Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Lindin næst á Akureyri LINDIN, útvarpsstöð í eigu Hvítasunnukirkjunnar á Is- landi, hóf nýlega að senda út á Akureyri. Lindin sendir út á FM 102,9 á Akureyri, rétt eins og í Reykjavík og á ísafirði þar sem útsendingar hófust einnig nýlega. Utvarpsstöðin Lindin var stofnuð árið 1995 af trúboðun- um Mike og Sheilu Fitzgerald sem eru framkvæmdastjórar stöðvarinnar. Hvítasunnukirkj- an á stöðina, en á gott samstarf við margar fríkirkjur á Islandi. Stöðin er ólík flestum útvarps- stöðvum að því leyti að allar tekjur koma sem framlög ein- staklinga, kirkna og fyrirtækja og eingöngu er sent út kristi- legt efni. Stöðin hefur þannig frá upphafi verið rekin fyrir frjáls framlög velunnara. Lind- in nær til 859fc þjóðarinnar, en Akureyri og Isafjörður bætt- ust í hlustendahópinn í liðinni viku. Dagskrá á degi hjúkrunar DAGUR hjúkrunar verður haldinn í kennslustofu Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri miðvikudaginn 12. maí. Þar verða kynnt þróunarverkefni sem hafa verið unnin undanfar- in misseri og sýning verður á veggspjöldum. Dagskráin verð- ur flutt tvisvar til að gefa sem flestum tækifæri til að koma, eða kl. 10 og kl. 14. Veggspjöld munu hanga til sýnis á gangin- um á annarri hæð til 21. maí. Fjallað verður um viðhorf hjúkrunarfræðinga á skurð- deildum til verkjaskráningar, rætt um þróun sólarhrings- blaðs og hjúkrunarferils á gjörgæsludeild, útskriftaráætl- anir á bæklunardeild og hvern- ig koma megi á gæðatryggingu í hjúkrun skurðsjúklinga. Loks verður kynnt móttaka og með- ferð sjúklinga með minni brunasár á slysadeild, umönn- un við innlögn á lyfjadeild og hj úkrunarsamskiptakenningar. Léttar veitingar verða í boði. Uppskeruhátíð yngri flokka UPPSKERUHÁTÍÐ yngri flokka KA fer fram fimmtu- daginn 13. maí kl. 15.30. Þar verða útnefndir bestu leik- menn allra flokka og þeir verð- launaðir sem mestar framfarir hafa sýnt. Farið verður í leiki og boðið upp á grillmat. For- eldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum. Formlegu vetrarstarfi lýkur um mánaðamótin en boðið verður upp á æfingar hjá flest- um flokkum til 15. júní næst- komandi. Æfingagjald verður 1.500 krónur. Þjálfarar eru Jó- hannes Bjamason, Erlingur Kristjánsson, Hlynur Jóhann- esson og Jónatan Magnússon. Vorhátíð í Síðuskóla VORHÁTÍÐ var haldin í Síðu- skóla á laugardag og áttu þá fjöl- margir nemendur, kennarar og foreldrar góðan dag. Fyrst var boðið upp á andlitsmálun fyrir skrúðgöngu sem farin var um hverfið. Keppt var í ýmsum leikj- um sem vöktu kátinu bæði þátt- takenda og áhorfenda. Ungling- ar í 7. til 9. bekk komu fram í ýmsum myndum undir hand- leiðslu Arnar Inga og veitt voru verðlaun í myndlistasamkeppni nemenda í unglingadeildum þar sem unnið var eftir þemanu vímuvarnir. Nemendur skólans stóðu einnig fyrir málþingi í safnaðarheimili Glerárkirkju þar sem rætt var um livað þau vildu læra og hvernig. Eins og vera ber á slíkum degi var kveikt upp í útigriili en þeir sem fremur kusu aðrar veitingar gátu fengið sér af kaffihlaðborði. Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Framtfðarsýn og þróun á markaði rædd á Bleikjudegr99 Framleiðslan tvöfaldast á þremur árum FRAMTIÐARSYN og þróun á markaði, var til umfjöllunar á Bleikjudegi ‘99 á Akureyri á dögun- um. Jón Órn Pálsson, fóðurfræðing- ur hjá Fóðurverksmiðjunni Laxá á Akureyri, fjallaði þar um bleikju- framleiðslu hérlendis og verðþróun og sýndi fram á mikinn vöxt í grein- Jón Örn sagði í samtali við Morg- unblaðið að í ár yrðu framleidd hér- lendis um 750 tonn af bleikju en að innan þriggja ára ætti framleiðslan eftir að tvöfaldast. Aukningin væri fyrst og fremst vegna fleiri fram- leiðenda, þar sem m.a. væri verið að breyta laxeldisstöðvum í eldisstöðv- ar fyrir bleikju. Um 80% framleiðsl- unnar eru seld erlendis og þar hefur fengist ágætis verð, eða um 40% hærra verð en fæst fyrir laxinn. Út- flutningstekjur bleikjuafurða í fýrra námu um 228 milljónun króna. „Framtíð og vöxtur greinarinnar ræðst þó fyrst og fremst af kyn- bótamálum og samstöðu í markaðs- málum og þessi atriði koma til að ráða því hversu stór atvinnugrein þetta getur orðið.“ Aðalfundur Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar verður haldinn í safnaðar- heimili Akureyrarkirkju miðvikudaginn 19. maí 1999 kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosningar. Önnur mál. Ath. Fundurinn er opinn öllum sóknarbörnum Akureyrarkirkju. Sóknarnefndin. Gott eldisumhverfi Jón Örn sagði að eldisumhverfi hér á landi hentaði mjög vel fyrir bleikjuna, auk þess sem verið væri að vinna mjög gott starf í kynbóta- málum. „Það hefur sýnt sig að ekki þýðir að ala bleikjuna í sjókvíum eins og lax því bleikjan er í eðli sínu ferskvatnsfiskur og hana verður að ala í ferskvatni eða hálfsöltu vatni. Og þess vegna er samkeppnisstaða Islands svo sterk.“ Bleikjueldi á íslandi hófst að ein- hverju marki árið 1988, að sögn Jóns Arnar, en þá höfðu Norðmenn stundað bleikjueldi í ein 20 ár en þeir eru nær eingöngu með sjókvía- eldi. „Norðmenn hafa þurft að slátra á haustin og fyrir vikið átt erfitt með að koma með fiskinn inn á markað fyrir hátt verð því fram- boðið er ekki stöðugt. Við höfum aftur verið að selja takmarkað magn en boðið upp á stöðugt fram- boð og stöðug gæði til fárra kaup- enda.“ Jón Örn sagði að í Skandinavíu og Kanada, þar sem menn eru að ala fisk í ferskvatni, væri hitastig vatnsins of hátt fyrir bleikju á sumrin. „Regnbogasilungur hefur verið alinn í tjömum um alla Evr- ópu í hundrað ár en þar fer hitastig vatnsins í 25 gráður á sumrin og það þolir bleikjan ekki. Hér á landi fer hitastig vatnsins ekki oft yfir 12- 14 gráður. Auk þess emm við með lindarvatn og jarðhitað vatn hentar mjög vel í bleikjueldinu. Þá er þessi hreini jarðsjór, sem er alveg snauð- ur af bakertíum og sníkjudýrum mjög sjaldgæfur annars staðar og hentar vel með ferskvatni.“ Framleiðendur á réttri leið Hérlendis era um 35 eldisstöðvar að framleiða matfisk og um helm- ingur þeirra selur fiskinn á erlenda markaði. Jón Örn hefur fylgst vel með þeirri þróun sem átt hefur sér stað bæði hér á landi og í Noregi og hann segir að íslenskir framleiðend- ur séu á réttri leið. Þá hafi sú reynsla sem menn hafi fengið í lax- eldinu nýst vel í bleikjueldinu. Landfræðilegir kostir og líffræði fisksins geri það jafnframt að verk- um að samkeppnisstaðan sé gríðar- lega sterk. „Það komu fram skýr skilaboð til íslenskra eldismanna á ráðstefn- unni, að ekki mætti verða nein sprengja í framleiðslunni. Frekari aukning þarf að vera í samráði við markaðinn og að hægt verði að und- irbúa markaðinn fyrir aukna fram- leiðslu. Markaðs- og kynningarstarf hefur skilað sér mjög vel en það sem hefur vantað er að útvega af- urðir til að fylgja markaðsátakinu eftir.“ Jón Öm sagði engin heildarsam- tök til og að einstakir íslenskir út- flytjendur hefðu sínar upplýsingar með samböndum við framleiðendur. Fyi-h' vikið bæri enginn ábyrgð á því að ekki væri um innbyrðis und- irboð á markaðnum að ræða. Hann sagði að árið 1991 hefðu verið stofn- uð samtök framleiðenda en þau brustu eftir þrjú ár vegna ósam- stöðu. Sameiginlegir hagsmunir „Það er nauðsynlegt að koma á fót samtökum framleiðenda, þannig að hægt sé að halda saman upplýs- ingum og meta stöðuna fram í tím- ann, með sameiginlega hagsmuni að leiðarljósi. Því var á ráðstefnunni skipuð þriggja manna nefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa stofnun á upplýsinganeti. Hug- myndin er jafnframt sú að þeir sem skila inn upplýsingum, fái upplýs- ingar til baka.“ I nefndinni eru þeir Pétur Brynj- ólfsson frá Hólalaxi, Sveinn Sigur- jónsson frá Bleikjubæ og Birgir Þórisson frá Glæði. Fóðurverksmiðjan Laxá og Hóla- skóli stóðu fyrir Bleikjudegi ‘99 og sagði Valgerður Ki'istjánsdóttir, framkvæmdastjóri Laxár, að mjög vel hefði tekist til og að þarna hefði verið um mjög þarft framtak að ræða. Um 50 manns, framleiðendur, sölumenn og sérfræðingar í grein- inni, sóttu ráðstefnuna og skiptust á skoðunum og hlýddu á fjölmarga fyrirlestra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.