Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 49 MINNINGAR 1 alltaf að hafa verið þungbærir á ís- lenskum sveitaheimilum. Aðalheiður greip líka stundum í litla harmoniku og lék á hana algeng lög og slagara. Kveðskapur var mikið hafður um hönd á Osi, einkum dægurvísur og annar léttari kveðskapur. Aðalheið- ur lét ekki sitt eftir liggja á þeim vettvangi og orti margan góðan kveðskapinn. Eina vísu man ég sem sendi hún á mig, hún hljóðar svo: Hann var býsna kaldur karl er kom hann fyrst að Osi. Beint í vegginn skotið skall er skaut hann mýs í fjósi. Auðvitað var reynt að svara fyrir sig en það gekk brösuglega og dugði lítt að vera af þjóðskáldum kominn. Það yljar og gleður að rifja upp gamla tíð. Ég vil þakka fyrir þann þátt, sem hún átti í uppeldi mínu, en j ég álít það hafia orðið mér mikil | gæfa að komast í sveitina til fjöl- skyldunnar á Ósi. Minningarnar þaðan munu æ fylgja mér. Ég vona líka að minningarnar frá lífshlaupi Aðalheiðar Þórarinsdóttur muni ylja aðstandendum og gera sorg þeirra léttbærari. Hún hvfli í friði. _ Ársæll Jónsson. í dag viljum við kveðja kæra vin- konu okkar Aðalheiði Þórarinsdótt- ur, eða Öllu eins og við kölluðum hana. Aðalheiður var ættuð frá Hjaltabakka í Húnaþingi, dóttir hjónanna Sigríðar Þorvaldsdóttur og Þórarins Jónssonar alþingis- manns. Við höfum allar, frá barnæsku, heyrt sagt frá heimilinu á Hjalta- bakka sem einstöku menningar- heimili sem einkenndist af fróðleiks- fýsn, góðmennsku, söng og gleði. „Hjaltabakkafólkið hefur löngum verið vel kynnt“, sagði Sigríður amma ætíð og sömu sögu sögðu aðr- ir ættingjar og vinir á Blönduósi. Sigríður amma varð okkar tengili við þessa yndislegu konu þegar hún flutti norður í Strandasýslu, að Ytra-Ósi þar sem hún og eiginmaður hennar, Magnús Gunnlaugsson, bjuggu í áratugi. Að hafa fengið að kynnast Öllu og njóta vináttu hennar, visku og húmors metum við mikils. Hún var einstaklega heil manneskja og tryggur vinur. Það eru margar góð- ar minningar tengdar Öllu sem sett hafa gullkant á tilvei-u okkar gegn- um árin því húmorinn var alltaf með. Hún hafði líka þá einstöku hæfileika að geta verið framúr- skarandi fyndin án þess að nokkurn tíma upphefja sjálfa sig á annarra kostnað. Segði hún frá öðru fólki þá var alltaf einhver hlýja og auðmýkt í tóninum þannig að þeir sem hún sagði frá, urðu fremur merkari en hitt þegar sögu var lokið. Aftur á móti var það ekki hennar stfll að gera mikið úr því sem hún gerði sjálf og er þessi vísa gott dæmi um það: Geymdu þetta litla leyndarmál því loforð sín að efna hver einn skyldi. Ég má ei við að sverta mína sál því samviskan er dekkri en ég vildi. Svona var Aila, þessa vísu sepdi hún með uppskrift og kveðju frá Ósi. Þetta er bara ein af ótal vísum sem hún gerði. Vísurnar hennar Öllu voru alltaf sérlega góðar og vel til- fundnar. Að fara inn að Ósi var alltaf til- hlökkunarefni og við höfum allar átt þar margar góðar stundir með Öllu, Magga og fjölskyldu þeirra. Gestrisnin var alltaf einstök á þessu heimili og allir sem komu til Öllu og Magga fundu að þau voru gott fólk sem vildu öllum vel og voru samhent í að miðla af kunnáttu sinni og gæsku til annarra. AJlir sem hafa verið að Ósi muna eflaust borðstof- una þar sem borðið var hlaðið kræs- ingum og að mikið var spjallað og hlegið. Stundum settist Aila við org- elið og þá var spilað og sungið. Við erum mörg sem eigum góðar minn- ingar frá því við vorum krakkar á Ósi og margs er að minnast. Má þar nefna sauðburð á vorin, heyskap, hestaferðir, eftirleitir á haustin og réttir. Sú yngsta af okkur mæðgum sótt- ist sérlega eftir samvistum við Öllu og fór gjarnan inn að Ósi til að fá að vera með henni í nokkra daga. Alltaf var hún velkomin og ætíð var Alla sami góði vinurinn sem tók sér tíma til að ausa úr viskubrunni sínum, að hlusta á vangaveltur bamsins/ung- lingsins og að gefa góðar athuga- semdir og ráð. Já, það var gott að vera á Ósi. Nú er hún öll, þessi tignarlega og góða kona, en minningin um hana mun lifa lengi. Við mæðgur kveðjum þig, Alla, og þökkum samfylgdina. Elsku Þóra, Marta, Nanna, Þórar- inn og ykkar fjölskyldur. Samúðar- kveðjur til ykkar allra. Þið hafíð ver- ið einstök í umhyggju ykkar um mömmu ykkar. Elsa, Kristín og Guðmunda Hansen. Aðalheiður (Heiða) eins og hún var kölluð lést á sjúkrahúsinu á Norðfírði eftir erfiðan og kvalafullan sjúkdóm þann 5. maí sl. Heiða ólst upp við kröpp kjör sem mjög var algengt í þá daga, enda kreppuár fyrir heimsstyrjöldina síð- ari. Snemma fór Heiða í vist, vart komin af unglingsárum, fyrst til Þingeyrar, síðan til ísafjarðar. Var slíkt mjög tíðkað í þá daga og þótti lærdómsríkt að komast á góð heim- ili, þótt kaup væri afar lágt. A þessum árum lærðist henni margt er að gagni kom síðar á lífs- leiðinni, bæði sem húsmóðir og móð- ir. Heiða gekk að eiga Sölva Sigurðs- son frá Brautarholti í Reyðarfirði. Bjuggu þau fyrstu fímmtán árin í Reykjavík, oft við þröngan kost. Ár- ið 1961 fluttu þau á feðraslóð Sölva að Brautarholti á Reyðarfirði og bjuggu þar uns Sölvi lést fyrir níu árum, eftir það bjó Heiða þar ein. Þegar austur kom batnaði mjög hagur þeirra hjóna og þar leið þeim vel. Margir munu minnast Heiðu vegna hjartagæsku hennar, hóg- værðar og hreins hjartalags. Hún fann til með þeim smáu og bar þá fyrir brjósti sem liðu og áttu bágt, vegna fátæktar eða umkomuleysis. Heimili þeirra hjóna stóð opið gest- um og gangandi, bæði úr austri og vestri. Oft vakti það undrun mína hvernig Heiðu tókst að töfra fram Ijúffenga máltíð af litlum efnum. Sannaðist þar sem Guðmundur Friðjónsson segir: „Hún saðning veitti svöngum og svalaði hinum þyrstu af næsta litlum föngum.“ Dettur mér því oft í hug frásögn Bi- blíunnar um brauðin fímm og físk- ana sem mettuðu fimm þúsund manns. Er ekki mergurinn málsins sá að það sem gefið er í kærleika ávaxtast þúsundfalt? Hún hafði þjáðst mikið er lausnin kom. Stundum fínnst mér eins og hún væri að bíða eftir bróður okkar Pétri sem andaðist tveim sólar- hringum á eftir henni eftir stutta legu. Nú fylgist þið að í dauðanum, voruð ávallt vinir í lífinu og leiddust oft, lítil börn. Almáttugur Guð blessi minningu þína og styrki dætur þínar og bama- börn sem þú unnir svo mjög. Sofðu nú systir mín góða sumarið fer að skarta. Á nokkur betra að bjóða en birtu frá hreinu hjarta? Allt sem að andann dregur ann þér í hvílu þinni. Birtist nú breiður vegur og blómskrúð I fyrsta sinni. Fátækum gafstu glaðning og gleði í mildum orðum, Qölmargir fengu saðning ogíylliafþínumborðum. Til hvíldar þú leggst nú lúin landið út faðminn breiðir. Bjargfóst var bernsku trúin og bænin sem alla leiðir. Döggvast grund, degi hallar dúnmjúkar öldur hjala. Blómin nú höfði halla hugljúf í morgunsvala. Dýrfírskar sveitir sakna sól er að (jallabaki. Minningar margar vakna máttur Guðs við þér taki. (Ingólfúr Þórarinsson.) Ingólfur Þórarinsson. Líttu vel út. Dagskráin í hálfan mánuð Þú sérð dagskrá sjónvarps- og útvarpsstöðva næsta hálfan mánuðinn í Dagskrárblaði Morgunblaðsins sem kemur út með Morgunblaðinu í dag. Meöal efnis í blaðinu er viðtal við formenn fjögurra stuðningsmannaklúbba enskra knattspyrnuliða, fjallað um þáttaröðina Visindi (verki en umsjónar- maður hennar er Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur, Valdimar Leifsson kvikmynda- gerðarmaður sá um þáttagerðina. Einnig verður fjallað um fræga fólkið og stjörnurnar, yfirlit yfir beinar útsendingar frá (þróttaviðburðum, kvikmyndadómar, krossgáta og fjölmargt annað skemmtilegt efni. Hafðu Dagskrárblað Morgunblaðsins alltaf til taks nálægt sjónvarpinu! jtmbUfeib tib É Jf skra 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.