Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 4?*-
Maja frænka skipaði þar stóran
sess eins og hjá öllum barnabörnum
Guðrúnar ömmu okkar.
Við systkinin áttum margar
ánægjustundir í Mávahlíðinni hjá
þeim mæðgum. Þar á bæ fór saman
gleði og spaug Maju sem alltaf var í
góðu skapi og alltaf átti endalausar
birgðir af tertum og öðru meðlæti
til handa gestum og gangandi, að
ógleymdu alvöru rjúkandi súkkulaði
með rjóma út í. Og svo var Guðrún
amma í stólnum sínum tilbúin að
segja okkur skemmtilegar sögur úr
furðuheimum álfa og huldufólks.
Hlýjan sem öllum mætti á þessu
heimili situr fast í minningunni.
Annað sem hverfur við fráfall Maju,
úr lífi stórfjölskyldunnar, er hve
mikill samnefnari hún var okkur öll-
um. Því það var gott að tala við Ma-
ju sem fylgdist vel með því hvernig
ölum leið og gekk á lífsins braut og
sagði á sinn hógværa og jákvæða
hátt sína skoðun á hverju máli. Að
frátöldum fósturbörnunum veit ég
að faðir minn mun sárt sakna systur
og góðs vinar sem ásamt ömmu ól
hann upp eftir fráfall afa sem dó
langt um aldur fram.
Samband mitt við Maju var eins
og oft vill verða í hraða nútímans,
að við gleymum allt of oft að rækta
fjölskyldu- og vinaböndin, og þegar
barnæskunni lauk urðu tengslin
minni en áður, en alltaf fékk maður
samt fréttir af Maju í gegn um for-
eldra mína.
Síðast heimsótti ég Maju stuttu
eftir að hún flutti í íbúðina sína í
Furugerðinu. Þar tók á móti manni
sama hlýjan og í Mávahlíðinni og
það var ánægjulegt að finna að
henni leið vel í nýju íbúðinni.
En nú er Maja farin til endan-
legra heimkynna þar sem henni
fagna vafalaust margir sem á undan
voru gengnir.
Sá sess sem Maja skipaði verður
ekki uppfylltur í sama mæli, það
veit ég að eftirlifandi systkini og
fósturbörn hennar vita, en enginn
er eilífur hér á jörð og öll hittumst
við handan móðunnar miklu í fyll-
ingu tímans. Eg sendi öllum ætt-
ingjum og vinum Maju mínar inni-
legustu samúðarkveðjur um leið og
ég bið Guð að blessa minningu okk-
ar ástkæru móður, systur og
frænku.
Albert Már.
Við andlát minnar kæru frænku,
Maríu Benediktsdóttur, hvarflar
hugur til löngu liðinnar tíðar, allt til
bernsku- og æskuára. Eg hugsa til
þess tíma bemskunnar þegar
mamma var að segja mér frá ýmsu
af sínum bemskuslóðum norður í
Húnaþingi og alltaf þegar hún
nefndi þær móður sína og Maríu
systur sína þá brást það varla að
hún nefndi þær í sama orðinu, svo
amma og Maja s.s. hún var alltaf
kölluð ui’ðu samslungnar í vitund
minni og ekki fór milli mála ástúð
mömmu í beggja garð. Seinna á lífs-
ins leið fann ég að þetta var svo ofur
eðlilegt, því hún amma átti yndis-
legt skjól hjá henni Maju allt til
hárrar elli, þegar veikindi hennar
urðu slík að hjúki-unarheimili eitt
var til ráða. Ég hefi oft nefnt hana
Maju frænku mína sem hið ljóslif-
andi dæmi um fórnfúsan kærleika
og einstaka óeigingirni og allt líf sitt
var hún að skrá þessa ljómandi
þætti í lífsbók sína. Hjá Maríu
frænku fundu svo margir það kær-
leiksríka skjól og aðstoð sem svo
mikils virði em í öllu okkar lífí;
systkini hennar, makar þeúra og
börn sem barnabörn áttu þar vísan
griðastað, að ógleymdum fóstur-
börnunum hennar sem hún umvafði
ástúð sinni. Já, hugurinn leitar
bernskunnar björtu tíðar. Ljóslif-
andi er mér enn fyrir hugskotssjón-
um heimsókn þeirra ömmu og Maju
austur, þegar ég var á aldri hins
opna, næma huga, heimsókn þeirra
þótti mér þá hrein hátíð og eitt var
ljósast alls, að hún mamma hafði
ekkert ofsagt um þær mæðgur. Ég
man kappsemi hennar Maju í hjálp
við húsverk sem útiverk, hlátur
þeirra systra og hljóðskraf enn í
minni og ég man að á eftir sagði ég
að hún Maja frænka væri örugglega
skemmtilegasta kona á íslandi og
sú duglegasta líka. Síðar áttu öll
frekari kynni við þessa kostaríku
konu eftir að hníga í þessa sömu átt.
Hún var afar vel greind kona og
hefði ekki átt í vanda á námsbraut-
inni, ef hún hefði á sínum tíma stað-
ið henni opin. Hún var einstaklega
skemmtileg í allri orðræðu sinni,
skýr í svörum, hugsandi kona ær-
innar alvöru, en létt í máli og hlát-
urmild, söngvin og kunni heil
ógrynni af lögum og Ijóðum. Hún
Maja var fríð kona og fonguleg og
fáar konur hefi ég vitað bera aldm-
inn betur en hún þótt árin færðust
yfir. Hún var heldur betur rösk að
taka til hendi og verklagin var hún,
snör í öllum snúningum og ef maður
mætti henni á götu lét nærri að hún
hlypi við fót svo rösklega var geng-
ið. Heilsteypt kona og heiðarleg svo
af bar í mikilli samvizkusemi sinni.
En helzt er mér þó í minni þessi
elskulega hlýja og einlæga lífsgleði,
þannig að eitt orð mikillar merking-
ar leitar ætíð á hug: kærleikur.
Maja frænka mín var gjörvuleg
kona og gæfurík um leið. Gæfa
hennar fólst öðru fremur í ástríkum
eiginmanni og börnum hans, sem
hún Maja reyndist svo ofurvel. I al-
varlegum veikindum vinkonu sinnar
tók hún að sér að hugsa um heimili
hennar og börnin fjögur og þegar
vinkonan lézt þá hélt hún Maja
áfram sinni góðu gjörð og síðar áttu
þau Viggó hina farsælustu samleið.
Hann Viggó var hinn dugandi þegn
góðra mannkosta og drengur góður,
og honum gaman og gott að kynn-
ast. Og börnin hennar Maju, fóstur-
börnin hennar, guldu henni svo
sannarlega fósturlaunin og reynd-
ust henni afar góð, mikil elska á
milli hennar og þeirra og bama
þeirra. „Þó ég hafi aldrei átt börn
sjálf þá finnst mér ég eiga svo mikla
auðlegð í þessum börnum eins og
þau væru mín,“ sagði hún Maja eitt
sinn við mig og hún sagði það líka
sína gæfu hve gjöful elska þeirra
væri við sig. Ég hitti hana Maju
frænku síðast í vetur leið á sam-
komu í Furugerðinu þar sem hún
undi sér vel síðustu æviárin. Mér
áskotnuðust blóm fyrir smáræði
sem ég var með fólki til gamans og
ég sneri máli mínu til hennar Maju
og færði henni blómin sem verðug-
um fulltrúa fórnfysi og umvefjandi
kærleika. Hafi eitthvað verið verð-
skuldað var það þessi fallega blóma-
gjöf og ég fann að í hógværð sinni
þótti henni vænt um og það þótti
okkur hjónum líka og ekki síður.
Að leiðarlokum er efst í huga
okkar hjóna hjartans þökk okkar og
okkar fólks til þessarar öndvegis-
frænku minnar sem átti þá æðstu
lífsskyldu að greiða fólki leið, gjöra
öllum gott, gefa samferðafólkinu
umhyggju sína og alúð. Heit og
sönn var lífstrú hennar, lífsferill
hennar svo mörgum, mætum verk-
um varðaður, einlæg var guðstrú
hennar og vissa um það að hún
fengi „meira að starfa guðs um
geim“. Minning hennar munabjört
mun svo mörgum hugumkær, helzt
þó systkinum og fósturbörnum og
þeirra fólki sem við Hanna sendum
einlægar samúðarkveðjur. I birtu
og vordýrð hins gjöfula gróanda er
hún kvödd, þessi bjartleita kona
vermandi minningamynda. Bless-
unaróskir fylgja henni inn á þau ei-
lífðarlönd ódauðleikans sem henni
voru sem veitull veruleiki. Veri hún
Maja frænka mín kært kvödd
klökkum huga.
Helgi Seljan.
„Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs-
ins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.“
(Ingibj.Sig.)
Þinn vinur,
Einar Snær.
Flest fólk er gott fólk. Sumt fólk
er betra en flest annað fólk. Það er
fullt af sólskini og sumaryl, sem það
miðlar öllum þeim sem í kringum
það eru. SMkt fólk skilur eftir sig
sólskinsbjartar, hlýjar og dýrmætar
minningar. Og þannig var hún Mar-
ía Benediktsdóttir foðursystir mín.
Ég var kominn á 20. aldursárið
þegar ég hitti Guðrúnu föðurömmu
mína og Maju frænku í fyrsta
skipti. Það voru góðir fundir, upp-
haf að traustum kynnum, sem urðu
uppspretta að væntumþykju, virð-
ingu og vináttu. Þar eignaðist ég
þau verðmæti sem mölur og ryð fá
ekki grandað og aldrei verða metin
til fjár. Það eru slík verðmæti sem
gefa lífinu raunverulegt gildi og
verða aflgjafi til góðra hugsana og
gagnlegra verka.
María frænka mín Benedikts-
dóttir var kona mannkosta og kær-
leika. Hún ólst upp í sárri fátækt
hjá foreldrum sínum. Systkinin
voru 13 talsins, tólf sem komust
upp. Fjölskyldan var því stór en
efnin af skornum skammti. Systkin-
in urðu því snemma að taka til
hendinni og verða þátttakendur í
lífsbaráttunni. Þau urðu að sjá fyrir
sér sjálf strax og þeim óx fiskur um
hrygg. Þau yfirgáfu heimilið og fjöl-
skylduna og lögðu út í lífið ung að
árum, til þess að létta á heimili for-
eldra sinna, til þess að þar yrðu
færri til að fæða og klæða. Þess
vegna var það ekki fyrr en við útför
móður sinnar að þau hittust öll tólf
saman í einum hóp. Það segir sína
sögu.
María átti alltaf samleið með for-
eldrum sínum, allt frá því að hún
fæddist og til þess að þau kvöddu
þennan heim, Benedikt faðir hennar
28. apríl 1943 og Guðrún móðir
hennar 30 árum síðar 18. apríl 1973.
Hún varð þeim sannkallaður sólar-
geisU, stytta og stoð, sem og öðrum
ættingjum og vinum.
María varð fljótt sameiningar-
tákn ættarinnar. Þær héldu saman
heimiM Guðrún amma mín og hún
og þangað lágu oft leiðir afkom-
enda, ættingja og vina. Til þeirra
var gott að koma og þar mætti öll-
um gestrisni, gleði og góðvild. Og
þessir eiginleikar héldu áfram að
ríkja þegar amma var öll. Maja
frænka hafði eftir sem áður flesta
þræði ættrækni og samskipta í
hendi sér. Til hennar lágu ljúfar
leiðir. Hjá henni fréttum við hvað
öðrum ættmennum okkar liði. Hún
var lifandi tengill sem engum brást.
María Benediktsdóttir las mikið,
var ljóðelsk, draumspök og hugs-
andi manneskja. Hún var myndar-
leg til munns og handa, hjartahlý og
nærgætin húsmóðir, gestrisin og
gjöful í öllum samskiptum. Öllum
sem kynntust henni þótti vænt um
hana og nutu návistar hennar í gleði
og í sorg. Þess vegna fylgir þakk-
læti hveiri hugsun sem henni er
tengd.
Gæfan er stundum skemmtileg
og óútreiknanleg. Hún á erindi við
fólk á öllum aldri. Hún leiddi saman
þau Maríu og Viggó Einar Gíslason,
þegar hún varð ráðskona hjá hon-
um, ekkjumanni með fjögur börn.
Þau bundust tryggðaböndum og
María gekk börnunum í móður stað
og brást þeim hvergi í móðurhlut-
verkinu, sönn og kærleiksrík. Þessi
örlög gáfu frænku minni mikið og
skipuðu hásætið í hjarta hennar.
María missti Viggó 21. mars 1985.
Fósturbörn Maríu og böm Viggós
urðu sannkölluð ljós á lífsvegi henn-
ar. Þau veittu henni ómetanlega ást
og umhyggju allt til hinsta dags. I
veikindum hennar og önn hins dag-
lega lífs voru þau traust og gott
haldreipi aldraðrar frænku minnar.
Þau léttu henni margt sporið og
færðu henni sólskinið og vorið með
umhyggju sinni og ástúð. Fyrir það
flyt ég kærar þakkár.
Ég sendi þeim og fjölskyldum
þeirra samúðarkveðjur nú er þau
kveðja hugfólgna fósturmóður
hinstu kveðju.
Maju frænku þakka ég samskipti
öll á genginni götu. Leiðir skilja um
sinn. En minning um mæta konu,
heilsteypta og hugljúfa, lýsir fram á
veginn. Guð blessi minningu þína
María Benediktsdóttir og alla þá
sem þér voru hjartfólgnir. Hafðu
þökk fyrir allt.
Hörður Zóphaníasson.
INGIBJÖRG
PÁLSDÓTTIR
EGGERZ
tlngibjörg Páls-
dóttir Eggerz
fæddist í Búðardal
18. júlí 1916. Hún
andaðist á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 2.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Páll Ólafur
Ólafsson frá Hjarð-
arholti og Hildur
Stefánsdóttir frá
Auðkúlu. Þau eign-
uðust fimm börn,
Stefán tannlækni,
Ingibjörgu, Þor-
björgu Guðrúnu
listakomij Ólöfu myndhöggvara
og Jens Olaf Pál prófessor, sem
öll ólust upp í Reykjavík. Ingi-
björg stundaði nám í Kvenna-
skólanum í Reykjavik. Um skeið
starfaði hún hjá sjúkrasamlagi
Reykjavíkur. Ingibjörg ólst upp
á fjölmennu og glaðværu heim-
ili. Faðir hennar var umsvifa-
mikill útgerðarmaður, sem unni
tónlist, samdi lög og orti ljóð.
Hildur var listelsk og listfeng.
Bæði komu þau frá landskunn-
um prestssetrum, Hjarðarholti
og Auðkúlu.
Hinn 17. febrúar 1940 giftist
Ingibjörg Pétri Eggerz, syni
Sigurðar Eggerz og
Sólveigar Kristjáns-
dóttur Eggerz. Þau
Ingibjörg og Pétur
bjuggu í Reykjavík
til 1945, þar sem
Pétur gegndi störf-
um ríkisstjóra- og
forsetaritara. Eftir
það dvöldust þau ^
langdvölum erlend-
is á vegum utanrik-
isþjónustu Islands í
London, Was-
hington DC og
Bonn, þar sem Pét-
ur var skipaður
sendiherra 1978. Á þeim árum
hóf Ingibjörg listnám, Iagði
stund á málaralist og tók þátt í
sýningum. Þau Ingibjörg og
Pétur eignuðust tvö börn, Sól-
veigu og Pál Ólaf. Sólveig er
bókmenntafræðingur, gift Allan
Brownfeld lögfræðingi og
blaðamanni. Þau eru búsett í
Washington DC og eiga eina
dóttur og tvo syni. Páll Ólafur
er stærðfræðingur, kvæntur
Gabriele Eggerz kennara. Eru
þau búsett í Munchen og eiga
Qóra syni.
Útför Ingibjargar fór fram
frá Dómkirkjunni 6. febrúar.
Nafna mín og náfrænka
Ingibjörg Pálsdóttir Eggerz er
látin. Andlát hennai' kom mér ekki
á óvart, þar eð ég hafði fylgst með
heilsu hennar um nokkurt skeið.
Ingibjörg var sterk kona og vel af
Guði gerð til líkama og sálar, enda
af sterkum stofnum kominn. En
lögmálið gildir, eitt sinn skal hver
deyja. Hún átti litríka ævi og kom
víða við á lífsleiðinni. Leið hennar lá
um bjartar hlíðar og dimma dali og
það sannaðist í lífí hennar, að
enginn ræður sínum næturstað.
Skapmikil var hún og lét ekki hlut
sinn fyrir neinum. Róðurinn var
þungur síðustu árin, en aldrei gafst
hún upp í orðsins fyllstu merkingu,
þó að tilefnið væri ærið. Og aldrei
kvartaði hún, en lét sig bara hafa
það. Slíkir persónuleikar eru ekki á
hverju strái. Ingibjörg fór með gott
vegarnesti úr foreldrahúsum út í
lífið og nýttist það henni örugglega
vel á þeim lífsferli, er hún átti
framundan.
Ung fóru þau hjónin til starfa í
utanríkisþjónustu íslands og
störfuðu þar meginhluta
starfsævinnar. Þar lá hún frænka
mín ekki á liði sínu og vísa ég þar til
orða fóðurbróður míns, Björns
Bjarnasonar frá Steinnesi, sem
rómaði störf hennar, en hann var
tíður gestur þeirra hjóna á erlendri
grund. Frænka mín var listræn og
smekkvís kona eins og hún átti
ættir til. Hún hóf nám í málaralist
og nýtti sér þannig dvöl sína«-
erlendis og árangurinn lét ekki á
sér standa. Hún hlaut hrós og
viðurkenningu og tók þátt í
sýningum á hinum ýmsu stöðum
erlendis og einnig hér heima. En
enginn má sköpum renna. Þar kom
að alvarlega syrti í álinn. Veikindi
sóttu að henni og heilsa hennar
brast. Voru veikindin henni og allri
fjölskyldunni mjög þungbær. Ekki
síst bömum hennar, sem vegna
búsetu sinnar erlendis áttu erfitt
með að annast hana. Ingibjörg
dvaldist síðustu árin í Arnarholti á
Kjalamesi og naut þar góðrar
umönnunar og skilnings starfsfólks
og vistmanna, sem sakna nú góðs
vinar og félaga.
Eru hér færðar fram þakkir og ■'
góðar kveðjur til þessa ágæta fólks.
Ævisól elskulegrar frænku
minnar er hnigin til viðar, en megi
hún hvíldar og næðis njóta í landi
lifenda. Ástvinum hennar sendum
við mæðginin Sigurður Bjarni og
ég, innilegar samúðarkveðjur.
Ingibjörg Ólafsdóttir.
+
Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
DR. MED. GUNNARS GUÐMUNDSSONAR,
fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn
14. maí næstkomandi kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknar-
félög. Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurrós Unnur Sigurbergsdóttir,
Guðmundur Gunnarsson, Margrét María Þórðardóttir,
Oddný Gunnarsdóttir, Ásgeir Smári Einarsson,
Gunnar Steinn Gunnarsson, Berit Solvang,
Einar Örn Gunnarsson,
tengdabörn og barnabörn.