Morgunblaðið - 12.05.1999, Side 20

Morgunblaðið - 12.05.1999, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ AÐALFUNDUR Vinnuveitendasambands íslands 12. maí 1999 Hótel Loftleiðum, þingsal 1 ólafur B. ólafsson. formaður VSÍ DAGSKRÁ Davíð Oddsson forsætisráðherra Pórarínn V. Pórarínsson framkvæmdastjóri VSÍ Dirk Hudig framkvæmdastjóri UNICE Kl. 11.30 Setning aðalfundar. Kjör fundarstjóra og fundarritara. Ræða formanns VSI, Ólafs B. Ólafssonar. Kl. 12.00 Hádegisverður aðalfundarfulltrúa og gesta. Samkeppnishæfni atvinnulífs. Kl. 12.45 Ræða forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar: Horfur í efnahags- og stjómmálum. Ræða Dirk Hudig framkvæmdastjóra UNICE: Hvemig má bæta samkeppnishæfni atvinnulífs Evrópu? Nýtt skipulag hagsmunasamtaka atvinnurekenda. Kl. 13.30 Nýtt skipulag hagsmunasamtaka atvinnurekenda. Kynning: Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ. Aðalfundarstörf: Kl. 14.15 1. Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir liðið starfsár. 2. Reikningar VSÍ fyrir árið 1998. 3. Tillaga um skipulagsmál, frestun kosninga og boðun framhaldsaðalfundar VSI íseptember 1999. 4. Áherslur atvinnulífsins. - Ályktun aðalfundar VSÍ. 5. Ákvörðun árgjalda. 6. Önnur mál. Kl. 15.00 Áætluð fundarslit. 'Á undan setningu aðalfundar kí. 11.15 verður stuttur fundur beinna meðlima. Dilbert á Netinu ^ mbl.is /\LLTAf= e/TTHVAÐ NÝTl Forstjóri álsviðs Norsk Hydro í kynnisferð Alver á Austurlandi ekki í biðstöðu PRÍR helstu ráðamenn álsviðs Norsk Hydro komu í tveggja daga kynnisferð til íslands á mánudag. Skoðuðu þeir aðstæður á Reyðar- firði en einnig var ætlunin að þeir ræddu við iðnaðarráðherra, Finn Ingólfsson, og fulltrúa Landsvirkj- unar fyrir hádegi í dag áður en þeir héldu heim á leið. Gestimir em Jon Harald Nielsen, nýr forstjóri álsviðsins, Tormod Bjork, yfirmaður byggingadeildar álsviðs og Jostein Flo sem nú er yf- irmaður súrálsdeildar álsviðsins en hefur sem fyrr ráðagerðimar um ál- ver á Reyðarfirði á sinni könnu. Flo hefúr oft komið hingað til lands en að sögn Garðars Ingvars- sonar, framkvæmdastjóra Fjárfest- ingastofunnar-Orkusviðs, var helsta markmiðið með ferðinni að gefa Ni- elsen og Bjork tækifæri til að sjá að- stæður með eigin augum og hitta ís- lenska ráðamenn. Garðar var spurð- ur hvort hugmyndin um álver væri í biðstöðu en rekstur Norsk Hydro hefur gengið verr undanfarin ár en áður eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum. „Nei það er alger misskilningur að þetta hafi nokkum tíma verið sett í biðstöðu, það hafa fjölmiðlar á Is- landi búið til. Við höfum verið að vinna að verkefninu, hægt og síg- andi eins og eðlilegt er. Við höldum alveg áætlun. Hins vegar hefur ver- ið frestað að reisa álver á Trinidad og ýmsu öðm verið frestað." Hugmyndin er að reisa 120.000 tonna álver á Reyðarfirði ef af verð- ur. „Við reiknum með því að á fundi með íslenskum ráðamönnum í júní verði komið fastara form á tíma- setningu og annað. Þá verða næstu stóm ákvarðanimar teknar. Við vildum satt að segja ekki að þeir kæmu hingað fyrir kosningar, þeir hefðu komið fyrr ef þær hefðu ekki verið.“ Jostein Flo sagði aðspurður að engin breyting hefði orðið á þeirri stefnu Norsk Hydro að vera ekki meirihlutaeigandi í fyrirhuguðu ál- veri. „Við viljum samstarf við ís- lenska hagsmunaaðila og það hefur ávallt verið stefnan. Heppilegast væri að íslendingar ættu sjálfir meirihluta og það höfum við sagt frá upphafi. Fordæmið er að þegar litið er á stóriðjuver í Noregi og forsögu þeirra var það venjulega talið æski- legt að norsk fyrirtæki ættu þar meirihlutann." Flo sagðist telja að orkuver vegna álversins myndu verða reist af íslendingum án þátt- töku Norðmanna. Morgunblaöió/Anna Ingólfsdóttir Jostein Flo: Heppilegast að íslendingar eigi meirihluta. Fremri röð frá vinstri: Garðar Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingastofunnar-Orkusviðs, Jon Harald Nilsen, forstjóri álsviðs Norsk Hydro, Tormod Björk yfirmaður byggingadeildar álsviðs, Jostein Flo, yfirmaður súrálsdeildar álsviðs og Smári Geirsson, for- maður SSA. í aftari röð: Magnús Ásgeirsson, starfsmaður STAR á Austurlandi, Andrés Svanbergsson, yfir- verkfræðingur Fjárfestingastofunnar-Orkusviðs, Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri SSA, og Guð- mundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. STUTTERLENT Compaq fækkar dreifendum COMPAQ í Houston, stærsta tölvutyrirtæki heims, hefur ákveðið að fækka heildsöludreifendum um 70% til að draga úr kostnaöi og auka skilvirkni vegna neikvæðrar sölu á fyrsta ársfjóróungi. Fyrir- tækið segir að nánara samband við færri dreifend- ur muni einfalda afhendingu einmenningstölva og draga úr kostnaöi. Compaq hefur gengið illa aö einfalda dreifikerfi sitt og það vandamál er talið tengjast slakri sölu fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi. Vonbrigði með þá niðurstöðu leiddu til uppstokk- unar hjá Compaq, meðal annars uppsagnar Eck- hards Pfeiffers forstjóra. Microsoft og Nextel í samstarf MICROSOFT hugbúnaðarrisinn hyggst kaupa 4,25% hlut í þráölausa símafélaginu Nextel fyrir 600 millj- ónir dollara. Þaö sem vakir fyrir Microsoft er að flýta fyrir því að geta boðiö þráölausa net- og upp- lýsingaþjónustu. Microsoft mun greiða 36 dollara á bréf fyrir hlut sinn í Nextel Communications Inc. Samvinnan mun gera viðskiptavinum Nextel kleift að nýta sér hina kunnu Microsoft Network þjónustu (MSN) á netinu. Ráðgert er að þráölaus netþjónusta verði í boði seinna á þessu ári um leiö og MSN þjónusta Microsofts veröur stórbætt og efld. Elf selur borpalla I Norðursjó FRANSKA olfufélagið Elf ætlar að selja helztu mannvirki sín í Norðursjó. Borpallarnir Piper, Claymore og Saltire verða seldir og sömu sögu er að segja um Rotta stöðina á Orkneyjum og leiðslur sem liggja til hennar. Meðal þess sem verður selt er Piper B olíuborp- allurinn, arftaki Piper Alpha sem sprakk í loft upp 1988 með þeim afleiöingum að 167 biðu bana. Elf er eitt af 10 stærstu olíu- og gasfyrirtækjum heims og salan mun gera því kleift að einbeita sér að hinum ábatasömu Elgin- og Franklin olíuleitar- svæðum í Noröursjó. Búizt er við að borun þar hefj- ist í aprfl 2000. 47% minni hagnaður BP Amoco OLÍURISINN BP Amoco Plc, stærsta fyrirtæki Bret- lands, hefur skýrt frá því að hagnaöur á fyrstu þrem- ur mánuðum ársins hafi minnkað um 47% í 677 milljónir dollara eftir kostnað vegna samruna og sú niðurstaöa er f samræmi við spár sérfræöinga. John Browne aðalframkvæmdastjóri sagði aö fyrirtækið hefði skilað góðum frumárangri við erfið skilyrði. Fyr- irtækiö hefði notið góðs af bættri frammistöðu vegna lægri kostnaöar í öllum deildum og kostir samruna BP og Amaco væru að koma í Ijós. Ef ekki er tekið tillit til kostnaöar af 55 milljarða dollara samruna BP og Amaco minnkaði hagnaður um 41% í 761 milljón dollara, sem er betri útkoma en sérfræðingar höfðu búizt við. Bretar losa sig við gullbirgðir VERÐ á gulll lækkaði um fimm dollara þegar brezka fjármálaráðuneytið skýrði nýlega frá fyrirætlunum um að selja um tvo þriðju 6,5 milljaröa dollara gull- birgða sinna á næstu tveimur árum. Bretar ætla að seija 126 tonn af gulli fjárhagsárið 1999-2000 á fimm uppboöum frá 6. júlí og er það liöur í endurskipulagningu á varasjóðum lands- manna. Síðan hyggst ráðuneytið selja 350 tonn til viðbótar, en núverandi birgðir eru 715 tonn. Að sögn ráðuneytisins mun erlendur gjaldeyris- forði leysa gullbirgöirnar af hólmi og verða 40% hans f Bandaríkjadölum, 40% í evrum og 20% f jenum. Ráðuneytið segir aó Bretar veröi að leggja inn um 140 tonn af gulli í seðlabanka Evrópu (ECB), ef þeir taki upp evru.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.