Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 41 , orðið fyrir bíl fyrr um daginn og dá- ið. Pvflíkt reiðarslag, ég vildi ekki trúa að þetta gæti verið, hún sem alltaf var svo yfírveguð. Við áttum ekki samleið hér nema fyrstu ár hennar, þá fluttu foreldrar hennar til Danmerkur. Eg kom þó nokkrum sinnum í heimsókn til þeirra og eins eftir að þau fluttu heim og fylgdist með henni vaxa og þroskast. Við áttum skemmtilegar samverustundir á ættarmótinu í sumar, stundir þar sem við nutum samvista og umræðu um okkar sameiginlega áhugamál og ræddum framtíðaráform á þeim vettvangi. Þessir sameiginlegu draumar okkar koma ekki til með að verða að veru- leika hérna megin hvað sem síðar verður. Blómin falla, fólskva slær á flestan ljóma. Aldrei hverfur angan sumra blóma. Þannig varstu, vinur, mér sem vorið bjarta, það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla Drottinn launi elskuna þína alla. (Sigurbjörn Einarsson.) Elsku Palli, Anna og Kristján, mamma, systkini og aðrir vensla- menn, Guð vaki yfir ykkur og varð- veiti, og styrki ykkur í sorg ykkar. Fyrir hönd frænd- og tengdafólks á Akureyri, Dalvík og í Svíþjóð, Sigrún Kristjánsdóttir. Elsku Ása frænka. Það var yndislegur ágústdagur sólin skein í heiði. Ég var með Ingvari og Barböru niður á Ráðhús- torgi. Þá komu á móti okkur amma Fjóla, Eva, Heiðdís og Jonni skæl- brosandi og sögðu okkur að þú vær- ir fædd. Síðan liðu árin, svo kom að því að þú fiuttist með fjölskyldu þinni tveggja ára gömul til Dan- merkur. Þar bjuggu þið í átta ár. Alltaf togaði ísland í ykkur, þó aðal- lega ykkur Kristján. Þið fluttust heim og settust að í Hafnarfirði. Nokkrum árum seinna bjugguð þið í smá tíma hjá ömmu Asu á meðan þið byggðuð húsið ykkar í Einihlíð- inni. Þá pössuðum við Ama hamst- urinn þinn, hana Perlu, en skildum ekkert í þvf hvað hún svaraði illa nafni, enda hét hún ekki Perla, þetta var hún Dúlla. Eftir það köll- uðum við hana Perlu Dúllu. Mannstu hvað var alltaf gaman hjá okkur þegar við fórum saman í sumarbústaðaferðir? Það vantaði nú ekki veiðigræjumar og hattinn sem pabbi þinn var með. Hann fékk ekki bröndu en við fengum nokkra, enda er hann kominn í golfið. Einu sinni fórum við í skíðaferð norður. Þegar við fómm til baka vildum við stelp- umar vera saman í bíl, ég, þú, Bar- bara og Arna. Við lögðum á stað frá Akureyri í glampandi sólskini. Þeg- ar við komum uppá Öxnadalsheiði skall á glórulaus stórhríð, sem vai'ði alla leiðina. Þið Arna kunnuð að láta fara vel um ykkur, þú varst með hana í fanginu, kúrandi undir teppi og sváfuð svo vært. Fjölskyldur okkar vom saman á gamlárskvöld, manstu við fóram að skoða brenn- umar, fómm svo uppá háan hól og sáum yfir allt. Amma Ása og Arna voru með okkur, ásamt nokkmm blysum og rakettum. Við kveiktum í blysunum en engin af okkur þorði að skjóta upp rakettunum. Þær vom bara settar aftur í skottið á bflnum, enda er þetta strákadót. Um páskana borðaði öll fjölskyldan saman hjá ömmu Ásu, þú elskaðir að hafa alla þína nánustu hjá þér. Ég var farin að taka eftir því hve dömuleg þú varst orðin og sagði við þig hvað þú værir sæt og smart. Þá pírðir þú augun og brostir, þannig minnist ég þín best. Elsku frænka, þú varst alltaf svo ljúf og góð, þið systkinin vomð alveg einstök, svo samrýmd. Oft passaðir þú hana ÖrnH mína, enda varst þú uppá- halds frænka hennar. Þið elskuðuð báðar öll dýr sem þið sáuð og vilduð helst taka þau í fóstur. Núna hefur þú hjá þér Perlu Dúllu, Emblu, Nikka, Kamillu og hann Depil okk- ar. Það sefar líka sorgina að afi Kri- stján taki á móti þér. Pabbi þinn var á sama aldri og þú þegar afi dó. Þig langaði að fara í listanám, það eru örugglega margir skólar þar sem þú ert núna, og ég veit að þú velur þann rétta. Elsku Anna Magga, Palli og Kri- stján, guð veri með ykkur öllum. Bless elsku frænka mín, Áslaug Kr. Elsku frænka mín, ég sakna þín svo mikið, þú varst alltaf svo góð við mig. Einu sinni á öskudaginn þegai' ég hafði engan til að fara með í bæ- inn, þá komuð þú og Arnar yngri til mín og við fómm öll saman að syngja fyrir nammi. Við sváfum oft saman, horfðum á vídeó, borðuðum pizzu og höfðum það notalegt. Stundum fómm við frændsystkinin í sund og fengum okkur ís á eftir. Þér fannst svo gott þegar ég greiddi á þér hárið meðan þú horfðir á sjón- varpið. Elsku fjölskylda, ég sam- hryggist ykkur öllum innilega. Guð veri með ykkur. Bless, elsku besta frænka mín. Þín Arna. Elsku Ása mín, ekki átti ég von á því að þú mundir fara svona snemma frá okkur, þú sem varst mér svo kær og góð frænka. Við áttum svo marg- ar góðar stundir saman. Ég man þegar við unnum saman hjá pabba þínum og áttum þar margar skemmtilegar stundir, ég man hvað við hlógum eftir að skrítinn kall hafði komið og spurt um Palla, við hlógum alltaf mikið þegar við rifjuðum þetta atvik upp. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á dýmm og komst reglulega að heimsækja Emblu, hundinn okk- ar, sem dó aðeins 11 mánaða gömul. Embla og þú dóuð á sama tíma í maí. Ég fór aðeins að velta þessu fyrir mér, að þú spáðir mjög mildð í lífið og tilverana, varst oft að tala um hvert við mundum fara þegar við mundum deyja. Ég trúi ekki að þú sért farin. Þú sem varst alltaf svo hraust og frísk og svo kurteis og góð stelpa, og svo gætin. En nú ertu komin upp til himna, þar sem Embla er núna og afi. Núna veit ég að Embla er ekki lengur ein, hún er með þér sem hún þekldr svo vel og getur treyst, svo góðum dýravini, hugsaðu vel um Emblu okkar og guð veri með þér, elsku frænka mín. Þinn frændi, Arnar Stefánsson. Kæra besta vinkona. Ég veit að allir segja að tíminn lækni allar sorgir. Það er eflaust rétt en núna finnst mér að ég geti hvorki hugsað né talað um þig án þess að gráta. Innst inni veit ég að þú ert á góðum stað, þar sem vel er hugsað um þig og það hjálpar mér mikið. Þegar ég skrifa þessar línur, minnist ég allra þeirra stunda sem við áttum saman, allt sem við töluð- um um, treystum hvor annarri fyrir og auðvitað öll litlu rifrildin líka, sem skiptu engu máli. Núna er ég ótrúlega þakklát fyrir allt þetta. Þú varst yndisleg stelpa, alltaf góð við alla og brosið í 1., 2. og 3. sæti. Ég veit hvað þú varst sterk og ætlaðir þér margt en því miður fær heimurinn ekki að njóta allra þinna hæfileika. Þú hefðir orðið frábær Ijósmyndari, annað hefði verið skrítið eftir allar æfingarnar á mér. Allar þessar minningar mun ég geyma í hjarta mínu og þar munt þú alltaf vera besta vinkona mín. Öll fegurð hlutanna stafar af fegurðinni í sálinni. Þannig leiðir sköpunarverkið okkur ábrauthinsfagra til Guðs. (Agústínus.) Þín vinkona, Sunna Björk. Tign, æru, sæmd og sóma sálir Guðs bama fá, sem ljósar stjömur (jóma Lambsins stóli hjá, Avallt Guðs auglit sjá, Með hvítum skrúða skrýddar, Skarti réttlætis prýddar, Sorg allri sviptar frá. Nú ertu leidd, mín ljúfa! Lystigarð Drottins í, Þar áttu hvfld að hafa, Hörmunga’ og rauna frí; Við Guð þú mátt nú mæla, Miklu fegri en sól, Unun og eilíf sæla Er þín hjá Lambsins stól (H.P.) Elsku litla kellingin okkar. Það er óbærilegt að hugsa til þess að fá aldrei að sjá þig aftur, sjá góð- mennskuna og blíðuna skína úr hverjum andlitsdrætti. Það þurfti svo lítið til þess að gleðja þig. Þú varst einstök, og enginn skilur af hverju þú varst tekin frá okkur með svo sviplegum hætti. Allt var svo yndislegt og bjart framundan, þú sem varst búin að fá vinnu í sumar, búin að taka eina vakt og varst svo ánægð, nýbúin að klára prófin, hefð- ir orðið 16 ára í ágúst og búin að koma þér svo vel fyrir í Einihlíðinni með yndislegu fjölskyldunni þinni eftir allt flakkið á þinni stuttu ævi. Listræn varstu með afbrigðum og em ófá lista- og handverldn sem þú skilur eftir þig. Það er ekld langt síð- an við voram að tala um þegar við voram hjá ömmu Ásu á Akureyri fyrir 12-13 áram síðan og skápurinn í sjónvarpsherberginu datt ofan á þig. Við héldum að þú værir stórslös- uð undir skápnum, en nei - mín var ekki feig í það skiptið! Elsku Krist- ján, þú hefur misst yndislega systur og góðan félaga, framkoma ykkar, prúðmennska, kurteisi og góðvild hefur verið á hvers manns vöram og mun aldrei gleymast. Foreldrar ykk- ar hafa greinilega gefið ykkur allt það besta sem hægt er að veita nokkram einstaklingi. Mér datt í hug að fletta upp í afmælisdagabók og þar stóð á afmælisdaginn þinn, sem á svo vel við þig: „Að vera strangur við sjálfan sig og mildur við aðra sýnir afbragðs persónuleika." Elsku Anna, Palli og Kristján, elsku amma Ása, þú, sem hefur misst litlu nöfnu þína, amma Fjóla og afi Pétur sem vorað svo langt í burtu þegar hún kvaddi þennan heim, megi al- góður Guð gefa ykkur aflan þann styrk sem hægt er á þessm erfiðu tímum. Minningin um elsku Ásu okkar á eftir að ylja okkur um hjartarætumar um ókomin ár. Eins og pabbi þinn sagði: „Það vantaði bara listamann þama uppi - og hann fannst ekki betri“! Guð geymi þig engillinn minn. Arnar, Berglind, Sigurður og Snædís. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði afskoriðverðurfljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. (H. Pétursson.) Ása fékk ekki tækifæri til að blómstra eins lengi og við hefðum kosið, en tíminn sem við fengum með henni verður varðveittur í fylgsni minninganna um ókomna tíð. Ása var nær alltaf brosandi, meira að segja þegar hún lá ör- magna vegna sjóveikis í Vestmann- eyjaferðinni sem við Rauða kross félagar fóram í síðastliðið vor. Við erum öll þakklát fyrir þær stundir sem við áttum með henni og vitum að í hjarta okkar vex blóm hennar áfram. Við vottum foreldrum henn- ar, bróður og vinum innilega samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. URKÍ - H. Elsku Ása mín. Það er svo erfitt að kveðja þig, því þú varst tekin svo snöggt frá okkur. Þú áttir alla framtíðina fyrir þér, ætlaðir að verða stúdent og fara út að læra ljósmyndun. Það eiga allir yndislegar minningar um þig, alltaf brosandi og hlæjandi. Þegar þú komst í bekkinn í 5. bekk urðum við fljótt bestu vinkonur, við gerðum marga skemmtilega hluti saman. En þegar við fórum upp í unglingadeildina skildust leiðir okk- ar um stund. Á síðustu þrem mán- uðum höfum við kynnst að nýju, far- ið í bíó saman og skapað margar ógleymanlegar minningar. Það er þó ein sem stendur upp úr, þegar þú spáðir fyrir mér í tarot-spilin þín, að ég ætti eftir að missa ein- hvem nákominn. Ása mín, ekki granaði okkur að það varst þú sem við voram að tala um. Margir gráta Asu tóm. Beygja sorgir flesta. An þess nokkur heyri hljóm, hjartans strengir bresta. Valta fleyið vaggar sér votum hafs á bárum. Einatt mæna eftir þér augun sokkin tárum. Enginn getur meinað mér minning þín’að geyma. Kring um höll sem hrunin er, hugann læt ég sveima. (Eria G. Þorsteinsdóttir.) Ása mín, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og megi Guð geyma þig. Ég og fjölskylda mín sendum fjölskyldu þinni og ást- vinum, innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau og geyma. Kristín B. Flygenring. Elsku Ása okkar. Engill af himnum ofan tók þig v hendur sínar og leiddi þig inn í Ijós- ið. Við minnumst þín og þeirra stunda sem þú varst með okkur inn- an skólans. Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð með himnafóður vifla, leyst frá lifi nauða, ljúf og björt í dauða, lést þú eftir litia rúmið auða. Því tfl hans, sem bömin ungu blessar. Biðjum hann að iesa rúnir þessar, heyrum hvað hann kenndi: Hér þótt lífið endi, rís það upp í Drottins dýrðarhendi. Vertu sæl, vor litla Ijúfan blíða, lof sé guði, búin ertu að stríða. Upp til sælu sala saklaust barn án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. (M. Joch.) Kæra Anna Margrét, Páll, Krist- ján og aðrir aðstandendur, við í 10- L sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Bekkjarsystkinin 10-L, Öldutúnsskóla. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það kom kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð í hans höndum, hólpin með ljóssins öndum. (B. Halld.) Kæra Anna Margrét, Páll og Kri- stján, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Steinunn Sigurbergsdóttir. Elsku Ása mín. Ég er ekki búin að ná því enn. Það er svo skrítið að þú sért dáin. Þú sem varst mesti gleðigjafinn og vildir engum illt. Þú varst alltaf brosandi og hlæjandi, með rosalega smitandi hlátur, þegar þú hlóst hlógu allir með þér. Þú komst mér alltaf til að brosa og hlæja þegar ég var í vondu skapi. Og þegar afi minn dó spurðir þú mig alltaf hvort ekki væri allt í lagi og brostir svo með þínu smitandi brosi og það kom mér alltaf til að hlæja. En nú ert þú farin á betri stað og það eina sem ég á eftir eru góðar minningar um þig. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum að mála og Örn Ingi sofnaði inni á kennarastofu um nóttina. Þá stálumst við fram í sal og sungum eins falskt og við vildum og það líka hátt. Eins þegar við voram að syngja saman í langan tlma inni í stofu þar sem þú varst að mála skrítna engilinn sem þú varst svo montin af. Þó að ég hafi ekki kynnst þér al- mennilega fyrr en í 10. bekk þá finnst mér einsog ég hafi þekkt þig í mörg ár, því þú varst mér svo góð vinkona og ég var svo heppin að fá að kynnast þér. Anna, Páll og Kristján, ég vil . senda ykkur mínar innilegu samúð- arkveðjur. Ása mín, ég á eftir að sakna þín mikið. Þín vinkona Branddís Jóna. Elsku Ása mín. Núna ertu farin. Hvað á ég að segja? Ég fæ aldrei að sjá þig aftur. En það era til minningar, góðar minningar, og ég mun aldrei gleyma þeim. Eins og þegar við voram að mála myndina, þegar Öm Ingi tók mynd af okkur þegar við voram að labba á myndinni. Þar era fótspor þín, fótspor lífsins. Ég man líka þegar ég kom fyrst í skólann og þú komst og talaðir við mig. Þú varst svo blíð og góð. Þú vildir öllum vel og sýndir það. Þitt bros og þinn hlátur heillaði alla. Það er svo margt sem mig langaði að segja þér og gera með þér þótt ég byrjaði að kynnast þér í byrjun 10. bekkjar. Við náðum að gera margt saman, en samt ekki alveg nóg, það er víst aldrei nóg. Þú studdir mig þegar pabbi minn dó og ég er mjög þakklát fyrir það. Ég gleymi aldrei þegar þú og María komuð með kertið, sem var frá bekknum. Ég gleymi því aldrei. Reyndar gleymi ég aldrei neinu því sem við gerðum saman og þér. Jæja, Ása mín, ég á eftir að minn- ast þín eins og þú varst því þú varst frábær. Þú átt eftir að vera í hjarta mínu að eilífu. Elsku Páll, Anna og Kristján, innilegar samúðarkveðjur. Ég sakna þín. Þínvinkona Rósa. Elsku Ása mín. Ég trúi þessu ekki. Þú ert farin og munt aldrei koma aftur. Og þetta orð „dáin“, þetta er svo kuldalegt orð. Þó að ég tali um það að þú sért farin þá trúi ég því ekki. Þú komst í skólann í fimmta bekk. Þú varst ekkert smá feimin. Ég gleymi því aldrei þegar þú komst fyi'st í stofuna. Við urðum ekki strax svona góðar vinkonur eins og við voram áður en þú lést. Það var ekki fyrr en í áttunda bekk og þá urðum við bestu vinkonur. Við rifumst aldrei. Við þrúkkuðum bara og þrættum og við sættumst alltaf strax. Þú vildir alltaf gera gott úr öllu. Þér leið alltaf illa þegar öðr- um leið illa en þér tókst yfirleitt að koma öðram í gott skap. Það var annaðhvort með því að tala við mann, brosa eða hlæja. Þú varst, með svo smitandi hlátur. Ég mun aldrei gleyma hlátrinum þínum. Þetta var svo frábær hlátur og ég efast um að nokkur muni gleyma honum. Einn af bestu tímunum sem ég fékk að vera með þér var þemavik- an. Það var frábær vika. Það er eitt lag sem minnir mig á þig. Þú söngst það alltaf þegar það kom í útvarp- inu í þemavikunni. Það er lagið „Tu- esday aftemoon“. Þú varst alltaf syngjandi eða raulandi og ég á eftir K að sakna þess að heyra það ekki. Að koma inni í skólastofuna og sjá þig ekki þar er rosalega erfitt. Þú situr ekki lengur við hliðina á mér. Það vantar svo mikið núna þegar þú ert farin. Mér finnst allt vera orðið svo tómt. Ég mun ávallt sakna þín og hugsa til þín. Ég mun aldrei gleyma þér. Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum, þvi dauðinn til lífsins oss leiðir, sjá, lausnarinn brautina greiðir. , £ Innilegustu samúðarkveðjur til Páls, Önnu og Kristjáns og annarra aðstandenda. Þín vinkona María Ýrr. • Fleirí minningargreinnr nm Ásu Pálsdóttur bíða birtingar og munu ^ birtast i blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.