Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR > Ei^ið fé Islenskra sjávarafurða hefur minnkað um 1,2 milljarða kr. á tveimur árum 1 1 I k r f „ Lall 1 ^ «HSUIU.T_vUís=' 1 IsíWMilkt V Morgunblaðið/Árni Sæberg .. , HUSNÆÐI Þróunarseturs ÍS á Kirkjusandi verður selt. VORUHUS IS við Holtabakka er til sölu ásamt rekstrarvörulager. V erksmiðj urnar verða að skila arði heim Nýr forstjóri Islenskra sjávarafurða gerir ákveðnar arðsemis- kröfur til dótturfélaganna erlendis. Segir að fyrirtækið í Banda- ríkjunum verði að skila 80 milljónum kr. heim á ári og fyrirtækið í Frakklandi 100 milljónum til að réttlæta fjárfestinguna. Eigið fé IS hefur minnkað Morgunblaðið/Porkell FINNBOGI Jónsson, forstjóri ÍS, er farinn að láta til sín taka í rekstri félagsins. VEGNA taprekstrar dóttur- félaga í Frakklandi og þó aðallega í Bandaríkjunum hefur eigið fé íslenskra sjávarafurða hf. (IS) minnkað um tæplega 1,2 milljarða króna á tveim- ur árum, þrátt fyrir að selt hafi verið hlutafé fyrir 340 milljónir kr. á síð- asta ári. Nýr forstjóri IS, Finnbogi Jónsson sem áður var framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar hf. í Nes- kaupstað, hefur nú kynnt breytingar á rekstri og skipulagi fyrirtækisins. Hann leggur mikla áherslu á að fjárfestingar ÍS erlendis skili góðum arði. Vekur athygli á því að vegna breyttra aðstæðna í fisksölumálum sé meginhlutverk fjárfestingarinnar nú að skila arði aftur til Islands. Þannig hafi verið lagðar um 700 milljónir i hlutabréfakaup og hluta- fjáraukningu í Iceland Seafood Corp. í Bandaríkjunum og þurfi sú fjár- festing að skila að minnsta kosti 80 milljónum kr. í arð á ári. Með sama hætti þurfi Gelmer-Iceland Seafood í Frakklandi að skila 100 milljónum kr. í arð á ári til að réttlæta 900 milljóna kr. hlutafjárkaup og hluta- fjáraukningu í því fyrirtæki. Helstu breytingamar sem Finn- bogi boðar eru að leggja niður Vöru- hús og Þróunarsetur IS og sinna þeim hluta starfsemi þessara deilda sem talin er nauðsynleg á annan og ódýrari hátt. Akveðið hefur verið að leita samstarfsaðila um rekstur fisk- réttaverksmiðjanna í Bandaríkjun- um og Frakklandi til að auka nýt- ingu þeirra og gera þær arðbærar. Ekki eru hafnar viðræður við neina aðila en Finnbogi vonast til að málið skýrist á árinu. Loks er unnið að breytingum á skipuriti sem nú þegar hafa haft í för með sér breytingar á æðstu stjóm fyrirtækisins. Aukin samkeppni í sölu á rekstrarvörum Húsnæði Vöruhúss ÍS við Holta- bakka og Þróunarseturs ÍS á Kirkju- sandi hefur verið auglýst til sölu og miðað við stærð húsnæðisins og op- inbert mat má áætla að fyrir eignirn- ar fáist á fjórða hundrað milljónir kr. Rekstur Vöruhússins er tvískipt- ur. Af rekstrarvörulager em seldar ýmsar vörur til frystihúsa og frysti- togara sem framleiða fiskafurðir fyr- ir Islenskar sjávarafurðir. Af um- búðalager era afgreiddar umbúðir til framleiðendanna. í þeirri ákvörðun að hætta rekstri vörahúss felst að ÍS hættir sölu almennra rekstrarvara en leitað verður tilboða í geymslu og afgreiðslu umbúða. Finnbogi Jónsson segir að rekstr- arvörusalan hafi áður skilað góðum hagnaði en litlu skilað undanfarin tvö ár. Fleiri fyrirtæki hafi verið að hasla sér völl á þessu sviði og sam- keppni aukist. „Eg tel að okkar sérþekking eigi ekki að liggja á þessu sviði. Mörg fyrirtæki hafa það sem aðalverkefni að selja vörar af þessu tagi,“ segir Finnbogi. Hann segir að auk húsnæðisins eigi ÍS töluverðar birgðir af rekstrarvöram og telur æskilegt að selja þær með. Það gæti til dæmis verið áhugavert fyrir aðila sem þegar er í þessum viðskiptum að kaupa húsnæðið og/eða lagerinn og reyna að tryggja sér áframhaldandi viðskipti núverandi viðskiptamanna Vörahússins. Á umbúðalagemum era umbúðir um 1,2 milljarða kr. á tveimur árum en Finnboffl Jónsson trúir því að fyrir- tækið nái að vinna sig út úr erfíðleikun- um. Helgi Bjarna- son kynnti sér breytingarnar og forsendur þeirra. utan um fiskafurðir sem ÍS selur, að hluta til með vöramerki ÍS. íslensk- ar sjávarafurðir sjá um að láta fram- leiða umbúðimar og afgreiðir þær til frystihúsa og frystitogara. Finnbogi segir að þær verði að uppfylla gæða- kröfur IS og markaðarins og þurfi auk þess að fást á hagstæðasta verði. ÍS muni halda áfram að útvega fram- leiðendum sínum umbúðir en ekki liggi enn fyrir með hvaða hætti það verði gert. Akveðið hefur verið að leita tilboða í geymslu og afgreiðslu umbúða, meðal annars hjá umbúða- framleiðendum, og reynt að lág- marka eigin birgðir IS. Tilraunavinnslu hætt í Þróunarsetri IS á Kirkjusandi hefur verið rekin tilraunavinnsla fyr- ir smápakkningar, lítið frystihús sem þurft hefur að standast ströngustu kröfur verslanakeðja _ í viðskiptalöndunum. ÍS hefur ákveðið að hætta tilraunavinnslunni enda segir Finn- bogi að slíkar vinnslulínur séu nú komnar í nokkur frystihús og unnt að gera tilraunir í samvinnu við framleiðendur. Annað þróunarstarf sem verið hefur í Þróunarsetri ÍS verður unnið frá aðalskrifstofum ÍS við Sigtún, í samvinnu við framleið- endur og sölufyrirtæki ÍS erlendis. Fram kom þegar breytingarnar voru kynntar, meðal annars sala á húsnæði Þróunarseturs, að þróunar- starf á vegum fyrirtækisins yrði eflt og mörkuð heildstæð þróunarstefna. Aðspurður segir Finnbogi að ekki þurfi að felast mótsögn í þessum yf- irlýsingum en áherslur breytist óhjá- kvæmilega. Nefnir hann sem dæmi að tilraunavinnslan hafi á sínum tíma verið fyrirtækinu mikilvæg en hún hafi engu skilað sem heitið geti síð- ustu árin. Þróunarstarf hafi hins vegar aukist annars staðar í sam- stæðunni. Sem dæmi nefnir hann að nýjar afurðir sem Gelmer-Iceland Seafood í Frakklandi kynnti á sjáv- arútvegssýningunni í Brassel hafi vakið athygli og segir að miklar von- ir séu bundnar við þær. „í fyrirtæki sem þessu er öflugt þróunarstarf grandvallaratriði. En það verður að vera markvisst, þannig að Ijóst sé hver njóti ávinnings þess og hver greiði kostnaðinn á hverjum tíma.“ 50% nýting á verksmiðjunni vestra íslenskar sjávarafurðir reka tvær fiskréttaverksmiðjur erlendis, Iceland Seafood Corporation í Newport News í Virginíu í Banda- ríkjunum og Gelmer-Iceland Seafood S.A. í Boulogne-sur-Mer í Frakklandi. Báðar verksmiðjumar hafa verið reknar með tapi undanfar- in tvö ár og mikill hallarekstur verk- smiðjunnar í Bandaríkjunum er meginástæðan fyrir því hve illa er komið fyrir samstæðu íslenskra sjávarafurða hf. Báðar verksmiðjumar era van- nýttar og hafa stjórnendur IS ákveð- ið að kanna möguleika á að fá önnur fyrirtæki til samstarfs um rekstur- inn með það að markmiði að efla starfsemi þeirra en draga um leið úr áhættu. Finnbogi segir að allir möguleikar verði skoðaðir í þessu sambandi og tekur fram að ekki sé víst að sami aðilinn komi að báðum dótturfyrirtækjunum erlendis. ÍS byggði nýja verksmiðju í Newport News og lenti í miklum erf- iðleikum með rekstur hennar. Stjórnendur fyrirtækisins hafa sagt að byrjunarerfiðleikarnir séu að baki og tekist hafi að ná upp þeim afköst- um sem reiknað var með í upphafi. Enn er verksmiðjan illa nýtt eða einungis um 50% af framleiðslugetu hennar og segir Finnbogi að meg- inverkefnið sé að afla verkefna til þess að unnt verði að auka framleiðsl- una. Ef það tækist yrði verksmiðjan í tiltölulega góðum málum. Hann segir að stjórnendur fyrirtækisins séu að leita að samstarfsaðila sem hefði þörf fyrii’ framleiðslu verk- smiðjunnar með einhverjum hætti og kæmi jafnframt inn í fyrirtækið sem eignaraðili. Einnig kæmi til greina að sameina verksmiðjuna öðr- um og mynda þannig öflugri heild og sterkari stöðu á markaðnum. „Þetta er að mínu mati lykillinn að því að fá hagnað út úr þessum rekstri. Margir aðilar framleiða hliðstæðar afurðh- og samkeppnin er tiltölulega mikil. Hagnaður hefur verið lítill af þessum fyrirtækjum, sem hlutfall af veltu, og ég á ekki von á því að á því verði mikil breyting nema hagræðing verði aukin með stækkun eininga og aukinni markaðshlutdeild," segir Finnbogi. Tilgangurinn að fá góðan arð Hann rifjar það upp að bæði stóru sölusamtökin, SH og ÍS, hafi í upp- hafi byggt verksmiðjur sínar erlendis í þeim tilgangi að ná lengra inn á markaðinn með íslenskan fisk. Það hafi tekist og verksmiðjumar skilað íslenskum framleiðendum hærra verði en framleiðendur í öðrum lönd- um hafi átt kost á. Framleiðsla á verksmiðjuframleiddum afurðum og endursala dótturfyrirtækjanna á flökum hafi síðan stutt hvort annað og geri kannski enn. Hins vegar hafí aðstæður breyst að því leyti að mjög lítill hluti af hráefni verksmiðjanna komi nú frá íslandi. „Tilgangurinn með rekstri verksmiðjanna hlýtur því fyrst og fremst að vera sá að fá góð- an arð af þeim peningum sem í þeim era bundnir," segir Finnbogi. I því sambandi vekur hann athygli á því að íslenskar sjávarafurðir hf. hafi lagt um 700 milljónir kr. í hlutafjáraukn- ingu og hlutafjárkaup í Iceland Seafood Corp. á síðustu þremur ár- um en íyrir þann tíma hafi sáralítið eða ekkert fé verið lagt í reksturinn héðan að heiman. Til þess að standa undir þessari fjárfestingu þyrfti reksturinn að skila að minnsta kosti 80 milljónum kr. í arðgreiðslur til móðurfélagsins á hverju ári. Finnbogi segir að aðra sögu megi segja um Coldwater Seafood, dóttur- félag Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna í Bandaríkjunum. Þar hafi Sölu- miðstöðin sáralítið hlutafé lagt fram og allt eigið fé byggst upp af af- rakstri eigin starfsemi félagsins. Hins vegar sé það staðreynd að Cold- water skili ekki viðunandi arðsemi, miðað við eigið fé fyrirtækisins. Aðspurður segir Finnbogi ekki útilokað að verksmiðjan í Bandaríkj- unum yrði seld ef viðunandi tilboð bærist. Það geti ekki verið stefna fyrirtækisins að eiga verksmiðjuna til frambúðar nema hún skili ásætt- anlegri arðsemi. Hins vegar hafi hún verið rekin með miklu tapi á síðasta ári og eðlilegt að markaðurinn hafi mikla fyrirvara um rekstrarmögu- leika hennar. „Við ætlum okkur að finna leiðir til að gera verksmiðjuna að arðbærri rekstrareiningu," segir Finnbogi. Verksmiðjan í Bandaríkjunum var rekin með hagnaði fyrstu þrjá mánuði ársins og þó hagnaðurinn sé lítill er breytingin mikil frá sama tíma fyrir ári þegar gríðarlegt tap varð af rekstrinum. Finnbogi segir að þótt áætlanir geri ráð fyrir að reksturinn verði í járnum á árinu í heild sé ekki hægt að fullyrða út frá afkomunni fyrstu þrjá mánuði ársins að það gangi eftir. Næstu mánuðir séu erfiður tími í þessum rekstri. Þá sé verðlag á fiskafurðum mjög hátt í Bandaríkjunum um þessar mundir og ákveðin hætta á að neysla dragist saman. Það myndi Þarf að afla verkefna fyrir verksmiðjuna Samstarf við erlendan aðila líklegra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.