Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sigríður Ella Magnúsdóttir söng í Aidu í óperuhúsinu í Kaíró
„Hélt að þetta væri aprílgabb“
„HÚN hringdi 1. apríl og þess
vegna hélt ég fyrst að þetta væri
bara aprflgabb,“ segir Sigríður
Ella Magnúsdóttir óperusöngkona
þegar hún er spurð hvemig það
hafi komið til að hún flaug til Kaíró
á dögunum til að syngja í Aidu. Sú
sem hringdi var grísk-ítalska
sópransöngkonan Marie-Elena
Adami, sem Sigríður Ella þekkti
frá því þær sungu saman í Aidu
fyrir nokkrum árum. Sú fór með
hlutverk Aidu í óperuhúsinu í Ka-
író og þegar söngkonan sem söng
hlutverk egypsku prinsessunnar
Amneris forfallaðist skyndilega
voru góð ráð dýr. „Hún var spurð
hvort hún vissi um einhverja sem
gæti hlaupið í skarðið - og hringdi
þá í mig,“ segir Sigríður Ella, sem
fékk ekki nema klukkutíma um-
hugsunarfrest.
Tekin upp fyrir
egypska sjónvarpið
Hún gat ekki annað en sagt já og
var komin til Kaíró viku síðar, þar
sem hún söng í tveimur sýningum,
19. og 21. aprfl og var önnur þeirra
tekin upp fyrir egypska sjónvarpið.
„Eg komst ekki á nema tvær æf-
ingar; eina með hljóm-
sveitinni og svo gener-
alprufuna og þar hitti
ég tenórinn í fyrsta
skipti," segir hún og
hlær. Hún segir það
hafa bjargað miklu að
sýningin var í höndum
mjög færs hljómsveit-
arstjóra. „Hann er
búlgarskur og heitir
Ivan Filev. Kórinn og
hljómsveitin kunnu
þetta líka allt mjög vel,
enda skilst mér að
Aida sé flutt þama
einu sinni á ári, en hún
var jú upphaflega
skrifuð fyrir óperuna í
Kaíró og frumflutt þar
á sínum tíma,“ heldur
hún áfram.
Góðar viðtökur og
mikil húrrahróp
Sigríður Ella er ekki
alls óvön því að syngja
í Aidu og vflaði því
ekki fyrir sér að
hlaupa í skarðið á síð-
ustu stundu. Hún sér
MYNDIN er tekin af Sigríði Ellu
í Aidu árið 1995.
heldur ekki eftir því að hafa
brugðið sér til Kaíró og segir
þessa uppfærslu með þeim glæsi-
legri sem hún hafi séð. „Þetta var
alltsaman mjög vel úr garði gert,
það eina sem mér fannst svolítið
erfitt var að á fyrri sýningunni var
33 stiga hiti úti, svo maður var svo-
lítið dasaður, en þetta tókst mjög
vel og viðtökumar vom mjög góð-
ar og mikil húrrahróp. Og svo var
líka mjög vel um mann hugsað
þarna.“
Þetta er afskaplega
taugatrekkjandi
En skyldi Sigríður Ella gera
mikið af því að stökkva svona inn í
hlutverk með skömmum fyrirvara?
„Ég hef gert það með þær ópemr
sem ég kann vel, eins og t.d. Aidu,
Carmen og Brúðkaup Fígarós, en
ég segi nú ekki að ég geri mikið af
þessu. Þetta er afskaplega
taugatrekkjandi - en ég held að
það sé nú íslenski þátturinn sem
gerir að maður lætur sig hafa það,“
segir hún og bætir við að í þessu
tilfelli hafi hún verið í mjög góðu
raddlegu formi, svo hún hafi bara
haft gaman af því að slá til.
AISLANDI
Kjarafeaup aldarinnar!
Viö höfum opnaö
tímabundiö nýja verslun að
Fosshálsi l
(áður Hreystihúsið).
Þú getur gert ótrúlega góö feaup.
Verðdæmi:
Kvenfatnaður:
Blússur frá fer. 1.000
Gallabuxur frá br. 1.100
Bolir frá fer. 700
Fleece-peysur frá fer. 1.600
Silfeiblússur frá fer. 1.500
Lycra Ieggings frá fer. 700
Fóðraðir jafefear frá fer. 1.600
Dragtir fré fer. 4.900
Sofefeabuxur frá fer. 175
Flauelssfeyrtur frá fer. 1.000
Stúlkufatnaður:
Blússur frá fer. 200
Gallabuxur frá fer. 600
Sofefeabuxur, bómull, frá fer. 300
Joggingbuxur frá fer. 700
Bolir frá br. 150
FlauelsfejóII frá fer. 1.400
Micro fleece-jafefear frá fer. 600
Flauelssbyrtur frá fer. 800
Peysur frá fer. 800
Toppar frá fer. 300
Barnafatnaöur:
Náttföt, bómull, frá fer. 400
Bómullarsamfellur frá fer. 400
Sofefear, tvennir í pafefea, frá fer. 100
BómuIIarteppi frá fer. 600
Bómullarnáttföt frá fer. 400
Barnaleggings frá fer. 400
Barnafcjólar frá fer. 1.600
Karlmannafatnaöur:
Gallabuxur frá fer. 1.100
Sparibuxur frá fer. 1.500
Polo-bolir frá fer. 600
Wax-jafefear frá fer. 4.000
Regnjafefear frá fer. 1.400
Ullar blazer frá fer. 7.000
UHarbuxur frá fer. 3.000
Fleece-peysur frá fer. 1.200
Bolir, bómull, frá fer. 500
Sfeyrtur frá fer. 800
Drengjafatnaöur:
Sfeyrtur frá fer. 300
Buxur frá fer. 800
Joggingbuxur frá fer. 600
Baseball-jafefear frá br. 600
Rúlluferagabolir frá fer. 400
Combat-jafefear frá fer. 1.200
Bómullarsfeyrtur frá fer. 600
Bómullarbaðsloppar frá fer. 300
Bolir, 2 í pafefea, frá fer. 400
Hásfeólabolir frá fer. 600
Komið, sjáið og sannfærist
Sjón er sögu ríkari
Afgreiðslutími:
mánudaga til miðvikudags fcl. 11-18
fimmtudaga til sunnudags fel. 11-22
Tónleikar
Barnakórs
Varmárskóla
BARNAKÓR Varmárskóla heldur
tónleika í sal Varmárskóla í Mos-
fellsbæ laugardaginn 15. maí
klukkan 15, þar sem kórinn fagnar
20 ára starfsafmæh sínu, en reglu-
bundið kórstarf hófst árið 1979.
A tónleikunum koma fram um 80
börn og unglingar og auk þess
kemur fram kór eldri félaga sem
æft hefur nokkur lög af þessu til-
efni.
Einsöngvarar með kómum eru
Hreindís Ylva Garðarsdóttir, Ásdís
Amalds og Margrét Ámadóttir.
Píanóleik annast Anna Guðný Guð-
mundsdóttir, Baldur Orri Rafnsson
sér um slagverk og Ingunn Huld
Sævarsdóttir leikur á flautu.
Stjómandi kórsins er Guðmundur
Ómar Óskarsson.
Á liðnum 20 ámm hefur kórinn
víða komið fram bæði innan lands
og utan, m.a. farið í söngferðir til
Noregs, Frakklands og Danmerk-
ur.
--------------
Nýjar bækur
• ÓGNARÖFL er nýr flokkur
spennubóka handa unglingum eftir
Chris Wooding í þýðingu Guðna
Kolbeinssonar.
í kynningu segir: Tvíburasystk-
inin Kía og Röskvi hafa eytt æsku-
ámm sínum á drákúnabúi föður
síns varin fyrir
umheiminum af
háum fjöllum. Að
boði föður þeirra,
Bantó, hafa þau
frá blautu bams-
beini þjálfað bar-
dagahæfni og
meðferð orkunnar
úr dularfullum
orkusteinum.
Faðir þeirra
hættir ekki á að
hleypa þeim út í
heiminn fyrr en
þau era orðin
átján vetra, sem
er kannski eins
gott því að allt í
kringum þau em
ógnaröfl að verki
sem vilja sundra vemdaðri tilvem
þeirra og reka þau út í örvænting-
arfulla baráttu þar sem örlög
meira en einnar veraldar em í
húfi. En Kía og Röskvi em gædd
sérstökum hæfileikum, í líkama
þeirra hafa verið græddir sérstakir
orkusteinar sem ef rétt er með þá
farið reynast þeirra helsta og
stundum eina vopn í baráttunni við
útsendara Makans konungs.
Bókaflokkurinn er gefinn út í
litlum heftum sem em í sama broti
og geisladisksumbúðir eða tölvu-
leikir. Fyrsti hluti er gefinn út í
níu heftum og koma íyrstu fjórar
bækumar út á u.þ.b. þriggja vikna
fresti, sú fyrsta kom út 7. maí sl.
Útgefandi erÆskan ehf. Ritið
er 83 bls. brotið um hjá Æskunni
ehf. Prentun: Oddi hf. Bókaflokk-
urinn ergeBnn út á svipuðum tíma
af Scholastic Ltd. í Bretlandi. Verð
489 kr.