindavík 30. októ- ber 1902. Hann lést á Heilsugæslustöð Suðurnesja 11. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvalneskirkju 16. apríl. Elsku afi á Bala. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum, afi minn. Þú og amma eruð og voruð alltaf órjúfanlega tengd í minningunni, „amma og afi á Bala“. Með því allra fyrsta sem ég man voru ferðimar suður á Bala, eftirvænt- ingin þegar bærinn birtist er keyrt var fyr- ir næstu beygju. Það var svo ólýsanlega gott að koma til ykkar, hlýj- an og væntumþykjan, gleðin, grínið og gam- anið. Amma alltaf svo kát, og þú svo yndislega hlýr. Þið voruð allt það sem nokkurt barn get- ur dreymt um að eiga sem bestu afa og ömmu í öllum heiminum. Alltaf vorum við vel- komin, bai-nabörnin ykkar, og alltaf vildum við fá að verða eftir þegar átti að fara að kveðja og fara heim, og yfirleitt var þetta látið eftir okkur ef þess var nokkur kostur. Minningarnai- um góðu stundimar á Bala eru óteljandi. Ástin á milli ykkar ömmu, afi minn, var svo auð- sæ og fölskvalaus. Þið vomð okkur góð fyrÚTnynd á allan hátt. Minning- in um ykkur mun ávallt fylgja okkur um ókomna tíð. Ég vil senda innilegar samúðar- kveðjur til barnanna hans afa, sem gerðu ósk hans að veruleika. að fá að vera heima á Bala allt að því fram á síðasta dag. Hvíl þú í friði, elsku afi minn. Takk fyrir tímann sem með þér áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir, góða tíð eftir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar hjarta okkar ber. (P.Ó.T.) Guðrún Gunnarsdóttir. JÓN SIGURÐSSON + Jón Sigurðsson bóndi í Skolla- gróf í Hrunamanna- hreppi fæddist á Stekk við Hafnar- fjörð 6. september 1921. Hann lést á heimili sínu 11. apr- íl siðastliðinn og fór útför hans fram frá Skálholtskirkju 17. apríl. Kæri Jón. Þá er þínu hlutverki hér á jörð lokið að sinni. Eg var stödd í Flórída þegar mér barst þessi fregn og kom það mér ekki á óvart að þú hafðir valið hinn 11. apríl. En eins og allir vita sem þekktu þig þá var talan 11 uppáhaldstalan þín. Sam- anber símanúmerið þitt og verð á þeim hestum sem þú seldir. Talan 11 varð að geta gengið upp í upp- hæðina. Þú varst líka búinn að segja mér að þegar að dauðastundinni kæmi mundir þú frekar halda niðri í þér andanum þar til yfir lyki en að verða upp á aðra kominn. Ég kom tvisvar til þín í „Ellikofann“ eftir að þú varðst mjög veikur og var ég fegin að sjá, að þótt líkaminn væri að gefast upp sá ekki á andlegu hliðinni. Þú sagðir líka stundum við mig: „Ég get sagt þér það, Guð- björg mín, alveg í alvörunni, að þeg- ar ég get ekki lengur gert að gamni mínu þá er ekki mikið eftir.“ Manstu þegar ég keypti íyrst hangikjöt hjá þér og þú spurðir hvort ég vildi ekki frekar sauð því það væri miklu betra kjöt, og þú áttir það alltaf til á haustin. Fáum árum seinna hringdir þú og sagðist ekki eiga sauð þetta haustið en ættir gervisauð en það væri að sjálfsögðu gimbur. Þar með gat ég haldið áfram að vera áskrifandi að jóla- hangikjötinu frá þér. Þú varst svolítið sér- stakur og vissir af því og vildir líka vera það. Mér fannst svolítið skrítið eitt sinn fyrir mörgum árum, þá varstu á leiðinni heim úr Reykjavík og komst við hjá mér í leiðinni. Þetta var að vetri til og komið myrkur og hríð úti. Þú gast ekki gefið þér tíma til að koma inn því þú áttir eftir að leita að kúnum þínum og mjólka þær, en eins og margir vissu þá gengu þær úti allan ársins hring, enda hraustar kýr. Ég sá þær stundum fyrir mér koma heim í kulda og frosti með grýlukerti í nös- unum. Þú hafðir mjög fallega rithönd, og kom það til af því að þér hafði verið bannað að skrifa með vinstri þar sem þú varst örvhentur. Þá ákvaðstu að verða bestur í skrift. Þú baðst mig að gera þér greiða þegar þú yrðir allur. Það var að koma tönnunum þínum í verð. Þar sem ég væri tannsmiður væri þetta hægðarleikur fyrir mig. Síðan hef ég kviðið þessum tíma en fer bráð- um að vinda mér í þetta. Vinátta mín við þig í þessu lífi gerði mig rík- ari. Þakka þér fyrir allt, Jón minn. Hvíldu í friði. Guðbjörg á Jörfa. JÚLÍANA K. BJÖRNSDÓTTIR + Júiíana K. Björnsdóttir fæddist á Geithóli í Staðarhreppi í V estur-Húnavatns- sýslu 2. febrúar 1908. Hún lést á Sólvangi í Hafnar- firði 10. apríl síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Bessastaða- kirkju 20. apríl. Elsku amma mín, nú ertu farin til guðs og hittir alla aðra sem eru dánir í fjölskyld- unni. Ég veit að þér líður vel núna. Ég sakna þín svo mikið. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín. Þú varst svo góð við mig og mér þótti svo gaman að leika við köttinn þinn. Þér fannst gaman að hlusta á mig spila á píanóið þegar þú komst í heimsókn og ég skal vera dugleg- ur að æfa mig á það eins og ég var búinn að lofa þér. Friðrik Gunnar. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaup- vangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarn- ar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsam- legast sendið greinina inni fbréfínu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eni beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur íylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.