Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Skurðlæknir við spítala í Belgrad lýsir ástandinu í bréfí til bresks vinar The Daily Telegraph. „Fólk er hætt að brosa“ Miroslav Milicevic, yfírskurðlæknir við háskólaspítal- ann í Belgrad lýsti fyrir skömmu ástandinu í borginni í bréfí sem hann skrifaði vini sem hann vann með í tvö ár við Imperial College í Lundúnum. Að sögn vinar hans hefur Miroslav aldrei stutt Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu né verið pólitískt virkur. Reuters MIROSLAV Milisevic, skurðlæknir, segir ástandið í Belgrad hræðilegt og nú sé svo komið að varla sé hægt að veita fórnarlömbum loftárásanna allra nauðsynlegustu læknisaðstoð. KÆRI vmur. Eg vona að þið og börnin hafið það gott. Faðir minn sagði mér að þú hafðir hringt og að þú hefðir verið búin að reyna ná í mig en það hefði reynst ómögulegt. Ég er ekki hissa á því, það heyrir til kraftaverka ef símar virka yfirleitt, hvað þá að hægt sé að ná sam- bandi við útlönd. Mér þykir mjög vænt um að þið skuluð vera að hugsa til okkar. Hvað get ég sagt þér um líf okkar nú? f>ví hræðilega ástandi sem hér ríkir verður aldrei hægt að lýsa með orðum. Lepa og börnin fóru frá Belgrad tveimur dögum eftir að loft- árásimar hófust. I kjallaranum hjá okkur er loftvamarskýli sem við gistum í þessar fyrstu tvær nætur. Loftvamaflautumar, sprengingarnar og al- menn líðan hér í borginni gekk fram af bömum mínum (þau er aðeins fimm og sjö ára gömul) og ástandið var Lepu ofviða. Þetta var martröð líkast. Börnin þjáðust gríðarlega og eftir nokkra daga tók ég þá ákvörðun að ég yrði að senda þau úr landi, sú ákvörðun tók mig mjög sárt. Ég hafði ekki um neitt að velja þar sem þau hefðu örugglega gengið af vitinu hefðu þau verið um kyrrt. Ég leigði bíl tO að keyra þau og fjölskyldur tveggja bestu vina minna tO Búda- pest, en þaðan fóm Lepa og bömin tO bróður míns í Moskvu. Við keyrðum á eftir bOnum tO að fullvissa okkur um að þau kæmust yfir brýrnar á leiðinni. Geturðu gert þér í hugarlund hvemig það er að vera að keyra á fullri ferð og yfir þér glym- ur þrúgandi hávaðinn frá orrustuvélum í um 700 metra fjarlægð og í þeim eru hálfvitar sem em að sprengja upp flugvöOinn í Batajnica? Geturðu ímyndað þér hvemig bömunum hefur liðið? Það sem gerst hefur síðan þá er ekkert ann- að en tómt brjálæði. Skurðaðgerðir em fátíðar nema í brýnustu tilfellum og spítalinn hefur mjög takmarkaða aðstöðu fyrir sjúklinga. Birgðir fara þverrandi og þú getur rétt ímynd- að þér hvemig lækni er innanbrjósts sem ekki getur framkvæmt skurðaðgerðir á sjúklingum sínum. Hér sérðu depurð og reiði í hverju horni, enginn getur gert neitt af viti. Við bara eram. Ég get hvorki lesið né skrifað. Vinir (þar sem flestir fjölskyldumeðlimir em í útlegð) hittast og njóta félagsskapar hver annars. Mér léttir við að vinna, það dreifir huga mínum frá fjöl- skyldunni og þessum ótrúlega raunveruleika. Finnst þér ekki með ólfldndum að 500 millj- ónir af ríkasta og valdamesta fólki heims (og stærsti herafli sögunnar) hafi gert árás á 10 miOjónir manna sem búið er að brjóta niður með viðskiptaþvingunum og að loftárás skuli vera gerð á evrópska höfuðborg í lok 20. aldar- innar? Fólk er hætt að brosa, að komast lífs af er það sem á huga okkar allra. Það eina sem skiptir máH er að bömin okkar þjáist ekki. Ég horfi ekki lengur á erlendar fréttir í gervihnattasjónvarpi. Ég þoU ekki lengur að horfa uppá áróðurinn sem gengur út á að ég tilheyri þjóð sem á ekki skflið að lifa. Trúðu mér, það sem þú sérð i sjónvarpinu hefur ekk- ert að gera með það hversu hræðilegir hlutirn- ir em í raun. Yfir 80 prósent af öllum brúm landsins og flestir vegir og lestarteinar hafa verið eyðOagðir. Báðar olíuhreinsunarstöðv- amar hafa verið eyðflagðar, nánast allt elds- neyti er búið og við keyrum yfirleitt ekld leng- ur. Yfir 300 skólar og háskólabyggingar hafa orðið fyrir skemmdum og yfir ein milljón skólafólks sækir ekki tíma. Skólaönninni lauk fyrir mánuði og dóttir mín hefur ekki enn lært að lesa almennOega frá því í fyrsta bekk, en hún er í öðmm bekk núna. Óll hennar kynslóð mun bera hörmunganna merk- is. Trúðu mér, ég hef upplifað einhverja verstu daga lífs míns, ég er harður af mér og ég brotna ekki niður og mun ekki brotna niður. I Belgrad festir engin blund lengur þar sem loftárásimar fara að mestu fram frá hálfellefu á kvöldin til hálffimm á morgnana. Það þarf ekki nema heyra í óvinavélunum fljúga yfir borgimar og stýriflaugunum þær fara hægt og lágt yfir) tO að heyra og finna sprengingarnar. Þegar orrustuvélar fljúga ekki yfir, er samt eins og maður heyri í þeim. Það er erfitt að halda geðheOsu. Imyndaðu þér hvemig það er að sjá bygg- ingar sem þú ólst upp í nágrenni við jafnast við jörðu og verða að molum. Það er líkt og ein- hver sé að þurrka út hluta úr lífi þínu. Að horfa upp á borg sína leggjast í rúst er svo grátlegt. Þegar þeir sprengdu innanríkisráðuneytis- bygginguna var starfslið mitt á vakt á spítalan- um. Innanríkisráðuneytið er aðeins í 200 metra fjarlægð frá skurðstofunni. Geturðu gert þér í hugarlund hvemig hljóðið er og tilfinningin? Hvellurinn, splundrað gler, eldurinn, reykur- inn osfrv. Gagnárásir og flugskeyti frá jörðu lýsa upp himininn. Slíkur er máttur og meginn lítillar þjóðar eins og okkar. SíðastOðinn fimmtudagur var einn versti dag- urinn. StarfsOð mitt var á vakt aftur og um klukkan hálf tvö sprengdu þeir sömu bygging- una aftur, tvívegis, og höfuðstöðvar hersins í að- eins 800 metra fjarlægð. Stýriflaugamar flugu yfii' okkur, sprengingamar vom hræðOegar. Þegar við fóram að aðgæta hvort slys hefðu orðið á fólki var lykt af brenndum efnum í loft- inu, reykur og eldtungur léku um gervaOt svæðið. Eins og í lélegri stríðsmynd. Fimmtán mínútum síðar var árásin endurtekin og allir sem farið höfðu inní húsið tO að gæta að særð- umvom sprengdir í loft upp. Á þessari einu nóttu þurftum við að taka þrjá Omi af fólki, fætuma af einum sjúkling og einn fótinn af öðmm. Einn sjúklinginn þurftum við að aflima á staðnum þar sem sprengingin varð. Finnst þér það ekki ótrúlegt að þetta skuO eiga sér stað á aðalgötu Belgrad, nokkur hundruð metmm frá spítalanum? Ég hef elst vemlega á sl. vikum. Svo var loftárás gerð á sjónvarpsstöð í að; eins 900 metra fjarlægð frá íbúðinni minni. I þeirri árás fórust 17 manns. Enn einn fóturinn var tekinn af sjúklingi á slysstað þá. Fyrir nokkmm dögum notuðu þeir sérstakar grafítsprengjur sem drógu svo mikið úr raf- magnsafli að 80 prósent af íbúm Serbíu vora án rafmagns alla nóttina, hluta næsta dags og sumir em enn án rafmagns. Geturðu ímyndað hversu mörg böm, í borg með tvær mOljónir íbúa, fengu ekki umönnum þá nóttina? Þú þekkir spítalana okkar og hversu mOdu er hægt að áorka með rafmagni. Ef þetta er ekki grimmd úr öllu valdi þá ér ég lfldega nú þegar genginn af vitinu. Þetta hlýtur að vera martröð, þetta getur ekki verið að gerast. Þegar tala látinna verður gerð opinber er ég þess fullviss að komandi kynslóðir munu hylja andOt sitt af skömm. Þær muna vilja sleppa þessum kafla úr sögubókunum. Það sem er erfiðast er að gera sér í hugar- lund hvers vegna þetta á sér stað. Allt mitt líf hef ég reynt að koma sómasamlega fram, vera hreinskilinn og göfugur og gera engum Olt. Flestir vina minna em eins. Við lögðum hart að okkur tO að áorka einhverju í lífinu. Nú, þegar allt var farið að ganga upp hjá mér, ég var far- inn að stunda lækningar, farinn að framkvæma skurðaðgerðir, farinn að vinna mér inn tekjur, gera rannsóknir ofl. AOt þetta hefur þeðið hnekki og það er engin framtíð lengur. Ég sé ekki tOgang í neinu sem ég geri lengur. Það var varla að við gátum framkvæmt stærri lifraraðgerðir áður en árásimar hófust og nú er svo komið að aðstæðumar sem við bú- um við bjóða almennt ekki upp á neina stærri aðgerð. Hvað í ósköpunum hef ég verið að gera síðastliðin 50 ár? Eitt veit ég fyrir víst. Ef þetta allt leiðir ekki tO róttækrá pólitískra breytinga og einhverrar framtíðar, jafnvel þó hún sé fjarlæg, fyrir börn- in mín, - hætti ég í skurðlækningum og vil ekki að þetta verði sá staður sem þau munu alast upp á. Ég get alið reiði og hatur í brjósti mér, ég get starfað og hugsað á tímum sem þessum og ég mun ekki brotna niður, en ég mun halda áfram að spyrja sjálfan mig hvers vegna svo mikið ofbeldi, hatur og eyðOegging, - er virki- lega svo erfitt að lifa eðlOegu lífi? VandamáOð er að endalok þessa era ekki í sjónmáli og fólk breytist. Hinir veikburða brotna niður, brjálæðingamir berjast, eðOlegt fólk þjáist og ég er viss um að ekkert hér muni komast í samt lag aftur. Hvað getum við sem læknar gert? Ég get ekki yfirgefið fólkið mitt á þessum miklu neyðartímum og enginn af vin- um mínum hefur gert það. Hið eina sem við getum gert er að tala um hvað býr í brjóstum okkar og halda siðferðinu á lofti í von um að heilbrigð skynsemi hafi yfirhöndina að lokum. Því miður tölum við fyrir daufum eyram. Ef við væram dýrategund er ég viss um að ein- hverjir dýraverndunarsinnar myndu gera það sem þeir gætu tO að hjálpa okkur. Svona er líf mitt í dag. Ég mun gera mitt besta til að lifa af og skapa bömum mínum góða framtíð. Þau eiga það sldlið. Ég er ekki maður sem gefst auðveldlega upp og ég tek því sem á daga mína drífur. Á þessum tímapunkti era skurðlækn- ingar svo fjarri huga mínum því að ég sé ekki tOgang með nokkm lengur. Ég ber von í brjósti mér og sú von mun lýsa mér veginn. Ef vina minna nyti ekki við myndi þetta hörmulega ástand vega mun þyngra á herðum mér. Ég óska ykkur alls hins besta, Miroslav. Kyndir undir andstöðu við loftárásir NATO London. The Daily Telegraph. ARÁS NATO á kínverska sendiráð- ið í Belgrad á fostudagskvöld hefur orðið vatn á myOu allra þeiira sem lagst hafa gegn loftárásum banda- lagsins á Júgóslavíu - allt frá hörð- um andstæðingum Bandaríkjanna í Peking tO stjómmálamanna og fjöl- miðla í NATO-ríkjunum. „Nauðsynlegt er að sprengju- árásunum verði hætt vegna þess að við höfum áhyggjur af því að svo virðist sem þær hafi færst frá hemaðarlegum skotmörkum og beinist nú að borgaralegum skot- mörkum,“ sagði Oscar Sealfaro, forseti Ítalíu, þegar hann kom til Rómar eftir ferð til Skopje, höfuð- borgar Makedóníu. Gagnrýni fjölmiðlanna á Ítalíu hefur verið harkalegri. „Það er mannlegt að skjátlast, en að halda því ótrauður áfram er djöfullegt - er þvermóðska okkar ekki komin yfir öll mörk?“ spurði dagblaðið La Repubblica. Spánverjar hafa verið á meðal dyggustu stuðningsmanna loft- árásanna meðal NATO-þjóðanna en jafnvel íhaldsblaðið E1 Mundo hefúr gagnrýnt aðgerðir banda- lagsins. „Þær aðferðir sem NATO hefur beitt til að fá Milosevic til að láta undan em fáránlegar, flaust- urslegar og ábyrgðarlausar. Leið- togar bandalagsins em svo sannar- legar vanhæfir.“ „Orðið „stríðsglæpamenn11 er mildasta lýsing sem menn geta not- að á NATO, sem hefur valdið dauða af handahófi í Serbíu,“ sagði gríska dagblaðið Eleftherotypia, sem styður yfirleitt stjórnina. „Vítaverð vanhæfni“ Samstaða bresku flokkanna í Kosovo-málinu virtist einnig vera að bresta í fyrrakvöld þegar til hvassra orðaskipta kom milli fulltrúa stjórn- arinnar og íhaldsflokksins vegna árásarinnar á kínverska sendiráðið. Michael Howard, talsmaður Ihaldsflokksins í utanríkismálum, sagði að árásin hefði ekki aðeins verið „hörmuleg mistök" heldur einnig til marks um „vítaverða van- hæfni“. Hann lagði áherslu á að Ihaldsflokkurinn styddi upphafleg markmið loftárása NATO en bætti við að svo virtist sem þær væru „skipulagðar eftir því sem þeim vindur fram og hefðu ekki verið hugsaðar til enda.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Howard gagnrýnir loftárásirnar og ummæli hans endurspegla vaxandi óróleika meðal breskra íhalds- manna vegna hemaðaraðgerðanna. Skuggaráðuneyti íhaldsflokksins hefur ákveðið að taka gagnrýnni afstöðu til árásanna. Fulltrúar Verkamannaflokksins bmgðust hart við ummælum Howards. Robin Cook utanríkis- ráðherra sakaði hann um að hafa sniðgengið ódæðisverk Serba í Kosovo og látið hjá líða að styðja baráttu stjórnarinnar gegn „gríð- arlegum illvirkjum". Molcolm Wicks, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði að þingmenn sem gagnrýndu loftárás- irnar gengju erinda ráðamannanna í Belgrad sem skipulögðu fjöldamorðin í Kosovo. Howard varð ókvæða við þessar ásakanir og kvaðst hafa fordæmt grimmdar- verk Serba og kennt Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, um hörmungar íbúa Kosovo-héraðs. Cook baðst afsökunar á ummælum sínum en hélt því fram að Howard hefði gagnrýnt NATO meira en stjómvöld í Belgrad vegna atburð- anna í Júgóslavíu. Bandaríkjastjórn greiði skaðabætur Árásinni á kínverska sendiráðið hefur einnig verið mótmælt í Asíu - einkum í Kína, Taívan, Japan, Pakistan og Singapúr. Rúmlega 100 mótmælendur köst- uðu eggjum og slettu málningu á byggingu bandarískra sendimanna á Taívan og kveiktu í fána Bandaríkj- anna. Martin Lee, leiðtogi lýðræðis- sinna í Hong Kong, stjómaði mótr mælagöngu að ræðismannsskrifstof- um Bandaríkjanna og Bretlands. „Það væri mjög sorglegt ef svo góð- um samskiptum yrði spillt með einu óhæfuverki," sagði hann. „Þess vegna skomm við á stjórn Bandaríkj- anna, forystu herafla NATO, að biðj- ast afdráttarlaust afsökunar og greiða skaðabætur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.