Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ _______________UMRÆÐAN „ Uppruni Islendinga í VETUR hef ég ritað nokkrar greinar um landafundi í Vest- urheimi og^ uppruna íslendinga. Ég tel mig hafa fært sæmileg rök fyrir því, að Islend- ingar séu ekki af Norðmönnum komnir og því beri Norð- mönnum engin aðild að landafundunum í Vesturheimi. Benjamínítar úr Galileu Adam Rutherford ritaði árið 1939 bók, sem nefnist „Hin mikla arfleifð íslands“. Par getur hann ættkvísla þeirra, sem byggðu ísrael. Ættkvísl Benjamíns byggði á dögum Krists nyrsta hluta Pa- lestínu, sem kallaðist Galílea og var aðgreind frá júðum í Júdeu af landsvæði Samverja. Fólk þetta flutti í talsverðum mæli til Litlu- Asíu öldum saman, en á tímum hinna rómversku styrjalda á fyrstu öld flúði þjóðin landið og settist að á sömu svæðum og land- ar þeirra áður. Af þessari þjóð var m.a. Páll postuli og voru kristnir Asíumenn aðallega af þessari þjóð fyrstu tvær aldimar í okkar tíma- tali. Allt til 267 lifði fólk þetta í sæmilegu öryggi, en þá gerðu Got- ar innrás í Litlu-Asíu og fluttu þaðan hertekna kristna menn til Dakíu í Dónárlöndum, en þar bjuggu þessir Gotar. Þetta kristna ^ fólk giftist talsvert inn í gotnesku þjóðina og að fáum kynslóðum liðnum voru þeir einnig taldir Dakíar. Með tímanum gengu þeir af trúnni, en í þessu sambandi er vert að gefa þeirri staðreynd gaum, að árið 350 skrifaði Ulfila, maður að hálfu Goti, en að hálfu af kristnu for- eldri, biblíu á tungu Gota, sem íslendingar nútímans geta lesið. Herúlar - Gotar Herúlar og Gotar börðust saman við Svartahaf, en Herúlar voru þó taldir meiri sjóvíkingar en Gotar. Þar sem þessar þjóðir voru oft með sameigin- legan her var stundum einungis talað um Gota. Það er t.d. gert er lýst er stórri herför Gota til Grikk- lands frá Dónárlöndum á 500 skipa flota. Skipunum var lagt í höfn grísku borgarinnar Píreus í 5 mílna ijarlægð frá Aþenu. Herinn gekk á land og vann sæta sigra, en er snúið var til skipanna var búið að ræna öllum flotanum og varð Gotaherinn því að leggja land und- ir fót norður Grikkland. Á þeirri leið klufu Herúlar sig úr hernum og gerðust málaliðar Rómarkeis- ara og þjónuðu lengi af trú- mennsku og stóð af þeim mikill frægðarljómi. Fyrst á þessum stað í lýsingu herferðarinnar er Herúlanna sér- staklega getið. Þetta segir okkur, að þótt Gotar sé nefndir hjá fræði- mönnum og sagnfræðingum, getur eins verið um Herúla að ræða. Normannar? íslendingar Herúlinn Odovakar gerðist kon- ungur á ítah'u árið 476, en var Söguskoðun / Eg tel mig hafa fært sæmileg rök fyrir því, ----y-------- —..... að Islendingar séu ekki af Norðmönnum komn- ir, segir Olafur Sigur- geirsson, og því beri Norðmönnum engin að- ild að landafundunum í Vesturheimi. fljótlega steypt af Austgotum, sem fluttu til Ítalíu með 300 þúsund manna þjóð og ríktu til 553, er málaliðaher Byzanskeisara, meðal annars skipaður Herúlum, sigraði þá eftir áratuga stríð. Svo hart var gengið að Gotunum, að um þúsund hermenn lifðu síðustu orustuna og slík virðing var borin fyrir hreysti þeirra, að þeim var leyft að fara í íriði og hurfu þeir með þjóð sína norður yfir Alpa. Um þetta leyti urðu hinir nor- rænu Langbarðar öflugir í Dónár- löndum og fór nú að þrengjast um Herúla og aðrar smáþjóðir í Dak- íu. Á þessu skeiði eru sagnfræði- legar heimildir til um flutning Herúla til Norðurlanda, en einnig er talað um Dakíumenn og Gota. Á tíundu öld ritar Dudo fyrstu sögu Normanna og segir afdrátt- arlaust að þeir hafi verið Dakíu- menn, einnig Duchesne, sem safn- aði Normanna annálum á 17. öld. Ymsir sagnaritarar segja frá því, að þegar Vilhjálmur bastarður réðst með hð Normanna inn í Eng- land árið 1066 hafi verið úlfur í merki því sem fyrir honum var borið. Ulfsmerkið hefur veiið rak- ið til Galíleumanna og Herúla. Göngu-Hrólfur fór úr Vestur- Noregi til Suðureyja með mikinn víkingaflota og þaðan til Normandí árið 911. Þá fór bróðir hans Hrollaugur jarl samtímis með ann- an flokk víkinga til Islands, sem ásamt öðrum víkingum stofnuðu þjóðveldi og urðu að íslenskri þjóð. Normannar og landnámsmenn- imir íslensku komu nálega allir úr héruðunum á vesturströnd Nor- egs, þótt margir þeir, sem hingað komu hafi millilent í víkingabyggð- um vestan hafs. Þessir víkingar voru aðkomufólk og voru margir i yfirstétt, eins og tíðkaðist, þegar germanar þjóð- flutningatímans settust að í byggð- um löndum. Tunga þessa fólks líktist íslensku, eins og tunga Gota fyrir 1.650 árum og var önnur en tunga fólks annars staðar í Noregi (Norse Language Encycl. Brit. 14. útg.). Jafnrétti? Lagaþekking? Ferðaþrá Jöfnuður einkenndi íslenska þjóðveldið og löggjöf og laga- þekking stóð á háu stigi. Utanfar- ir Islendinga og landafundir í Vesturheimi segja okkur talsvert um útþrá þjóðarinnar á þjóðveld- isöld. I þessu er margt líkt með Nor- mönnum. Þegar þeir sigldu upp Signu átti sendiboði Franka fund með þeim og kallaði eftir foringja þeirra og fékk svarið: „Við höfum engan yfirmann. Við erum allir jafnir.“ Einnig er greint frá því í skrifum Dudo, að í Normandí hafi lög og réttur verið á hærra plani og lög betur virt, en í öðrum hlut- um Frankaríkis. Lögin höfðu vík- ingarnir með sér yfír hafið, eins og gerðist á íslandi. Normannar fóru til Jórsala og í heimferð það- an tókst 40 manna liði Normanna að leggja undir sig ríki Araba í Suður-Italíu og eftir það ríktu Normannar þar og á Sikiley í rúm 200 ár og voru rómaðir fyrir löggjöf sína og réttarfram- kvæmd. Normannaríkið á Englandi varð að heimsveldi er tímar liðu og þaðan voru lönd numin í Am- eríku, Afríku, Ástralíu og víðar. Utþráin alltaf söm og jöfn. Úlfar íslands Konungur Vestgota í Suður- Frakklandi árið 412 hét Ataulf. Bróðir Herúlans Odavokars hét Onulf. Meðal Herúla voru úlfsnöfn algeng. Það er því dæmi- gert að nafnið Ulfr (á fornís- lensku Ulfr, Ulfarr eða í samsetn- ingunni Olfr, gnæfa yfir öll önnur nöfn í skránum um landnám vík- inganna á Islandi. Má nefna fyrsta landnámsmanninn Ingólf (Ingolfr) og svo eru nöfn eins og Herjolfr og Brynjolfr og Þórolfr. Afí skáldsins Égils á Borg hét Ulfur og var víkingur mikill og síðar nefndur Kveldúlfur. I þeirri ætt voru menn ýmist ljósir eða dökkir á hár og nafnið Þórólfur algengt. I Laxdælu er þetta sagt um Hrút Herjúlfsson: þar er fangs von af frekum úlfi. Ulfsnöfn urðu hér algeng í landslagi, þótt engir hafi hér úlf- ar verið aðrir en Herúlfar. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Ólafur Sigurgeirsson Rismikil skólamála- umræða ÞAÐ FÓR þó aldrei svo í miðj- um kosningaleiðindunum að maður fengi ekki einhveija menningar- lega umræðu. Þökk sé áhugafólki um innra starf skóla með borgar- stjórann í Reykjavík í broddi fylk- ingar. Það kemur þægilega á óvart að þessi mikli skólamálaáhugi tengist áhyggjum ráðamanna af starfs- kjörum kennara sem þeir þó hafa keppst við að bæta að undanfomu. Við nýlega undirritun kjara- samninga vakti sérstaka athygli að laun hækkuðu á samningstímanum eða fram á næstu öld um tugi pró- sentna svo búast má við að góð meðallaun fyrir dagvinnu nemi nú fast að 123 þúsund krónum sem er snöggtum hærra en sami vinnu- veitandi greiðir öðru starfsfólki skóla t.d. gangavörðum. Einnig stærðu samningsaðilar sig af því að hafa með hinum nýja samningi aukið til muna sveigjan- leika í vinnuskipan kennara sem kristallast í hinum rómuðu dönsku K-U- og Ö-tímum. Þetta var góð niðurstaða og sannarlega metnaðar- fiillur samningur. Síðan hafa mörg sveitarfélög af höfð- ingsskap sínum reitt fram enn meira fé kennurum til handa. Af einhveijum mér óskiljanlegum ástæð- um kemur svo í ljós að þessi ágæti, sveigju- fulli samningur sam- ræmist engan veginn skipulagi þess skóla- starfs sem við erum að innleiða, þ.e.a.s. einsetnum skóla. Skýringa gæti þó verið að leita í því að þessir sömu aðilar hafa verið djúpt sokknir í einsetningaráætl- anir sl. fimm ár, þar sem mikið púður hefur farið í að byggja netta skóla og allt kapp verið lagt á að skólastofur verði ekki of stórar, gangar ekki of breiðir o.s.frv., sem allt eru mikilvægir liðir í faglegri uppbyggingu grunnskólans. Aðil- um er nefnilega Ijóst að viðfangs- efnin í skólastarfi eru næg fyrir þótt nýjum vandamálum, svo sem víðáttubrjálæði í kennslustundum, verði ekki bætt við vandamálaflór- una. Það er því engin furða þótt ein- hver smærri atriði hafi orðið út- undan svo sem hvemig best fari á að haga vinnuskyldu kennara í fullu starfi við þessar breyttu að- stæður. Kennsluskylda kennara er almennt 27 eða 28 vikustundir. Kennsla í almennum bekk á yngri stigum grunnskólans er gjama 21-24 vikustundir, breytileg eftir árgöngum og því hvort viðkomandi kennari kennir allar almennar greinar eða hvort fagkennsla sé viðhöfð í einhverjum tilvikum. Þessi mismunur á kennsluskyldu og raunkennslu í bekk hefur það í för með sér að kennarar verða að taka að sér önnur störf í skólunum til að brúa bilið og ná fullri vinnu. Þessi störf liggja því miður ekki á lausu í þeim mæli sem þörf er á og sum eru þess eðlis að þau gera kröf- ur um aðra menntun og starfsreynslu en umræddir kennarar kunna að hafa. (sér- greinakennsla, bóka- safnsstörf o.fl.). Það eru því oft allt annað en fagleg rök sem liggja að baki gerð stundaskráa kennara við þessar aðstæður. í hnotskum er vand- inn sá að skilgreining vinnutíma kennara er röng, og viðmiðanir við almennan vinnumarkað óraunhæfar. Finna þarf grundvöll kjarasamninga sem tekur tillit til eðlis starfsins og þess álags sem því fylgir í stað þess að miða alla útreikninga við beina tíma- mælingu. Núgildandi viðmiðanir leiða til þess að kennarar vilja Skólamál Hvernig væri, gott fólk, að snúa sér að kjarna málsins og hætta að af- vegaleiða umræðuna eins og stjórnmála- mönnum einum er lag- ið, segir Viktor A. Guð- laugsson, þegar þeir standa frammi fyrir óþægilegum ákvörðunum? ógjama taka að sér önnur störf til uppfyllingar kennsluskyldu. Sem dæmi má nefna að sextugur kennari þarf að skila á þriðju klukkustund við önnur störf innan skóla sem ígildi hverrar kennslustundar. Lækka þarf beina kennsluskyldu bekkjarkennara og auka áherslur á skólatengd störf svo sem foreldra- samstarf, umsjón með nemendum m.a. til félagslegrar styrkingar, innbyrðis samstarf starfsmanna skóla, náms- og skólamat, skipu- lagða aðstoð við heimanám og/eða lengingu skóladagsins o.m.fl., sem mun auka gæði skólastarfs. Þetta þarf að gera en það kostar fé og pólitískt áræði. Getur verið að það tefji örlítið fyrir og hindri fram- gang þess metnaðarfulla skóla- starfs, sem augljóslega allir vilja sjá, og færi umræðuna þess vegna á annað plan? Glæsileiki umræðunnar nær svo hátindi sínum, þegar pólitískir hug- sjónamenn um innra starf skóla sjá helsta vanda íslenska skólakerfisins í því að kennarar sem sinnt hafa kennslustarfi í 30-35 ár eða jafnvel lengur eiga þess kost skv. áratuga samningsbundinni hefð að hægja á ferðinni og að kennslustundum fækki þegar þeir ná 55 og 60 ára aldursmarki. Þessi tilhögun er ekki bara æskileg heldur beinlínis nauð- synleg ef við ætlum að nýta okkur reynslu og þekkingu þessara kenn- ara í stað þess að leggja kapp á að þeir brenni út vegna gífurlegs vinnuálags sem kennsla í grunn- skóla útheimtir. Hvers vegna í ósköpunum vill borgarstjórinn í Reykjavík hafa þessi réttindi af því fólki sem um áratuga skeið hefur unnið óeigin- gjamt starf í þágu íslensks skóla- starfs og bíður þess nú að njóta ávaxtanna af því starfi og ljúka sín- um störfum með reisn? Ég hef meira en aldarfjórðungs reynslu af stjómun skóla og kann- ast ekki við að þessi tilhögum hindri skipulag skólastarfs. Hvemig væri, gott fólk, að snúa sér að kjama málsins og hætta að afvegaleiða umræðuna eins og stjómmálamönnum einum er lagið þegar þeir standa frammi fyrir óþægilegum ákvörðunum? Höfundur er skólastjóri. Viktor A. Guðlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.