Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ Enn um frímerkja- útgáfu Póstsins I kosningaslagnum undanfarna daga hafa tveir frímerkjaþættir beðið birtingar. Þau mistök urðu svo í blaðinu í gær að seinni frímerkjaþáttur Jóns Að- alsteins Jónssonar birtist á undan þeim, sem hér fer á eftir. Höfundurinn og hlutaðeigandi aðilar sem og lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Frímerki FÁTT UM SVÖR VIÐ SPURN- INGUM UM FRAMHALD HENNAR. í FRÍMERKJAÞÁTTUM í febrúar sL var rætt um hið nýja fjrirtæki íslandspóst hf. og stefnu þess í frímerkjamálum. Enn sem komið er hafa engin viðbrögð kom- ið fram við því, sem þá var spurt um, ef undan eru skilm nokkur at- riði, sem komu fram í DV 1. apríl sl., 11. bls., í dálki, sem nefnist Með og móti. Þar var spurt um það, hvers vegna Pósturinn hættir að nota frímerki á þær sendingar, sem hann tekur til flutnings, nema sér- staklega sé um þau beðið. I stað þess er tekin upp sú aðferð að nota gúmmístimpla sem staðfestingu þess, að burðargjald hafi verið greitt. Sá, sem mælti með breyting- unni í DV, var að sjálfsögðu for- stjóri Póstsins, Einar Þorsteinsson. Á móti var hins vegar Magni R. Magnússon frímerkjakaupmaður, sem fengizt hefur um áratugi við kaup og sölu frímerkja og þekkir mjög vel til þessara mála. I svörum forstjórans komu fram óbein svör við sumu af því, sem hreyft var í Mbl. Engu að síður lít ég svo á, að Pósturinn skuldi enn svör við ýmsu því, sem þá var spurt um. En nú skal líta á vöm forstjórans fyrir þessari breytingu, sem í raun er söguleg bylting í póstmálum okkai-. Ég leyfi mér að vitna í svör for- stjórans og velta þeim fyrir mér um leið. Hann segir, að þessi breyting snúist „fyrst og fremst um hagræðingu í okkar innra stai-fi í ljósi þess að meginhlutverk okkar er að reka hagkvæma og örugga póstþjónustu.“ Hann heldur svo áfram, og nú bið ég lesendur að taka vel eftir ummælum forstjór- ans. „Við erum ekki í því að reka útgáfu á frímerkjum sem megin- verkefni heldur er frímerkið verk- færi.“ Þessi orð varpa skýru ljósi á það, að forráðamenn Póstsins láta sem vind um eyru þjóta, að viðtak- endur sendinga geti haft ánægju af því „verkfæri“, sem Pósturinn not- ar sem greiðslumiðil og berst í hendur þeitra. Það virðist ekki skipta þá nokkru máli. í sömu andrá tala hann og samráðsmenn hans hjá Póstinum um það, að þeir vilji örva frímerkjasöfnun. Sér er hver uppörvunin! Þá tekur for- stjórinn þetta fram: „Við erum að spara okkur viimu og kostnað við að frímerkja því frímerkið er ein- ungis burðargjald fyrir okkur.“ Þetta segir forstjórinn umbúða- laust. Samt telur hann sig skilja sjónarmið frímerkjasafnara, því að hann bætir þessu við: „en það má aldrei gleyma því hvers vegna það er gaman að safna frímerkjum. Þetta er eitthvað sem notað er í raunveruleikanum.“ Ég verð að biðjast afsökunar á því, að ég skil tæplega síðustu málsgrein forstjór- ans. Hann klykkir svo út með þess- um orðum: „Ef við héldum áfram að frímerkja, frímerkjasöfnunar- innar vegna, værum við komnir inn á rangar brautir og famir að búa til óeðlilega notkun á frímerkinu. Hins vegar verður útgáfustefna frí- merkja óbreytt.“ En af hverju að gefa út frímerki, þegar aðalnotandi þeii'ra er úr leik? Jú, svar hans er það, að það sé „fyrst og fremst að skapa auðvelt aðgengi fólks til að koma frá sér bréfum. Það er sem sagt í fullu gildi“. Trúlega á for- stjórínn hér við það, að fólk kaupi frímerki á pósthúsum og öðrum þeim stöðum, sem þau munu verða fáanleg, eigi þau heima hjá sér og lími þau á bréf sín og fari síðan með þau á pósthús eða í næsta póstkassa. Ég efast um, að almenn- ingur hafi haft þennan hátt á fyrir daga Póstsins og muni ekki eftfr- leiðis taka hann upp. Ég hygg, að niðurstaðan verði sú, að það verði sem áður frímerkjasafnarar, sem þetta gera í einhverjum mæli og þá til að hafa tilbreytingu á sending- um sínum til endurgjalds til vina sinna heima og erlendis. I raun- veruleikanum verður þessi stefna sú, að almenningur fer með bréf sín á pósthúsin og fær á þau þessa kvittanastimpla, ef ekki er sérsak- lega beðið um frímerki. Því miður er sannleikurinn sá, að útgáfa frí- merkja verður framvegis að mestu leyti til þess að ná peningum af söfnurum. Og nú er það ekki „óeðlileg notkun“ frímerkja í aug- um forstjórans -. eða hvað? Þá bendir forstjórinn á, að í nágranna- löndum okkar séu bögglar ekki frí- merktir. I Ijósi þessa er Islands- póstur hf. þannig að sögn forstjór- ans „að fylgja þefrri þróun sem er að eiga sér stað i kringum okkur“, og eru það lokaorð hans og heldui' kaldar kveðjur til frímerkjasafn- ara, sem Pósturinn. segist þó vilja eiga vinsamleg skipti við. Þegar ég skoða grannt áður- greind viðbrögð forstjóra íslands- pósts hf„ fæ ég ekki annað séð en forstjórinn hafi í raun og veni eng- an áhuga á frímerkjum. í hans augum eru þau bara verkfæri póstsins - og ekkert annað. Þar fyrir utan koma þau Póstinum ekki við. Enginn skal því lá mér, þótt ég trúi varlega því, sem forráðamenn Póstsins segja við íslenzka frí- merkjasafnara um aukna samvinnu við þá til eflingar frímerkjasöfnun í landinu. Fyrir mér hljómar þetta næstum sem öfugmælavísur. Því miður leyffr rými blaðsins ekki, að greint verði frá viðbrögð- um Magna R. Magnússonar við þessari óheillastefnu Póstsins í garð frímerkjasafnara. Þau birt- ast í næsta þætti. Jón Aðalsteinn Jónsson Frímerkið á bréfið og böggulinn Við viljum vinsamlegast benda ykkur á að fslandspóstur er hættur að frímerkja bréf og böggla, hinsvegar er viðskipta- vinum póstsins heimilt að frímerkja sjálilr sendingar sínar. Þar sem frímerkin sem notuð eru á bögglasendingar eru jafnan all verðmæt viljum við vekja athygli ykkar á því að móttakandi böggulsins fær nokkur verðmæti í sinn hlut. Við viljum því skora á ykkur að frímerkja bögglana sjálf og láta viðtakandann njóta hagnaðarins. „Frímerkjavinir". AUGLÝSING frá „frímerkjavinum" til almennings. MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 59^ MESSUR Á MORGUN NESKIRKJA Dagur aldraðra: ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Jórunn Oddsdóttir og Signý Bergs- dóttir leika á selló. Safnaðarfélag As- prestakalls býður eldri borgurum til samsætis í safnaðarheimilinu eftir messu. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir syngur einsöng við undirleik Svönu Víkingsdóttur. Almennur söngur. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigur- björnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Kvennakórinn Glæður syngur. Sýning á munum úr starfi aldraðra eftir messu. Veitingar fyrir aldraða í boði sóknarinnar en aðrir greiða vægt verð. Yngra fólk er hvatt til að að- stoða hina eldri til kirkju og njóta dagsins með þeim. DÓMKIRKJAN: Sameiginleg guðs- þjónusta Fríkirkjusafnaðar og Dóm- kirkjusafnaðar kl. 14 í Fríkirkjunni. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkju- prestur prédikar. Sr. Hjalti Guð- mundsson þjónar fyrir altari. Kór Frí- kirkjunnar syngur. Þorgeir Andrés- son, óperusöngvari, syngur einsöng. Organisti Guðmundur Sigurðsson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Eldri borgurum sérstaklega boðið til guðs- þjónustu. Borðhald í safnaðarheimili að henni lokinn. Sr. Ólafur Jóhanns- son. HALLGRÍMSKIRKJA: Hátíðarmessa kl. 11. Sr. Lárus Halldórsson prédik- ar. Sr. Jón D. Hróbjartsson þjónar fyrir altari. Schola cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar kantors. Eftir messu verður farin vorferð eldri borgara í Hallgrímssókn. HÁTEIGSKIRKJA: Dagur aldraðra. Messa kl. 14. Kvöldvökukórinn syngur undir stjórn Jónu Bjarnadóttur. Organisti Jakob Hall- grímsson. Sr. Tómas Sveinsson. Eftir messu verður kirkjukaffi í safnaðar- heimilinu. Taize-messa kl. 21. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Gísli Kolbeins prédikar. Organisti Jón Stefánsson. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Eftir guðsþjónustuna býður Kvenfélag Langholtssóknar upp á kaffiveitingar í safnaðarheimil- inu. LAUGARNESKIRKJA: Hátíðarguðs- þjónusta og messukaffi kl. 14. Kór Laugarneskirkju flytur messu eftir Haydn. Laufey Geirlaugsdóttir syngur einsöng. Organisti Gunnar Gunnars- son. Prestur sr. Bjami Karlsson. Þjónustuhópur Laugarneskirkju ann- ast lestur ritningartexta og veitingar í safnaðarheimili að messu lokinni. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. í safnaðarheimilinu. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Léttur hádegisverður í boði sóknamefndar að lokinni guðsþjónustu. SELT JARNARNESKIRKJA: Messa kl. 14. Eldri borgarar sérstaklega vel- komnir. Organisti Sigrún Steingrims- dóttir. Prestur sr. Guðný Hallgríms- dóttir. Sóknarnefnd býður eldri borg- urum í kaffi eftir messu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Dagur aldraðra. Sameiginleg guðsþjónusta Dómkirku- og Fríkirkjusafnaðarins kl. 14. Sr. Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Sr. Hjörtur Magni Jóhanns- son prédikar. Einsöngur Þorgeir Andrésson, óperusöngvari. Organisti og kór Fríkirkjunnar í Reykjawík. Safnaðarfólki er boðið til kaffidrykkju eftir messu í safnaðarheimilinu. Allir hjartanlega velkomnir. Vorferð bama- starfsins verður laugardaginn 15. maí. Lagt verður af stað kl. 11 frá kirkjunni og farið í Vatnaskóg. ÁRBÆJARKIRKJA: Dagur aldraðra í söfnuðinum. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson, fyrrum pró- fastur prédikar, en sóknarprestur þjónar fyrir altari. Organleikari: Pavel Smid. Kirkjukór Árbæjarsóknar syng- ur og ennfremur syngur barnakór kirkjunnar. Stjórnandi: Margrét Dann- heim. Samvera eldra fólks og kaffi- veitingar í boði Soroptimistaklúbbs Árbæjar í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu. Alda Ingibergsdóttir syngur einsöng. Undirleikari: Pavel Smid. Sýning á munum eftir eldri borgara safnaðarins í kirkjunni þenn- an dag. Prestarnir. DIGRANESKIRKJA: Kl. 11. Sameig- inleg guðsþjónusta Digranes- og Hjallakirkju. Prestar sr. Magnús Guð- jónsson, sr. íris Kristjánsdóttir og sr. Hjörtur Hjartarson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Einsöngur: Þórunn Freyja Stefánsdóttir. Söngvinir, kór aldraðra úr Kópavogi, syngja og leiða safnaðarsöng. Kaffiveitingar verða eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Dagur aldraðra í kirkjunni. Hátíðarguðsþjón- usta kl. 14. Prédikun flytur: Sr. Jón Bjarman. Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Organisti: Jón Ólafur Sigurðsson. Lesarar: Ingibjörg Björgvinsdóttir og Sigurborg Skúladóttir. Að lokinni guðsþjónustu er kirkjugestum boðið upp á kaffiveitingar. Allir hjartanlega velkomnir. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Dagur „eldri borgara". Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Vigfús Þór Ámason og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna fyrir altari. Ræðumaður verður Ólafur Ólafsson fyrrv. landlæknir og form. Eldri borgara í Reykjavík. Kór Grafar- vogskirkju og unglingakór kirkjunnar syngja. Stjórnandi og organisti: Hrönn Helgadóttir. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Sameiginieg guðs- þjónusta Digranes- og Hjallakirkju i Digraneskirkju kl. 11. Prestar sr. Magnús Guðjónsson, sr. íris Krist- jánsdóttir og sr. Hjörtur Hjartarson. Organisti: Kjartan Sigurjónsson. Söngvinir, kór aldraðra úr Kópavogi, syngja og leiða safnaðarsöng. Kaffi- veitingar verða eftir messu. Við minn- um á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestamir. KÓPAVOGSKIRKJA: Kirkjudagur aldraðra. Guðsþjónusta kl. 14. Ásgeir Jóhannesson safnaðarfulltrúi Kár- nessóknar flytur stólræðu. Kór Kópa- vogskirkju syngur. Organisti: Kári Þormar. Að lokinni guðsþjónustu verður kaffi og samvera í safnaðar- heimilinu Borgum þar sem Sigurbjörg Þórðardóttir mun spila undir og stjóma fjöldasöng. Ægir Fr. Sigur- geirsson. SELJAKIRKJA: Dagur aldraðra. Guðsþjónusta kl. 14. Sigrún Gísla- dóttir hjúkrunarfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma prédikar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Eldri borgurum sóknarinnar er boðið til kaffisamsætis í kirkjumiðstöðinni að guðsþjónustu lokinni. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Eldri borgurum sér- staklega boðið í kirkju og til kaffisam- sætis í Hásölum Strandbergs. Prest- ur sr. Þórhildur Ólafs. Organisti Na- talía Chow. Eyjólfur Eyjólfsson og Stefán Ómar Jakobsson leika á flautu og harmonikku í samsætinu. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guðmundsson. KRÍSUVÍKURKIRKJA: Messa upp- stigningardag kl. 11. Altaristafla eftir Svein Bjömsson hengd upp á ný. Kaffisala í Krýsuvíkurskóla eftir messu til styrktar starfsemi hans. Rútuferð frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 10.15. Prest- ur sr. Þórhallur Heimisson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðs- þjónusta uppstigningardag kl. 14. Kirkjudagur aldraðra. Barn borið til * skímar. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Steinars Guðmundsson- ar. Kaffi og kleinur að lokinni athöfn. Baldur Rafn Sigurðsson. SELFOSSKIRKJA: Messa uppstign- ingardag kl. 11. Sr. Jón Hagbarður Knútsson prédikar. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Hádegisbænir þriðjudaga til föstudaga kl. 12.10. SUMARBÚDIR SKÁTA ÚLFLiðTSUATNI SUMARBUÐIR SKATA ULFLIOTSVATNI VIKU UTILIFS- OG ÆVINTYRANAMSKEIÐ Innritun er hafin fyrir 6-16 ára í Skátahúsinu Snorrabraut 60 í síma 562 1390 CI) o V)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.