Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Vígt á Ingdlfshvoli Lagt upp með stórhug og glæsta aðstöðu Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson VELDI Laufa frá Kolluleiru og Hans Kjerúlf varð ekki haggað í töltkeppninni á Ingólfshvoli. Þeir ætla ekki að stefna á heimsmeistaramótið en spuming stendur um það hvort þeim tekst að verja titilinn á íslandsmót- inu í sumar og verða þar með fyrstir til að vinna titilinn tvö ár í röð. Urslit hjá Fáki og Andvara Sigairoddur Pét- ursson sigursæll HESTAR Ingólfshvoll f Ölfusi Vl'GSLA HESTAMIÐSTÖÐVAR TEKIN er til starfa glæsileg hesta- miðstöð að Ingólfshvoli þar sem auk hestmennskunnar verður rekinn veitingastaður og reiðskóli sem hóf starfsemi um ármamótin. Á staðn- um er myndarleg reiðhöll með sam- byggðum veitingastað þar sem rek- in verður matsala og aðstaðan leigð til samkomuhalds og heitir að sjálf- sögðu Ingólfscafé. Sórhugur, áræði og hugmyndaríki hefur ráðið ferðinni í uppbyggingu einnar glæsilegustu hestamiðstöðv- ar landsins. Haldin var vígsluhátíð á föstudag þar sem eigandinn og frumkvöðullinn Öm Karlsson flutti ræðu í upphafí samkomunnar. Þar kom meðal annars fram að hvatinn að þessari uppbyggingu hafi verið grein sem Gunnar Bjarnason ritaði fyrir allnokkrum árum þar sem hann taldi að Suðurlandsundirlend- ið byði upp á mikla möguleika og þar gæti verið nafli alheimsins. Vel fór á því að Öm minntist þessa mikla örlagavalds íslenskrar hesta- mennsku á þessum tímamótum. Að loknum ræðuhöldum og ágæt- um skemmtiatriðum var boðið upp á töitkeppni bestu töltara landsins þar sem meðal annarra leiddu sam- an hesta sína Vignir Siggeirsson með Ofsa frá Viðborðsseli, Ásgeir Svan með Farsæl frá Arnarhóli, Hafliði Halldórsson á Valiant frá Heggstöðum, Sigurbjörn Bárðarson á Oddi frá Blönduósi og íslands- meistarinn í tölti, Hans Kjerúlf, mætti austan frá fjörðum með Laufa sinn frá Kollaleiru. Þessir höfðingjar mættu í úrslit og var það tilkomumikið að sjá þessa bestu töltara landsins saman- komna á þessum stað. Það er skemmst frá því að segja að Hans og Laufi höfðu erindi sem erfiði og sigruðu þrátt fyrir að Sigurbjöm og Oddur hefðu staðið efstir að loknu hægatöltinu sem hefur tvöfalt vægi samkvæmt reglunum. Að launum fengu Hans og Laufi eitt hundrað þúsund krónur í verðlaun. Þá var einnig boðið upp á skeið- keppni þar sem keppendur komu inn um norðurenda hallarinnar og klukka fór í gang og stöðvaðist þeg- ar nef hrossanna rauf geisla við suð- urútganginn. Með öðrum orðum 80 metra flugskeið þar sem famar vom þrjár umferðir. Þarna var Sig- urbjörn með Neista frá Miðey og hann hafði lánað Sigurði Marínus- syni Snarfara frá Kjalarlandi. Logi Laxdal kom með Hraða frá Sauðár- króki og Magnús Benediktsson kom með Leó frá Hítarnesi en Erling Sigurðsson var með Funa frá Sauð- árkróki og Sveinn Ragnarsson mætti til leiks með Framtíð frá Runnum sem er búin að sanna sig sem skeiðhross í fremstu röð og það undirstrikaði hún með góðum sigri. Skeiðaði hún vegalengdina á 6,03 sekúndum í öðmm spretti en Sigur- björn og Neisti náðu 6,05 í síðasta spretti og tóku þar með annað sætið af Loga og Hraða sem vom á 6,07 sekúndum. Magnús og Leó vom á 6,26 en Erling og Funi vom á 6,28 sekúndum. Verðlaunin voru þau sömu og í töltinu en segja má að þarna hafi verið harðar barist. Að lokinni keppni var boðið upp dansleik með Stjóminni sem lék fyrir dansi í reiðhöllinni en góð að- staða er fyrir gesti í sambyggða veitingaskálanum. Fróðlegt verður að fylgjast með þeirri starfsemi sem fram mun fara á Ingólfshvoli en at- hygli vekur hversu fjölbreytt hún á að verða. Þama verður stundaður fótbolti og samkomuhald ýmiskonar mun verða í Ingólfscafé. Á næst- unni verður haldið þama fjölskrúð- ugt vöruuppboð og svo verður að sjálfsögðu lífleg starfsemi tengd hestamennskunni. Auk reiðskólans verða þama haldin fjölbreytt reið- námskeið og önnur fræðslustarf- semi tengd hestamennskunni. Fer vel á því að óska stórhuga eigendum Ingólfshvols, Erni Karlssyni og Björgu Ólafsdóttur, velfarnaðar. Valdimar Kristinsson FÁKUR og Andvari í Garðabæ héldu íþróttamót sín um helgina. Mót Fáks var opið eins og fram kom í hestaþætti í gær en mótið hjá Andvara var aðeins fyrir félags- menn eins og tíðkast hefur. Sig- uroddur Pétursson var atkvæða- mikill í opnum flokki hjá Andvara, sigraði í tölti á Hyllingu frá Hjarð- arholti og fimmgangi á Rym frá Ytra-Dalsgerði, varð annar í fjór- gangi á Hyllingu en þar sigraði Jón Styrmisson á Adam frá Götu. Þá varð Siguroddur stigahæstur kepp- enda í opnum flokki og vann auk þess íslenska tvíkeppni og skeiðtví- keppni. Guðmundur Jónsson sem haft hefur viðurnefndið brokkari snéri dæminu örlítið við og sigraði í nú í skeiðgreinunum á Röðli frá Stafholtsveggjum. Reykjavíkur- meistaramót í Víðidal, 6.-9. maí 1999 I. flokkur - opinn. Fjdrgangur 1. Sigurbjöm Bárðarson á Oddi frá Blönduósi, 6,86/6,93 2. Daníel Jónsson á Erli frá Kópa- vogi, 6,83/6,86 3. Vignir Jónasson á Jöfri frá Hrappsstöðum, 6,36/6,53 4. Hrafnhildur Þorsteinsdóttir á Ægi frá Svínhaga, 6,30/6,21 5. Tómas Snorrason á Skörungi frá Akureyri, 6,30/6,21 6. Ragnar Hinriksson á Safír frá Húnavöllum, 6,43/6,19 Tölt 1. Sigurbjörn Bárðarson á Oddi frá Blönduósi, 7,6/8,18 2. Daníel Jónsson á Erli frá Kópa- vogi, 7,2/7,94 3. Hermann Karlsson á Amal frá Húsavík, 6,67/6,54 4. Fríða Steinarsdóttir á Djákna, 6,57/6,52 5. Hallgrímur Birkisson á Hasar frá Búð, 6,6/5,91 Fimmgangur 1. Sigurbjörn Bárðarson á Byl frá Skáney, 6,07/6,50 2. Sveinn Ragnarsson á Brynjari frá Árgerði, 6,5/6,49 3. Auðunn Kristjánsson á Baldri frá Bakka, 7,13/6,20 4. Alexander Hrafnkelsson á Prins írá Hvítárbakka, 5,9/6,05 5. Vignir Jónasson á Klakk frá Búlandi, 6,97/5,99 Tölt T-2 1. Sigurbjöm Bárðarson á Húna frá Mykjunesi, 7,07/6,98 2. Sveinn Ragnarssoh á Brynjari frá Árgerði, 6,57/6,93 3. Vignir Jónasson á Birtingi frá Brimisvöllum, 5,77/6,13 4. Alexander Hrafnkelsson á Prins frá Hvítárbakka, 5,93/5,90 5. Hjörtur Bergstað á Kládíusi frá Bmnnum, 5,03/5,23 Stigahæsti knapinn var Sigurbjörn Bárðarson, ísiensk tvíkeppni, skeiðtvíkeppni Sveinn Ragnarsson. II flokkur - fjórgangur 1. Hrafnhildur Guðmundsdóttir á Ögra frá Vindási, 5,83/5,99 2. Arna Rúnarsdóttir á Tvisti frá Ási, 5,97/5,96 3. Hjörtur Bergstað á Jarli frá Guðrúnarstöðum, 5,66/5,84 4. Róbert G. Einarsson á Guðna frá Heiðarbrún, 5,77/5,71 5. Þóra Þrastardóttir á Hlyn frá Forsæti, 5,63/5,61 Tölt 1. Þóra Þrastardóttir á Hlyn frá Forsæti, 6,07/6,25 2. Róbert G. Einarsson á Guðna frá Heiðarbrún, 5,93/6,11 3. Hrafnhildur Guðmundsdóttir á Ögra frá Vindási, 5,80/6,08 4. Hjörtur Bergstað á Jarli frá Guðrúnarstöðum, 5,7/5,73 5. Edda S. Þorsteinsdóttir á Hrók frá Grenstanga, 5,53/5,64 Fimmgangur 1. Hjörtur Bergstað á Kládíusi frá Brunnum, 5,6/5,61 2. Magnús Norðdal á Aríu frá Strönd, 5,20/5,49 3. Brjánn Júlíusson á Þokkadís frá Höfn, 4,43/4,87 4. Arna Rúnarsdóttir á Kolfreyju frá Magnúsarskógum, 4,7/3,82 Stigahæsti knapinn - Iljörtur Berg- stað, skeiðtvíkeppni Islensk tvíkeppni - Þóra Þrastar- dóttir. Gæðingaskeið 1. Sigurbjöm Bárðarson á Neista frá Miðey, 8,43 2. Daníel Jónsson á Minnu, 8,39 3. Sveinn Ragnarsson á Brynjari frá Árgerði, 8,27 4. Helgi L. Sigmarsson á Garpi, 8,10 5. Ragnar Hinriksson á Skúmi frá Hnjúkahlíð, 7,78 Skeið 250 m 1. Ósk frá Litla-Dal og Sigubjörn Bárðarson, 23,3 sek. 2. Framtíð frá Runnum og Sveinn Ragnarsson, 23,58 sek. 3. Kormákur frá Kjarnholtum og Ragnar Hinriksson, 23,8 sek. Skeið 150 m 1. Bylgja og Auðunn Kristjánsson, 15,57 sek. 2. Neisti frá Miðey og Sigurbjörn Bárðarson, 15,90 sek. 3. Börkur frá Akranesi og Alexand- er Hrafnkelsson, 16,1 sek. Ungmenni - fjórgangur 1. Sigfús B. Sigfússon á Garpi frá V-Geldingahoiti, 6,13/6,45 2. Matthías Barðason á Ljóra frá Ketu, 6,13/6,19 3. Birgitta Kristinsdóttir á Ósk frá Refsstöðum, 5,93/5,98 4. Árni B. Pálsson á Fjalari frá Feti, 6,23/5,89 5. Pála Hallgrímsdóttir á Kára frá Þóreyjarnúpi, 5,60/5,66 Tölt 1. Sigfús B. Sigfússon á Garpi frá V-Geldingaholti, 6,17/6,45 2. Matthías Barðason á Ljóra frá Ketu, 5,77/6,19 3. Birgitta Kristinsdóttir á Ósk frá Refsstöðum, 5,93/6,02 4. Sigurjón Björnsson á Sleipni frá Ólafsvík, 5,60/5,65 5. Árni B. Pálsson á Fjalari frá Feti, 5,57/5,43 Fimmgangur 1. Davíð Matthíasson á Kolfinni frá Hala, 4,8/5,30 2. Sigurður R. Sigurðsson á Óðni frá Þúfu, 4,67/4,57 Gæðingaskeið 1. Sigfús B. Sigfússon á Hlýju frá V-Geldingaholti, 6,67 2. Davíð Matthíasson á Kolfinni frá Hala, 4,91 3. Árni B. Pálsson á Kóngi frá Teigi, 3,12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.