Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 43- MINNINGAR PÁLL ÁRNASON + PálI Árnason fæddist í Kefla- vík 31. maí 1924. Hann lést á Land- spítalanum þriðju- daginn 4. maí síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Árni Vigfús Magnússon, bátasmiður í Veg- húsum, f. Minna-Knarrar- nesi, Vatnleysu- strandarhreppi, d. 1959, og kona hans Bjarnhildur Helga Halldórsdóttir, f. 1885 á Vatnsnesi í Keflavík, d. 1950. Systkini Páls eru: Sigríður (1907-1929), maki Jóhann Bergmann, Pálína Þorbjörg (1910-1972), maki Pétur Hall- bergur Pétursson (1908-1960); Svava f. 1913, maki Sigurbjörn Guðnason (1913-1976); Hall- dóra f. 1914, maki Jóhann Bergmann (1906-1997) sem áður var kvæntur elstu systur- inni, Sigríði; Magnea (1917-1997) maki Davíð Gísla- son (1911-1978); Árni Bjarn- mundur (1919-1972), maki Þuríður Halldórsdóttir f. 1920; Guðrún, f. 1922, maki Lárus Eiðsson (1918-1986), og Guð- mundur f. 1927 og lést sama ár. Systk- inin hafa öll verið búsett í Keflavík nema Pálina, sem bjó í Hafnarfirði. Eftirlifandi eig- inkona Páls er Dóróthea Friðriks- dóttir, f. 1921. Dóróthea er 15. í röð sautján systk- ina en foreldrar hennar voru Frið- rik Finnbogason og Þórunn Þorbergs- dóttir frá Ysta-Bæ, Látrum í Aðalvík, síðar búsett í Keflavík. Dóttir Dórótheu og stjúp- dóttir Páls er Edith María Meadows, búsett í Bandaríkj- unum. Hennar börn eru Leeann Maria, Charles Ed- ward og Páll Ray. Edith átti fyrir Dórótheu Jónsdóttur, sem ólst upp hjá Dórótheu og Páli sem þeirra -fósturdóttir. Hennar maki er Pétur Hauks- son og börn þeirra eru: Agnes María, Edith Þóra og Páll Árni. Páll var jarðsettur frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 11. maí. títförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Páll var yngstur Veghúsasystk- ina sem upp komust, við Halldóru- synir vorum elstir sytkinabama hans. í litlu sjávarplássi eins og Keflavík var er ekki langt milli manna í höfrungahlaupi kynslóð- anna - og enn styttra vitanlega þegar aldursmunur er ekki meiri en þessi og stórfjölskyldan kennd við Veghús einstaklega samhent um marga hluti. Altént var það svo að Páll frændi steypti handa okkur bræðmm heilan her blýdáta sem efldi mjög hróður okkar í strákasamfélagi - við vomm svo síðar með í því, eins og sjálfsagt var, að steypa upp hús hans í Sól- túni þegar að því kom að þau Dóróthea fæm að byggja yfir sig. Páll fór snemma á sjóinn, það var hlutskipti flestra ungra manna í þann tíma, hann reri á litlum bát- um á heimaslóð, elti duttlungar- fulla síld á sumrin og þegar Kefl- víkingar komu sér upp togara fékk hann pláss á honum. Togara- sjómenn vom á þeim tíma þegar menn vom lítt lagstir í ferðalög okkar augu og eym í framandi plássum - og hér var nú kominn sá í okkar frændgarði sem hafði séð mun meira af heiminum en við. Páll frændi var hamhleypa til allra verka og áreiðanlega eftir- sóttur sjómaður, en best man ég eftir honum sem líflegum sögu- manni, sem sannaði svo oft og skemmtilega fyrir okkur með orð- heppni og hnyttni að margt skeð- ur á sæ - undarlegt, hrikalegt, spaugilegt. Páll var sífellt eins og að breyta lífi sínu og félaga sinna í frásögn - í veðursögum, háskasög- um, aflasögum, slagsmálasögum og merkilegum tilsvörum. Hann var skemmtilega minnugur á fá- gætar uppákomur og um leið hef- ur sögugáfa hans notið góðs af því, beint og óbeint, að hann var alla tíð mesti lestrarhestur, hafði jafn- an margt bóka nálægt sér og sótti margt til þeirra. ÚTFARARSTÖFA OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARH RINGINN Al)AI.STRÆTl 4IJ • 101 1ŒVKJAVÍK l.ÍKKIS rUVlNNUS 1OFA EYVINDAR ARNASONAR Allt verður þetta til þess að Páll kemur upp í hugann hvenær sem sjómanna er getið, hann fær þar að vera sannur samnefnari fyrir þá stétt manna. Vissulega greip hann í ýmisleg störf önnur og gekk að þeim með þeirri atorku sem honum var eiginleg - og var, jafnt á sjó og landi, einstaklega vel látinn af vinnufélögum sínum. Þegar hann var alkominn í land vann hann við vöruafgreiðslu hjá Flugleiðum á Keflavíkurflugvelli. Síðastliðin ár urðu honum erfið vegna heilsubrests, hann hlaut oftar en skyldi að leggjast inn á sjúkrahús, en vildi sjálfur helst bíða af sér allar hryðjur heima og safna þar kröftum. I hvunndags- stríði jafnt sem alvarlegum veik- indum sínum naut hann mikils góðs af nærgætni og alúð ágætrar konu sinnar Dórótheu og samvista við nöfnu hennar og fósturdóttur þeirra Páls og hennar barna; öll voru þau ljós í lífi frænda okkar, sjómannsins sem nú hefur kastað landfestum í hinsta sinn. Ámi Bergmann. 1899 LEGSTEINAR f Marmari íslensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 KENNSLA Innritun á sumarnámskeið Tryggðu þér sæti í síma 555 1144, fax 555 1125, e-mail: oaha@oaha.is, heimasíða: www.oaha.is. s Ó, AHA, tölvu- og hönnunarskóli, Bæjarhrauni 22, 220 Hafnarfirði. STYRKIR Menntamálaráðuneytið Styrkir til námsefnisgerðar á framhaldsskólastigi í tengslum við gildistöku nýrrar aðalnámskrár framhaldsskóla auglýsir menntamálaráðu- neytið eftir umsóknum um styrki til námsefnis- gerðar í nokkrum námsgreinum. Forgang hefur efni í byrjunaráföngum í náttúruvísindum, sagnfræði og lífsleikni. Námsefnið skal samið með hliðsjón af nýjum markmiðs- og áfanga- lýsingum í greinunum. Nánari upplýsingar eru veittar í framhaldsskóla- og fullorðins- fræðsludeild ráðuneytisins. Umsóknirskulu berast menntamálaráðuneyt- inu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík í síðasta lagi 26. maí nk. Sækja skal um á sérstökum eyðublöðum sem fást í menntamálaráðuneyt- inu og framhaldsskólum. Eyðublöðin er einnig að finna á vefsíðu ráðuneytisins, veffang: www.mrn.stjr.is. Menntamálaráðuneytið, 7. maí 1999. www.mrn.stjr.is. ÝMISLEGT Förðunarnámskeið á landsbyggðinni Viltu læra förðun fyrir sumarið? Námskeið verða haldin í Vestmannaeyjum, Hornafirði, Egilsstöðum og víðar með glænýjum ítölskum förðunarvörum. Fjöldi þátttakanda takmarkaður! Skráning stendur yfir í síma 562 1600. UPPBOO Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Gránugötu 6, Siglufirði, mánudaginn 17. maf 1999 kl. 13.30 á eftirfarandi eignum: Aðalgata 6, Siglufirði, þingl. eig. Aflverk ehf., gerðarbeiðandi sýslu- maðurinn á Siglufirði. Eyrargata 12, Siglufirði, þingl. eig. Stefán Einarsson og Emma Fanney Baldvinsdóttir, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar. Fossvegur 11, efri hæð, Siglufirði, þingl. eig. Sigríður Sigurjónsdóttir og Reynir Gunnarsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Hafnartún 18, Siglufirði, þingl. eig. Guðmundur Jón Skarphéðinsson, gerðarbeiðendur Olíuverslun íslands hf. og sýslumaðurinn á Siglufirði. Hvanneyrarbraut 54, 2. hæð t.v., Siglufirði, þingl. eig. Brynhildur Baldursdóttir og Jóhann Ottesen, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar. Lindargata 18, neðri hæð, Siglufirði, þingl. eig. María Hansdóttir, gerðarbeiðendur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar og sýslumaðurinn á Siglufirði. Túngata 33, Siglufirði, þingl. eig. Sverrir Eyland Gíslason og Sigurrós Sveinsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Norðurl. vestra. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 11. maí 1999, Guðgeir Eyjólfsson. PJÓNUSTA Vantar — vantar — vantar Vegna mikillar eftirspurnar eftir leiguíbúöum vantar okkur flestar stærðir leiguíbúða á skrá. Með einu símtali er íbúðin komin á skrá hjá okkur og um leið ertu komin(n) í samband við fjölda leigjenda. Arangurinn mun ekki láta á sér standa og það besta er, að þetta er þér að kostnaðarlausu. L B EIGULISTINN IHHHÍII.HIIM Skráning í síma 511 1600 Skipholti 50B, 105 Reykjavík. Raflagnir í nýbyggingar á Stór-Reykjavíkursvæðinu Tímavinna eða tilboð. Rafmagnsverkstæði Birgis ehf., sími 893 1986. Löggiltur rafverktaki. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18 = 1805127 = Lf. I.O.O.F. 7 = 180051219 = Lf. I.O.O.F. 9 = 1805127V2 = Lf. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. ÉSAMBAND ÍSLENZKRA ___r KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Jónas Þórisson talar og Hörður Geirlaugsson syngur. Allir hjartanlega velkomnir. Helgarferð 14,—16. maí Rmm- vörðuháls skíðaferð. Gist í Rmm- vörðuskála. Gengið á Eyjafjallajökul á laugardegi og í Bása á sunnudag. Skráning á skrifstofu Utivistar. Kvöld- og næturganga Föstudaginn 14. maí. Frá BSI kl. 20.00 — ath. breyttur brottfarar- tími. Kvöldganga á Búrfell í Grímsnesi. Fararstjórar Ragn- heiður Óskarsdóttir og Martin Guðmundsson. Verð 1800/2000. Næstu dagsferðir Sunnudaginn 16. maí. Frá BSÍ kl. 10.30. Fyrsta ferðin í sígildri fjallasyrpu Útivistar. Gengið á Þríhyrning. Mánudaginn 24. maí, annan í hvítasunnu. Mosfellsheiði — Lyklafell. Spennandi ferðir um hvíta- sunnuna 21.— 24 maí. Hvítasunnuferð á Eiríksjökul, Langjökul, Strútur og Ok. Spennandi hvítasunnuferð. Fjall- göngur, bæði léttar og erfiðar, skoðunarferðir og léttar göngur. Ferð fyrir alla. Hvítasunnuferð i Bása. Göngu- ferðir, varðeldur og góð stemmn- ing. Tjaldstæðin opin og gott pláss í skálum. Jeppaferð í Bása um hvíta- sunnu. Tilvalin æfing fyrir sum- arið. Boðið er upp á námskeið í vatnaakstri, gönguferðir o.fl. Sumar með Útivist. Ferðir eru kynntar á heimasíðu: centrum.is/utivist. Skíðadeild Vfkings Aðalfundur Aðalfundur skiðadeildar Víkings verður haldinn í Víkinni fimmtu- daginn 20. maí kl. 20.00. Dag- skrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Skyggnilýsingarfundur á veg- um Sálarrannsóknarfélagsins i Hafnarfirði verður haldinn mið- vikudaginn 12. maí i Góðtempl- arahúsinu kl. 20.30. María Sig- urðardóttir annast skyggnilýs- inguna. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókabúð Böðvars við Reykjavíkurveg. Einnig verða seldir miðar við innganginn fyrir fundinn frá kl. 19.30 til 20.30 meðan húsrúm leyfir. Miðaverð er kr. 700 fyrir félags- menn en kr. 1000 fyrir aðra. Stjórnin. FERDAFÉLAG # ÍSIANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 568-2533 Fimmtudagur (uppstigninga- dagur) 13. maí Kl. 10.30 Skíðaganga á Esju. Gengið á Esjuna úr Kjós og á skíðum um fjallið. Verð 1.400 kr. Kl. 10.30 Esjuganga. Blikdalur — Kerhólakambur — Þverfell. Um 5 klst. ganga. Verð 1.400 kr. Kl. 13.00 Kjalarnes — Kolla- fjörður. Stutt, fróðleg og þægi- leg ganga inn með Kollafirði með Páli Sigurðssyni, prófessor o.fl. Skoðaður fom aftöku- staður, Sjálfkvíar. Fræðst m.a. um líflátshegningar fyrri tíma. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Verð 1.100 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Spennandi helgarferðir 14.—16. maí: 1. Þórsmörk — Langidalur. 2. Eyjafjallajökull — Fimm- vörðuháls, skíðagönguferð. Kynnið ykkur hvítasunnu- ferðirnar. Færeyjaferðin 26/5—3/6. Pantið fyrir fimmtudag 13/5. Selvogsgata, þriðja og síðasta ferð sun. 16. maí kl. 10.30. Árbókin 1999 er komin út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.