Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 21 AUGLÝSING SÁÁ FRÉTTIR Birtar í Morgunblaðinu 4. tbl. maí 1999 Ábm: Theódór S. Halldórsson c y y FRÉTTIFjy Alfasala SÁA verður helgina 14. -16. maí: Það eru Álfar á leiðinni til þín! Álfurinn verður seldur í tíunda sinn helgina 14. -16. maí. Líkt og síðustu ár rennur ágóði af Álfasölunni til uppbyggingar á starfi SÁÁ í þágu unga fólksins. í þau níu skipti sem Álfurinn hefur birst íslendingum hefur hann verið einn á ferð en nú er hann tvíelfdur með Unglingsálf sér við hlið. Álfur safnar fyrir unga fólkið Álfúr hefúr síðustu ár einbeitt sér að því að safna fé íyrir unga fólkið en SÁÁ hefur lagt mikla áherslu á að hjálpa unga fólkinu að forðast og brjótast undan ægivaldi flkniefúanna með öflugu forvarna- og með- ferðarstarfi. „Ég er auðvitað mjög ánægður enda verður maður ekki tíu ára á hverjum degi,“ sagði Álfur sjálfur þegar haft var samband við hann í til- efni af tímamótunum. „Það er líka gaman að vera kominn með góðan félaga í baráttunni fyrir unga fólkið. Unglingsálfur er smár en knár þótt ég stríði honum stundum vegna smæðarinnar og segi við hann að hann sé varla Álfur heldur Hálfúr.“ „Það er mjög gaman að fá tækifæri til að segja ffá því. Unglingsálfur er í raun skyldur mér þótt ekki sé hann náskyldur. Við höf- um hist í fermingarveisl- um á hverju vori síðustu árin og hefur hann alltaf minnst á Álfa- söluna og hvort hann mætti ekki koma með mér. Ég hef alltaf svarað neitandi og sagt honum að hann væri einfaldlega of ungur í slíkt. Við hittumst síðan í sjötugsafmæli Álfhildar ömmu í Álf- holti síðasta sumar. Þá hafði Unglingsálfur lokið álfaskólanámi en stefndi á álfafræðinám og spurði hvort hann mætti ekki búa hjá mér þar sem ég byggi stutt frá skólanum. Það varð úr að Spurði í hverri fermingu Álfur brosti breitt þegar hann var spurður hvernig samstarf þeirra tveggja hefði komið til. Álfur er að leggja upp í ferð um landið með nýjum félaga, Unglingsálfi. Þetta er tíunda árið sem Álfur leggur land undir fót og líkt og undanfarin ár rennur ágóðinn til uppbyggingar á starfi SÁÁ í þágu unga fólksins. hann kom í vist til mín og hefur veturinn verið einkar ánægjulegur. Þegar leið á vorið fór hann að segja að nú væri hann orðinn nógu gamall til að taka þátt í Álfasölunni og auk þess væri hún fyrir unga fólkið. Ég gat auðvitað lítið sagt við svona rök- um og því er Unglingsálfur með mér í ár. Það hefúr reynst afar gott að hafa hann enda er hann bæði duglegur og bráðgáfaður - eins og frændinn!“ Aldrei þreyttur Álfur segist aldrei verða þreyttur á starfinu. „Þreyta er eitthvað sem ekki hrjáir mig. Starfið er mjög gefandi og ég gæti ekki yfirgefið þá sem reiða sig á mig. Mér líður samt betur núna þegar ég er með Unglingsálf með mér. Þá get ég verið öruggur um að góður álfúr tekur við af mér þegar ég verð kominn á álfaellilaun." Er eitthvað sem þú vilt segja við þjóðina að lokum? „Já. Ágæta þjóð! Þú hefur alltaf tekið mér vel og vona ég að svo verði einnig nú. Við vitum að i málum sem þess- um er mikilvægt að standa þétt saman. Framlag hvers og eins skiptir miklu máli. Taktu. vel á móti mér og félögum mínum þegar við bönkum upp á um helgina." Ralph E. Tarter prófessor fundaði um rannsóknir með landlækni og heilsugæslulæknum: íslendingar í einstakri aðstöðu Bandaríski sálfræðingurinn, Ralph E. Tarter, var staddur hér á landi fyrir skömmu og kynnti langtúna- rannsóknir sínar á áhættuþáttum í lífi bandaríska ungmenna sem leiða þau út í misnotkun á vímuefnum. Rannsóknin hefúr staðið yfir í tíu ár og taka 700 fjölskyldur þátt í rann- sókninni. 1 rannsókninni er sjónum beint að þeim þáttum sem leiða einstakl- inginn út í vímuefnaneyslu og hvaða þættir sporna helst á móti því. Er þetta ein umfangsmesta rannsókn sem gerð hefúr verið á þessu sviði til þessa og telur Tarter að niðurstöður slíkrar rannsóknar geti hjálpað veru- lega til við forvarnir og meðferð. Jákvæðar undirtektir Tarter kom hingað til lands árið 1997 og flutti fyrirlestur um rannsóknina á afmælishátíð SÁÁ. Hugmyndir kviknuðu þá um að setja slíka rann- sókn af stað hér á landi. Nýverið var Tarter fenginn hingað aftur til þess að kynna rannsóknina fyrir þeim stofnunum sem að málum koma. Hélt Tarter fyrirlestra fyrir starfsfólk SÁÁ, heilsugæslulækna og aðila sem sinna rannsóknum og forvörn- um. Undirtektir voru mjög jákvæðar en ekki hefúr verið formlega staðfest hvort af slíkri rannsókn getur orðið. Markvissari forvarnir Ralph E. Tarter segir að íslendingar séu í einstakri aðstöðu. Gerð ís- lenska samfélagsins sé góð fyrir rannsókn af þessu tagi og einnig væri hægt að fylgja niðurstöðum vel eftir og gera forvarnir markvissari. Islensk rannsókn á þessu sviði myndi ekki einvörðungu verða Islendingum til góðs heldur einnig öðrum þjóðum. Sigurður Guðmundsson landlæknir stjórnaði fundi með Ralph E. Tarter og heilsugæslulæknum víða að af landinu. Tarter er prófessor við geðlæknadeild háskólans í Pittsburgh auk þess sem hann veitir forstöðu miðstöð um fræðslu og rannsóknir á misnotkun vímuefna. Göngudeildarþjónusta AKUREYRI GLERÁRGÖTU 20 • Sími 462-7611 Göngudeild SÁÁ á Akureyri er opin fyrir viðtöl og ráðgjöf alla virka daga frá kl, 9-17. Fundir og fræðsla í maí og júní: Mánudagur 17. maí, kl. 20 Fyrirlestur ráðgjafa um alkóhól- isma. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Aðgangseyrir er kr. 500. Mánudagur 31. mai, kl. 18.30 Læknir SÁÁ heldur fyrirlestur. Mánudagur 7. júní, kl. 20 Kynningarfundur fyrir aðstand- endur um starfsemi SÁÁ. Fundurinn er opinn öllum og ókeypis aðgangur. Litið á vefsetur SÁÁ www.saa.is Bygging nýrra álma við Vog er vel á veg komin og er stefrit að því að framkvæmdum ljúki á tilsettum tíma í nóvember þrátt fyrir ffekar umhleypingasaman vetur. í austurálmunni verður göngudeild en í vesturálmunni sérstök meðferðardeild fyrir úngt fólk og rúmar deildin tólf ungmenni. Eins og sést hér að ofan er búið að steypa vesturálmuna að mestu leyti upp en uppsteypa þeirrar eystri er rúmlega hálfnuð. Viðbygging rís við Vog Lionsklúbburinn Þór: Ærslaleikur til styrktar kaupum á sjúkrarúmum Sumardaginn fyrsta stóð Lions- klúbburinn Þór í Reykjavík fýrir leiksýningu í Borgarleikhúsinu til styrktar byggingu unglingadeildar SÁÁ. Sýndur var ærslaleikurinn „Stjórnleysingi ferst af slysförum" eftir ítalska nóbelsverðlaunahafann Dario Fo. Fjölmenni var á sýningunni og skemmti fólk sér vel enda vant fólk á sviðinu, þar á meðal Eggert Þorleifs- son, Gísli Rúnar Jónsson og Hall- dóra Geirharðsdóttir. Allur ágóði af sýningunni rann til kaupa á sjúkrarúmum fyrir nýja meðferðardeild SÁÁ fýrir ungt fólk sem samtökin eru að byggja við sjúkrahúsið Vog. AUGLÝSING SÁÁ, Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Ármúla 18-108 Reykjavík Sími: 581-2399 • Fax: 568-1552 Göngudeildarþjónusta REYKJAVÍK SÍÐUMÚLA 3-5 • Sími 581-2399 Fundir og fræðsla á vegum SÁÁ: Kynningarfundir SÁÁ eru haldnir í Síðumúla 3-5 alla fimmtudaga. Kynningin hefst kl. 19 og stendur í 45 mín. Á eftir eru leyfðar fyrir- spurnir. Á fundunum er fjallað um starfsemi SÁÁ, áfengissýki og aðra fíkn og meðvirkni. Meðferðarhópur (M-hópur): Móttöku- og kynningarfundir eru á fimmtudögum kl. 16.15. Fundir M-hóps eru fyrir þá sem geta nýtt sér áfengismeðferð á göngudeild. Meðferðin fer fram á hópfundum, fyrirlestrum og með viðtölum. Fyrstu 4 vikurnar er mætt 4 kvöld í viku en síðan vikulega í 3 mánuði. Víkingahópur: Fundir eru á mánudögum og fimmtudögum ffá kl. 16-17. Móttaka og skráning er á sömu dögum kl. 15.30. Eftir Vík- ingameðferð á Staðarfelli er stuðn- ingur göngudeildar í eitt ár. Fyrstu 8 vikurnar er mætt tvisvar í viku en síðan vikulega í 44 vikur. Kvennahópur: Móttaka og skrán- ing er mánud. kl. 15.30 og fimmtu- daga kl. 17. Eftir „Kvennameðferð" á Vík er veittur göngudeildar- stuðningur í 1 ár. Fundir eru 2svar í viku fyrstu 12 vikur síðan einu sinni í viku. Fjölskyldumeðferð er liður í stuðningi við hópinn. Spilafíklar: Fundir eru á þriðju- dögum ffá kl. 18-19. Móttaka og skráning er sömu daga kl. 17.30. Eftir viðtal við ráðgjafa geta spila- fiklar fengið ótímabundinn stuðn- ing. Þessum hópi og aðstandend- um standa til boða fræðsluerindi, viðtöl og hópstarf. Ef nauðsyn krefur býðst spilaflklum meðferð um helgar. Unglingahópur: Vikulega eru haldnir stuðningsfundir fyrir ungt fólk, 14-22 ára, með vímuefna- vandamál. Móttaka og skráning er mánud. kl. 17.20. Fólk kemst inn í hópinn að lokinni meðferð á Vogi eða á eftirmeðferðarstöðum SÁÁ. Stuðningshópur fyrir alkóhólista hittist daglega kl. 11 árdegis. Inn- ritanir eru hjá læknum á Vogi. Einnig geta ráðgjafar á göngudeild komið fólki í hópinn. Stuðningshópur fýrir aðstandendur. Fundir aðstandenda alkóhólista eru á þriðjud. kl. 16.1 þann hóp fer fólk eftir viðtöl við ráðgjafa eða fjölskyldunámskeið á göngudeild. Foreldrahópur er stuðningshópur fyrir foreldra ungra vímuefnaneyt- enda. Hópurinn er jafnt fyrir foreldra sem eiga börn í meðferð og barna sem hafa lokið meðferð. Jafnframt er hópurinn fyrir þá for- eldra sem leita sér upplýsinga vegna gruns um fíkniefnaneyslu. Fræðslunámskeið fyrir alkóhólista: Helgarnámskeið um bata og ófull- kominn bata verður haldið helgina 5.-6. apríl. Á því er fjallað um ýmsa þætti sem koma í veg fyrir bata fyrstu mánuði eftir meðferð. Námskeiðið hentar einnig þeim sem eru að ná sér eftir önnur áföll. Fjölskyldunámskeið SÁÁ. Helgar- námskeið verður 15.-16. maí. Á því er leitast við að auka þekkingu aðstandenda alkóhólista á vímu- efnasjúkdómnum, einkennum, birtingarformi og áhrif á fólk sem er í nábýli við sjúkdóminn. Næsta fimm vikna fjölskyldunámskeið hefst 25. maí. Þriðjudagsfyrirlestrar: SÁÁ stend- ur fyrir fýrirlestrum alla þriðju- daga kl. 17. Þeir eru öllum opnir en aðgangseyrir er kr. 500. Á næst- unni eru eftirtaldir fýrirlestrar: 18. maí:Ófúllkominn bati 25. maí: Hass, flkn og fráhvörf l.júní: Sjúkdómurinn alkóhólismi 8. júní: Tilfmningar: Ótti, kvíði. 15. júní: Tilfinningar: Reiði, gremja. G.A. fundir eru haldnir á fimmtu- dögum kl. 20.30 og kl. 18 sömu daga eru haldnir Gam-anon fundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.