Morgunblaðið - 21.04.1999, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 21.04.1999, Qupperneq 76
Drögum næst 27: apríl HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Heimavörn Sími: 533 5000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMllllÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Erfíðleikar við lestur 112 manns bíða eftir greiningu LESTRARMIÐSTÖÐ Kennara- háskóla Islands hefur hvergi nærri getað annað eftirspurn á greiningu á lestrarerfiðleikum. Nú eru 112 manns á biðlista og hefur verið hætt að taka niður nöfn þeirra sem óska eftir þjónustunni. Að sögn Rannveigar Lund, for- stöðumanns Lestrarmiðstöðvar, er ekki útlit fyrir að búið verði að greina þá sem nú þegar eru skráð- ir fyrr en í október nk. Af þessum 112 manns eru 60 grunnskólanem- endur, 45 framhaldsskólanemend- ur og sjö fullorðnir einstaklingar. Að sögn Sölva Sveinssonar, skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla (FÁ), er vandamál dyslexíunema ekki einungis það, að þurfa að bíða eftir greiningu, heldur segir hann að fátt sé um úrræði innan framhaldsskólanna þegar nemendur hafa fengið greiningu. Bóluefni afhent í Borgarfirði BÆNDUR í Borgarfirði tóku í gær við bóluefni vegna afbrigðis lungnapestar sem áður er óþekkt hérlendis og komið er upp í Borg- arfirði. Á fundi með Halldóri Run- ólfssyni yfirdýralækni og Sigurði Sigurðarsyni, dýralækni á Keld- um, samþykktu bændur með öllum greiddum atkvæðum að bólusetja fé sitt sem fyrst til þess að stemma stigu við útbreiðslu pestarinnar. Pestin hefur til þessa aðeins fund- ist á einum bæ í Borgarfirði, þar sem átta kindur hafa drepist. Búið er að bólusetja allt fé á bænum. Gunnar Örn Guðmundsson, hér- aðsdýralæknir í Borgarfjarðarum- dæmi, og Hildur Edda Þórarins- dóttir dýralæknir afhentu bænd- um bóluefni eftir fundinn í gær. ■ Skjót viðbrögð/4 Samningur gerður milli íslands og Bandaríkjanna um aukna samvinnu Nýtt varðskip komi einnig að notum fyrir varnarliðið RIKISSTJORNIN samþykkti í gær að gerður verði samningur við bandarísk stjórnvöld um aukna samvinnu milli Landhelgisgæsl- unnar og vai-narliðsins. Fyrir liggja drög að samkomulagi milli þjóðanna þar sem gert er ráð fyrir að nýtt varðskip Landhelgisgæsl- unnar verði hannað og byggt til að fullnægja þörfum Gæslunnar og vamarliðsins við samstai-f þeirra við leit, björgun, eftirlit á sjó og vamaraðgerðir, bæði við æfingar og raunvemlegar aðstæður. Samkvæmt minnisblaði sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra lagði fram á ríkisstjóraar- fundi í gær er gert ráð fyrir því í samningnum að stjórnvöld í Bandaríkjunum verði íslenskum stjómvöldum innan handar varð- andi ýmsar tæknilegar útfærslur á varðskipinu, tækjabúnað og þjón- ustu. Þjónar vel hagsmunum vai-narsamstarfsins Islensk stjórnvöld munu sjá til þess að varðskipið sé til taks við sameiginleg verkefni sem þjóðim- ar standa að. Ennfremur er kveðið á um að smíði skipsins skuli falin aðilum er íslensk yfirvöld geti haft fullnægjandi eftirlit með. Samstarf Landhelgisgæslunnar og vamarliðsins byggist á sam- komulagi frá 1989 en talið er ljóst að verulegt svigrúm skapist til að auka samstarfið verði nýtt varð- skip hannað og byggt með tilliti til þess. Ríkisstjómin samþykkti á fundi 23. mars sl. að leita samninga við bandarísk stjórnvöld um samstarf þjóðanna um smíði nýja varðskips- ins fyrir Landhelgisgæsluna. Hef- ur vamarmálaskrifstofan átt sam- ráð við fjármálaráðuneytið, dóms- málaráðuneytið og Landhelgis- gæsluna í umboði þess um málið og hefur auk þess átt allnokkra fundi með fulltrúum bandarískra yfir- valda. Fyrir liggur að Bandaríkjamenn vilja ganga til slíks aukins sam- starfs við Islendinga og að báðir aðilar telja það þjóna mjög vel hagsmunum vamarsamstarfsins, að því er fram kemur á minnisblaði utanríkisráðherra. ■ Áhugi innan/35 Könnun Bókasambands Islands á lestn fullorðinna Tvöfalt fleiri en áður lesa aldrei bók NÝ könnun Bókasambands ís- lands leiðir í ljós að þeim fjölgar sem ekki lesa bækur í frístundum. Hlutfall þeirra sem ekki lesa bækur í frístundum sínum sam- kvæmt þessu rúmlega tvöfaldast á ellefu árum því í lífskjarakönn- un sem gerð var árið 1988 kváð- ust 7% svarenda ekki hafa lesið neina bók á heilu ári. Árið 1988 sagðist helmingur svarenda lesa 10 bækur eða fleiri á 12 mánuðum, en aðeins þriðjungur merkti við yfir tug lesinna bóka nú. Um 15% svarenda í könnun- inni nú sögðust ekki hafa lesið bók í heilt ár. Könnunin var gerð með- al einstaklinga 18 ára og eldri. Bókin stendur sig tiltölulega vel í síharðnandi samkeppni Bjöm Bjarnason menntamála- ráðherra taldi niðurstöðumar ekki gefa ástæðu til að örvænta þar sem bókin stæði sig tiltölu- lega vel í síharðnandi samkeppni við aðra miðla á borð við kvik- myndir, sjónvarp og Netið. Hann ítrekaði hins vegar sögulegt hlut- verk bókmennta á Islandi og sagði lýðræðishefð og pólitíska tilveru íslensku þjóðarinnar að stórum hluta byggjast á heimild- um og upplýsingum sem fengnar væru úr bókum. „Það er vissulega hættulegt sögu- og samtímavitund þjóðar- innar ef menn hyggjast ýta slík- um staðreyndum til hliðar. Við megum aldrei sofna á verðinum, því bókin hefur jafnan verið meg- inundirstaðan í þjóðlífi okkar,“ sagði Björn. ■ Ekki sjálfgefið/38 Morgunblaðið/Halldór Kvöldverður í Þingvallabæ GUNTIS Ulmanis, forseti Lett- lands, og eiginkona hans Aina Ulmane; Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, Davíð Oddsson for- sætisráðherra og Ástríður Thor- arensen, eiginkona hans, fyrir ut- an Þingvallabæinn í gærkvöld. Forsætisráðherrahjónin buðu til kvöldverðar í Þingvallabæ til heið- urs forsetahjónum Lettlands. ■ Forseti Lettlands/10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.