Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Saga um andlát Þjóðsagnakennd umgjörðin um Rent birt- ist í kvernig söngleikurinn hefur á vissan hátt verið markaðssettur út á sviplegt dauðsfall höfundarins Jonathans Larsons. Eftir Hávar Sigurjónsson Leikhústónlist hefur á sér margar hliðar í dag þó skilgreina megi hefðbundið hlut- verkF hennar sem tæki til undirstrikunar andrúms- lofts og grunnhugmyndar stakra atriða eða þátta. I leikhúsinu hafa verið gerðar ýmsar tilraunir, stundum í þá veru að tónlistin gangi beinlínis gegn hinni leiknu hugsun, skapi andstæður, eins konar díalektík sem áhorfandinn getur svo sjálfur dregið saman í eina hugsun. Leikrit með söngv- um er skilgreining á leikriti þar sem skiptist á talaður texti og sunginn. Þetta getur verið með ýmsum hætti, stundum tengjast söngvarnir beint atburðarásinni og færa hana áfram, stundum eru _________ söngvar nir eins VIÐHORF konar millispil inn í eða á milli leikinna atriða án þess að bæta neinu beinlínis við fram- vinduna; gott dæmi um slíkan söngva-leik - nokkuð fornan að vísu - er „hálf-óperan“ Arthúr Konungur eftir Purcell sem Kam- merkór Kópavogs flutti í konser- tútfærslu fyrr í þessari viku. í enskum „hálf-óperum“ 17. aldar- innar er einmitt að fínna upphaf söngleiksins eins og við þekkjum hann í dag og það er óneitanlega skemmtileg tilviljun að nær sam- tímis skuli gefast tækifæri til að kynnast einum hinna fyrstu og svo einum nýjasta stórsmellinum af Broadway, rokksöngleiknum Rent eftir Jonathan Larson. Tuttugasta öldin er á sinn hátt hvað leikhúsið varðar öld söng- leikjanna, gullöldin nær lauslega yfir tímabilið frá byrjun fjórða áratugarins og fram á þann sjö- unda. Undir lok þess áratugar kom enn eitt formið fram, rokksöngleikurinn svokallaði t.d. Hárið, Superstar og Rocky Horr- or, og fyrir utan augljósan mun á tónlistinni sjálfri og hljóðfæra- skipan, hefur rokksöngleikurinn markað sér sérstöðu að því leyti að tónlistin er rafmögnuð og söngurinn magnaður um hljóð- kerfi þó seinni tíma uppfærslur á hefðbundnum söngleikjum hafi einnig nýtt sér nútímatækni hvað það varðar. Efnislega hafa rokksöngleikirnir ekki farið í smiðju til annarra, þó einstakir efnisþættir séu kunnugir annars staðar frá. Dramatúrgískt eru þeir sannarlega eftirbátar bestu söngleikjanna sem komið hafa fram á undanförnum áratugum. Margir vinsælustu söngleikir aldarinnar byggja á sígildum verk- um, gjaman leikritum; West Side Story byggir á Rómeó og Júh'u, Kysstu mig, Kata er byggt á Skassið tamið, My Fair Lady byggir á Pygmalion (margir aðrir söngleikir byggja reyndar á sama „öskubuskuþema“ með ýmsum út- úrdúrum). Að þessu leyti má þá segja að Rent skeri sig nokkuð úr hvað efnisuppsprettu varðar en þeir eru ekki margir rokksöngleik- imir sem leita fanga í fullvaxinni óperu. Söguþráður Rent er í sem stystu máli hinn sami og í óperu Puccinis, La Bohéme, en færður til nútímans og gerist í New York ár- ið 1996 meðal eyðnismitaðra lista- manna, homma, eiturlyfjasjúklinga og klæðskiptinga þó ástæðulaust sé að draga einhver samasem- merki á milli þessara að öðra leyti. Höfundurinn Jonathan Larson er einmitt af þehri kynslóð sem varð hvað harðast fyrir barðinu á eyðn- inni, fæddur árið 1960, og horfði að sögn upp á marga vini sína og ná- granna í West Village í New York verða eyðni og eiturlyfjum að bráð. La Bohéme hefur verið sögð vinsælasta ópera heims en hún var frumflutt í Tórínó 1896, ná- kvæmlega 100 árum fyrr en Rent. Söguþráðinn í La Boheme sóttu höfundar óperutextans, Gi- acosa og Illica, í skáldsögu franska rithöfundarins Henri Murgers, Scenes de ia vie de bohéme sem getur útlagst sem Listamannalíf. Þó töluvert hafi slegið í 19. aldar rómantíkina sem birtist í óperunni La Bohéme, um fátæka listamenn sem svelta heilu hungri upp á hanabjálka í París og banamein Mímíar, saumakonunnar elskulegu, sé að sjálfsögðu tæring, þá gengur rómantíkin aftur á sérkennilegan hátt varðandi Rent. Efnislega tekur Rent vissulega annan pól í hæðina, öllu nútímalegri, þó dramatísk kúrfa La Bohéme fái áfram að njóta sín og flestar per- sónur Rent eigi sér einnig skýra fyrirmynd í La Bohéme. Þjóðsagnakennd umgjörðin um Rent birtist í hvemig söngleikur- inn hefur á vissan hátt verið markaðssettur út á sviplegt dauðsfall höfundarins Jonathans Larsons. Þar birtist athyglisvert dæmi um hvernig hægt er að matreiða hlutina; ofur venjulegt líf leikarans og tónlistarmannsins Larsons í New York er gert ein- stakt og merkilegt vegna þess að hann lést óvænt nóttina áður en söngleikurinn sló í gegn. Það skal tekið skýrt fram að banamein hans mun hafa verið meðfæddur æðasjúkdómur en hvorki eyðni né of stór skammtur eiturlyfja. Dauði Larsons gaf færi á tveimur flugum í einu höggi. Bæði hefur mikið verið úr því gert með tilheyrandi tilfinninga- semi hversu sorglegt það var að loks þegar listamaðurinn var að uppskera eins og hann hafði sáð til féll hann óvænt frá. „Glaður en þreyttur," eins og segir í leikskrá Þjóðleikhússins. Þá er einnig fólgin í þessari væmnu útlistun dapurlegra örlaga listamannsins sú yfirborðskennda hugsun að til- gangur listsköpunar sé fyrst og fremst að öðlast frægð og viður- kenningu. Kannski er það til- gangurinn og þá er ekkert fleira um málið að segja nema bæta því við að Larson hafi verið „mega- önnlökkí". Sé það ekki eini til- gangurinn þá verður manni samt fyrir að segja að Larson hafi ver- ið afskaplega óheppinn að missa af þeim möguleikum sem Rent hefði veitt honum í framhaldinu til að vinna að frekari listsköpun sæmilega áhyggjulaus. Fjárhags- lega að minnsta kosti. En kannski dó hann ánægðari en hann hefði mögulega getað orðið síðar, orðinn hundvanur frægð- inni. Svona má velta sér upp úr klisjunum á ýmsa vegu. Engu að síður hafa dapurleg ör- lög listamannsins sem stóð á þrös- kuldi frægðarinnar óneitanlega skapað dramatískari þunga en ella í kringum söngleikinn Rent. Þunga sem hann nýtur vissulega nú þegar hann kemur á fjalirnar í Loftkastalanum í boði Þjóðleik- hússins aðeins þremur áram eftir frumsýningu í New York. ÁSA PÁLSDÓTTIR + Ása Pálsdóttir fæddist á Akur- eyri 16. ágiist 1983. Hún lést 4. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Anna Margrét Péturs- dóttir, fram- kvæmdastjóri Tax Free á íslandi, fædd 9. september 1958 og Páll Sigurður Kristjánsson, vél- fræðingur, mark- aðsstjóri hjá Húsa- plasti hf., fæddur 7. september __ 1957. Foreldrar Önnu Margrétar eru Fjóla Gunnarsdóttir og Pétur Valdimarsson, tæknifræðingur frá Akureyri. Foreldrar Páls eru Ása Helgadóttir og Kristján Pálsson vélfræðingur, d. 1972. Bróðir Ásu er Kristján, fæddur 27. maí 1982, nemi í Flensborg- arskóla. Ása var að ljúka 10. bekk Öldutúnsskóla. Ása verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Ása. Okkur langar til að þakka þér fyrir þau yndislegu næstum 16 ár sem við fengum að vera með þér. Þú varst svo gefandi og yndisleg stelpa að við eigum ekki nógu mörg orð yfir allt það sem þú hefur gefið okkur. Þú elskaðir alla svo mikið og hafðir mikla þörf fyrir að tjá okkur hug þinn til okkar, því að þér fannst það svo mikilvægt að við vissum hvað þú elskaðir okkur mikið. Við getum þakkað Guði fyrir að við fengum að hafa þig í þennan tíma og það að við eigum ekkert annað en yndislegar minningar um þig og allt það sem við gerðum saman og það var ekki svo lítið. Elsku Stubba okkar, það er okk- ur huggun í þessari miklu sorg að við vitum að það var tekið vel á móti þér og að þér líður vel núna. Við biðjum góðan Guð að varð- veita þig. féll í ljúfa löð. Svo var líka spennandi að ná sér í regnhlífamar hennar ömmu í öllum litum sem passaði bara fyrir stelpur, þá gaf stóri bróðir smá gusu annað slagið með slöngunni. Já, það voru góðir dagar. Síðan yfir- gáfuð þið ömmu um tíma og fjölskyldan fór til Danmerkur þar sem mamma og pabbi voru við nám og störf, lengst af í Odense. Amma var voða hrifin þegar hún gat heimsótt ykkur í sumar- og jólafríum sínum, en afi Kristján var látinn svo hún kom ein. Amma var sérstaklega í essinu sínu þegar hún heimsótti ykkur um jól. I eitt skiptið rigndi svo mikið á gamlárskvöld í Odense að það slökknaði alltaf á blysunum okkar og þetta veður fannst nú ömmu púkó á sjálfum áramótunum, því að svona gerist ekki á íslandi. Eftir níu ára dvöl ytra fluttuð þið heim og settust að í Hafnarfirði. Fljótlega var farið að byggja nýtt hús og þá skaut amma yfir ykkur skjólshúsi um tíma uns þið fluttuð inn í nýja heimilið að Einihlíð 12. Sambandið hefur verið ljúft með fjölskyldunni og hún Ása mín hefur komið allt síðasta ár á hverjum fimmtudegi til að líta til með ömmu. Verður vandfyllt í það skarð. Svona getur lífið breytt öllu á einu augna- bliki og maður stendur varnarlaus. Elsku Ása mín, amma kom um kvöldið upp á Slysadeild og hitti sjúkrahúsprestinn, hann séra Gunn- ar Matthíasson, sem leiddi ömmu að fallega uppbúnu rúminu þar sem þú hvíldir, falleg og sofandi og amma gat strokið vanga þinn í hinsta sinn. Sofðu vært, mín væna. Sofðu vært hinn sfðsta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (V. Briem.) Mamma og pabbi. Þín elskandi amma, Ása. Kveðjuorð til elsku systur minn- ar. Hún systir mín var yndisleg manneskja og mun ég sakna hennar mjög mikið. Hún Ása mfn var mikill friðarsinni og nattúraelskandi og hún elskaði dýr. Ég er viss um að ef hún hefði lifað, þá hefði hún orðið frægur listamaður eða ljósmyndari og eytt frístundunum í að hjálpa dýram. Hinn 4. maí hrundi fullkomna veröldin mín og verður erfitt að halda áfram án þín, elsku Ása mín. Þinn bróðir Kristján. Eg er blómið, sem óx úr mold þinni, jörð hið unga blóm, sem sólskinið tók sér í fang. Ég dreifði minni gleði um þinn víðavang ó, veröld, sem áttir hjarta míns þakkargjörð. (Tómas Guðm.) Drottinn gaf og drottinn tók, er sannleikurinn og lífið. Litla stúlkan mín og elsku bamabarnið mitt hún Ása er látin, aðeins 15 ára að aldri, hún sem alltaf hafði verið heilbrigð og frísk. Margar minningarnar rifj- ast upp um þessa litlu elsku stúlku og stóra bróður hennar, Kristján, sem voru svo samrýmd. Bömin hafa alltaf verið umvafin af ást og kær- leika foreldra sinna, Önnu Margréti og Páli, enda voru bömin þeim til sóma. Þau bjuggu fyrstu hjúskapar- ár sín á Akureyri og margar minn- ingar rifjast upp þegar systkinin vora lítil við leik í garðinum í Helgamagrastrætinu, svo sem eins og þegar amma var að leyfa þeim að vökva garðinn sinn með stóra garðslöngunni. Þá var nú stundum erfitt að ákveða hvor fengi að byrja en stóra bróður fannst það frekar sitt verk, svo litla systir gat bara haft garðkönnuna á meðan og allt Hinn 4. maí barst okkur sú mikla harmafregn að barnabamið okkar, Ása Pálsdóttir, væri dáin, hún hefði farist í bílslysi þennan dag. Ása var mjög listfeng í sér og smíðaði fagra muni úr málmum og tré, en til þess að hlutimir væra í réttu hlutfalli og samræmi við hugmyndirnar sem hún hafði, þá teiknaði hún þá alla áður en smíði hófst, jafnframt mál- aði hún fagrar myndir. Mannkær- leika og jafnréttistilfinningar Ásu voru svo sterkar og miklar að við sem þekktum hana væntum mikils af henni í breytingum til betra lífs þegar hennar starf færi að njóta sín í þágu almennings. Jafnréttistilfinn- ing hennar var svo mikil að ekki mátti kenna fólk við litarhátt né sérkenni vegna þess að þá var verið að tala niður til viðkomandi í stað þess að gæta jafnræðis fólks hvort sem verið var að ræða um eða við viðkomandi og hver sem litarhátt- urinn eða sérkennin voru. í djúpi sálarinnar ræddi hún um trúmál og sköpunarverkið við þá sem voru henni nánir, sú umræða fór fram af svo mikilli fróðleiksfýsn en jafn- framt af mikilli innsýn sem þeir ein- ir gera sem eiga þroskaða sál. Elsku Ása, söknuður okkar allra yf- ir því að fá ekki að njóta lengri sam- vista við þig í þessu jarðlífi er svo mikill að því verður ekki með orðum lýst. Elsku Anna Magga, Palli og Kri- stján við biðjum almáttugan Guð föður, skapara himins og jarðar að stiðja ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Elsku Ásu kveðjum við með orð- unum, „Guð varðveiti þig og ástar- þakkir fyrir allt sem þú hefur gefið okkur“. Amma og afi. Þegar við vöknum að morgni dags órar okkur ekki fyrir því hvað dagurinn ber í skauti sér. Einhvern veginn geram við ráð fyrir því að börnin okkar fái að fylgja okkur í gegnum lífíð, og að við séum ekki að kveðjast hinstu kveðju í hvert skipti sem við kveðjumst. Ása var vön að kveðja mömmu sína með kossi á hverjum morgni áður en hún fór í skólann, og mamma hennar var vön að óska henni góðs dags. En þennan morgun var Ása óvenju sein og kveðjan fórst fyrir hjá þeim mæðg- um. Lífið er stundum ósanngjaynt finnst okkur, og við sem áttum Ásu að trúum því vart að þetta sé raun- veruleikinn. Lífið .virtist brosa á móti fjölskyldunni um þessar mund- ir. Eftir að hafa búið í Danmörku í mörg ár kom fjölskyldan heim. Hafnafjörður heillaði, kannski ekki svo ólíkur Akureyri. í Stekkjar- hvammi bjó fjölskyldan í þrjú ár áð- ur en var ráðist í að byggja að Eini- hlíð 12. Það kom okkur frændfólki og vinum ekki á óvart að þau vora flutt inn 10 mánuðum eftir að fram- kvæmdir hófust. En þó svo að mikið hafi verið um að vera hjá þeim und- anfarið þá hugsuðu þau alltaf vel hvert um annað. Það var til dæmis til siðs hjá fjölskyldunni að kvöld- máltíðin var heilög stund, þá var bannað að tala í síma eða láta trafla með öðrum hætti. Þessi tími var notaður til að ræða saman um lífið og tilverana. Ása frænka mín var einstakur persónuleiki, hún var hæg og róleg og elskaði að hafa það notalegt, var mikið fyrir það að „hugga“ sig eins við segjum, kveikja á kertum og hlusta á tónlist. Hún naut þess að vera heima í faðmi fjöl- skyldunnar þar sem mannkostir hennar voru í hávegum hafðir. Þetta var stúlka sem hægt var að treysta. Ása og Kristján voru ein- staklega samrýmd systkin enda ekki nema eitt ár á milli þeirra og þeirra samvistir einkenndust af vin- skap og væntumþykju gagnvart hvort öðru. Dýr og listir spiluðu stórt hlut- verk í lífi Ásu, hún elskaði allt sem var loðið. Það var því mikið fagnað- arefni fyrir hana þegar tíkin sem bjó á móti eignaðist hvolpa. Ása var þar daglegur gestur og lét sér mjög annt um litlu ferfætlingana. Einu sinni korn ég í heimsókn í Einihlíð- ina og Ása vildi sýna mér nýju ná- grannana sína, hvolpana. Fyrsta sem ég hafði áhuga á var hvaða teg- und þeir væru. En hún frænka mín lét mig vita að það væri ekki teg- undin sem skipti máli heldur karakterinn í dýrinu og þessir hvolpar vora einstakir hvað það varðaði, og þá vissi ég það. Frænka mín ætlaði sér stóra hluti í framtíð- inni hún hugðist sækja um í fram- haldskóla þar sem listabraut var í boði. Eftir Ásu liggja margir list- rænir hlutir sem verða nú að mikl- umverðmætum. Á svona stundu fer maður að hugsa hvort okkur sé ætlað að eiga mislanga ævi og oft er sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Ef það er svo þá er það okkur sem eftir lifum mikilsvert að eiga góðar minningar um þann sem kveður. Ása skilur eftir sig góðar minningar og veit ég að það hjálpar foreldrum, ættingjum og vinum. Þegar slys eins og þetta gerist eru margir sem eiga um sárt að binda. Mannkostir Ónnu og Palla lýstu sér best þegar á fyrstu stundu eftir slysið, báðu þau sjúkrahús- prestinn að hlúa vel að þeim sem upplifðu slysið, þeim mætti ekki gleyma. Ása erfði þessa mannkosti hún var málsvari lítilmagnans og hafði mikla samúð með þeim sem minna máttu sín og áttu um sárt að binda. Elsku Ása frænka, við erum stolt af því að hafa átt þig að. Palli minn, Anna og Kristján. Orð mega sín lítils á svona stundu, en ég veit að góður guð mun leiða ykkur áfram veginn. Við fjölskyldan mun- um halda utan um ykkur. Helga frænka og fjölskylda. Mér varð svo mikið um, að ég heyrði ekki niðurlag þess sem hún systir mín sagði er hún hringdi og sagði að bróðurdóttir okkar hefði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.