Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 45 framundan eins og þú orðaðir það. Eg vil þakka þér fyrir allar bíl- ferðimar hjá þér, alltaf átti ég að „sitja í“ hjá þér þó ekki væri nú langt að labba. Eins vil ég þakka þér fyrir þá virðingu og traust sem þú sýndir mér í starfí. Elsku Þóra mín, Þórður, Jennsi, Ragga, Gunna, Jó- hanna og Gutti minn, þið hafið mist svo mikið, báða foreldra ykkar og öll svona ung. Megi góður Guð styrkja ykkur og styðja svo og alla aðra að- standendur og vini. Drottin er minn hirðir mig mun ekkert bresta á grænum grundum lætur hann mig hvílast leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta Hann hressir sál mína leiðir mig rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég gangi um dimman dal óttast ég ekkert illt því þú ert hjá mér sproti þinn og stafúr hugga mig þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum þú smyrð höfuð mitt með oliu, bikar minn er barmafullur Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævi daga mína og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Guð veri með þér. Guðrún Hákonar. Elsku amma. Ó, hve heitt ég unni þér - Allt hið bezta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjart um öll mín spor aftur glóði sól og vor, og traust þitt var það athvarf, sem mér aldrei brást. Óska ég þess, að angur mitt aldrei snerti hjarta þitt. Til þess ertu alltof ljúf og góð - Enn ég vil þú vitir það, vina mín, þó hausti að, að þú varst mín sumarþrá, mitt sólskinsljóð. (Tómas Guðm.) Þín barnabörn. I galleríi huga míns hangir mynd af þér, þú situr við eldhúsborðið heima á Seilu og ert að segja frá einhverju, einhverju sem er aug- ljóslega fyndið því glettnin birtir sig í augunum og varirnar ramma inn kímnina. Fallegu ljósu lokkarn- ir þínir hlæja hljóðlega því sagan er ekki búin. í hirslu tilfinninga minna, eru ljúfar og hlýjar tilfinningar til þín. Tvær tilfinningar eru nú skýrastar, þakklæti og virðing. Þakklæti því þú varst mér góð og hlý, þakklæti því þú vaktir athygli mína á ýmsu sem ég hafði ekki leitt hugann að áður eins og að sýna sjálfri mér þá væntumþykju að sofa í silkirúmfót- um og eiga silkinærföt. Þú sagðir mér að fegurð skiptir máli og að hver fer sína leið til að vera sannur sjálfum sér og þar er ekkert rangt. Þú sýndir mér að þegar erfiðu tímabilin koma er mikilvægt að missa ekki sjónar á það góða og hlýja og að ástin flytur fjöll. Virð- ing mín er djúp og há, fyrir visku þinni og vilja þínum til að deila henni með öðrum, umburðarlyndi þínu og staðfestu. Styrkur þinn var í mýktinni, styrkur sem þurfti ekki að sýna eða sanna því þú barst hann með þér, alltaf. Þú ert mér falleg fyrirmynd bæði sem mann- eskja og sem móðir. Takk fyrir samveruna. Þóra Hjartar Blöndal. í dag, 12. maí, á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga er borin til grafar Anna Jóna Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur. Anna Jóna út- skrifaðist sem hjúkninarfræðingur frá Hjúkrunarskóla Islands 1961 og vann við hjúkrun á Landspítala, Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar og Borgarspítala fram til 1969. Okkar kynni hófust er Anna Jóna hóf starf við hjúkrun á Borgarspítalanum vorið 1995, eftir 25 ára hlé frá hjúkrunarstörfum. Hún var þá orð- in ekkja með barnmargt heimili, en Finnbogi maðurinn hennar lést 1993 og var missir fjölskyldunnar mikill. Það var afar myndarleg, stolt og kjarkmikil kona sem rakti lífssögu sína, en hún hafði helgað 25 ára skeiði lífshlaups síns fjölskyld- unni og heimili. Hagir fjölskyldunn- ar höfðu alla tíð verið góðir og naut fjölskyldan þeirrar eðlislægu ástúð- ar og umhyggju Önnu Jónu, sem við kynntumst svo vel síðar í hjúkr- unarstörfum hennar. Anna Jóna hóf starf sem hjúkr- unarfræðingur á ný, á hjúkrunar- deild Borgarspítalans á Hvítabandi, en deildin var með sérhæfða starf- semi fýrir aldraða með minnis- skerðingu. Hún var fljót að tileinka sér þá framþróun er orðið hafði í hjúkrun og axla þá ábyrgð sem starfinu fylgdi. Anna Jóna hafði mjög gott lag á að ná til og annast sjúklinga með minnisskerðingu og veita aðstandendum þeirra stuðn- ing. Deildin fluttist á Landakot 1997 og tók Anna Jóna við stöðu að- stoðardeildarstjóra í mars það ár. Var hún stoð og stytta sjúklinga, stjórnenda og samstarfsmanna við allan undirbúning og framkvæmd flutningsins sem tókst afar vel. Það var þroskandi að vinna með Önnu Jónu, hlýtt viðmót, jafnlyndi og þol- inmæði réðu framkomu hennar og vakti það aðdáun samstarfsmanna hvernig hún tók á erfiðum málum. Fumlaust leysti hún deildarstjóra af í leyfum, gekk örugg til stjórnun- arstarfa og sinnti starfsmannamál- um af umhyggju. Aldrei hallaði hún á nokkurn mann og sá ætíð já- kvæðu hliðarnar á málum, sem og styrkleikann í fólki frekar en veik- leikann. Minnisstæður er vorfagn- aður öldrunarsviðsins í maí fyrir ári síðan, er nærri 90 samstarfsfélagar gengu Elliðaárdalinn og síðan inn Grafarvoginn. Frískleikinn og lífs- gleðin ljómaði frá Önnu Jónu þar sem hún gekk með samstarfsfélög- um í frábæru veðri, sól og logni. Allir skemmtu sér síðan undir harmonikkuspili og grilluðu saman um kvöldið, þar naut Anna Jóna sín í góðra vina hópi. Anna Jóna var trúuð kona, sem án efa veitti henni mikinn styrk við þann missi sem hún varð fyrir við fráfóll ástvina langt fyi-ir aldur fram, og ekki síst þegar hún sjálf greindist með illkynja krabba- meinssjúkdóm og þurfti að horfast í augu við að þurfa brátt að hverfa frá daglegu lífi barna sinna. Von hennar og trú á bata var afar sterk og ræddi hún oft um það að hún skyldi yfirvinna þessa þraut. Sorg sína bar hún ekki á torg, og hugg- aði samferðamenn sína með því að mál færu fljótt að skipast á betri veg og hún kæmi fljótlega til vinnu á ný. Starfið gaf henni mikið, og var ótrúlegt að fylgjast með hvernig hún gekk til verka og hljóp oft í skarðið með því að taka vaktir þeg- ar mannekla varð, þótt hún væri þjáð af verkjum. Lýsir það ábyrgð- artilfínningu hennar fyrir hjúkrun sjúklinga sinna og staðfestunni að axla hjúkrunarstarfið. Hún hélt reisn sinni fram á það síðasta. Síð- ustu vikurnar naut Anna Jóna um- hyggju og hjúkrunar barna sinna sem og heimahlynningar Krabba- meinsfélagsins. Gott uppeldi barn- anna kom þar vel fram, í samheldni þeirra við að annast móður sína heima. Missir þeirra er mestur, en veganesti uppeldisins er gott og minningin dýrmæt. Missir öldrun- arhjúkrunar er ennfremur mikill, horft er á eftir fyrirmyndar hjúkr- unarfræðingi og samstarfsfélaga. Samstarfsfólk á deild L-4, Sjúkra- húsi Reykjavíkur Landakoti sem og á öðrum deildum Landakots þakka samfylgdina og senda fjölskyldu Önnu Jónu sínar dýpstu samúðar- kveðjur. Anna Birna Jensdóttir, Þórhildur Hólm. Nú hefur straumur tímans hrifið með sér hina fyrstu úr hópnum sem settist í Kvennaskólann í Reykjavík haustið 1952. Þetta er langur tími í árum talið en svo stutt þegar horft er til baka. Við komum víðs vegar að og þekktumst fæstar í byrjun en glíman við námið færði okkur saman og kynnin urðu nánari. Anna Jóna Þórðardóttir var ein af þeim sem fóru hljóðlega um heiminn. Hún var björt yfirlitum, hafði góða kímnigáfu og brosti umburðarlynd þegar skellibjöllurnar í bekknum fóru mik- inn. Að lokinni skólagöngu í „Kvennó" lærði Anna Jóna hjúkrun og vann við hana þar til hún giftist og stofnaði heimili. Hún og maður hennar Finn- bogi Kjeld eignuðust sjö mannvæn- leg böm og þar var hennar hamingja og gleði. Hún missti svo manninn sinn í blóma lífsins eftir erfið ytri áfóll. Við hittumst ekki oft eftir að við lukum skólanum 1956. En í seinni tíð hittumst við þó einu sinni ári, þökk sé skólasystur okkar, Fríðu Björnsdóttur blaðamanni, sem af röggsemi og dugnaði hóaði okkur saman heima hjá sér. Við yngdumst upp við endurfimdina og sameigin- legar minningar frá æskudögunum. Anna Jóna, hún var fyrst í stafróf- inu og því oftast fyrst tekin upp í skólanum. Nú er hún þessi rólynda, hljóðláta stúlka kölluð fyrst í burtu. Það er gott að eiga barnatrúna á stundum sem þessum og mega trúa því að hún eigi góða heimkomu því - „þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti.“ Innilegar samúðarkveðjur send- um við börnum hennar og öðrum vandamönnum. Beklgarsysturnar úr Kvennaskólanum. Önnu Jónu kynntist ég fyrir þrem árum, gegnum Ragnhildi dóttur hennar. Mér varð fljótlega ljóst að Anna Jóna var tilþrifamikil kona en lét þó lítið yfir sér. Hún sveipaði ekki um sig með stórbokkalegu tali um menn og málefni. Heldur kom sínu að hægt og hljóðlega án yfir- gangs. Fór sína leið og fangaði at- hygh manns með styrk sínum og velvild. Ganga hennar á lífsleiðinni var ekki blómum stráð. Heldur ekki písl- arganga þótt erfiðleikamir biðu nán- ast á hverju homi. Hver raunin rak aðra. Maður hennar, Finnbogi Kjeld, lést úr krabbameini árið 1993 með stuttum fyrirvara. Litlu áður hafði fjarað undan þeim hjónum fjárhags- lega. Eftir lát hans stóð Anna Jóna uppi nánast slypp og snauð með bömum sínum. En Mð snérist ekki um væl og vol. Taka má hlutunum og standa styrkari eftir hverja raun. Harka af sér þótt innst inni bugist menn. Það er alltaf hægt að bera höf- uðið hátt og rétta úr sér þótt bakið bogni. Anna Jóna greindist með krabba- mein skömmu fyrir jóhn 1997. Það var enn eitt reiðarslagið fyrir hana og fjölskyldu hennar. Sérstaklega í ljósi þess að hafa áhyggjur af því hvað verður um böm sem tæplega em komin á legg. En hún vissi hvert stefndi og tók því með reisn og still- ingu. Barðist eins og ljón gegn vá- gestinum, allt til þess að hlífa böm- um sínum. En allt kom fyrir ekki. Ör- magna og veikur líkami lét undan í lokin. Anna Jóna var gjafmild kona. Hún kunni þá list sem fáir kunna. Að gefa af sjálfri sér. Gjafirnar birt- ust í kærleik, ást, vinsemd, um- hyggju og virðingu sem hún sýndi öðrum. Þessum eðlisþáttum kom hún giftusamlega fyrir í börnum sín- um og skyldi engan undra að þau yrðu manni hjartfólgin. Við sem eftir stöndum spyrjum gjaman. Hver er svo tilgangurinn með þessu mannM? Er til eitthvað einhhtt svar við því? Finnum við kannski tilganginn innst í hjarta okk- ar? Við fengum notið hennar í þessu jarðneska lífi. Hvað tekur við er ég ekki dómbær um. Það er á mörkum hins óþekkta. En ég óska þess af öllu hjarta að á einhverju öðm tilveru- stigi, hitti hún Finnboga manninn sinn og þau sameinist eftir langan að- skilnað. Ég vil votta börnum Önnu Jónu, þeim Röggu, Gunnu, Þóra, Þórði, Jens, Jóhönnu og Gutta og fjöl- skyldum þeirra, auk vinum og öðr- um ættingjum, mína dýpstu samúð. Megið þið öðlast styrk í sorg ykkar. Guð blessi minningu um góða konu, mömmu, ömmu og vinkonu. Hulda Gestsdóttir. INGUNN KRISTJANA ÞORKELSDÓTTIR + Ingunn Krist- jana Þorkels- dóttir fæddist á Þúfiim í Vatnsfirði við Isafjarðardjúp 29. september 1908. Hún lést á Dvalar- heimili aldraðra á Hrafnistu 4. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Petrína Bjarnadótt- ir og Þorkell Guð- mundsson. Þau hjón áttu 11 börn og 8 þeirra komust upp og voru þau Gunn- ar, Halldóra, Arndís, Stefán, Páll, Ingunn, Guðmundur og Margrét. Öll eru þau nú látin. Helmingur þessara systkina náði að komast yfir 90 ára ald- urinn. _ Útför Ingunnar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fyrstu minningar mínar era þær að ég er rétt farin að skríða og er á leiðinni upp tröppurnar á Seljavegi 7. Áfangastaðurinn er efsta hæðin þar sem Inga og Dóra búa. Ég veit að þegar ég kemst þangað upp þá bíða mín þar tvær góðhjartaðar frænkur sem munu stinga upp í mig einhverjum sætindum og svo mun Inga frænka hafa allan tímann í heiminum til að segja mér sögur og ævintýri. Ævintýrunum lýkur aldrei og aldrei virðist Inga verða þreytt þó svo að ég biðji hana að segja mér sömu söguna aftur og aftur. Þessi lýsing á best við hana Ingu frænku mína sem nú er látin. Við systurnar bjuggum okkar fyrstu ár á Seljavegi 7 og tengdumst Ingu tryggðarbönd- um sem héldust alla tíð eftir það þó við flyttumst úr húsinu. Sunnudags- heimsóknirnar til Ingu urðu fastur liður og áttum við þar margar góðar stundir enda gestrisni hennar og gjafmildi engu lík. Inga hafði þann hæfileika að geta bakað bestu pönnukökur í heimi og voru þær á boðstólum í öllum afmælum og veisl- um. Göngutúrarnir sem við fórum saman í voru ófáir og Inga hafði ætíð mikið yndi af útiverunni. Inga var mjög bamgóð og tók hún fljótt ástfóstri við okkur systurnar og hafði mikinn áhuga á öllu því sem á daga okkar dreif. Inga frænka kom nú sein- ustu árin nær daglega í heimsókn til okkar, eða eins lengi og heilsan leyfði. Að lokum er leiðir skiija viljum við þakka þér, Inga frænka, fyrir - allar góðu stundimar sem við áttum saman og kveðjum þig með einni af þeim mörgu bænum sem þú kenndir okkur. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Ásthildur og Þórhildur. í dag, 12. maí, verður jarðsungin frænka mín Inga og langar mig að # -■ minnast hennar í örfáum orðum. Síðustu 17 árin höfum við hjónin bú- ið á Seljavegi 7, þar sem þær syst- ur, Inga og Dóra, bjuggu í góðu sambýli við okkur þar til Dóra flutti til dóttur sinnar í Keflavík og lést þar hátt á tíræðisaldri. Eftir það bjó Inga ein og áttum við margar góðar stundir saman. Þar til fyrir rúmu ári var hún við góða heilsu og gat farið allra sinna ferða. Inga var af- skaplega fróð og vel lesin. Margar stundir sátum við yfir kaffibollanum og hún rifjaði upp æsku- og ung- lingsárin heima í Þúfum. Gestrisni var aðalsmerki þeirra systra. Allir urðu að þiggja góðgerðir og helst taka með sér nesti. En það sem var mest áberandi hjá þessum systkin- um frá Þúfum var þó nægjusemin. Inga var ekki rík af veraldlegum auði, en lét sér nægja það sem hún hafði. Við hjónin kveðjum þig, kæra frænka, og biðjum guð að taka þig undir sinn verndarvæng. Stelia og Karl. VILHJÁLMUR GÍSLASON + Vilhjálmur Gíslason fæddist í Reykjavík 27. maí 1983. Hann iést á Landspítalanum 26. apríl siðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 3. maí. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn látni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Okkur langar til að minnast Villa með örfáum orðum. Villi var nem- andi í Safamýrarskóla frá 6 ára aldri. Hann var yndislegur drengur sem lýsti upp umhverfið með sínu fallega og sérkennilega brosi. Hann tjáði sig með látbragði og hljóðamyndun og lét líðan sína greinilega í ljós. Stund- um var Villi líka grafalvarlegur og þá veltum við því fyrir okkur hvað hann væri að hugsa. Þegar okkur fannst hann vera dapur vai’ nóg að spjalla við hann um fjölskylduna. Þetta var nokkuð örugg leið til að laða fram brosið! Það sem skrifað var í sam- skiptabókina notuðum við h'ka í spjalli með Villa s.s. bíltúrarnir í jeppanum, Anna Yr að spila á píanó- ið og Sindri að leika sér við Villa. Villi var líka lánsamur að eiga svona góða fjölskyldu sem vakti yfir vel- ferð hans. í skólanum var sundið í miklu uppáhaldi og þar sýndi hann líka oft sínar bestu hhðar. Auk þess fannst honum mjög gaman að fara í tölvu. Vilii átti margar erf- iðar stundir í gegnum tíðina, en náði sér oft furðu fljótt á strik aft- ur. I rauninni trúðum við því að það sama myndi gerast núna, að Villi kæmi fljótlega aft- ur í skólann. Svo fór þó ekki og verður hans sárt saknað, en minn- ingin um hann mun lifa áfram í hjarta okkar. ' * Elsku Kristín, Gísli, Anna Ýr, Sindri Freyr og aðrir aðstandendur. Missir ykkar er mikill, megi algóður guð styrkja ykkur í sorginni. Ó góða sál til friðar fegins heima far þú nú vel á guðs þíns náðar fund, en minning þína veit og vinir geyma, þótt vegir skijjist hér um htla stund. (Guðlaugur Guðlaugsson) Fyrir hönd nemenda og starfs- fólks í Safamýrarskóla. Drífa, Guðrún Ásgr. og Inga Maggý. Aths. ritstj. Vegna tæknilegra mistaka birtist þessi grein í Morgunblaðinu í gær undir nafni annars látins manns. Morgunblaðið biður aðstandendur , beggja aðila afsökunar á mistökun.# um. ——__________________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.