Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 63. Ljósmyndir: Dagur Gunnarsson Þórunn Lárusdóttir leikkona Býr sig undir Hryllingsbúðina Þórunn Lárusdóttir leikkona er búsett í London, setur markið hátt og stefnir á enska kvikmyndamarkaðinn. Hún mun þó byrja á að spreyta sig á hlutverki Auðar í uppfærslu Borgarleikhússins á Litlu Hryllingsbúðinni í vor. Dagur Gunnarsson hitti hana á kaffíhúsi í Soho og spjallaði við hana. YRIR leikara í London getur lífið verið ansi strembið, í rúmlega tíu milljón manna stórborg, í atvinnu- grein þar sem einungis lítið brot með- lima í leikarafélaginu fá eitthvað að gera. Að jafnaði er talið að um áttatíu prósent mennt- aðra leikara séu „í hvíldarstöðu" hverju sinni. Þórunn lætur engan bilbug á sér finna, hún mætir galvösk í viðtalið og segist hafa verið ógurlega heppin að hafa fengið góðan umboðs- mann strax eftir útskriftina. Hann ýtir henni í hverja prufuna á fætur annarri bæði íyrir kvikmyndir og leiksvið og því hafi hún í mörg horn að líta þó að hún sé ekki endilega komin með aðalhlutverkið í einhverri stónnyndinni. „Það er lykilatriði að verða sér úti um góðan umboðsmann." Segir Þórunn og heldur áfram: „Það er verra að fá slæman umboðsmann en engan.“ Þórunn komst að hjá hinni virtu um- boðsskrifstofu William Morris sem er með skrifstofur beggja vegna Atlantshafs. „Ég var mjög hrædd við að skrifa uppá samning við svona stóra umboðsskrifstofu, því þá er maður að keppa við svo stór nöfn, en minn umboðs- maður sér ekki um fleiri en tuttugu listamenn og ég er mjög ánægð með hans störf, þeir sjá alveg rosalega vel um mann.“ Hér í borg keppa leikarar um að komast í sem flestar prufur eða „ádisjónir“, sem eru einskonar inntökupróf þar sem leikstjórar og samstarfsmenn þeirra meta hvort umsækjandinn henti í viðkomandi hlut- verk. „Það tók mjög á taugamar að fara í fyrstu prufurnar, en það lærist eins og annað og núna geri ég svo mikið af því að það er bara eins og að drekka vatn. Það er náttúrlega mjög mikil- vægt að geta verið afslappaður og móttækileg- ur í prufum. Ég hef bara farið í nokkrar pruf- ur heima á íslandi og þar fær maður venjulega handritið í hendumar áður og getur aðeins undirbúið sig en hér mætir maður bara á svæðið og fær kannski fimm mínútur til að undirbúa sig, jafnvel ekki einu sinni það og svo les maður bara af blaðinu. Það þýðir náttúr- lega ekki að lesa ofan í blaðið, maður verður að reyna að lyfta textanum og það er h'ka aukaá- lag að vera ekki að tjá sig á móðurmálinu og svo þarf að pæla í hreim og öðm slíku sem er kannski minna mál fyrir innfædda. Við fengum reyndar góða þjálfun í slíku í skólanum. Webber Douglas-skólinn leggur mikið upp úr þvi að þjálfa mann í „hinum raunverulega heimi“. Var þetta erfitt nám? „Já, það var gífurlega strembið, en líka ákaf- lega gaman. Við voram í skólanum frá morgni til kvölds og svo var öll heimavinnan eftir, enda voru nokkrir sem heltust úr lestinni og einn sem fór hreinlega yfir um af álaginu. Hann var reyndar svolítið skrýtinn fyrir ... ég held reyndar að allir leikarar eigi það til að vera svolítið skrýtnir.“ Vorað þið með skemmtileg verkefni á loka- árinu? „Já, ég fékk að glíma við Pirandellóstykki sem heitir á ensku Tonight We Improvise, þar fékk ég aðalhlutverk sem var meðal annars fólgið í því að syngja aríu úr Töfraflautunni, það var mjög gaman. Svo lék ég í Fiðlaranum á þakinu, það var líka mjög gaman, ekki síst fyrir þá skemmtilegu tilviljun að móðir mín, Sigríður Þorvaldsdóttir, var einmitt á sama tíma að leika í sömu sýningu heima á Islandi, reyndar vorum við ekki í sama hlutverkinu." Ertu mikil söngkona? „Það var mikil áhersla lögð á söng og söng- leiki í skólanum og mér fannst gaman að læra söng og já ég geri mikið af því að syngja, tón- list yfir höfðuð er og hefur alltaf verið stór þáttur í mínu lífi. Ég lærði á trompet og var í lúðrasveit í mörg, mörg ár, spilaði fyrstu rödd og sóló meira að segja. En ég er fyrst og fremst leikkona, söngurinn er svona hjálpar- tæki.“ Hefurðu reynt að komast í söngleikina hér í West End? Nei, ég hef ekki sóst mikið eftir því að komast í söngleiki hér, einfaldlega vegna þess að ef maður byrjar í söng- leik hér þá festist maður í þeirri skúffu og það er litið svo á að maður geti ekkert annað og það er ekki það sem ég vil. Mitt aðaltakmark er að komast í kvikmynd hér, það er efst á lista hjá bæði mér og umboðsmanninum. Ég er líka svolítið hávaxin fyrir sviðsleik, en ég væri alveg til í að komast í góðan enskan gamanleik, ég er mjög hrifin af Noél Coward, Oscar Wilde og slíkum snillingum. Kannski ég prófi söng- leikina þegar ég verð búin að verða mér úti um það mikla reynslu í öðru að það verði ekki eins mikil hætta á að ég festist. Ég dái Judy Dench og það er minn draumur að geta átt jafnfjöl- breyttan feril og hún, því hún syngur í söng- leikjum, leikur í kvikmyndum, sjónvarpi og vinnur með æðislegum leikstjóram á sviði.“ Þú hefur leikið eitthvað með íslendingum hér í London, er það ekki? Jú, ég hoppaði inn í hlutverk hjá Icelandie Take Away Theatre í sýningu sem heitir Daughter of the Poet sem þau settu upp með Sveini Einars sl. vor. Sýningin var tekin upp aftur seinna um sumarið, það heltist ein leikkonan úr lestinni og ég hljóp í skarðið. Þetta var mjög skemmtilegur hópur og við náðum vel saman, ég skemmti mér konung- lega. Það var líka mjög gaman að vinna með íslendingasögurnar, við sýndum á ensku og þetta var lifandi og ærslafull trúðasýning.“ Ég frétti að James Bond hafi haft áhuga á þér. „Já, rétt fyrir jólin var ég boðuð í prufu fyr- ir nýju James Bondmyndina, The World Is Not Enough, sem er verið að taka hér í London og víðar. Ég var mjög ánægð bara með þann árangur, en af því að ég var að fara heim í jólafrí hafði umboðsmaðurinn bókað mig í ansi margar prufur síðustu vikuna. Svo mæti ég í prafuna og gekk bara vel, ég fékk tvær mínútur til að kíkja aðeins á handritið og svo var ég látin leika á móti myndavélinni og var síðan beðin að koma aftur til þeirra í aðra prufu seinna um daginn þegar leikstjórinn yrði viðstaddur. Það var að sjálfsögðu góðs viti og ég var beðin að læra textann utan að í milli- tíðinni, sem ætti ekki að vera mikið mál ef ég hefði ekki verið að fara í prufur fyrir tvær aðr- ar kvikmyndir þennan sama dag. Ég gerði mitt besta að læra textann í neðanjarðarlest- inni á leið minni milli staða, en það er frekar erfitt að einbeita sér í mannmergðinni og hristingnum. Þegar ég síðan mæti í seinni prufuna eru líka staddir þarna framleiðend- urnir, leikstjórinn og fleiri aðstandendur myndarinnar og ég varð svolítið stressuð og fékk að hafa blaðið svona til hliðsjónar. Ég fór af stað með mitt eintal og gekk bara nokkuð vel þangað til að ég strandaði á orðinu „strenuous" sem ég hreinlega vissi ekki hvern- ig ætti að bera fram, stafirnir dönsuðu fyrir augunum á mér á blaðinu og ég gerði nokkrar tilraunir þangað til að allir viðstaddir hrein- lega sprungu úr hlátri og ég þar meðtalin. Þetta braut ísinn og ég komst loks í gegnum textann og prufuna, alveg handviss um að þarna hefði ég gjörsamlega klúðrað góðu tækifæri, en hvað um það, ég hafði allavega fengið að hitta þetta ágæta og fræga fólk og tekist að fá þau til að brosa.“ En þau vildu sjá meira af þér? á, þau hringdu daginn eftir og vildu fá að hitta mig aftur, ég var búin að kaupa flug- miðann heim og því stödd í töluverðum vanda. Það þótti nú ekki stórt vandamál á þeim bæ, James Bond keypti bara nýjan flug- miða fyrir mig og sendi svo limmósínu eftir mér í þriðju prufuna. Þar hitti ég alla aftur; leikstjórann Michael Apted (Gorillas in the Mist) og Broccoli-slektið allt saman. Þessi prufa gekk bara vel, gleðileg-jól-við-höfum- samband var sagt við mig. Ég fór heim í jóla- íríið með hjartað í skósólunum og fékk síðan að vita eftir áramót að Denise Van Outen hefði fengið hlutverkið. Hún er fremur stórt nafn hér á Bretlandseyjum, hefur verið kynnir í Big Breakfast-sjónvarpsþáttunum og leikið í nokkrum myndaröðum fyrir sjónvarp. Mér skilst að leikstjórinn hafi viljað fá mig en fram- leiðandinn vildi Denise, sem var eðlilega frem- ur fúlt. Það er náttúrlega erfitt að keppa við svona stórt nafn og nú þegar er heilmikið búið að fjalla um það í fjölmiðlum hér að Denise sé að fara að leika í Bondmyndinni." Þannig að ef eitthvað kemur fyrir Denise Van Outen? „Þá vitið þið hver gerði það!“ Er þetta stórt hlutverk? ei, ekki svo, þetta voru tvær senur eða myndskeið þar sem ég hefði leikið lækninn hans Bond, þú getur ímyndað þér út á hvað kímnigáfan í því gekk. Að sumu leyti var ég því bara hálf fegin að fá ekki hlut- verkið, kærastinn minn var líka feginn! Verst þótti mér að Judy Dench, hetjan mín, var líka skrifuð inn í þessar senur, ég hefði verið alveg sátt við að fá að leika pínulítið á móti henni. Eigum við ekki að segja að þeir séu bara að geyma mig fyrir næstu mynd. Ég hef verið að- dáandi Bondmyndanna frá því að ég var pínu- lítil og það hefði verið gaman að fá að vera með í þessu, en þrátt fyrir allt, þá er ég ekki með óraunsæja stórdrauma um að verða ein- hver stór „kvikmyndastjama" ég vil bara geta haft atvinnu af því að vera leikari. Þetta Bon- dævintýri er allavega hvatning fyrir mig og ég stefni áfram á sömu braut, að halda áfram hér í London.“ Ætlarðu ekki bara að drífa þig til Hollywood? „Veistu, ég held ég myndi ekki vilja það, ég þarf að koma mér upp reynslu hér til að byrja með. Maður þarf að læra að ganga áður en maður fer að hlaupa. Ég var að leika í stutt- mynd sem var teldn upp hér í London og heitir Routine, mjög dökk kómedía eftir Jon Wright, hún verður væntanlega sýnd á Channel 4 og á einhverjum stuttmyndahátíðum, það gæti leitt til einhvers, það er aldrei að vita.“ En í sumar verðurðu heima á íslandi? „Já, ég hlakka mikið til, það verður gaman að vinna í Borgarleikhúsinu í skemmtilegu hlutverki með góðu fólki. Það er mikill munur að vinna heima á íslandi, þar er maður yfirleitt ekki settur í ákveðna „skúffu" eins og hér. Draumurinn er að geta unnið á báðum stöðum, það að geta fengið að koma heim að leika í ís- lensku leikhúsi er náttúriega alveg frábært. Það er öðruvísi álag að leika heima, saman- burðurinn við „ákveðinn fjölskyldumeðlim“ er líklegast óumflýjanlegur.“ Ertu að stúdera Auði, búin að horfa á kvik- myndina o.s.frv.? S g hef forðast að horfa á myndina, ég sá Litlu hryllingsbúðina þegar hún var síðast sett upp heima með Eddu Heiðrúnu Bachman í hlutverki Auðar, ég man vel eftir því, hún var svo æðisleg. Það verður erfitt að keppa við hana, en ég er náttúrlega ég og vona að fólk þmfi ekki að bera mig sam- an við neinn. Ég á plötuna síðan þá og kann lögin utan að, Auður er svo yndislegur karakt- er, þetta er eitt af mínum draumahíutverkum. Ég hef ekki verið heima á íslandi að sumri til í fjögur ár og hlakka til að fá að upplifa það aft- ur. James, kærastinn minn, kemur líka með og hann hefur aldrei verið á íslandi að sumri til og ég ætla að reyna að drífa hann í smá hesta- ferð upp á hálendi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.