Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 31
Gullkorn og snjallyrði
BÆKUR
Spakmæli
SNJALLYRÐI KVENNA
Ritstjórar: Bjarni Þorsteinsson, Pétur
Ástvaldsson, Svala Þormóðsdótt-
irVaka-HelgafelI 1999. 143 bls.
ÞESSI litla og laglega bók telst í
flokki þeirra sem gjarnan eru
gripnar til gjafa, eins og afmælis-
dagabækur með spakmælum og
fleira í þeim dúr. Bókin er af þeirri
tegund að til hennar má grípa ofan
úr hillu þegar spaklega þarf að
komast að orði og finna viðeigandi
tilvitnun í ræðu eða rit. Slíkum bók-
um verður meira flett en lesnar
spjaldanna á milli og er þessi fal-
lega frágengin, uppsetning, letur,
brot og kápa gert af smekkvísi.
Eins og vera ber eru þarna saman-
komin ótal mörg gullkorn úr ís-
lenskum bókmenntum og erlendum
um konur og eftir konur eins og tit-
illinn bendir til.
Bókinni er skipt upp í nokkra kafla
sem bera heiti eins og Ást og kær-
leikur
„Hver dáð sem maðurinn drýgir,
er draumur um konu ást.“
er haft eftir Stefáni skáldi frá
Hvítadal. Undir fyrirsögninni Bæk-
ur og skáldskapur segir Jakobína
Sigurðardóttir: „Og skáldskapur-
inn, hann er bara fyi'ir fínt fólk og
fyllh'afta."
I kafla um börn er m.a. vitnað í
Kaldaljós Vigdísar Grímsdóttur.
„Börn geta ekki truflað. Börn eru
líf. Líf truflar ekki.“ í kafla um
Dauðann er haft eftir Fríði Guð-
mundsdóttur. „Dauðinn er ekki svo
skemmtilegur að maður eigi að sitja
heima og bíða eftir honum.“ „Engin
augu nema þín eru himinninn og nú
er að flögra - svífa,“ sagði Steinunn
Sigurðardóttir í Tímaþjófinum í
kafla um Fegurð og útlit. Fleiri
kaflaheiti eru t.d. Gallar, Hamingj-
an, Hjónabandið, Karlar, Konur,
Lífið, Náttúran og Tilfmningar.
Fjölmargir íslenskir höfundar
eiga línu eða línur í bókinni, flestar
tilvitnanir á Halldór Laxness og
hvarflar að manni að þær séu
kannski helst til margar, þótt yfir-
burðastaða hans sé engu síður við-
ui'kennd og varla er hægt að benda
á neina eina sem teljast mætti of-
aukið. Margt er þarna annað sem
verðskuldar athygli og skemmtilegt
er að fá í svona gullkornasafn, sumt
hefur birst áður annars staðar, sér-
staklega margfrægar tilvitnanir í
erlenda spekinga en er í sjálfu sér
jafngott fyrir það.
Hávar Sigurjónsson
Morgunblaðið/Golli
JÓHANN Ingi Stefánsson, Brynhildur Ásgeirsdottir og Kristín R. Sigurðardóttir á æfingu.
KRISTÍN R. Sigurðardóttir
sópransöngkona, Jóhann Stefáns-
son trompetleikari og Brynhildur
Asgeirsdóttir píanóleikai'i halda
þrenna tónleika á næstunni. I Ytri-
Njarðvíkurkirkja verða tónleikar á
fimmtudag kl. 17. I Stykkishólms-
kirkju sunnudaginn 16. maí kl. 16
og í Reykholtskirkju laugardaginn
22. maí kl. 16.
Flutt verða verk eftir
Alessandro Scarlatti, Johann Seb-
astian Bach, Georg Friedrich
Handel, Hem-y Purcell og
Aldrovandini.
Þríeyki
með þrenna
tónleika
Kristín Ragnhildur Sigurðar-
dóttii' lauk námi frá Söngskólanum
í Reykjavík árið 1993. Hún fór til
Italíu og stundaði þar framhalds-
nám. Hún hefur sótt fjölda óperu-
námskeiða.
Jóhann Ingi Stefánsson útskrif-
aðist úr blásaradeild Tónlistarskól-
ans í Reykjavík árið 1992. Jóhann
kennir nú við Tónlistai-skóla
Garðabæjar, Skólahljómsveit
Kópavogs og Tónlistarskóla Arnes-
inga. Hann hefur komið fram sem
trompetleikari við ýmis tækifæri.
Brynhildur Asgeirsdóttir lauk
námi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík árið 1986. Hún stundaði
framhaldsnám í Hollandi og
starfai' nú sem tónlistarkennari.
Hún hefur komið fram sem undir-
leikai-i og við flutning kemmertón-
listar.
Diddú með
Söngbræðrum
í Reykholti
SIGRÚN Hjálmtýsdótth', Diddú,
sópransöngkona, mun syngja með
karlakómum Söngbræðrum á tón-
leikum í Reyk-
holtskirkju í dag,
miðvikudag, kl. 21.
Diddú mun
syngja íslensk og
erlend einsöngslög
við meðleik Jerzy
Tosik-Warszawiak.
Söngbræður
syngja með henni í
nokkrum lögum en
auk þess mun
karlakórinn taka nokkur lög einn og
sér.
Kórinn hóf nýverið upptökur á
geislaplötu sem til stendur að komi út
með haustinu.
Stjórnandi Söngbræðra er Jerzy
Tosik-Warszawiak og undirleikari
Zsuzsanna Budai. Kynnir á tónieik-
unum verðui' Brynjólfur Gíslason.
Ævintýri Jóka
KVIKMYJVPIR
B í ð h ö 11 i n
JÓKI BJÖRN, „HEY, THERE,
IT’S YOKI BEAR“ ★★
Leikstjórar: William Hanna og
Joseph Barbera. Raddir: Julie
Bennett, Mel Blanc, Daws
Butler. 1964.
Islenskur texti.
EIN vinsælasta sjónvarps-
stjarna bandarísku teiknimynd-
anna er án efa skógarbjörninn
og piparsveinninn annálaði Jóki
bjöm. Ævintýri hans í skógin-
um „Jellystone" og eilíf barátta
við skógai'verði um freistandi
nestiskörfur ferðalanganna
urðu að kvikmynd árið 1964,
sem nú er sýnd í Sambíóunum.
Hún er nokkurn veginn alveg
eins og sjónvai-psþættimir
nema auðvitað lengri.
Bjöminn Jóki leikur við
hvurn sinn fingur og kærastan
hans, Sindí, syngur fyrir hann
ljúflingslög og besti vinur hans,
Búbú, er tiyggai'i en nokkru
sinni. Skógarvörðurinn er í sín-
um versta ham og ætlar að
senda Jóka í dýragarð en Jóki
sér við honum sem oftar. Hins
vegar lendir Sindí í bragðvondu
þegar sirkusmenn hremma
hana og leggja vinirnh' Jóki og
Búbú í strangt ferðalag að
bjarga henni.
Myndin er miðuð við yngsta
aldurshóp þeirra sem sækja
kvikmyndahúsin og er sárasak-
laust gaman.
Arnaldur Indriðason
LONDON
frá kr. 16.645
í SUMAR MED HEIMSFERÐUM
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is
Málverk eftir Cezanne
selt á metverði
Reuters
VERK Cezannes sem seldist fyrir metverð á
mánudag á uppboði í New York.
Aðeins þrjú mál-
verk hafa selst fyr-
ir hærri upphæð
New York. Reuters.
MÁLVERK eftir franska mál-
arann Paul Cezanne
(1839-1906) seldist á yfir sex-
tíu milljónir Bandaríkjadala,
meira en fjóra milljarða ís-
Ienskra króna, á uppboði hjá
Sothebys-uppboðsfyrirtækinu
í New York á mánudag en að-
eins þrisvar sinnum áður hafa
málverk selst fyrir hærri upp-
hæð. Ekki er vitað hver kaup-
andinn var.
Málverkið sem um ræðir er
„Still Life with Curtain,
Pitcher and Bowl of Fruit“ en
Cezanne mun hafa málað það
á árunum 1893-1894. Kaup-
verðið er það hæsta sem feng-
ist hefur fyrir verk Cezannes.
Charles Moffet, sérfræðing-
ur hjá Sothebys, sagði í sam-
tali við Reuters að málverk
Cezannes væri „eins nálægt
því að vera fullkomið og hugs-
anlegt væri“, og skipti þá
engu um hvaða listgrein væri
verið að ræða.
Hæsta verð sem greitt hefur
verið fyrir málverk var rúm-
lega áttatíu milljónir Banda-
ríkjadala en þar var um ræða
málverk hollenska snillingsins
Vincents Van Goghs „Málverk
af dr. Gachet“, sem selt var
árið 1990. Það sama ár var
verk Renoirs, „Au moulin de
la galette" selt fyrir rúmar
sjötíu og átta milljónir Banda-
ríkjadala. Þriðja hæsta verð,
sem fengist hefur fyrir mál-
verk, var 71,5 milljónir Banda-
ríkjadala og var þar um að
ræða verk Van Goghs,
„Portrait de l’artiste sans bar-
be,“ sem selt var á uppboði í
fyrra.
Heimsferðir bjóða nú beint leiguflug vikulega til London í sum-
ar, en við höfum stórlækkað verðið fyrir íslenska ferðalanga til
þessarar mestu heimsborgar Evrópu. Nú getur þú valið um að
kaupa flugsæti eingöngu, flug og bfl eða valið um eitthvert ágæt-
is hótel Heimsferða í hjarta London. Brottför alla miðvikudaga í
sumar. Bókaðu strax og tryggðu þér lága verðið.
Verð kr.
16.645
Verð kr.
19.990
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára,
flugsæti og skattar.
Flug og skattur.