Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM DULARFULLT MAL NANCY DREW OG HARDY BRÆÐRANNA Ljóshærð og litfríð og tilbúin í slaginn JOAN SMITH Ji V Bók fyrir stráka „Different for Girls“. Höfundur: Jo- an Smith. 176 bls. Vintage, Random House, London, 1998. Eymundsson. 1.395 krónur. MÉR finnst svo gaman þegar ég finn eitthvað. Sérstaklega hluti sem ég er ekkert að leita að. Það gerðist einmitt um daginn. Ég fann þessa litlu sjálflýsandi bleiku bók. Ég hugsaði: „Þetta er greinilega bókin mín. I henni les ég mínar eigin hugsanir!" I bókinni las ég um stelpur. Stelpur eins og mig. Hvernig þær eiga að vera og hver það er sem ákveður það. Það var einmitt það sem mér þótti alltaf svo dularfullt og hálf ógnvekjandi. Hér fann ég fullt af svörum. Og nóg af nýjum spumingum. Er stelpa „eðlileg" ef hún segist ekki ætla að eignast börn? Og það bara vegna þess að hana langar það ekki. Fleiri spumingar: Skólabún- ingar fyrir stelpur eiga að vera pils en ekki buxur, er það ekki? Éra þær ekki stelpulegri þannig? Em strákar ekki voða duglegir ef þeir hjálpa til á heimilinu? En stelpan? Þykir hún dugleg? Nei, auðvitað þykir það bara sjálfsagt mál. Allar stelpur era eins. Og stelpur eru allt öðravísi en strákar (þær eru frá Venus!). Þessu er mótmælt harðlega í bókinni. Stelpu-ímyndin er bútuð niður í smæstu einingar. Fyrirsætan, forsetafrúin, fjölda- morðinginn - allar undir smásjá. Naomi, Jaekie, Rosemary West... og að sjálfsögðu Madonna og Spice Girls. Yfir í kúgaðar Talebanakon- ur. Og mig. Þetta er líka bók fyrir mig. Aftan á svona bókum stendur oft eitthvað á þessa leið: „Bók fyrir hverja ein- ustu stelpu" eða „Bók fyrir fem- inista". Én kannski þyrfti enga feminsta ef einhverjum dytti í hug, að segja frekar strákum að lesa svona bækur. Og skrifa aftan á þær: „Bók fyrir stráka". Á síðasta ári kom út bókin „The Mysterious Case of Nancy Drew and the Hardy Boys“ eftir Carole Kismaric og Marvin Heiferman. Dóra Osk Halldórs- dóttir kíkti í bókina af einskærri forvitni. HVAÐA stúlka kannast ekki við ljóshærðu unglingsstúlkuna Nancy Drew sem leyst hefur hvert sakamálið á fætur öðru í Nancy-bókunum? Kannski þær yngstu hafi ekki fylgt hinni djarflyndu Nancy eftir af jafn miklum áhuga og þær sem eldri eru, en í huga margra er þessi auðuga lögmannsdóttir bæði sjálfstæðari og skemmtilegri en margar kynsystur hennar úr skáldsögum frá fyrri og miðjum hluta aldarinnar. Nancy Lætur ekkert aftra sér í leynilögreglu- störfunum og líkist fráleitt hinni bljúgu Pollýönnu sem þyk- ir allt harla gott í vafasömum heimi. í bók þeirra Carole Kismaric og Marvin Heiferman er ferli Nancy Drew og Hardy-bræðr- anna gerð allítarleg skil, þótt minni tilraun sé gerð til að greina persónurnar út frá bók- menntafræðilegu sjónarhorni eða menningarlegu. Þó eru stuttir ítarkaflar inn á milli meginmálsins sem gefa skemmtilega innsýn í afmark- aða þætti tímabils þessara ung- lingabóka sem eiga uppruna sinn síðla á þriðja áratugnum. Bókin er skemmtileg aflestrar þótt efniviðurinn bjóði upp á mun safameiri greiningu og skemmtilegri tengingu við sögu Bandaríkjanna á þessu timabili en höfundar takast á hendur. Þó er imprað á ýmsu sem gæti sent forvitinn lesanda af stað í eigin rannsókn að hætti leynilögreglustúlkunnar Nancy Drew. Veldi Stratemeyers Skapari persónunnar Nancy Drew og Hardy-bræðranna, sem á Islandi eru betur þekktir sem hinir fræknu Frank og Jói, var Edward Stratemeyer sem fæddist 1862 í New Jers- ey. Hann var sonur þýsks innflytjanda og mikill bókaorm- ur. Þegar hann var aðeins fjórfán ára gamall skrifaði hann sína fyrstu sögu, „Dick’s Composition" og ' ári seinna gaf hann út sitt eig- ið drengjablað sem hét Young Americans. Ár- ið 1893 hafði Stratemeyer selt 49 bækur auk fjölmargra smá- sagna í tímarit. Stuttu síðar fór Stratemeyer að vinna hjá fyrirtækinu Street and Smith þar sem hann ritstýrði sögum og bjó til útlínur að sög- um sem aðrir rithöfundar skrif- uðu síðan. Það form átti eftir að duga Stratemeyer vel. Fyrir- tæki hans Stratemeyer Synd- icate varð stórfyrirtæki í bóka- útgáfu og gaf út fjöldann allan af seríusögum og hafði hóp höf- unda á sínum snærum sem skrifuðu undir dulnefnum. Atburðarás með upphrópun! Áherslan var á sögur fyrir börn og unglinga og ákveðnar reglur voru settar höfundum frá upphafi. Sögupersónur skyldu ekki vera með neitt kossaflangs og ekkert ofbeldi var leyft. Engin persóna skyldi slegin köld meira en einu sinni í hverri bók þrátt fyrir að at- burðarásin ætti að vera svo æsi- leg að upphrópunarmerki væru títt notuð. Hver bók skyldi vera um 25 kaflar og vera skrifuð á ekki lengri tíma en 40 dögum. Höfundarnir fengu fasta greiðslu fyrir skrifin en fyrir- gerðu öllum höfundarrétti og máttu ekki nota dulnefni sín í öðrum skrifum. Árið 1940 var útgáfa Stratemeyers með ríf- lega helming markaðarins í unglingabókum í Bandaríkjun- um; Árið 1929 höfðu Hardy-bæk- urnar selst í yfir 100 þúsund eintökum og Stratemeyer fékk þá hugmynd að skapa kvenhetju sem væri jafn glúrin og strák- arnir við lausn sakamála. Hann sendi höfundinum Mildred Wirt hugmynd að fyrstu bókinni þar sem hin sextán ára sæta stúlka Nancy skyldi vera aðalpersón- an. Wirt var frá Iowa og var fyrsta konan sem lokið hafði mastersprófí í blaðamennsku frá háskólanum í Iowa. Varð bljúgari með aldrinum Kvenpersónur unglingasagna þessa tíma voru yfirleitt bljúgar og undirgefnar og gæðin bók- staflega láku af þeim í stríðum straumum og biðin eftir draumaprinsinum var helsta markmiðið. Nancy Drew varð í skrifum Wirt mun nútímalegri kvenpersóna en áður hafði þekkst í sambærilegum bókum og líkist talsvert höfundi sínum. Hún hafði ómælt sjálfstraust, var sjálfstæð og vílaði ekki hlut- ina fyrir sér. Fyrsta bókin um Nancy, Leyndarmál gömlu klukkunnar, kom út árið 1930. Unglingsstúlkur urðu hug- fangnar af hinni djörfu og móð- urlausu Nancy sem gat leyst hvaða mál sem að steðjuðu án hjálpar fullorðinna. Árið 1938 seldust Nancy-bækurnar tvöfalt meira en bækurnar um þá Frank og Jóa. Dætur Stratemeyer, Harriet og Edna, tóku við fyrirtækinu þegar hann lést árið 1930. Kreppan var í algleymingi og höfundar fengu sífellt minna fyrir verk sín. Harriet fór að búa til æ ítarlegri útlínur fyrir bækurnar og hafa ákveðnari hugmyndir um hvernig persón- urnar skyldu haga sér. Árið 1941 sendi hún Wirt bréf þar sem hún fer fram á að Wirt geri Nancy bæði þægari og kven- legri en í fyrri bókum. „Nancy á að vera skynsöm og áhugasöm en einnig full samúðar og væn stúlka. Dragðu fram aðdáun hennar á föður sínum... Utlín- urnar eru mjög nákvæmar og við vonum að þú getir fylgt þeim vel eftir.“ Wirt, sem leit á sig sem hvern annan leigupenna, tók tilmælunum og í stað þess að Nancy segði eitt- hvað blátt áfram tók hún að segja það sem segja þurfti afar bllðlega. Með tilkomu sjónvarpsins dróst sala á unglingabókum saman og útgáfufyrirtækið sá að einhvern veginn yrði að bregðast við. Frásögnin var gerð hraðari og engum tíma var eytt í uppbyggingu sögu- þráðar. Nancy hætti smám sam- an að vera þessi nánast ævin- týralega fyrirmynd ungra stúlkna í dirfsku og sjálstæði og varð meira eins og venjuleg og fremur viðráðanleg stúlka. Nancy ársins 1986 var alveg jafn upptekin af tisku og róm- antik og sakamálum. Sú Nancy segir í bókinni Secrets can Kill: „Erfiðasti hluti þessa máls er að ákveða í hverju ég á að vera.“ Forvitnilegar bækur KNATTSPÝRNA / Ast á knatt- spyrnu Ást og knattspyrna, skáldsaga eftir ónefndan höfund sem Knattspyrnu- félag Reykjavíkur gaf út, líklega á sjötta áratugnum. Þýðandi KR-fé- lagi. Torséð, en kemur stöku sinn- um inn á fornbókasölur. MIKIÐ hefur verið fjallað og fjasað um framtak þeirra KR- inga að stofna hlutafélag um reksturinn og í framhaldi af því kaupa veitingastaði sem fjárfest- ingu. KR-ingar hafa reyndar löngum verið séðir í fjármálum og ófeimnir að grípa til óhefðbund- inna aðferða til að afla fjár, eins og sannast á bókinni sem hér er gerð að umtalsefni. Líklega hafa KR-ingar þó ekki hagnast mikið á útgáfunni, því ekki fer sögum af annarri skáld- sögu í útgáfu félagsins. Þó hefur þessi bók flest til að bera sem þarf til að heilla fjöldann, spennu, ást og átök. Knattspyrnuhetjan göfuglynda fellir hug til hjarta- hreinnar fegurðardísar og gerir hvað hún getur til að ná ástum hennar. Föðurnum líst ekki á ráðahaginn, enda er hann stórættaður og vill síður að drengurinn taki niður fyrir sig. Allt fer þó vel að lokum eins og vera ber, stúlkan og pilturinn ná saman, faðirinn leggur blessun sína yfir allt saman og í þokkabót skorar söguhetjan sigurmarkið á síðustu mínútu í lykilleik eftir að hafa slasast svo illa að henni var vart hugað líf. Ástar/fótboltasaga af bestu gerð. Á síðustu árum hefur knatt- spyrnuáhugi glæðst mjög meðal manna og það sem áður var að- eins talið hæfa lágstéttarfólki og stöku flösungi er nú íþrótt gáfu- manna og spjátrunga; í stað bók- menntaumræðu og heimspeki- legra vangaveltna sitja menn á kaffihúsum og spá í markaskoran, heilsufar og mannsal. f Ást og knattspyrnu má sjá að íþróttin þótti ekki par fín en þó bókin sé vissulega ekki merkilegar bók- menntir, er hún skemmtileg af- lestrar og gefur góða mynd af tíð- arandanum, bæði breskum og ekki síst íslenskum í málfari þýð- anda og efnistökum. (í bókinni kemur fyrir orðaleppurinn að setja mark, kannski í fyrsta sinn á prenti, sem endurvakinn var í íþróttaumfjöllun fyrir fáum árum og mikið notaður.) KR-ingar eru málstaðnum trú- ir, svo trúir reyndar að sumum, sérstaklega stuðningsmönnum annarra liða, þykir keyra úr hófi. Það er þó lítið varið í að halda með liði ef ekki er haldið með því af öllu hjarta og segir reyndar sitt um stöðu KR í hugum KR-inga að þýðandinn er ekki að trana sínu nafni að; lætur sér nægja í lítil- læti sínu að skrifa á titilblað Þýð- andi: KR-félagi. Árni Matthíasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.