Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 58
} 58 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Hérna er listinn yfír leikmennina sem leika með liðinu okkar í ár. Hvað með „þú veist hver“? „Þú veist hver“, er aftur á hægri vallarhelmingi. Er ég? Hvemig veistu að „þú veist hver“ ert þú? Þú þekkir mig... BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Þekking góðs og ills Frá Skúla Sigurðssyni: í BRÉFI til blaðsins 7. apríl síð- astliðinn ræðir Jón Hafsteinn Jónsson um þekkingarótta. Hann undrast andúð á ástundun erfða- vísinda, hann á erfitt með að skilja hvaða hætta geti verið fólgin i erfðarannsóknum og ósæmileg mótmæh við þekldngaröflun vís- indamanna segir hann minna helst á fordóma kirkjunnar gagnvart nútímavísindum á upphafsskeiði þeirra. Þetta bréf var birt aftur í Morgunblaðinu 9. apríl. Erfitt er að skilja boðskap þess. Eigi Jón Hafsteinn við samtökin Mann- vemd hefur hann á röngu að standa. I heilsíðuauglýsingu Mannvemdar í Morgunblaðinu 14. mars var lögð áhersla á það að Mannvemd telji æskilegt að landsmenn taki þátt í læknis- fræðilegum rannsóknum sé rétt að þeim staðið. Þótt í brýnu hafi slegið milli kaþólsku kirkjunnar og Galileo Galilei á 17. öld er rangt að álykta að kaþólska kirkjan hafi almennt verið þrándur í götu nútímavís- inda. Skýrt dæmi þess er mikil- vægt framlag Jesúítareglunnar til rannsókna á rafmagnsfyrirbærum á 17. öld (sbr. J.L. Heilbron: Elem- ents of Early Modem Physics [University of Califomia Press, 1982], s. 93-106). Eðlisfræðingurinn Richard P. Feynman hlaut nóbelsverðlaun. A árum seinni heimsstyrjaldarinnar vann hann að smíði kjamorku- sprengjunnar. I ræðu í bandarísku Vísindaakademíunni árið 1955 sagði hann að þótt vísindin gætu valdið ógn og skelfingu hefðu þau líka gildi: þau gætu leitt til ein- hvers. Þessi máttur hefði gildi. Hann vitnaði líka í málshátt i ræð- unni: Sérhverjum manni er gefinn lykill að hliði himnaríkis; sami lyk- ill opnar gáttir vítis. Erfðafræði má nota til góðs og ills. Vera má að gott sé að vita um þá hnökra sem kunna að leynast í kjamsýruröðum hvers og eins. Sé hins vegar ekki unnt að beita vit- neskjunni til lækninga er vist að manni liði betur á eftir? Sænsk stjómvöld hafa komist að þeirri niðurstöðu að erfðafræði hafi verið beitt til ills fyrr á öldinni. í frétt í Morgunblaðinu 8. apríl er sagt frá því að sænska ríkið hyggist greiða skaðabætur til fólks sem var gert ófrjósamt. Eitt afbrigði erfðafræð- innar, mannkynbætur, kom þar við sögu. SKÚLI SIGURÐSSON, vísindasagnfræðingur og félagi í Mann- vemd Kirkjubraut 3, Seltjamamesi. Hugleiðing Frá stjórn Starfsmannafélags Árborgar: FRÁ því að Sveitarfélagið Ár- borg varð til úr Selfossbæ, Stokkseyrarhreppi, Eyrarbakka- hreppi og Sandvíkurhreppi hefur vinnuálag aukist umtalsvert hjá bæjarstjórnarmönnum og hafa þeir nú nýverið hækkað laun sín til samræmis við það. En hvers á sauðsvartur almúginn að gjalda? Innan skamms verður liðið eitt ár frá því að sameiningin varð að veruleika og ákveðið var að end- urskoða störf hjá því fólki sem starfar hjá sveitarfélaginu þar sem vinnuálagið hefur ekki síður aukist hjá því en hæstvirtri bæj- arstjórninni. Því miður hefur ekki verið skilningur þar á bæ á því að eitthvað þurfi að gera í málinu og hafa stjómendur Árborgar gert sitt besta til að hundsa og humma fram af sér þær úrbætur sem gera þarf með alveg hreint ágæt- is árangri (að þeirra mati). Reyndar eftir ítrekaðar óskir um viðræður fékkst bæjarráð sveit- arfélagsins til að ræða við stjórn starfsmannafélagsins þar sem farið var fram á að eitthvað yrði gert til að leiðrétta laun félags- manna í kjölfar kennarasamning- anna. Það er skemmst frá því að segja að málinu var vísað til launanefndar sveitarfélaganna eða með öðmm orðum: „Blessuð sé minning þess?“ Á þessu ári sem liðið er frá sameiningunni hefur nákvæmlega ekkert gerst, það er nefnilega alltaf verið að „vinna í málinu". Ef allir starfs- menn Árborgar ynnu jafn rösk- lega og þessir háu herrar væri líklega afskaplega lítil hreyfing á framkvæmdum innan sveitarfé- lagsins. Nú er svo komið að hæst- virt bæjarráð hefur ákveðið að tími væri til kominn að hækka laun sín, svo fulltrúarnir þurfi ekki að borga með sér við störf sín, og til að bæta upp allt vinnu- tapið sem fulltrúarnir hafa orðið fyrir síðasta árið, var ákveðið að launahækkunin yrði afturvirk til þess dags sem sameiningin tók gildi. Stjórn Starfsmannafélags Arborgar fagnar hinni nýju launastefnu sveitarfélagsins og bíður nú í ofvæni eftir því að 25-30% launahækkunin gangi niður til annarra starfsmanna, og ekki myndi nú spilla fyrir ef hún yrði afturvirk um eitt ár eða svo. Því segjum við að lokum húrra, húrra, húrra og hlökkum til þess að fá næsta launaseðil. ANNA DÓRA ÁGÚSTSDÓTTIR, formaður Starfsmannafélags Árborgar. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.