Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI STUTTFRETTIR Kynning á námi í viðskipta- og hagfræðideild HÍ KYNNING á námi vió vióskipta- og hagfræóideild Háskóla íslands veröur haldin í stofu 101 í Odda, klukkan 17:30 f dag, miðvikudaginn 12. maí. í haust veröur í fyrsta sinn boðiö upp á stutt og hagnýtt nám viö deildina, sem jafngildir 3 missera fullu námi eða 45 einingum, og lýkur meö diplom-prófgráöu. Fimm námsleiðir aö diplom-prófi eru í boöi og eru þær hagfræöi, markaös- og útflutningsfræöi, rekstur fyrirtækja og tölvunotkun, rekstrarstjórnun, og viöskiptatungumál. Einnig verður á námskynningunni fjallaö um nám til BA-, BS-, Cand. Oecon. og MS-prófs við deildina og þessir kostir bornir saman. Allir sem hyggja á nám í viðskiptafræöi eöa hagfræöi eru boðnir velkomnir á kynninguna. Akvörðun forvalsnefndar um varnarliðsflutninga Þrjár ástæður fyrir vanhæfi Atlantsskipa ATLANTSSKIPUM ehf. var hafnað í forvali fyrir íslensk- an hluta útboðs varnarliðsflutninga, sem haldið var af for- valsnefnd utanríkisráðuneytisins, vegna þess að skipafélag- ið þótti ekki uppfylla kröfur um varaflutningsgetu, íslenskt eignarhald, fjárhagslegt bolmagn og reynslu. Þetta kemur fram í fundargerð 32. fundar forvalsnefndar þar sem Atl- antsskipum var synjað um þátttöku í væntanlegu útboði vegna varnarliðsflutninga. Á sama fundi var komist að nið- urstöðu um að Eimskip hf. og Samskip hf. uppfylltu skil- yrði sem sett væru skipafélögum sem hygðust bjóða í varn- arliðsflutninga. Forvalsnefnd tjáði sig ekki um það í svari til Morgun- blaðsins, hvort líklegt væri að Samskip og Eimskip myndu keppa með eðlilegum hætti um íslenska hluta varnarliðs- flutninganna vegna samstarfs skipafélaganna um siglingar á leiðinni milli íslands og Norður-Ameríku, sem komið hef- ur til kasta samkeppnisyfirvalda. OZ og Ericsson kynna nýjan samskiptahugbúnað Bilið milli símkerfa og Netsins brúað HUGBUNAÐARFYRIRTÆKIÐ OZ hefur í samstarfi við sænska stórfyrirtækið Ericsson hannað nýjan og fjölhæfan búnað sem ein- faldar mjög rafræn samskipti. Nefnist hann iPulse og var kynnt- ur á tölvusýningunni NetWorld -Flnterop 99 í Las Vegas í gær. Haft er eftir Skúla Mogensen, forstjóra OZ, í tilkynningu frá Ericsson, að öryggi, stækkunar- möguleikar og auðveld notkun iPulse muni gera búnaðinn að grundvallaratriði í sameiginlegri hugmynd fyrirtækjanna tveggja að notendabúnaði fyrir Netið. Nýjungin felst í því að bilið milli hefðbundinna símakerfa, farsíma- kerfa og Netsins er brúað og segir í fréttatilkynningu frá OZ að hug- búnaðurinn hafi vakið mikla at- hygli enda sé hann sá fyrsti sinnar tegundar sem kynntur sé í heim- inum. Notendur eiga með iPulse að geta haft samskipti hvort sem þeir eru með einkatölvu, síma, boðtæki, handtölvu eða farsíma við hendina ef þeir skilgreina með hvaða hætti þeir vilji láta ná í sig. Á næstu mánuðum verða gerð- ' ft VoiceChat 6 A„0SendPage - ft Ma' ar almennar prófanir á búnaðin- um í samstarfi við ýmis símafyrir- tæki víða um heim og hann verður kynntur á fleiri sýningum. OZ hyggst bjóða netútgáfu af honum frítt á heimasíðu sinni. Ericsson er einn af stærstu birgjum símafyrirtækja í heimin- um og sér um að markaðssetja miðlarahluta hugbúnaðarins. Markhópurinn verði þá að sögn Birgis Rafns Þráinssonar, fram- kvæmdastjóra hugbúnaðarsviðs hjá OZ, stór símafyrirtæki er gegni hlutverki miðlara en geti síðan ákveðið hvemig þau verð- leggja þjónustuna við biðlarana. Líkja megi væntanlegri iPulse- þjónustu við GSM-þjónustu sem ýmis fyrirtæki veiti. Samkeppni við stórfyrirtæki „Grunnvinna við búnaðinn hef- ur verið unnin hjá okkur í OZ í nokkur ár,“ segir Birgir. „En iPulse byggist á samstarfí sem við höfum átt við Ericsson. Segja má að það hafi verið í ársbyrjun 1998 sem við byrjuðum á þessu tiltekna kerfi. Það er samkeppni á þessu sviði, einkum við stóru fyrirtækin eins og AmericaOnline en við segjum að þetta sé fyrsti búnaðurinn sinn- ar tegnundar. Þá eigum við við að enginn hafi gert þetta með ná- kvæmlega sama hætti og við, það er að hafa alla þessa samskipta- tækni í einu kerfi.“ Ársfundur Ársfundur Lífeyrissjóðsins Lífiðnar 1999 verður haldinn miðvikudaginn 19. maí 1999 kl: 17:00 í Skála á Hótel Sögu, Hagatorgi. Dagskrá: Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins Önnur mál löglega upp borin. Aðildarfélögum sjóðsins hefur verið send fundaboð og eru þau beðin að tilkynna skrifstofu sjóðsins fyrir 18. maí n.k. hverjir verða fulltrúar þeirra á fundinum. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með tillögu og málfrelsi. Hllögur til breytinga á samþykktum liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og geta þeir sjóðfélagar sem áhuga hafa á að kynna sér þær fyrir fundinn fengið þær á skrifstofu sjóðsins eða sendar í pósti. ■-aa ® f . * Reykjavík, 10. maí 1999. Stjóm Lífeyrissjóðsins Lífiðnar LÍFEYRISSJÓÐURINN Háaleitisbraut 68 ■ 103 Reykjavík Sími: 568 1438 ■ Fax: 568 1413 Forvalið var haldið af utanríkis- ráðuneytinu á grundvelli reglugerðar 227/1995 um Umsýslustofnun varn- armála, segir í svari forvalsnefhdar utanríkisráðuneytisins við fyrirspum Morgunblaðsins. „Niðurstaða for- valsins hefur verið kynnt flutninga- deild bandaríska hersins. Viðbrögð hafa ekki borist enda er ekki venjan að sérstök viðbrögð komi við niður- stöðum forvalsnefndar um hvaða fyr- irtæki teljist hæf til að taka að sér ákveðin verk á vegum vamarliðsins,“ segir í svari forvalsnefndar. Efast um ísíenskt eignarhald Atlantsskipa Þrjú meginatriði leiddu til þess að forvalsnefnd taldi Atlantsskip ekki uppfylla skilyrði til að taka þátt í út- boði varnarliðsflutninga, sem kemur fram í fundargerð. Forvalsnefnd taldi að ekki væri séð að skipafélagið hefði næga vara- flutningsgetu ef nauðsyn kræfi né nægilegt bolmagn til að bregðast við ófyrirséðum áfóllum í flutningum, er tryggt gæti sjóflutninga til Islands, sem væri mikilvægur þáttur í öryggi landsins. I fundargerð kemur fram að að- eins 1% hlutafjár Atlantsskipa ehf., eða 5000 krónur, sé í eigu íslensks ríkisborgara sem búsettur er á Is- landi. 49% séu í eigu íslensks ríkis- borgara sem býr í Bandaríkjunum og 50% hlutafjár sé í eigu bandarísks aðila, Brandon C. Rose. Enn fremur er bent á að á Atlantsskipum ehf. hvíli 31 miHjóna króna víkjandi lán, og telur forvalsnefnd að hið víkjandi lán sé ígildi hlutafjár, en í engu hafi verið gerð grein fyrir tengslum kröfuhafa við Island. Loks er litið til þess að fjárhags- staða Atlantsskipa sé veik. Fyrirtæk- ið hafi verið rekið með 10% halla á fyrsta starfsári sínu 1998, þegar velta hafi numið 35 milljónum króna. Einnig segir í fundargerð að fyrir- tækið hafi eðli málsins samkvæmt mjög stutta reynslu af flutningum, og sama máli gegni um starfsfólk að undanskildum framkvæmdastjóra. „Það er mat forvalsnefndar, byggt á því sem að framan greinir, að Atl- antsskip ehf. hafi ekki þá fjárhags- stöðu, reynslu, varaflutningsgetu og tengsl við Island sem nauðsynleg eru til að inna af hendi sjóflutninga fyrir Vamariiðið með fullnægjandi hætti og til að markmið samningsins [um sjóflutninga innsk. blm.] frá 1986 ná- Fjallað um lækkandi gengi krónunnar í Morgunkorni FBA Spákaupmenn nýta sér vaxtamun í lántökum KRÓNAN hefur veikst um tæp 0,8% á einni viku og frá 1. apríl hef- ur krónan veikst um 1,4. Á mánu- dag fór gengisvísitala krónunnar hæst í 114,86 en endaði í 114,71, að því er fram kom í Morgunkorni FBA í gær. Þar kemur fram að helst megi rekja slíka veikingu til hreyfinga spákaupmanna. Spákaupmenn hafa að undanfórnu nýtt sér mik- inn vaxtamun milli Islands og ann- arra landa með því að taka lán í er- lendum myntum, skipta þeim í krónur og ávaxta féð hér. Hefur þetta komið í veg fyrir enn meiri lækkun á gengi krónunnar en orðið hefur en þess er getið í Morgun- korninu að ef slíkir fjárfestar ann- að hvort loki sínum samningum eða haldi að sér höndum í einhvern tíma megi búast við að krónan gefi eftir. „Þær vangaveltur hafa heyrst hvort fjárfestar ættu núna að taka lán í íslenskum krónum og skipta yfir í erlendar myntir, þ.e. kaupa visitöluna framvirkt. Við teljum óráðlegt að fara inn í slíka samn- inga því þá er viðkomandi að borga með vaxtamuninum og til að tapa ekld á slíkum samningi þarf vísi- tala krónunnar að fara nokkuð yfir 119 til eins árs litið,“ að því er fram kemur í Morgunkomi FBA. Það er mat FBA að ólíklegt sé í ljósi reynslunnar að vísitala krón- unnar þróist á þennan veg og er bent á að frá 1993 hafi vísitalan hæst farið í 116,83. í Morgunkomi FBA segir ennfremur að lækkandi gengi krónunnar að undanfömu hljóti að vera áhyggjuefni fyrir Seðlabanka íslands vegna aukinn- ar verðbólgu sem sú þróun kunni að hafa í för með sér. ist. Það geti því ekki talist íslenskt skipafélag í skilningi samningsins," segir í fundargerð forvalsnefndar. Tekist á um samkeppnismál Eimskip og Samskip hafa síðan í upphafi árs 1997 haft með sér sam- starf, sem fól í sér að Samskip keypti fragt af Eimskipi undir 80% flutn- inga sinna á siglingaleiðinni milli Is- lands og Norður-Ameríku, en Samskip hafði hætt siglingum á leið- inni. Samkeppnisráð kvað upp úr- skurð 28. ágúst 1997 um að sam- starfið væri í andstöðu við sam- keppnislög, en veitti því hinsvegar undanþágu á grundvelli þess að það leiddi til hagkvæmari nýtingar fram- leiðsluþátta samfélagsins. Forvalsnefnd tjáði sig ekki um þá spumingu hvort tryggt væri að eðli- lega yrði keppt um vamarliðsflutn- ingana, en um þetta mál var tekist af töluverðri hörku. Þannig hafa for- ráðamenn Atlantsskipa ehf. látið þýða gögn um samstarf Eimskips og Samskipa og um úrskurð samkeppn- isráðs á Islandi, og sent það tií at- hugunar í bandaríska dómsmála- ráðuneytinu. Telja forráðamenn Atl- antsskipa og lögmaður þeirra að samstarííð sé í andstöðu við banda- rísk samkeppnislög, svokölluð Sherman-lög, og telja að málið geti leitt til hárra fjársekta ef ekki meira, fyrir skipafélögin Eimskip hf. og Samskip hf. Möguleg málalok Samkvæmt samningi um fyrir- komulag útboðs varnarliðsflutninga milli Islands og Bandaríkjanna, mun það skipafélag sem lægst býður í flutningana hljóta samning um allt að 65% flutninganna, en sá aðili í hinu landinu sem lægst býður þar mun fá afganginn. Samkvæmt því er ekki útilokað að Transatlantic Lines LLC, sem er hið bandaríska systurfélag Atlantsskipa ehf. og hefur nýtt sama skip til flutn- inganna þann tíma sem félögin hafa flutt sjófragt fyrir varnarliðið, muni hljóta annaðhvort 65% flutninganna, og 35% þeirra myndu lenda hjá því félaganna Eimskipa og Samskipa sem lægst býður hér á landi. Hins vegar er hugsanlegt að Transatlantic Lines muni sjá um 35% flutninganna ef það er lægstbjóðandi meðal bandarískra skipafélaga, en íslenskt félag hafi boðið lægra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.