Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 72
Heimavörn Sími: 533 5000 Drögum næst 25. maí HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Atlants- skipum hafnað af þremur ástæðum ATLANTSSKIPUM ehf. var hafn- að í forvali fyrir íslenskan hluta út- boðs varnarliðsflutninga, sem hald- ið var af forvalsnefnd utanríkis- ráðuneytisins, vegna þess að skipa- félagið þótti ekki uppfylla kröfur um varaflutningsgetu, íslenskt eignarhald, fjárhagslegt bolmagn og reynslu. Þetta kemur fram í fundargerð forvalsnefndar þar sem Atlantsskipum var synjað um þátt- töku í væntanlegu útboði vegna vamarliðsflutninga. Aðeins 1% hlutafjár í eigu Islendings Forvalsnefnd taldi að ekki væri séð að Atlantsskip hefðu næga varaflutningsgetu ef nauðsyn krefði né nægilegt bolmagn til að bregðast við ófyrirséðum áföllum í flutningum, er tryggt gæti sjó- flutninga til Islands, sem væru mikilvægur þáttur í öryggi lands- ins. Einungis 1% hlutafjár Atlants- skipa væri í eigu íslensks ríkis- borgara, sem búsettur er á Islandi. 49% væru í eigu íslensks ríkisborg- ara, sem býr í Bandaríkjunum, og 50% hlutafjár væru í eigu banda- rísks aðila. Ennfremur er bent á að á félag- inu hvíli 31 milljónar króna víkj- andi lán, og telur forvalsnefnd að hið víkjandi lán sé ígildi hlutafjár, en í engu hafi verið gerð grein fyrir tengslum kröfuhafa við Island. ■ Þrjár/18 ------1— Grenlækur og Tungulækur Aðgerðir vegna vatnsskorts RÍKISSTJÓRNIN samþykkti til- lögu umhverfisráðherra á fundi sínum í gær þess efnis að veita 5,8 milljónir ki-óna í aðgerðir sem hafa það að markmiði að ti-yggja sem jafnast rennsli í Arkvíslum árið um kring. Þannig á að stuðla að hærri grunnvatnsstöðu í miðju Eldhrauni til að draga úr vatnsþurrð í Gren- læk og Tungulæk í Skaftárhreppi. Nefnd skipuð fulltrúum iðnaðar-, landbúnaðar-, samgöngu- og um- hverfisráðuneyta og sveitarstjóm- ar Skaftárhrepps telur æskilegt að með aðgerðunum verði rennsli úr Skaftá stýrt við upptök Árkvísla með því að koma fyrir þremur rör- um í stíflugarði þar. Einu rörinu verður lokað meðan sumarvatn er í ánni. Með þessu er stefnt að því að í flóðum, þegar framburður er mik- ill í Skaftá, falli ekki meira vatn í Arkvíslar en það sem rörin flytja. Gert er ráð fyrir að núverandi görðum í Eldhrauni verði haldið við til að tryggja að vatnið falli ekki vestur í Ása-Eldvatn. Jafnframt er gert ráð fyrir að allt að þriðjungur þessa vatns renni um farveg sem fellur suður fyrir þjóðveginn um ræsi sem er 2 km austan við brúna yfir Brest. Verð á karfa fer lækkandi VERÐ á íslenskum karfa, sem flutt- ur er frá Islandi í fiskiskipum eða gámum, hefur farið niður í um 63 krónur fyrir kílóið á fiskmörkuðum í Þýskalandi síðustu tvær vikur. Það er um helmingi lægra verð en eðli- legt getur talist, en undir venjulegum kringumstæðum fást á bilinu 120 til 140 krónur fyrir kílóið af karfanum. Mikið framboð er nú af karfa í Evr- ópu, enda hefur veiði ekki aðeins ver- ið góð hjá íslenskum skipum, heldur einnig færeyskum og norskum. Verð- lækkunin hefur gert íslenskum fisk- verkendum sem selja fersk fiskflök til Evrópu mjög erfitt fyrir. Logi Þormóðsson, framkvæmda- stjóri Tross hf. í Sandgerði, segir ekki gætt jafnræðis á milli fiskverk- enda á Islandi og í Evrópubanda- lagsþjóðunum, enda hafi þær for- réttindi hvað varðar þann afla sem fer óseldur frá Islandi á markaði er- lendis í gámum og skipum. Hann vill að erlendum fiskverkendum verði gert að kaupa ferskan fisk á íslandi til að laga samkeppnisstöðu ís- lenskra fiskverkenda. ■ Karfaverð/B2 -------♦-♦-♦---- Þyrla sótti sjómann á Reykjanes- hrygg ÞYRLA frá varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli var í gærkvöldi fengin til að sækja skipverja á spænskum togara á Reykjaneshrygg. Land- helgisgæslunni barst beiðnin og fór TF-LIF af stað en bilaði skömmu eftir flugtak og því var leitað til varnarliðsins. Togarinn, sem verið hefur á karfa- veiðum rúmlega 200 mílur úti á Reykjaneshrygg, hafði samband við björgunarmiðstöð í Madrid á Spáni og þaðan var haft samband við Land- helgisgæsluna laust eftir klukkan 20 í gærkvöldi. Þyrla Gæslunnar lagði af stað en varð að snúa við vegna bilun- ar í sjálfstýringu rétt eftir flugtak. Þá var leitað til vamarliðsins og lagði þyrla þess upp um kl. 22.30. Ekki var vitað hvort um bráð veik- indi var að ræða eða hvort skipverj- inn hefði slasast en óskað var eftir tafarlausri hjálp. Gert var ráð íyrir að björgunarleiðangurinn gæti tek- ið um fjórar klukkustundir. Tveir í sama ráshópi fóru holu í höggi TVEIR kylfingar í Golfklúbbi Reykjavíkur, sem léku í sama ráshópi, fóru holu í höggi á golfvellinum við Korpúlfsstaði á mánudag. Fyrst náði Erling Pedersen draumahögginu og nokkrum brautum síðar endur- tók Garðar Eyland, fyrrver- andi formaður GR, leikinn. Fá dæmi munu um að tveir menn í sama ráshópi fari holu í höggi. Hins vegar náði Ólafur Skúlason þeim einstæða árangri fyrir nokkrum árum að fara tvisvar holu í höggi í sama 18 holu hringnum. ■ Draumahögg/C3 Taprekstur dótturfélaga Islenskra sjávarafurða erlendis Morgunblaðið/Helgi Garðarsson JON Kjartansson SU 111 kemur til hafnar á Eskifírði í gærkvöldi í stafalogni og fallegu veðri. „Vonandi er veiðin byrjuð fyrir alvöru“ JÓN Kjartansson SU kom með um 1.600 tonn af sfld til Eskifjarðar í gærkvöldi og er þetta fyrsta sfldin sem berst á land úr Sfldarsmugunni á vertxðinni, sem hófst 5. mai. „Sfldin er þokkalega stór,“ sagði Grétar Rögn- varsson skipstjóri og bætti við að einhver áta væri í sfldinni. Benedikt Jóhannsson, verkstjóri í Hrað- frystihúsi Eskiíjarðar, sagði í gærkvöldi að síldin væri stór, en horuð. Grétar sagði að sfldin hefði verið stygg og því hefði skipt miklu máli að vera með stóra og mikla nót. Að sögn Grétars verður væntanlega haldið aftur á miðin árla dags í dag eða um leið og löndun lýkur. „Það er ekki leiðinlegt að koma með fyrstu sfldina og vonandi er veiðin byrjuð fyrir alvöru,“ sagði Grétar. ■ Sfldin er stygg/B4 HJÁLMAR Ingvason stýrimaður með nokkrar sfldar úr aflanurn úr Sfldarsmugunni. Eigið fé lækkaði um 1,2 milljarða EIGIÐ fé íslenskra sjávarafurða hf. hefur minnkað um tæplega 1,2 milljarða kr. á tveimur árum vegna taprekstrar dótturfélaga erlendis, úr 1880 milljónum í um 700 milljón- ir, þrátt fyrir að selt hafi verið hlutafé fyrir 340 milljónir kr. á síð- asta ári. Frá eigin fé um síðustu áramót er þá dregin liðlega 300 milljóna kr. eignfærsla vegna reikn- aðrar skattalækkunar hjá Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjun- um sem ekki nýtist nema fyrirtækið skili hagnaði í framtíðinni. Nýr forstjóri Islenskra sjávaraf- urða, Finnbogi Jónsson, leggur áherslu á að fjárfestingar ÍS erlendis skili góðum arði. ÍS á nýjar fiskrétta- verksmiðjur í Bandaríkjunum og Frakklandi. Vekur Finnbogi athygli á því að vegna breyttra aðstæðna í fisksölumálum sé meginhlutverk fjárfestingarinnar nú að skila arði aftur til Islands. Þannig hafi verið lagðar um 700 milljónir í hlutabréfa- kaup og hlutafjáraukningu í Iceland Seafood Corp. í Bandaríkjunum og þurfi sú fjárfesting að sldla að minnsta kosti 80 milljónum kr. í arð á ári. Með sama hætti þurfi Gelmer- Iceland Seafood í Frakklandi að skila 100 milljónum kr. í arð á ári til að réttlæta 900 milljóna kr. hlutafjár- kaup og hlutafjáraukningu í því fyrir- tæki. Báðar verksmiðjumar voru reknar með miklu tapi á síðasta ári. 50% nýting Afkastageta beggja fiskrétta- verksmiðjanna er verulega vannýtt. Þannig er framleiðsla Iceland Seafood Corp. aðeins um helmingur af því magni sem þar getur farið í gegn og hlutfallið er 60% hjá Gel- mer í Frakklandi. Akveðið hefur verið að leita samstarfsaðila um rekstur fiskréttaverksmiðjanna til að auka nýtingu þeirra og gera þær arðbærar. Ekki eru hafnar viðræð- ur við neina aðila en Finnbogi von- ast til að málið skýrist á árinu. Fram kemur hjá Finnboga að stjómendur fyrirtækisins em að leita að samstarfsaðila sem hefði þörf fyrir framleiðslu verksmiðj- anna með einhverjum hætti og kæmi jafnframt inn í fyrirtækið sem eignaraðili. Einnig kæmi til greina að sameina verksmiðjumar öðmm og mynda þannig öflugri heild og sterkari stöðu á markaðnum. ■ Verksmiðjurnar verða/12-13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.