Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ 100 ára afmæli skógræktar á Islandi Skógarstefna í Vala- skjálf á Egilsstöðum Vaðbrekku, Jökuldal. - í tilefni 100 ára skipulagðrar skógræktar á íslandi efndu Skógræktarfélag Austurlands, Skógrækt ríkisins, Héraðsskógar og Framfarafélag Fljótsdalshéraðs til skógarstefnu í Valaskjálf á Ejajlsstöðum 30. apríl síðastliðinn. A dagskrá skógar- stefnunnar vonj þrjú erindi tengd skógrækt á íslandi, ljóðalestur, tónlistarflutningur og söngur. Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, sem er að skrifa sögu skógræktar á Islandi flutti erindi um sögu skógræktar á öld- inni. Hann rakti söguna frá alda- mótum fram til lýðveldisstofnunar. Fyrstu sögur af skipulegri gróður- setningu á íslandi herma að danskur skipstjóri Karl Reay hafí gróðursett í reit á Þingvöllum árið 1899. Sigurður sagði að fyrstu menn til að kynna sér og nema skógrækt hafí verið þeir menn sem fóru til búnaðarnáms til Stend í Noregi að áeggjan Jóns Sigurðs- sonar forseta en við Stend mun hafa verið starfrækt skógræktar- braut. Sigurður Sigurðsson, fyrr- verandi búnaðarmálastjór, var bú- fræðingur frá Stend árið 1898 og ferðaðist um Noreg til að kynna sér skógrækt. Heimkominn beitti hann sér fyrir trjáræktarstöð á Akureyri 1899. Karl Gunnarsson, starfsmaður á Mógilsá, flutti erindi um félags- fræði úttekt á högum skógar- bænda. Fram kom í máli hans hvernig skógrækt á bújörðum bænda, Héraðsskógar, hefur verk- að á bændur á Fljótsdalshéraði. Þótt trén séu tæplega vaxin upp úr jörðinni er þegar tryggari framtíð- arsýn hjá þeim bændum sem hafa farið út í skógrækt á jörðum sínum og þær hafa þegar hækkað í verði. Jón Loftsson skógræktarstjóri flutti erindi um framtíðarsýn skóg- ræktar. Guðjón Sveinsson rithöf- undur flutti eigin ljóð og gerði það skörulega. Þorbjörn Rúnarsson söng lag „Eitt kvöld að vori“ eftir Þorstein Valdimarsson. Tónlistar- flutningur var í höndum Jóns Guð- mundssonar og Jóns Kr. Arnar- sonar, auk þess sem tvær ungar stúlkur spiluðu á' flautur. Kynnir var Hákon Aðalsteinsson skógar- bóndi. Sjóvarnargarð- ur á Hellissandi Hellissandi - Höskuldsá skiptir þorpinu Hellissandi í tvo meginhluta. Annar hlut- inn er Sandur eða Hjallasandur eins og hann var stundum nefndur fyrrum. Hinn hlutinn er Keflavík. I Keflavík var sjávar- bakkinn lægri en á Sandi og húsaþyrping- in stóð alveg niður undir flæðarmáli. Þar var áður einn besti útróðrarstaður Sand- ara, hin kunna Keflavíkurvör. Nú liggur Keflavíkurgata með ströndinni og var áð- ur ein aðalgata í gegnum þorpið eða allt til þess að henni var lokað um 1970. Þegar stórbrim hefur verið við strönd- ina hefur iðulega gengið bæði sjór og sjávargrjót á land í Keflavík og valdið miklum skemmdum. I vetur hefur verið hlaðinn sjóvarnar- garður með ströndinni og er nú vonandi að taki fyrir að sjór og grjót skolist þar á Iand og valdi ibúum við Keflavíkurgötu stórskaða. Bjarni Vigfússon, verktaki frá Kálfárvöllum í Staðarsveit, hefur hlaðið garðinn af mestu snilld. Er honum sér- lega sýnt um að hlaða slíka garða svo vel fari. Bjarni hefur hlaðið fjölda slíkra garða hér í Snæfellsbæ og fer orð af hvað þeir eru allir vel gerðir. Má m.a. sjá hand- bragð hans við Ólafsvíkurhöfn, Rifshöfn og með vegum hér á norðanverðu nesinu. Um þessar mundir er hann að lagfæra sjóvarnargarða neðan Ólafsbrautar í Olafsvík. SJÓVARNARGARÐURINN á Hellissandi. Morgunblaðið/ólafur Jens Sigurðsson Hætt við breytingar Utlit Stokks- eyrarkirkju látið halda sér Stokkseyri - Hætt hefúr verið við að breyta útliti Stokkseyrar- kirkju til samræmis við eldra horf vegna óánægju sóknarbarna með hugmyndirnar. Þetta var ákveðið á fjölmennum safnaðar- fundi. Mikil umræða hefur verið á Stokkseyri um fyrirhugaðar lag- færingar á ytra byrði Stokkseyr- arkirkju. Hún er klædd bárujárni sem er farið að láta á sjá. Þar sem kirkjan er ríflega aldargöm- ul leitaði sóknarnefndin eftir áliti húsfriðunarnefndar. Eftir að hafa skoðað kirkjuna lagði húsfriðun- arnefnd til að útliti hennar yrði breytt í það horf sem hún var í þegar hún var byggð árið 1884. Tillögurnar fólu í sér að í stað bárujámsins yrði kirkjan klædd með timbri og gluggum breytt. Ennfremur að ljósakross á turni yrði íjarlægður og í hans stað settur gamail járnkross sem ligg- ur á kirkjuloftinu. Einnig lagði nefndin til að útihurðin yrði end- urnýjuð til eldra horfs og múrhúð brotin af grunninum og hleðsla Qarlægð. Sóknarnefndin samþykkti að breyta klæðningu og gluggum en láta aðrar breyt ingar bíða. I framhaldinu var haldin aðalsafn- aðarfundur til að fá fram skoðan- ir sóknarbarna á tillögunum. Fram kom sterk andstaða við þær og þar sem ekki var skilyrði að fara að tillögum húsfriðunar- nefndar var ákveðið að hverfa frá öllum áformum um breyting- ar. Kirkjan verður aftur klædd bárujárni og gluggamir verða óbreyttir. Morgunblaðið/Atli Vigfusson VERÐLAUNAHAFAR fyrir úrvalsmjólk. Verðlaun fyrir úrvalsmjólk Póstdreifíngarmál í brennidepli í Borgarfjarðarsveit Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir FRÁ vinstri: Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustu- sviðs, Áskell Jónsson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs, Tryggvi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri flutningasviðs. Hinum megin við púltið em Þómnn Gestsdóttir sveitarstjóri og Ríkarð Brynjólfsson, oddviti Borgarfjarðarsveitar. Laxamýri - Verðlaunaafhending til handa þeim sem framleiddu úr- valsmjólk á samlagssvæði Kaupfé- lags Þingeyinga fór fram á aðal- fundi mjólkurstöðvarinnar nýlega. Á fundinum kom fram að þingeysk mjólk er frumulægst á landinu, enda hafa bændur lagt sig mjög fram á undanfömum ámm til þess að ná sem bestum tökum á fram- ieiðslunni er þetta varðar og júg- urbólga er minnkandi vandamál. Þá er þingeysk mjólk með hvað hæst próteinhlutfall og því í háum gæðaflokki. Kristín Halldórsdóttir fram- leiðslustjóri ávarpaði bændur og orðaði það svo að þetta væri „besta mjólk landsins“. Hún þakk- aði fyrir hönd samlagsins þessa góðu framleiðslu og sama gerði Hlífar Karlsson samlagsstjóri. Miklar breytingar em framund- an í vinnslu mjólkurafurða í hérað- inu en stofnað hefur verið nýtt hlutafélag um rekstur samlagsins í samvinnu við Kaupfélag Eyfirð- inga. Áfram verður unnin mjólk á Húsavík, en líklega verður það sérhæfðari vinnsla. íslandspósti afhentir undirskrifta- listar Reykholti - íbúar í póstumdæmi 320 Reykholti í Borgarfirði sátu fjöl- mennan, opinn fund með þremur fulltrúum Islandspósts nýlega til að fá skýra mynd af þeim breytingum sem boðaðar hafa verið í póstdreif- ingarmálum. Ákveðið hefur verið að flytja flokkun á pósti í Borgames og hefur jafnframt verið sagt upp samningi við Sæmund, sérleyfis- hafann í sveitarfélaginu um póst- flutninga. Sveitarstjórn Borgarfjarðarsveit- ar boðaði til fundarins sem haldinn var á Hótel Reykholti. Á fundi sveit- arstjóra og oddvita með forstjóra ís- landspósts var afhentur undir- skriftalisti frá íbúum svæðisins, þar sem um 170 manns mótmæltu breyt- ingunum, jafnframt var afrit sent samgönguráðherra. Þessar breyt- ingar eru_ liður í hagræðingu, sögðu fulltrúar íslandspósts, en munu ekki breyta neinu um þjónustu í sveitar- félaginu og var skýrt tekið fram að pósthúsið verði ekki lagt niður, en ótti hefur verið við að sú þróun væri hafin með þessum breytingum. Áhyggjur vegna uppsagnar samnings við sérleyfíshafa Stærsta ágreiningsmálið á fundin- um var uppsögn samnings við sér- leyfishafa. Fram kom að sökum fá- mennis bæri nauðsyn til að hafa samstarf í ýmsum málum og að sam- eining póstflutnings og áætlunar- ferða hafi verið farsæl. Ef sérleyfis- hafi geti ekki haldið úti áætlunar- ferðum flesta daga vikunnar, og sinnt um leið mikilvægum vöruflutn- ingum í sveitirnar mun það hafa slæm áhrif. Þetta komi einnig illa við upp- byggingu í ferðaþjónustu í umdæm- inu og í samtali við Morgunblaðið sagði hótelstjórinn í Reykholti að hann fengi talsvert af ferðamönnum mep áætlunarferðum. Á fundinum voru málin rædd og fram komu margar ábendingar. Samþykkt var samhljóða ályktun um að hvetja Islandspóst til að hefja við- ræður við sérleyfishafann. Á fundin- um kom fram að haft verði samband við Póst- og fjarskiptastofnun og sett fram krafa um að allir íbúar fái póst sinn fimm daga vikunnar. Einnig er verið að skoða möguleika á aukinni bankaþjónustu tengdri pósthúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.