Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Siglingaafrek Islendinga að fornu ÞAÐ ER ánægjulegt hvað íslensk stjórnvöld með forseta íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, í far- arbroddi hafa tekið vel við sér í sam- bandi við siglingar og siglingaafrek forfeðra okkar í tilefni þess að eitt þúsund ár eru liðin frá því að Leifur Eiríksson fann meginland Ameríku, auk þess sem minnst er fundar Grænlands, siglinga Eiríks rauða, Bjama Herjólfssonar og fleiri fornra sæfara og landnáms Islend- inga á Grænlandi og í Norður-Ameríku. Sett hefur verið á fót landafundanefnd og áformað að í Búðardal, sýslu Eiríks rauða, verði komið upp Leifs heppna húsi, þar sem landafundunum verði gerð skil í máli og myndum. Danska blaðið Jyllands Posten skýrði frá því hinn 10. apríl sl. að „Hvíta húsið [þ.e forsetaembættið í Bandaríkjunum] beini í tilefni alda- mótanna sérstakri athygli að norð- urslóðum með því að minnast þess ao eitt þúsund ár eru síðan leiðir evrópskrar og norður-amerískrar menningar lágu saman með sýning- unni „Vikings: The North Atlantic Saga“, sem verður opnuð í Smith- sonian árið 2000.“ Allt eru þetta sérstaklega ánægjuleg tíðindi, sem ættu jafn- framt að verða landsmönnum brýn- ing til að efla og hleypa nýju lffi í kaupsiglingar Islendinga, sem eru okkur lífsnauðsyn, en kaupskipum undir íslenskum fána og íslenskum farmönnum hefur fækkað svo mikið á undanförnum árum, að ástandið er langt frá því að vera viðunandi fyrir sjálfstæða þjóð. Þetta er þó önnur saga, sem þarf meira til og ekki verður komið hér frek- ar inn á. Alþjóðasiglinga- málastofnunin í London Einn er sá staður sem fulltrúar allra sigl- ingaþjóða í heiminum koma saman á til funda og ákvarðana um sigl- ingamál. Þetta er Al- þjóðasiglingamálastofn- unin (International Ma- ritime Organization - IMO), sem er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna með aðsetur í London. Alþjóðasigl- ingamálastofnunin hélt á sl. ári upp á hálfrar aldar afmæli frá samþykkt stofnsáttmálans í Genf árið 1948, en fyrsta allsherjarþing Alþjóðasigl- ingamálastofnunarinnar var haldið í London 6. til 19. janúar 1959 og voru þá 28 þjóðir aðilar að stofnuninni. Aðildarþjóðir eru nú um 150 og nærri því öll skip á heimshöfunum sigla undir fánum þeirra. Island hef- ur lengi verið aðili, en Alþjóðasigl- ingamálastofnunin vinnur að öryggi við siglingar, að öryggismálum sjó- manna og vemdun heimshafanna gegn megnun. Allar helstu sam- þykktir og reglugerðir er varða ör- yggi skipa og siglinga hafa verið og eru settar af Alþjóðasiglingamála- stofnuninni eða IMO eins og hún er nefnd í daglegu tali. Fyrir hönd íslendinga, ríkis- stjómar og samgönguráðuneytisins, fer Siglingastofnun Islands með málefni Alþjóðasiglingamálastofn- unarinnar, kynnir þau samgöngu- ráðuneytinu og hagsmunaðilum, gerir tillögur að reglugerðum og lögum og hefur eftirlit með að fylgt sé þeim alþjóðasamningum, sem Is- land hefur gerst aðili að. Með auk- inni alþjóðasamvinnu á sviði siglinga og öryggismála hafa umsvif stofnun- arinnar aukist mjög á síðari ámm. Siglingar íslendingar eiga að gefa Alþjóðasiglinga- málastofnuninni veg- lega lágmynd af sigl- * ingaafrekum Islend- inga, segir Guðjón Armann Eyjólfsson, og minnast þannig Leifs Eiríkssonar og Snorra Sturlusonar. Alþjóðasiglingamálastofnunin hefur aðsetur í glæsilegu stór- hýsi,sem minnir á stórskip, í hjarta Lundúnaborgar við Lambeth-brúna, á suðurbakka Thames-ár, nærri því gegnt breska þinghúsinu í Westmin- ster, sem er á norðurbakka fljótsins. Listaverk um siglingasögu Það vekur athygli að á þremur að- alhæðum þessarar miklu byggingar, Morgunblaðið/Ámi Sæberg þar sem fulltrúar siglingaþjóða heimsins þinga um siglinga- og ör- yggismál allt árið um kring, era glæsileg líkön skipa og ýmsir skrautmunir frá hinum fjölmörgu aðildarþjóðum, t.d. ofín teppi frá Arabíu og Persíu, líkön af þremur skipum Kolumbusar, gullslegin kín- versk djúnka, rússneskur, kjarn- orkuknúinn ísbrjótur og má svo lengi telja. Með ár íslensku landafundanna árið 2000 í huga skoðaði ég fyrir skömmu þessar fallegu gjafir til Al- þjóðasiglingamálastofnunarinnar, sem ég hafði reyndar séð og dáðst að nokkram áram áður. Margar gjafirnar era falleg listaverk og minna þátttökuþjóðimar með þeim á siglingar sínar og sögu. Mér kom þvi í hug, að nú væri upplagt tæki- færi fyrir Islendinga að minna á 1000 ára afmæli Vínlandsferða og fundar Norður-Ameríku með því að gefa Alþjóðasiglingamálastofnun- inni fallega og veglega lágmjmd eða sérstaklega gert kort, sem sýndi siglingar forfeðranna frá Noregi og Vestur- Evrópu til Islands og það- an vestur um hafið til Grænlands og meginlands Norður-Ameríku. A myndinni yrði sýnt landnám íslend- inga þar vestra og á Grænlandi. Einnig mætti hér minna á Snorra Sturluson og birta eina elstu sigl- ingalýsingu sem til er og er að finna í Heimskringlu Snorra og er enn í fullu gildi. Leiðarlýsingin er frá Hernum í Noregi, sem er skammt frá Björgvin, vestur um hafið til Hvarfs á Grænlandi. Þetta er snilldarleg lýsing á stórbaugsleið; landsýn skyldi hafa af Hjaltlandi, sjó í miðjum hlíðum Færeyja, en af íslandi hval og fugl. í nútíma siglingum er mikil áhersla lögð á þannig leiðarlýsingar og þó ekki væri annað en gefa þessa merldlegu siglingaáætlun myndi hún vekja mikla athygli í sölum Al- þjóðasiglingamálastofnunarinnar, þar sem era menn er bera gott skynbragð á þessa hluti, en meiri hluti fulltrúanna og margir fastra starfsmanna era fyrrverandi sjó- menn. Vegleg gjöf Islendinga Þessari hugmynd og tillögu um veglega gjöf til Alþjóðasiglinga- málastofnunarinnar í tilefni landa- funda íslendinga er hér með komið á framfæri til landafundanefndar og samgönguráðuneytisins. Ekki er nokkur vafi á því að fátt yrði betur við hæfi eða minnti betur á siglinga- afrek forfeðra okkar. Auk þess yrði kynnt ein elsta siglingaáætlun sem til er í heiminum með orðum Snorra Sturlusonar, frægasta rithöfundar íslenska þjóðveldisins og allra Norðurlanda, á þeim tíma sem ís- lenskt landnám var í blóma á Græn- landi og siglingar þangað tíðar eins og leiðarlýsing Heimskringlu ber vitni um. Fáar, ef nokkrar aðrar alþjóða- stofnanir, eiga fremur skilið þakk- læti og viðurkenningu Islendinga en Alþjóðasiglingamálastofnunin, sem stendur vörð um öryggi skipa og sjómanna á höfunum og ekki síst um hreint og ómengað haf og sjávar- strendur, sem skipta Islendinga öllu máli. Höfundur er skólameistari Stýri- mammskólans í Rcykjavík. Guðjón Ármann Eyjólfsson Blaðamaður fer mikinn gegn tóbaksvörnum í MORGUNBLAÐINU 18. febr. sl. var grein með yfirskriftinni „Af hverju reykir fólk?“ eftir Jakob F. Ásgeirsson blaðamann. í siðareglum Blaðamannafélags íslands segir: „Blaðamaður vandar upplýsingaöfl- un sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu til- litssemi í vandasömum málum.“ Jak- ob gerir fátt til að uppfylla þetta. Hann sleppir mörgu, fer frjálslega með annað og sumt era bein ósann- indi. Mál sitt styður hann tilvitnan í einn fræðimann. Fyrst gefur Jakob í skyn að tóbaksvamir séu trúarbrögð og talar um „manneldistrúboð". Tó- baksvamir eiga ekkert skylt við trú- arbrögð. Fíkn er læknis- og lífeðlis; fræðilega vel skilgreint hugtak. I öllu tóbaki er efnið nikótín og notkun tóbaks að staðaldri byggir á fíkn í það. Skaðsemi tóbaksnotkunar, eink- um reykinga, er studd meira en 60.000 vísindarannsóknum. Sjúk- dómaflokkunarkerfið ICD 10, int- ernational classification of deseases, * Iferae® f Negro Skólavörðustíg 21 o, 101 Reykjovík. Sími/fax 552 1220 Netfong: blanco@itn.is Veffong: www.blanco.ehf.is unnið af færastu sér- fræðingum á sínu sviði, flokkar nikótínfíkn sem sjúkdóm. Þetta nefnir Jakob ekki, en víkur að hugtakinu „vanabind- andi“ og vitnar í sál- fræðing sem hann segir gefa lítið íyrir að fólk verði „háð“ reykingum og telji hugtakið „vana- bindandi" hafa lítið vís- indalegt gildi. Svo segir Jakob: „Fólk reykir sem sagt af því að því líður á einhvem hátt betur reykjandi.“ Jú, jú, enda Ijóst að það sem gefur þessa vellíðan er umbun heilans við að svala fíkn sinni í nikótín. Jakob segir sama sálfræðing hafa haldið þvi fram að „mun sterkara samband sé milli persónuleikagerðar manna og krabbameins og hjartasjúkdóma en milli reykinga og þessara sjúk- —---,mx!--------- Borðdúkar til brúðargjafa Uppsetningabáðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270. dóma“. Læknisfræði- lega eru fá eða engin orsakasambönd jafnvel undirbyggð og sam- bandið milli reykinga og lungnakrabba. Aður en áhrifa reykinga gætti var lungnakrabbi afar sjaldgæfur sjúk- dómur. Allt að fjórð- ungur allra krabba- meina er talinn stafa af völdum reykinga og þriðjungur dauðsfalla úr krabbameini er tal- inn vegna „reykinga- krabba“. Eigum við að segja bömum þess vax- andi fjölda kvenna á besta aldri sem lungna- krabbinn drepur að það hafi verið persónuleiki mæðranna fremur en reykingar sem varð þeim að fjör- tjóni? Jakob segir: .Arangursleysi hins linnulausa áróðurs á Vesturlöndum um skaðsemi reykinga". Það sem Jakob kallar „árangursleysi“ er í raun að hlutfall fullorðinna Islend- inga sem reykja daglega hefur lengi lækkað jafnt og þétt. Það var 40% 1985 en 28% 1998. Að nefna þetta ár- angursleysi eru einfaldlega ósann- indi. Jakob talar réttilega um að reykingar ungmenna virðast hafa aukist á undanförnum mánuðum og finnst að ætla mætti að menn spyrðu sig um gagnsemi „svokallaðra tó- baksvarna". Hann nefnir ekki að undanfari þessa vora mörg ár þar sem tíðni reykinga meðal ungmenna fór minnkandi. Tóbaksvarnamenn era mjög uppteknir af ofangreindu bakslagi og spyrja sig t.d. „hvað ger- um við vitlaust?" og „hvernig eigum Pétur Heimisson við að gera öðravísi?“. Tóbaksvamir væru óþarfar ef ekki væru öflugir aðilar, tóbaksframleiðendur, sem vilja að fólk reyki. Hjá þeim starfa hæfir sérfræðingar að markaðssetn- ingu. Mörg dæmi eru þekkt um háar greiðslur til frægra leikara í þessu sambandi. Sylvester Stallone fékk t.d. Á milljón dala fyrir það eitt að reykja ákveðna sígarettutegund í kvikmynd. Mat iðnaðarins á mætti slíkrar auglýsingar segir flestu fólki allt sem segja þarf, þó svo að Jakob geri lítið úr honum. Óvægin mark- aðssetning tóbaks, ekki síst gagn- vart bömum og ungmennum, er trú- lega ein aðalástæða þess að reyking- ar æskufólks fara vaxandi. Markaðs- setning tóbaks miðar að því að skaffa nýja fíkla í stað þeirra sem deyja vegna afleiðinga fíknar sinnar og Reykingar Óvægin markaðssetn- ing tóbaks, segir Pétur Heimisson, er trúlega ein aðalástæða þess að reykingar æskufólks fara vaxandi. þeirra sem tekst að slíta sig úr viðj- um hennar. Jakob gefur jafnvel í skyn að sumt fólk þurfí að reykja eða hvemig ber að skilja „Er ekki trú- legt að taugaveiklað og kvíðasamt fólk reyki til að róa sig“? Ekki ólík- legt, en fmnst Jakob ekki að reyna beri að hjálpa því fólki með öðru síð- ur drepandi úrræði? Jakob telur sannað að óhóflegar reykingar valdi sjúkdómum, en bæt- ir við: „Það nær engri átt að halda því fram að hófsamar reykingar valdi tilteknum sjúkdómum.“ Hljóm- ar vel, en era hófsamar reykingar til? Einungis örfáir geta reykt af og til, t.d. þegar þeir fara út að skemmta sér. Ekki hefur verið sýnt fram á að reykingar undir tilteknu magni séu skaðlausar, og ákveðnir alvarlegir sjúkdómar geta hlotist af litlum reyk- ingum. Stór hluti þeirra sem á einum tíma reykja lítið sýna sig eftir nokkum tíma hafa stóraukið reyking- amar. Allt tal um hófsamar reyking- ar er því dulbúin ósannindi. Undir lok skrifa sinna segir Jak- ob: „Fólk reykir einfaldlega vegna þess að reykingamar hafa jákvæð áhrif á líðan þess og tekur vitandi vits áhættuna sem kann að fylgja miklum reykingum. Það er réttur þess í frjálsu þjóðfélagi..." Líkt og til að réttlæta skrif sín klykkir Jakob út með: „... og okkur, sem ekki reykj- um, ber að virða þann rétt.“ Hann nefnir ekki rétt þeirra sem ekki reykja (t.d. barna) til að anda að sér reyklausu lofti og ekki heldur að tryggja þurfi þann rétt í því sem hann kallar „frjálsu þjóðfélagi“, þó svo að óbeinar reykingar valdi sjúk- dómum og dauða. Reykingamenn, ekki síður en þeir sem ekki reykja, gera sér grein fyrir alvöra þessa máls, virða og leggja margir beinlínis hönd á plóginn við tóbaksvamir. Þær beinast ekki gegn reykingamönnum heldur alvarlegum sjúkdómi, nikótínfíkn, og tóbaks- framleiðendur era óvinurinn. Meiri- hluti reykingamanna hverju sinni á sér þá ósk að geta hætt að reykja. Á sama tíma þykir góður árangur af meðferð fyrir þá sem vilja hætta ef 10% era reyklausir eftir eitt ár. Þetta sýnir hve rangt það er að tala um reykingar sem frjálst val. Eg hvet Jakob til að kynna sér betur það sem ég kalla tóbaksfræði. Geri hann það er ég viss um að bæði reykingamenn og þeir sem ekki reykja eignast dyggan stuðnings- mann gegn sameiginlegum óvini, tó- baksframleiðendum. Islensk æska þarf slíkan stuðning, en ekki hálf- kveðnar vísur og dylgjur um að það sé bara allt í lagi að reykja. Að lok- um vil ég minna bæði reyklausa og reykjandi á reyklausan dag 31. maí næstkomandi. Höfundur er heimilislæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.