Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Netanyahu veldur uppnámi með þvf að fyrirskipa lögregluaðgerðir gegn PLO Dómstóll frestar lokun skrifstofa PLO Reuters FAISAL Husseini, háttsettur embættismaður PLO í Jerúsalem, ræðir við Azmi Bishara, einn af frambjóðendum til forsætisráðherraembættisins, í göngu fyrir utan höfuðstöðvar PLO í austurhluta Jerúsalem. Jerúsalem. Reuters. DÓMSTÓLL í ísrael fyrirskipaði í gær stjóm landsins að fresta því að loka þremur skrifstofum í höfuð- stöðvum Frelsissamtaka Palestínu- manna (PLO) í Austur-Jerúsalem fram yfir kosningarnar á mánu- daginn kemur. Stjóm Benjamins Netanyahus forsætisráðhema hafði gefíð lögreglunni fyrirmæli um að loka skrifstofunum og óttast var að það gæti leitt til blóðugra átaka milli Palestínumanna og Israela. Dómararnh- veittu málsaðilunum frest til 18. maí til að svara beiðni ísraelsku friðarhreyfíngarinnar Ir Shalem um að skrifstofunum yrði ekki lokað. Hreyfingin heldur því fram að Netanyahu hafi fyrirskip- að lokunina til að afla sér atkvæða í kosningunum og telur fyrirmælin geta valdið blóðsúthellingum í Austur-Jerúsalem. Palestínskir embættismenn höfðu neitað að áfrýja sjálfír fyrir- mælum stjómarinnar á þeirri for- sendu að það jafngilti viðurkenn- ingu á yfirráðum Israela yfir Aust- ur-Jerúsalem, sem Palestínumenn vilja að verði höfuðborg Palestínu- ríkis þegar fram líða stundir. Palestínumenn, sem söfnuðust saman við höfuðstöðvar PLO, fógn- uðu úrskurðinum. „Ég hygg að úr- skurður dómstólsins dragi úr hætt- unni á átökum. Við vonum að fyrir- mælin verði lýst ógild í lokaúr- skurðinum,“ sagði Faisal al- Husseini, háttsettur embættismað- ur PLO í Jerúsalem. Olmert lagðist gegn fyrirmælunum Stjóm Netanyahus gaf fyrir- mælin út í fyrradag og hélt því fram að skrifstofumar þrjár hefðu starfað fyrir palestínsku heima- stjórnina í trássi við friðarsamn- inga Israela og Palestínumanna. Netanyahu heíur reynt að gera tilkall ísraela til Austur-Jerúsalem að kosningamáli í von um að það auki sigurlíkur hans. Fyrirmæli stjórnarinnar ollu miklu uppnámi meðal Palestínumanna og ísrael- skra andstæðinga Netanyahus og einn af forystumönnum Likud- flokksins, Ehud Olmert, borgar- stjóri Jerúsalem, lagðist' einnig gegn ákvörðun stjómarinnar. „Ég ráðlagði forsætisráðherran- um að þessum íyrirmælum yrði ekki komið í framkvæmd fyrir kosningarnar,“ sagði Olmert. Borgarstjórinn bætti við að al- menningur í ísrael myndi líta á lokun skrifstofanna sem kosninga- brellu, auk þess sem hún myndi kynda undir úlfúðmni milli vinstri- og hægrimanna í Israel. David Bar-IUan, einn af helstu ráðgjöfum Netanyahus, sagði að forsætisráðherrann myndi virða úrskurðinn og neitaði því að fyrir- mælin hefðu verið liðm- í kosninga- baráttu hans. „Stjórnin getur ekki látið kosningabaráttuna ráða gerð- um sínum. Hún verður að fram- fylgja lögunum og það er einmitt það sem hún hefur gert.“ Palestínskir embættismenn höfðu varað við því að óeirðir gætu blossað upp ef lögreglan reyndi að loka skrifstofunum. Þeir neita því að skrifstofurnar hafi starfað fyrir palestínsku heimastjórnina. Ákall til fyrrverandi stuðningsmanna Skoðanakannanir benda til þess að Ehud Barak, leiðtogi Verka- mannaflokksins, hafi aukið forskot sitt á Netanyahu. Forsætisráð- herrann lagði i gær kapp á að end- urheimta stuðning miðju- og hægrimanna, sem hafa sagt sig úr Likud-flokknum eftir að hann komst til valda fyrir þremur árum. „Ég hef aldrei haldið því fram að mér verði ekki á mistök," sagði hann í nýrri sjónvarpsauglýsingu. „Þið sem styðjið okkur í meginat- riðum, stefnu okkar, ég bið ykkur lengstra orða að láta allt annað liggja milli hluta - ég bið ykkur lengstra orða að koma aftur heim.“ Harka færist í kosningabaráttuna Mikil harka hefur færst í kosn- ingabaráttuna og lögreglan hand- tók í fyrrakvöld bróður arabísks frambjóðanda í þingkosningunum, Ahmeds Tibis, vegna ásakana um að hann hefði sært araba, sem styður Shas, flokk heittrúaðra gyð- inga, með hnífí í átökum sem blossuðu upp í arabíska þorpinu Taiba. Tibi sagði ekkert hæft í þessum ásökunum og kenndi stuðningsmönnum Shas um átökin. Lögreglan í ísrael kvaðst hafa fengið 130 kvartanir vegna „hót- ana, skemmdarverka og árása“ sem tengdust kosningabaráttunni. Moskvu. Reuters, AFP. EMBÆTTISMENN í Kreml sögðu í gær að ekkert væri hæft í frétt í rússneskri útvarpsstöð um að Borís Jeltsín hygðist víkja Jev- gení Prímakov úr embætti forsæt- isráðherra áður en þingið hefur umræðu um hvort höfða eigi mál á hendur forsetanum til embættis- missis síðar í vikunni. Útvarpsstöðin Ekho Moskví hafði eftir embættismönnum í Kreml að Jeltsín hygðist reka Prímakov og tilnefna lítt þekktan stjórnmálamann, Níkolaj Ak- sjonenko, jámbrautamálaráðherra rússnesku stjórnarinnar, í forsæt- isráðherraembættið. Oleg Sysujev, aðstoðarskrif- stofustjóri forsetans, sagði að Jeltsín hefði ekki í hyggju að breyta stjórninni. Andrej Korot- Frétt um að Prímakov verði rekinn neitað kov, talsmaður Príma- kovs, lýsti fréttinni sem „tilraunablöðru". „Þeir vilja sjá hvernig við bregðumst við,“ sagði hann en gat þess ekki við hverja hann ætti. Ráðgert er að um- ræðan á þinginu um málshöfðunartillöguna hefjist á morgun og standi í þrjá daga. Reuters Jevgený Prímakov Alexander Kotenkov, fulltrúi Jeltsíns í dúmunni, neðri deild þingsins, sagði að „engar líkur“ væru á því að forsetinn yrði viðstaddur þingfund- ina. Kotenkov bætti við að Jeltsín myndi ekki sitja aðgerðalaus hjá ef þingið frestaði um- ræðunni eins og í síð- SKIPATÆKNI Member of tíie Vtk-Sar>dvik Broup s a m a f o I k i ð qkiníffiæKm i nýi« 09 .nnnai' bKipUW^!M Wtenut ___________ að Borgartúm 30 ----* í /. n„;t v cjimHnúnitíí’ 5 víö ____-____— VnPS 5 AOÖ 501 otj nýtt taxrtumu 3 5 A00 500 1 /i nlBÍ VBfÖUl mt* »' ------- cnna flUtnínOB. Borgartúni 30 105 Reykjavík Sími: 5 400 500 Fax: 5 400 501 Netfang: skipataekni@skipataekni.is asta mánuði. „Forsetinn hefur hingað til ekki brugðist við öllu þessu uppnámi," sagði hann. „Ef þeir fi-esta atkvæðagreiðslunni aft- ur hyggst hann hins vegar grípa til aðgerða." Kotenkov gaf einnig til kynna að Jeltsín myndi taka því illa ef Prímakov reyndi að fá þingmenn dúmunnar til að fresta atkvæða- greiðslunni. Samskipti forsetans og forsætisráðherrans hafa versnað að undanförnu í réttu hlutfalli við vaxandi vinsældir Prímakovs, að sögn fréttastofunnar AFP. Litlar lfkur á málshöfðun Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, sagði að dúman myndi ræða málshöfðunartillöguna í 12 klukkustundir á dag frá fimmtudegi til laugardags. At- kvæði yrðu síðan greidd um hvert ákæruatriði fyrir sig. Andstæðingar Jeltsíns vilja að hann verði ákærður til embættis- missis fyrir að stuðla að hruni Sov- étríkjanna 1991, hefja stríðið í upp- reisnarhéraðinu Tsjetsjníu 1994-96, beita hervaldi til að kveða niður uppreisn þingmanna í Moskvu 1993, eyðileggja her Rúss- lands og fremja „þjóðarmorð". Dúman þarf að samþykkja að minnsta kosti eitt ákæruatriðanna með tveimur þriðju atkvæðanna til að málshöfðunin geti hafíst formlega. Aðeins eitt ákæruatrið- anna, það sem snýst um þátt Jeltsíns í stríðinu í Tsjetsjníu, nýt- ur stuðnings flestra þingflokk- anna. Sérfræðingar í rússneskum stjórnmálum telja þó litlar líkur á að það ákæruatriði fái nægan stuðning. Verði ákæran samþykkt verður henni vísað til hæstaréttar og stjórnlagadómstóls Rússlands og síðan til efri deildar þingsins, sam- bandsráðsins, sem hefur lokaorðið í málinu. Jafnvel kommúnistar ef- ast um að málshöfðunin geti komið fyrir sambandsráðið. Verði ákæran samþykkt í dúmunni getur Jeltsín ekki leyst hana upp fyrr en máls- höfðuninni lýkur. ) 1 S 1 < i N ( ) I! S ! I I f A N OPIÐ 8-20 MÁNUDAGA -FÖSTUDAGA OPIÐ10-16 LAUGAR- DAGA Bílavarahlutaverslun & bflaverkstæði Jmanparts • Bremsuhlutir • Sfur • Hjólkoppar • Bónvörur • Kúplingar • Perur •Cargo-box •Vaskaskinn • Stýrishlutir •o.mfl. •Aukahlutir •Sprautur HYUNDAI - MITSUBISHI - NISSAN - SUBARU - T0Y0TA - V0LKSWAGEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.