Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
JHtfrgtmÞlttttb
BÓKASALA ■ apríl
Róð Titill/ Höfundur/ Utgefandi
1 Sjálfstætt fólk/ Halldór Kiljan Laxness/Vaka-Helgafell
2 Ensk - íslensk skólaorðabók/ Ritstj. Jón Skaptason/ Mál og Menning
3 Kokkteilar/ David Biggs/ Islendingasagnaútgáfan/ Muninn
4 islensk orðabók/ Ritstj. Árni Böðvarsson/ Mál og Menning
5 Lítill leiðarvísir um lífið/ H. Jackson Brown/ Forlagið
6-7 Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar/ Guðbergur Bergsson/ Foriagið
6-7 Listin að Irfa/ Nils Simonsson og Karen Glente söfnuðu / Forlagið
8 Flikk kemur til bjargar/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell
9 Amazing lceland - ýmis tungumál/ Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið
10 Góðan dag Bóbó bangsi/ / Mái og Menning
Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK
1 Sjálfstætt fólk/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-helgafell
2 Faðir, móðir og dulmagn bernskunnar/ Guðbergur Bergsson/ Foriagið
3 Stjörnumar í Konstantínópel/ Halla Kjartansdóttir valdi efni/ Mál og Menning
4 íslandsklukkan/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell
5 Bjargið barninu/ Margaret Watson/Ásútgáfan
6 Englar alheimsins/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og Menning
7 Lesarinn/ Bernhard Sohlink/ Mál og Menning
8 Uppvöxtur litla trés/ Forrest Carter/ Mál og Menning
9-10 101 Reykjavík/ Hallgrimur Helgason/ Mál og Menning
9-10 Jólasögur úr samtímanum/ Guðbergur Bergsson/ Forlagið
ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ
1 Spámaðurinn/ Kahlil Gibran/ Islendingasagnaútgáfan
2 Sálmabók íslensku kirkjunnar/ Róbert a. ottósson vaidi lögin/ Skáihoit
3-4 Ljóð Tómasar Guðmundssonar/ / Mái og Menning
3-4 Meðan þú vaktir/ Porsteinn frá Hamri/ Iðunn
5 Passíusálmar/ Hallgrimur Pétursson/ Mál og Menning
6 Gullregn úr ástarljóðum íslenskra kvenna/ Gyifi Gröndai tók saman/ Foriagið
7 Hávamál og Völuspá/ / Guðrún
8-9 Hið eilífa þroskar djúpin sín/ Þýð. Guðbergur Bergsson/ Forlagið
8-9 Hugarfjallið/ Gyrðir Elíasson/ Mál og Menning
10 Perlur úr Ijóðum íslenskra kvenna/ Silja Aðalsteinsdóttirvaldi/Hörpuútgáfan
ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
1 Flikk kemur til bjargar/ Walt Disney. / Vaka-Helgafell
2 Góðan dag Bóbó bangsi/ / Mái og Menning
3-4 Kíara og KÓVÚ verða vinir/ Walt Disney/Vaka-Helgafell
3-4 Stafakarlarnir/ Bergljót Arnalds/ Virago
5 Góða nótt Bóbó bangsi/ / Mál og Menning
6 Stóra ævintýrabókin/ Peter Holeinone/ Skjaldborg
7 Bangsímon hittir Kaninku/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell
8 Ævintýri barnanna/ Þýð. Þórir S. Guðbergsson/ Setberg
9 Kuggur til sjávar og sveita/ Sigrún Eldjárn/ Forlagið
10 Skordýraþjónusta Málfríðar/ Sigrún Eidjám/ Foriagið
ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR
1 Ensk - íslensk skólaorðabók/ Ritstj. Jón Skaptason/ Mál og Menning
2 Kokkteilar/ David Biggs/ Íslendingasagnaútgáfan/Muninn
3 íslensk orðabók/ Ritstj. Árni Böðvarsson/ Mál og Menning
4 Lítill leiðarvísir um Iffið/ H. Jackson Brown/ Forlagið
5 Listin að lifa/ Nils Simonsson og Karen Glente söfnuðu / Forlagið
6 Amazing lceland - Ýmis tungumál/ Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið
7 Ensk-íslensk orðabók með alfræðilegu ívafi/ Sören Sörenson/ Mál og Menning
8 Portable lcelandic/ Marianne Holmen/ Mál og Menning
9-11 Goðsagnir Heimsins/ Ritstj. Dr. Roy Willis/ Mál og Menning
9-11 Heimsatlas/ Ritstj. Björn Þorsteinsson og Kristján B. Jónasson/ Mál og Menning
9-11 Ensk-íslensk/íslensk-ensk orðabók/ Ritstj. Sævar Hilbertsson/ Orðabókaútgáfan
Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni
Höfuðborgarsvæðið:
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi
Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla
Bóksala stúdenta v/Hringbraut
Eymundsson, Kringlunni
Penninn-Eymundsson, Austurstræti
Penninn, Hallarmúla
Penninn, Kringlunni
Penninn, Hafnarfirði
Utan höfuðborgarsvæðisins:
Bókabúð Keflavíkur, Keflavik
Bókval, Akureyri, KÁ, Selfossi
Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka I aprll 1999 Unnið fyrir Morgunblaðlð,
Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær
bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur.
LISTIR__________
Hin dæmigerða
Eastwoodmynd
KVIKMYNDIR
Kfóborgin
TRUE CRIME ★★★
Leikstjóri og framleiðandi: Clint
Eastwood. Handrit: Larry Gross,
Paul Brickman og Stephen Schiff.
Kvikmyndatökustjóri: Jack N.
Green. Tónlist: Lennie Niehaus.
Aðalhlutverk: Clint Eastwood,
James Woods, Denis Leary, Isaiah
Washington, Lisa Gay Hamilton,
Bernard Hill. Warner Bros. 1999
SAMSTARF Clint Eastwoods
og Warner Bros. er orðið langt
og gæfuríkt fyrir báða aðila.
„True Crime“ er dæmigerð
Warnermynd frá hendi
Eastwoods, gerð án vífílengja og
fagmannlega af leikaranum/leik-
stjóranum, örugglega skilað inn
á réttum tíma og þótt ekki sé
hún innblásin og klisjurnar æpa
á mann er hún alls ekki leiðinleg
heldur nákvæmlega það sem
stjarnan hefur verið að gera hjá
Warner Bros. í þrjá áratugi, hin
bærilegasta afþreying með hon-
um sjálfum í klassísku
Eastwood-hlutverki.
Hún er líklega líkust „Dead
Man Walking" ef Eastwood
hefði gert hana hjá Warner. Það
er ekki að fínna í henni einn
ramma sem talist getur listrænn
en hún heldur manni við efnið
sem dauðadeildarkrimmi. Svert-
ingi bíður dauðadóms í fangelsi
fyrir morðið á óléttri afgreiðslu-
konu og sá eini sem mögulega
getur bjargað honum frá eitur-
sprautunni er gamall drykkju-
bolti og ólíkindatól í blaða-
mannastétt. Sá fær það á tilfinn-
inguna frekar en nokkuð annað
sem reyndur blaðamaður, að
svertinginn sé saklaus og tekur
að leita sannana fyrir því með
heldur litlum árangri.
Eastwood gengur í gegnum
stykkið með sínu vanalega
Warnermyndalagi bara aðeins
eldri en síðast. Hann sefur hjá
(konum helmingi yngri en hann
sjálfur) og búsar og er skilinn og
er á móti kerfinu og upp á kant
við yfirmenn alla og verður ekki
stjómað en fer sínar eigin leiðir.
Stjarnan hefur gert þetta svo
oft að gretturnar þrjár, sem
hann notar venjulegast í þessum
myndum, prakkaralega, alvar-
lega og íhugula, raða sér upp
eins og af sjálfu sér undir sinni
eigin leikstjórn.
Bestu atriðin eru með honum
og James Woods, sem leikur yf-
irmann hans á blaðinu; þau eru
virkilega skemmtilega samin á
sinn klúra hátt og þeir tveir
sniðnir fyrir þau. Verstu atriðin
gerast í fangelsinu þar sem leik-
stjórinn Eastwood heldur að
hann sé að búa til tilfinningarík
innslög í klisjukennda glæpa-
sögu en dettur niður í nær
óbærilega væmni. Fleiri leikar-
ar af Warnerlóðinni koma við
sögu en enginn sem bætir
myndina nema kannski Bernard
Hill í hlutverki fangelsisstjór-
ans; Isaiah Washington sem
leikur dauðadæmda svertingj-
ann er eins og stytta af engli svo
saklaus er hann á svipinn.
Fyrir þá sem þekkja sig í
Warnermyndum Clint
Eastwoods kemur þessi ekki á
óvart og það er kannski stærsti
kosturinn við hana. „True
Crime“ er svona stjörnustykki
sem aðdáendur leikarans geta
séð án þess að verða fyrir
nokkrum vonbrigðum.
Arnaldur Indriðason
Dagur í lífi
þjóðar
Brezkar
skáldkonur
of þröng-
sýnar
London. Morgunblaðið.
BRETAR hreykja sér af því, að
brezk leikritaskáld einoki
Broadway, en hins vegar finnst
þeim hlutur brezkra skáld-
kvenna í Orangebókmennta-
verðlaununum anzi rýr. Aðeins
ein brezk skáldkona er í hópi
þeirra sex, sem í úrslit eru
komnar, hinar eru bandariskar
og kanadískar.
Orangeverðlaunin eru að
sönnu brezk, en þátttökuskil-
yrði er að skrifa á enska tungu.
Lola Young, prófessor, sem er í
forsæti dómnefndarinnar, segir
brezkar skáldkonur of þröng-
sýnar í efnisvali og skrifum,
einblína um of á ungu konuna,
sem brýzt um í áhyggjum af
starfinu, kærastanum og krökk-
unutn. Dagbók Bridget Jones
þvælist alltaf fyrir þeim. Amer-
tskar skáldkonur eru miklu víð-
sýnni og velja söguheljum sín-
um hlut í miklum umbrotatím-
um. Bretar eru nú ekki ánægðir
með svona dóma. The Daily
Telegraph nefnir til sögunnar
margar brezkar skáldkonur,
sem blaðið telur ummæli Young
alls ekki eiga við, og klykkir út
með því að segja, að nöfn sumra
þeirra að minnsta kosti muni
geymast lengur en nafn Lolu
Young!
Orangeverðlaunin, sem nema
hálfri fjórðu milljón króna, hafa
tvisvar verið veitt áður og í
bæði skiptin fóru þau vestur um
haf. Að þessu sinni eiga eftir-
taldar skáldkonur bækur í úr-
slitakeppnini; Julia Blackburn,
sem er eini Bretinn, Suzanne
Berne, Marilyn Bowering, Jane
Hamilton, Barbara Kingsolver
og Toni Morrisson. Verðlaunin
verða veitt 8. júní.
BÆKUR
Dagbók
DAGBÓK ÍSLENDINGA
Ritsijórar Sigurborg Hilmarsdóttir
og Sigþrúður Gunnarsdóttir.
TALSVERÐA athygli vakti það
tiltæki að halda Dag dagbókarinn-
ar hátíðlegan 15. október í fyrra.
Margir brugðust vel við tilmælum
Dagbókarnefndar og héldu dag-
bók þennan dag og sendu síðan
inn til varðveislu Þjóðarbókhlöð-
unnnar. Alls munu um sex þúsund
dagbækur og dagbókarfærslur
hafa borist þjóðháttadeild Þjóð-
minjasafnsins og var ærið verk að
lesa þetta allt og flokka svo henda
mætti reiður á afrakstrinum. Mál
og menning lagði einnig sitt af
mörkum með þeirri bók sem nú er
út komin og geymir úrval dagbóka
frá 15. október 1998 eftir nær 200
Islendinga af báðum kynjum og á
öllum aldri, hinir yngstu eru sex
ára og hinn elsti 94 ára. Dagbók-
arhöfundar eru búsettir vítt og
breytt um landið, fást við margvís-
lega iðju, þjóðþekktir og lítt
þekktir. Lætur nærri að álykta að
hér megi finna samankomna á ein-
um stað merka dagbókarfærslu í
lífi einnar þjóðar - dagur í lífi
þjóðarinnar - á sinn hátt fjöl-
breyttari en fyrirfram mætti
hugsa sér en einnig samlitari en
mann grunaði því daglegt líf
næsta manns er þegar öllu er á
botninn hvolft ekki svo ýkja frá-
brugðið manns eigin. Allt eru
þetta á sinn hátt tilbrigði við sama
stefið.
Dagbók Islendinga er hreinn
skemmtilestur á löngum köflum,
dagbækurnar era margar hverjar
bráðvel stílaðar, misvel eins og
gengur, en þegar best tekst til
bregður fyrir skýrri mynd af per-
sónu dagbókarritara, fjölskyldu
hans og umhverfi. Reyndar fer
ekki hjá því að dagbókarfærslurn-
ar séu margar hverjar í skýrslu-
formi, skrifaðar með það í huga að
þær verði síðar lesnar af öðram,
höfundar eru þá ekki jafn opinská-
ir og ella; lýsa ekki líðan sinni eða
tilfinningum nema að litlu leyti,
heldur halda sig við staðreyndir
dagsins, atburðarás frá morgni til
kvölds. Lesandinn fær þó forvitni
sinni svalað að nokkru með því að
skyggnast inn í líf náungans; dag-
bók annars manns er eitt hans
helgasta vé en hér leyfist semsagt
að kíkja.
Fengur er að bókinni vegna
þess hversu skemmtilega ólík
mynd birtist af málvitund og mál-
notkun þjóðarinnar. Um veðrið
segir aldursforseti bókarinnar:
„Hér hafði myglað niður nokkram
snjó, jafnföllnum." Átta ára gam-
all Reykvíkingur lýsir deginum
svona: „I morgun fór ég í skólann
og ég sá lítinn fugl og ég horfði á
hann á leið í skólann. Eftir hádegi
bjó ég til karl úr leir og ég lét
hann þorna og fór að leika. Um
kvöldið fékk ég pizzu í matinn og
ís í eftirmat og það var góður mat-
ur.“ Eins og búast má við sletta
unglingarnir hvað mest en þó vek-
ur athygli að þetta gera þeir
greinilega meðvitað - eins og til að
undirstrika stöðu sína - og era
dagbókarfærslur þeirra oft
skemmtilegasta lesningin. „Ég er
þessi týpiski MH-ingur, er að falla
á mætingu, læri ekki nógu mikið,
var að djamma vægt í gær, með
stanslaust samviskubit yfir öllu og
ástfangin upp fyrir haus!! Ég svaf
yfir mig í líffræði í morgun eftir að
hafa verið andvaka út af einhverri
bíldruslu sem var að reyna að
prampa sér í gang fyrir utan
gluggann hjá mér í alla nótt.“
Hávar Sigurjónsson