Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 44
'44 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ANNAJÓNA
ÞÓRÐARDÓTTIR
+ Anna Jóna
Þórðardóttir
fæddist 14. maí
1939. Hún Iést 3.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þórður Sigur-
björnsson, yfirtoll-
vörður, f. 27.11.
1907, d. 23.10. 1985,
og Ragnhildur Ein-
arsdóttir, húsfreyja,
f. 12.6. 1909, d. 25.5.
1995, búsett í
Reykjavík. Systkini
Onnu Jónu: 1) Reyn-
ir, f. 13.3. 1930, d.
8.6. 1976 2) Margrét Anna, f.
22.3. 1932. 3) Hjördís Ása, f. 6.6.
1933. 4) Ragnhildur Jórunn, f.
5.6. 1935, d. 21.1. 1992. 5) Guð-
rún Bergljót, f. 7.9. 1936, d. 3.2.
1985. 6) Einhildur Anna, f.
26.11. 1937, d. 14.6. 1938. Anna
Jóna giftist hinn 10.11. 1962
Elsku mamma.
Nú ertu leidd mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga’ og raunafrí,
við Guð þú mátt nú mæla,
mildu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Pú lifðir í góðum Guði,
í Guði sofiiaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgr. Pét)
Börnin þín.
Finnboga G. Kjeld
forstjóra, f. 25.10.
1938, d. 8.2. 1993.
Foreldrar hans voru
Jens Sofus Kjeld,
smiður, f. 13.10. 1908,
d. 2.10. 1980, og Jóna
Guðrún Finnboga-
dóttir Kjeld, hús-
freyja, f. 28.9. 1911,
d. 14.11. 1994. Börn
Önnu Jónu og Finn-
boga eru: 1) Ragn-
hildur, f. 24.10. 1965,
húsmóðir, sambýlis-
maður Stanislas
Bohic, landslagsarki-
tekt. Börn hennar: a) Anna Andr-
ea, f. 8.7. 1986. b) Heba Eir, f.
25.7. 1989. c) Finnbogi Fannar, f.
20.6. 1991. d) Helgi Snær, f. 7.3.
1995. 2) Þórður, f. 10.6. 1967, d.
23.6. 1967. 3) Jóna Guðrún, f.
13.12. 1969, húsmóðir, gift Fylki
Þorgeiri Sævarssyni, rafvirkja.
Anna Jóna giftist bróður mínum
Finnboga 10. nóvember 1962. Hún
hafði þá lokið hjúkrunarnámi og
starfaði við hjúkrun fyrstu hjúskap-
arárin. Þegar fjölskyldan stækkaði
hætti Anna Jóna að vinna úti og
sinnti heimili sínu og bömum.
Árið 1969 stofnaði Finnbogi fyr-
irtækið Víkur hf. sem óx og dafnaði.
Nær öll sín hjúskaparár bjuggu
þau að Hjarðarhaga 17 í Reykjavík
en þar voru einnig lengi til húsa
skrifstofur Finnboga og því oft eril-
samt á heimilinu. Anna Jóna var
mikil fjölskyldumanneskja í besta
skilningi þess orðs og lét sér annt
um fólk í umhverfi sínu. Þau hjón
voru mjög samrýnd og andleg mál-
efni voru þeim afar hugleikin.
Um 1989 tók að fjara undan fyrir-
GESTUR OTTO
JÓNSSON
+ Gestur Ottó
Jónsson fæddist
í Brekku í Eyja-
fjarðarsveit 26.
september 1929.
Hann lést á heimili
sínu í Reykjavík 2.
maí sfðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Elisabet Frið-
riksdóttir f. 14.7.
1893, d. 1.1. 1976,
og Jón Gestsson, f.
7.11. 1888, d. 12.7.
1955. Systkini Gests
voru Sverrir Þor-
grímur, f. 22.1.
1916, d. 4.5. 1977, Alda Sigríð-
ur, f. 21.9. 1918, Kristin, f. 20.6.
1921, d. 17.10. 1931, Friðrik, f.
16.12. 1924, og Kristín, f. 10.12.
1933.
t
ÚTFARARST OFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Ótfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Með fyrri konu
sinni Guðrúnu Jóns-
dóttur, f. 14.12.
1930, eignaðist
Gestur ljögur böm.
1. Sæunn Sigríður,
f. 6.8. 1949, maki
Baldur Vagnsson,
eiga þau sex börn
og fjögur barna-
börn. 2. Jón, f. 21.3.
1952, maki Ásta
Margrét Pálmadótt-
ir, eiga þau tvö
börn. 3. Elísabet, f.
10.1. 1954, maki
Birgir Kristjánsson,
eiga þau þijár dætur. 4. Hall-
dór, f. 30.10. 1956, maki Halla
Halldórsdóttir, eiga þau þijú
böm.
Hinn 27.11. 1963 kvæntist
Gestur Jónfnu Sigurðardóttur,
f. 27. febrúar 1934, eignuðust
þau þijú börn. 1. Hreiðar Öm f.
14.5. 1963, maki Fríða Ólöf
Ólafsdóttir, eiga þau þijú börn.
2. Svala, f. 20.4. 1967, maki
Bragi Gunnarsson, eiga þau tvö
böm. 3. Þröstur, f. 4.7. 1976,
sambýliskona Guðbjörg Jóns-
dóttir, á hann einn son með
Gunnhildi Davíðsdóttur.
Útför Gests fer fram frá Há-
teigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku pabbi. Mig langar að segja
svo margt, en kem ekki orðum að
því. Nú veit ég að þér líður vel og
þú ert frjáls eins og fuglinn. Ég
man stríðnina, glottið sem birtist í
andliti þínu, hiáturinn og gleðitárin
sem streymdu niður kinnamar.
Pabbi, ég negli naglana á þakinu
einhvem góðviðrisdag er ég veit þú
heldur við stigann. Hjartans þakk-
ir fyrir allt og allt.
Þín dóttir
Svala.
MINNINGAR
Börn þeirra: a) Rósa, f. 7.1.
1992. b) Sævar Patrekur, f. 7.5.
1998. 4) Þóra Elísabet, f. 18.6.
1971, kennaranemi. 5) Þórður,
f. 26.9. 1972, sjómaður. 6) Jens
Einar, f. 27.2. 1976 flugnemi. 7)
Jóhanna, f. 25.7. 1979, mennta-
skóianemi. 8) Gunnar Guttorm-
ur, f. 3.4. 1982 menntaskóla-
nemi.
Anna Jóna útskrifaðist frá
Kvennaskólanum í Reykjavík
árið 1956. Hún starfaði við af-
greiðslustörf í Feldinum í
Reykjavík uns hún hóf nám við
Hjúkrunarskólann í Reykjavík
en þaðan útskrifaðist hún árið
1961. Anna Jóna stundaði
hjúkmnarstörf ýmist á Barna-
deild Sjúkrahúss Akureyrar og
Lyflækningadeild Landspítal-
ans á ámnum 1961-1966. Eftir
það átti heimilið hug hennar
þar til hún hóf störf aftur sem
hjúkranarfræðingur árið 1995.
Síðustu árin starfaði hún á
deild L-4 á Landakotsspítala
sem aðstoðardeildarstjóri.
Útför Önnu Jónu verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
tækjum Finnboga sem endaði með
því að þau hjón misstu bókstaflega
allt sem þau áttu. í janúar 1993 urðu
þau að yfirgefa heimili sitt. Nokkrum
dögum síðar greindist Finnbogi með
krabbamein á háu stigi og lést 8.
febrúar sama ár en Anna Jóna lét
ekki bugast og sýndi á eftirminnileg-
an hátt hvað í henni bjó. Henni tókst
með dugnaði að koma sér og bömum
sínum upp nýju heimili. Hún stóð
sem klettur í þessari raun, skýldi
bömum sínum ungum og annaðist
aldraða móður. Anna Jóna fór aftur
út á vinnumarkaðinn og tók hún til
við sitt gamla starf. Síðast vann hún
sem deildarhjúkrunarfræðingur á
Landakoti. í desember 1997 kom
reiðarslagið, þá veiktist hún sjálf af
krabbameini og gekkst undir erfiðan
uppskurð, en ekki tókst að komast
fyrir meinið. Þá fór hún aftur til
starfa og bæði í vinnunni og heima
fyrir sýndi hún fágætt hugrekki og
þrautseigju. Á þessu erfiða tímabili
kom enn betur í ljós hvílík hetja hún
var.
Anna Jóna var mjög smekkleg,
hafði gaman af fallegum hlutum og
hafði yndi af tónlist. Hún var ætíð
full áhuga og hafði sífellt á prjónun-
um áform um framtíðina sem mörg
snertu böm hennar. Hún átti svo
margt ógert.
Á síðustu árum urðum við Anna
Jóna nánar vinkonur og áttum
margar góðar stundir saman. Ég
mun sakna hennar mikið.
Ósk Önnu Jónu var að fá að vera
heima þangað til yfir lauk og með
ómetanlegri aðstoð frá Heimahlynn-
ingu Krabbameinsfélagsins var
henni gert það mögulegt. Ég fylgd-
ist með aðdáun með mágkonu minni
og börnum hennar þetta erfiða loka-
tímabil. Það var hjartnæmt að verða
vitni að því hve vel bömin önnuðust
móður sína og sjá hve náin fjölskyld-
an var. Anna Jóna lést á heimili sínu
bókstaflega í faðmi bama sinna.
Ég geymi í huga mér minningu
mágkonu minnar og bið guð að
styrkja böm hennar, barnaböm og
aðra ástvini.
María Kjeld.
Fólk virðir fyrir sér og dáist að
sólarlagi, sólaruppkomu; blessar
nýtt líf er fæðist en staldrar við og
syrgir sárt er dauðinn knýr á.
Elsku Anna mín, þá hefur þú
kvatt þennan heim eftir erfið veik-
indi og hetjulega baráttu. Mig lang-
ar að kveðja þig með örfáum orð-
um, Anna mín. I þínum augum var
ég litla systir Eddu eða litla stelpan
á Skarphéðinsgötunni. Leiðir okkar
lágu svo saman á Landakoti, þar
sem við unnum saman. Ég verð að
segja alveg eins og er, að mér
fannst þú „öðmvísi hjúkka“ þar
sem þín sterka trú kom svo oft
Elsku afi minn, nú er Guð búinn
að taka þig frá okkur og vitum við
að þú ert kominn á góðan stað þar
sem ekki er hægt að sjá þig, en veit
ég að þú ert alltaf hjá mér. Ástar-
þakkir fyrir allar góðu stundimar
sem við áttum saman. Stundum sát-
um við og púsluðum. Ég vil þakka
þér, elsku afi minn, fyrir púslið,
púslið sem ég gaf þér og þú púslað-
ir. Mér fannst yndislegt að þú hafir
klárað að púsla myndina og að það
mátti ekki taka hana niður fyrr en
ég væri búin að sjá hana. Þótt ég
hafi ekki séð hana á meðan þú varst
hjá okkur þá er ég nú búin að sjá
hana og ætla ég að fá að geyma
hana fyrir þig.
Það mun ávallt lifa yndisleg
minning um þig í hjarta mér. Elsku
afi, þú varst einn af englum þessa
heims og ég mun alltaf sakna þín.
Megi minning um góðan mann
styrkja okkur öll og styðja.
Hvíl þú í friði, afi minn.
Þín
Eva Dögg.
Elsku afi minn.
Það vora þung spor frá símanum
sunnudaginn 2. maí þegar mér bár-
ust þau sorglegu tíðindi að þú værir
dáinn.
Á svona stundu er margt sem
maður hugsar. Ég man alltaf
hversu gaman það var að koma til
þín upp í Ljósheima, þú fylltist
alltaf svo mikilli hamingju og gleði
þegar ég kom til þín, elsku afi
minn.
Ég man hversu gaman þér þótti
að sýna mér fuglabókina þína og
landakortið þitt og þú varst að út-
skýra fyrir mér ýmsa staði sem þú
hafðir komið á og skoðað.
Það er mér mjög minnistætt
hversu fast þú hélst í höndina á
mér, kreistir og straukst til að tjá
tilfinningar þínar. Ég man líka
hversu erfitt það var fyrir þig að
sleppa af mér hendinni þegar það
var komið að kveðjustund. Þú varst
eins og ég, þér var illa við kveðju-
stundir.
Elsku afi minn, nú veit ég að þú
ert frjáls og getur komið og hitt mig
þegar þú vilt og talað við alla sem
þú þekkir.
Elsku afi. Minning mín um þig
mun lifa í hjarta mér að eilífu.
Ömar Öm Jónsson.
Sunnudagsmorguninn 2. maí 1999
hringir síminn rúmlega 7. Þó svo að
það sé 10 ára afmælisdagurinn hans
Davíðs Amar þá er óHklegt að
nokkur sé að hringja svo snemma til
þess að óska honum til hamingju
með afinælið, enda klukkan ekki
nema rúmlega 5 á Islandi. Ástæða
símhringingarinnar var heldur ekki
sú að senda afmæliskveðju, heldur
að tilkynna okkur að tengdafaðir
minn, Gestur, hefði dáið þá um nótt-
ina.
I þau 16 ár sem liðin era síðan ég
varð tengdadóttir Gests og Ninnu
hefur líf hans ekki verið eintómur
dans á rósum. Ekki var liðið nema
tæpt eitt ár frá því að við Hreiðar
giftumst, er Gestur veiktist og allt
hans líf tók á sig aðra mynd, eftir
sat lömuð hönd, máttfarinn fótur og
málleysi. Auðvitað þarf minna til, til
þess að kippa fótunum undan rúm-
lega fimmtugum manni en ekki var
undankomu auðið og því varð bara
að bíta á jaxlinn og halda áfram.
Flestar mínar minningar era
tengdar Gesti eftir að hann veiktist
og missti málið og hafði það eðlilega
sterk áhrif á öll samskipti hans við
annað fólk. Áður fyrr hafði hann
farið víða um land og kynnst fjölda
fólks, hafði þannig upplifað margt
og frá mörgu að segja. Þegar setið
var að spjalli í Ljósheimunum vildi
hann oft segja okkur eitthvað og
var þá notast við bendingar og
ágiskanir við „samræðumar" sem
stundum gengu upp á þann hátt en
oft reyndist okkur ómögulegt að
finna út hvað hann vildi segja og gat
það auðvitað valdið honum miklum
vonbrigðum. Hristi hann þá höfuðið
og einstöku sinnum sá maður jafn-
vel tár renna niður kinn.
Gestur þekkti landið sitt, Island,
og bar fyrir því mikla virðingu.
Hann hafði verið mikill veiðimaður
og því upplifað stórbrotna náttúra
fram og rólegheit og yfirvegun. Við
náðum vel saman í vinunni og
spjölluðum oft saman í matartímun-
um okkar. Stundum kallaðir þú mig
Gunnu, stundum Guðrúnu, það fór
svona eftir því hvað við voram að
spjalla um og alltaf var ég Gunna
þegar þú sagðir mér frá einhverju í
„gamla daga“. Mér fannst alltaf
gaman að hlusta á þig þegar þú tal-
aðir um mömmu og pabba. Eftir að
þú greindist með þennan hræðilega
sjúkdóm, reyndir þú að vinna mik-
ið, oft meira af vilja en getu og
hélst alltaf í vonina. Anna mín, þú
fórst ekki varhluta af erfiðleikum í
lífinu. Alltaf vildir þú gefa af þér,
þú gafst svo .mikið, alltaf að biðja
fyrir öðrum og láta biðja fyrir. Þeg-
ar ég sagði þér frá alvarlegum veik-
indum vinar sonar míns vildir þú
strax senda honum hjálp og láta
biðja fyrir honum. Fyrir það vil ég
þakka þér. í vinnunni vildir þú ekki
ræða mikið um veikindi þín en
sagðir við mig að þú yrðir að taka
þessu, um annað væri ekki að ræða,
en alltaf hélstu í vonina. Á vöktun-
um vorum við að spjalla stundum
um „unglingana okkar“ þegar Gutti
þinn var að koma upp á deild og
vantaði pening í bíó eða eitthvað
annað, þú hafðir stundum áhyggjur
af honum þar sem hann væri svo
ungur og hvernig hann mundi
spjara sig með skólagönguna. Anna
mín, ég veit að hann á eftir að
spjara sig og öll þín dýrmætu börn
sem era gædd slíkum mannkostum
og hlýju að orð fá ekki lýst. Þegar
ég ræddi við þig í síma nokkram
vikum fyrir andlát þitt vildir þú fá
fréttir af mér og mínum og lokaorð
þín til mín vora „Guð veri með þér“
og nú værir þú að gefa þeim „tíma“
sem vildu koma til þín. Viku fyrir
andlát þitt kom ég og gátum við þá
ekki talað saman, þá var svo mikið
dregið af þér, en englatónlist
hljómaði í herberginu þínu og
kertaljós og mikill friður var yfir
þér. Þá sá ég að „ferðalagið“ væri
landsins á áhrifaríkan hátt. Ekki
vora þeir þó margir staðimir sem
Gesti vora kærari en sumarbú-
staðaland þeirra hjóna í Miðdal,
sem eftir að vora tók og langt fram
á haust átti hug hans allan. Hvergi
naut Gestur sín eins vel og á þess-
um stað, sem hann hafði sjálfur átt
þátt í að byggja upp og móta. Hér
þekkti hann hverja þúfu og hverja
laut og var hér hverju tré valinn
staður af kostgæfni, það gróðursett
og síðan styrkt til vaxtar með þolin-
mæði og umhyggju. Alltaf var eitt-
hvað sem hægt var að gera betur og
var hann óþreytandi að rölta á milli
trjáa, með stafinn sinn, í oft ógreið-
færa landi, en það setti hann ekki
fyrir sig. Hér var hann kóngur í
sínu ríki.
Bamabömum sínum og barna-
bamabömum var Gestur góður afi
því þrátt fyrir skerta hreyfigetu og
málleysi átti Gestur auðvelt með að
umgangast böm enda tóku þau hon-
um rétt eins og hann var. Það
gladdi hann því fátt meira en að
hafa afabömin sín í kringum sig og
var hann óþreytandi í að hamast
með þau. Miklum tíma var eytt við
púsluspil og hafði afi alltaf tíma til
þess að vera þátttakandi í leik og
ekki þurfti að biðja hann tvisvar um
að koma í boltaleik eða einhvern
hamagang. Aldrei var langt í
nammi-dósina hans afa og komst
enginn hjá því að fá sér nokkra
mola.
Þar sem við fjölskyldan höfum
verið búsett í Þýskalandi sl. 3 ár
höfum við ekki getað verið í eins
miklum samskiptum við Gest og
Ninnu og við hefðum kosið. Því er-
um við óendanlega þakklát fyrir að
hafa eytt sl. jólum og áramótum á
Islandi með Gesti og Ninnu. Þegar
við komum grét Gestur af gleði og
kvaddi okkur aftur með tárvotar
kinnar. Er hægt að hugsa sér betri
viðtökur?
Svona var hann Gestur, tengda-
faðir minn, og þó svo að ég hefði
mátt velja, þá hefði ég ekki getað
hugsað mér neinn annan betri. Guð
blessi Ninnu, tengdamömmu mína,
og okkur öll.
Fríða Ólöf Ólafsdóttir.