Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rottufaraldur á fsafirði Þing-flokkur Samfylkingarinnar kom saman til fundar í gær Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson TRAUSTI M. Ágústsson meindýraeyðir og Ari Sigurjónsson starfs- maður Áhaldahússins á fsafirði setja eitur í brunn í götu. Eitur sett í 60 brunna á þremur dögum ísafirði. Morgunblaðið. „ÞEGAR fólk lyftir einhverju og þar birtast fimm eða sex rottur, þá er þetta náttúrlega iðandi kös. Fólk telur kannski sömu rottuna nokkrum sinnum. Hvort það er rétt sem haldið hefur verið fram að yfir tuttugu rottur hafi verið undir einu sorpíláti við hús hér get ég ekkert fullyrt um. Ég var kvaddur á vettvang eftir það“, segir Trausti M. Ágústsson, mein- dýraeyðir Isafjarðarbæjar. Hitt kemur glögglega fram í samtali við Trausta, að rottu- gangur er magnaður á Isafirði um þessar mundir. Trausti hefur að undanförnu verið við störf með dyggri aðstoð starfsmanna Ahaldahússins og á þremur dög- um í síðustu viku var sett eitur í sextiu brunna á Isafirði. Onnur herferð er ákveðin kringum 20. maí og síðan tvisvar í mánuði fram eftir sumri. „Já, það hefúr verið nokkuð um það undanfarið," segir Trausti að- spurður um hvort mikið hafi borið á rottugangi inni í húsum? „Annað hvort er stofninn að fjölga sér, þannig að ekki er lengur pláss fyrir hann allan í holræsunum, eða þá hitt, að ætið í ræsunum er minna en áður vegna þess hversu mikið fiskvinnsla í bænum hefur dregist saman og þess vegna leiti rotturnar upp í dagsljósið.“ Trausti nefnir einnig að á síðasta ári og í vetur hafi verið fargað talsverðu af villiköttum á Isafirði. „Ég held að þar hafi verið byijað á vitlaustum enda.“ Trausti staðfest- ir að eitthvað sé um að rottur ryðj- ist upp um niðurföll í húsum, „en þau þurfa þá að vera mjög losara- leg“, segir hann. Eitrið sem sett er í brunna eru vaxkenndir fituklumpar með eitri, en rottur sækja mjög í feitmeti. Rottustofninn á fsafirði er hin svonefnd brúna rotta. „Ég held að ég megi fullyrða að við séum laus við svörtu rottuna“, segir Trausti. Bjóða Halldóri að vera í forsæti vinstrisljórnar MARGRÉT Frímannsdóttir, tals- maður Samfylkingarinnar, segir að þingflokkur Samfylkingarinnar sé reiðubúinn til að styðja myndun vinstristjórnar undir forsæti Hall- dórs Asgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins. Hún reikn- ar þó ekki með að viðræður um myndun slíkrar stjórnar hefjist í bráð. Það sé Halldórs að meta hvort hann vilji frekar kanna myndun slíkrar stjórnar eða halda áfram samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn. Þingflokkur Samfylkingarinnar kom saman til síns fyrsta fundar í gær þar sem farið var yfir úrslit kosninganna og stöðuna að þeim loknum. A fundinum var samþykkt ályktun þar sem flokkurinn lýsir sig reiðubúinn til þess að eiga aðild að stjórnarmyndunarviðræðum við Framsóknarflokkinn og Vinstri- hreyfinguna. Margréti Frímanns- dóttur var falið umboð til að fara í slíkar viðræður verði á þær fallist. „Við viljum gjaman benda á að hér er annar kostur til stjómar- myndunar, sem við teljum vænleg- an í stöðunni. Það liggur fyrir að þótt ríkisstjómin hafi haldið meiri- hluta sínum tapaði Framsóknar- flokkurinn miklu fylgi. Hann hefur goldið þessa stjórnarsamstarfs. Það er mögulegt að mynda annars konar stjórn," sagði Margrét. „Forsætisráðuneytið hlýtur að vera samningsatriði milli flokk- anna, en þingfiokkur Samfylkingar- innar er tilbúinn til að styðja mynd- un vinstristjórnar undir forsæti Halldórs,“ sagði Margrét þegar hún var spurð hvort það kæmi til greina af hálfu Samfylkingarinnar að gefa eftir forsætisráðuneytið í hugsanlegri vinstristjórn. Margrét sagðist ekki reikna með að formlegar viðræður hæfust alveg á næstunni um myndun vinstrist- jórnar. Forystumenn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks ættu í viðræðum um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Það væri Hall- dórs Asgrímssonar að meta hvort hann vildi skoða af alvöru þennan kost. Það lægi hins vegar fyrir skýr afstaða frá Samfylkingunni í þessu efni. Nýr flokkur stofnaður sem fyrst A þingflokksfundinum var einnig rætt um framtíðaruppbyggingu Samfylkingarinnar. Sighvatur Björgvinsson, sem stýrði þing- flokksfundinum, sagði að menn væru sammála um að hefja þegar undirbúning að stofnun nýs stjórn- málaflokks. Hann sagði ekki liggja fyrir hvenær flokkurinn yrði stofn- aður, en best væri að það gerðist sem fyrst. Morgunblaðið/RAX í NÝJUM þingflokki Samfylkingarinnar eiga sæti 17 þingmenn, 9 konur og 8 karlar. Einari Má Sigurðarsyni og Guðmundi Árna Stefánssyni leið vel þegar þeir komu til fundar við konurnar í þingflokknum. VSÍ ræðir skipulagsmál SKIPULAGSMÁL verða til umfjöll- unar á aðalfundi Vinnuveitendasam- bands Islands í dag þar sem afgreiða á tillögur um nýskipan hagsmuna- samtaka atvinnurekenda. Aðalfund- urinn hefst klukkan 11.30. Gestir aðalfundarins verða Dirk Hudig, framkvæmdastjóri UNICE, samtaka evrópskra iðn- og atvinnu- rekenda, og Davíð Oddsson forsætis- ráðherra. Tillagan um nýskipan hagsmunasamtaka atvinnulífsins gerir ráð fyrir því að ný samtök, Samtök atvinnulífsins, líti dagsins ljós 15. september næstkomandi með samruna VSÍ og Vinnumálasam- bandsins. Er búist við að bankar og önnur fj ármálafyrirtæki gangi til liðs við nýju samtökin strax í upphafi. Morgunblaðið/RAX STEINGRÍMUR óskaði nýkjörnum þingmönnum Vinstrihreyfingarinnar til hamingju með kjörið með því að gefa þeim blóm. Hér heilsar hann Jóni Bjarnasyni. Til vinstri við Jón er Þuríður Backman og á móti henni sitja Ögmundur Jónasson, Árni Steinar Jóhannsson og Kolbrún Halldórsdóttir. Þingflokkur Vinstrihreyfíngarinnar hittist í fyrsta sinn Styður myndun vinstristj órnar STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs, sagði að flokkur sinn styddi myndun vinstristjómar, en þingllokkur Vinstrihreyfingarinn- ar, sem kom saman til fyrsta fundar { gær, hefði ekki séð ástæðu til að gera sérstaka samþykkt um þetta. Steingrímur sagði að Vinstri- hreyfingin hefði ítrekað lýst þvi yfir að hún vildi standa að myndun vinstristjórnar og því hefði þing- flokkurinn ekki séð ástæðu til að gera sérstaka samþykkt í þessa veru líkt og Samfylkingin gerði í gær. „Málin eru núna í tilteknum far- vegi. Formenn stjórnarflokkanna hafa ákveðið að fara í viðræður og það þarf að skýrast hverjar verða lyktir þeirra viðræðna. Okkar vilji liggur fyi-ir. Við erum tilbúnir til viðræðna og teldum eðlilegt, ef ekki verður niðurstaða af þeim viðræð- um sem nú eru að hefjast, að næst yrði látið reyna á myndun vinstrist- jórnar. Ég túlka úrslit kosninganna þannig að þau gefi alveg tilefni til að ræða aðra möguleika, en núverandi stjórnarsamstarf og staðan sé í raun og veru alveg opin hvað það varðar,“ sagði Steingrímur. Á þingflokksfundi Vinstrihreyf- ingarinnar var farið yfir úrslit kosn- inganna og stöðuna í stjómmálun- um. Steingrímur sagðist reikna með að þingflokkurinn kæmi fljótlega aftur saman til fundar og að þá yrði stjóm þingflokksins kosin. Leyfilegft að kjósa bæði utankjör- fundar og á kjörstað EKKI var um það að ræða að frambjóðandi sem bauð sig fram til alþingiskosninganna í Norður- landskjördæmi vestra og reyndi að kjósa bæði utankjörfundar og á kjörstað, sýndi af sér ólöglega háttsemi. Greint var frá þessu máli á baksíðu Morgunblaðsins í gær. í 92. gr. kosningalaga segir: „Kjósandi sem greitt hefur at- kvæði utan kjörfundar vegna ráð- gerðra forfalla sem síðan reynast ekki fyrir hendi á kjördegi, getur greitt atkvæði á kjörfundi og kem- ur utankjörfundarseðill hans þá ekki til greina við kosninguna.“ Óvanaleg háttsemi Formaður yfirkjörstjórnar í Norðurlandskjördæmi vestra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að háttsemi frambjóðandans hefði verið óvanaleg en engu að síður lögleg. Hefði verið um að ræða ólöglega háttsemi hefði kjörstjórn- in úrskurðað í málinu, en til þess kom ekki. í 95. gr. kosningalaganna segir m.a. að að lokinni atkvæðagreiðslu skuli oddviti kjörstjómar opna um- slög þeirra bréfa sem kjörstjórn hafa borist með utankjörfundaat- kvæðaseðlum og ekki hafa verið aftur heimt. Kjörstjórn og umboðs- menn lista eiga síðan að athuga fylgibréfin og rannsaka hvort sá sem bréfið er frá standi á kjörskrá og ef svo er hvort hann hafi greitt atkvæði á kjörfundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.