Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 60
J 60 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MORGUNB LAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf ^ Sameiginleg guðsþjónusta Fríkirkju og Dómkirkju Á MORGUN, fímmtudaginn 13. maí, er uppstigningardagur og jafnframt dagur aldraðra. Þá verð- ur haldin sameiginleg guðsþjón- usta Fríkirkjusafnaðar og Dóm- kirlqusafnaðar í Fríkirkjunni og hefst hún kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur prédikar og sr. Hjalti Guðmundsson dómkirkju- prestur þjónar fyrir altari. Kór Fríkirkjunnar syngur og Þorgeir Andrésson óperusöngvari syngur einsöng. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Að lokinni guðsþjónustunni bjóða söfnuðirnir sínu fólki til kaffidrykkju eins og verið hefur undanfarin ár. Fríkirkjusöfnuður býður sínu fólki til kaffidrykkju í safnaðar- heimili Fríkirkjunnar og Dóm- kirkjusöfnuður býður sínu fólki til kaffídrykkju á Hótel Borg. Forráðamenn safnaðanna tveggja hvetja sitt fólk til að fjöl- menna til guðsþjónustunnar og eiga síðan ánægjulega stund á eftir og njóta góðra veitinga. Hjörtur Magni Jóhannsson, Hjalti Guðmundsson. Hafnarfjarðar- kirkja - boðið til kirkju og kaffí- samsætis SVO sem tíðkast hefur undanfar- in ár er eldri borgurum boðið sér- staklega til guðsþjónustu í Hafn- arfjarðarkirkju á uppstigningar- degi sem nú ber upp á fimmtu- daginn 13. maí og hefst hún kl. 14. Eftir hana er kaffisamsæti í Há- sölum Strandbergs, hins nýja safnaðarheimilis Hafnarfjarðar- kirkju. Reynt verður að greiða götu þeirra til og frá kirkju. Rúta kemur að Hrafnistu kl. 13.15, Höfn kl. 13.25, Sólvangi um kl. 13.30 og Sólvangshúsinu um kl. 13.40 og ekur þaðan að kirkju og þangað aftur síðar. Einkabílar verða líka í forum. Þeir sem óska eftir bílferð geta haft samband við kirkjuþjóna í kirkjunni eða safn- aðarheimilinu, sími 555 1295. Þeir taka við pöntunum þar á föstudegi frá kl. 10-16. Einnig er hægt að hringja í sóknarprest, sr. Gunn- þór Ingason, s. 862 5877. Prestur í guðsþjónustunni verður sr. Þór- hildur Ólafs. í samkvæminu munu Eyjólfur Eyjólfsson og Stefán Ómar Jakopsson leika saman á flautu og harmonikku. Fjölmargir hafa síðastliðin ár sótt guðsþjón- ustuna í Hafnarfjarðarkirkju á uppstigningardegi og notið þess að vera í veislunni á eftir og þess er vænst að svo verði einnig nú. Dagur aldraðra í Askirkju VIÐ guðsþjónustu í Áskirkju kl. 14 á uppstigningardag, degi aldraðra, leika ungar stúlkur, Jórunn Odds- dóttir og Signý Bergsdóttir, á selló. Kirkjukór Áskirkju syngur og sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Eftir guðsþjónustuna býður V safnaðarfélag Ásprestakalls eldri borgurum til samsætis í safnaðar- heimili Áskirkju. Þar syngur Sig- ríður Eyrún Friðriksdóttir ein- söng við undirleik Svönu Víkings- dóttur og einnig verður almennur söngur. íbúum dvalarheimila og annarra «- stærstu bygginga sóknarinnar gefst kostur á akstri til og frá kirkju í tengslum við guðsþjónust- una í Áskirkju og samsætið í safn- aðarheimilinu. Krýsuvíkurhátíð Á MORGUN, uppstigningardag, verður haldin messa í Krýsuvíkur- kirkju sem Hafnarfjarðarkirkja stendur að í samvinnu við Krýsu- víkursamtökin, Hafnarfjarðarbæ og aðstandendur Sveins Bjömsson- ar listmálara. Messan hefst með því að gengið verður með altarisgripi kirkjunnar og altaristöflu í helgi- göngu inn í kirkjuna, en altaristafl- an hefur í vetur verið geymd í Hafnarfjarðarkirkju og er sú hefð komin á að færa hana aftur í Krýsuvíkurkirkju á þessari hátíð. Hefst síðan athöfnin sem er gregorsk messa að gömlum sið. Fulltrúar frá Krýsuvíkursamtökun- um og Hafnarfjarðarbæ lesa lestra en kórfélagar kirkjukórs Hafnar- fjarðarkirkju leiða söng og messu- svör. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Eftir messuna verður haldið kaffisamsæti í Krýsuvíkur- skóla þar sem m.a. verður sagt frá framkvæmdum Hafnarfjarðarbæj- ar í Krýsuvík í tilefni ársins 2000. Messan hefst kl. 11. Rútuferð verður frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 10.15 og heim aftur eftir kaffisam- sætið. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Lok vetrarstarfs og sumri heilsað í Bústaðakirkju ÞEGAR sumar hefur heilsað verð- ur gjaman breyting á safnaðar- starfi í kirkjum landsins. Starfið breytir um takt og tímasetningar breytast. í Bústaðakirkju hefur verið öfl- ugt starf í vetur og þátttakendur í starfinu hafa verið allt frá nokk- urra vikna á mömmumorgnum og að tíræðisaldri í öldmnarstarfi kirkjunnar. Uppstigningardagur er dagur aldraðra og þá er öldmð- um sérstaklega boðið í Bústaða- kirkju. Guðsþjónusta verður klukk- an 11. Prestur verður séra María Ágústsdóttir héraðsprestur og sönghópurinn Glæður syngur. Þetta er hópur kvenna úr Kvenfé- lagi Bústaðakirkju, sem hefur á undanfömum ámm verið að eflast undir stjóm Sigurbjargar Petm Hólmgrímsdóttur. Eftir messuna er sýning á mun- um úr starfi aldraða, sem hafa komið saman á miðvikudögum í vetur. Hópur kærleikskvenna und- ir forystu Stellu Guðnadóttur hefur haft umsjón með starfinu. Öllum öldmðum er boðið að þiggja veitingar í safnaðarheimil- inu í boði sóknarinnar, en aðrir þiggja veitingar gegn vægu gjaldi. Yngra fólk er sérstaklega hvatt til þess að aðstoða hina eldri við að komast til ldrkju og eiga þar stund með þeim. Sunnudaginn 16. maí verða lok á bamamessum vetrarins. Þá verður farið í ferðalag frá kirkjunni klukkan 10:45 og farið í óvissuferð, þar sem boðið verður upp á veit- ingar og skemmtun. Foreldrar og systkini em velkomin með bömun- um. Starfið í vetur hefur verið öfl- ugt og vel sótt bæði af yngri sem eldri. Kiukkan 14 verður guðsþjónusta þar sem sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur messar. Vopnfirð- ingar em sérstakir gestir í mess- unni og Vopnfirðingafélagið er með messukaffi eftir messuna. Þetta er síðasta messan kiukkan 14 því síðan verður messað kl. 11 fram á haust. Hátíðarguðsþjónustan á hvíta- sunnudag verður klukkan 11 með fjölbreyttri tónlist. Fyrir hönd starfsfólks Bústaða- kirkju vil ég þakka öllum samstarf- ið í vetur og óska öllum gleðilegs og bjarts sumars. Sdknarprestur. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fóstudags Bóka leitað ÁRNI HAUKUR hafði samband við Velvakanda og er hann að leita eftir bókunum „Kardimommu- bærinn“, nýrri útgáfunni, og „Krakkar mínir komið þið“ sæl eftir Þorstein Ö. Stephensen. Þeir sem geta liðsinnt honum hafi samband í síma 562 9144. Tapað/fundíð Saga butik poki týndist LÍTILL poki frá Saga butik týndist með flugi 943 frá Faro-flugvelli að morgni 2. maí sl. I pokan- um var 1 stk. ilmvatn, Elisabet Arden Fifth Avenue, eitt stk. andiit- skrem frá sama fyrirtæki og pakkning frá Lancome með þremur varalitum. Skilvís flnnandi vinsamleg- ast hringi í síma 551 7368. Svört sundtaska týndist SVÖRT sundtaska frá Color Kids gleymdist á Hlemmi. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 564 6499. Dýrahald Páfagaukur týndist í Hafnarfirði BLÁR og hvítur lítill páfagaukur flaug frá Vesturholti 14, Hafnar- firði, sl. laugardag. Finn- andi vinsamlega hringi í síma 565 5298. Páfagaukur týndist frá Súðarvogi FJÖGURRA mánaða grænn páfagauksungi flaug að heiman frá Súð- arvogi sl. helgi. Ef ein- hver hefur séð hann hafi samband í síma 588 8386. Hvítan kettling vantar heimili HVÍTAN kettling vantar nýtt heimili vegna flutn- ings eiganda til útlanda. Hann er kassavanur og mjög blíður. Upplýsingar hjá Pétri í síma 588 7388. Kettlinga vantar heimiii FIMM kettlingar, í öllum litum, mjög fallegir. Kassavanir óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 562 5103 eftir kl. 17. SKAK I rnsjoii Margeir Péturssun STAÐAN kom upp á Sons- bek SNS mótinu í Arnhem í vor. Gamla kempan Vikt- or Kortsnoj (2.670) hafði hvitt og átti leik gegn kfnversku stúlkunni Xie Jun (2.530). 34. Hxf7! og svartur gafst upp, því 34. - Dxf7 35. Hxg6+ - Dxg6 36. Dxg6+ Kh8 37. Rf5 er alveg vonlaust. Fjórir keppendur tefldu tvöfalda umferð á mótinu. Viktor Kortsnoj og Matt- hew Sadler, Englandi, urðu efstir með fjóra vinn- inga af sex mögulegum. Heimamaðurinn Nijboer hlaut 2Vz vinning og Xie Jun rak lestina með lVz v. HVITUR leikur og vinnur. HOGNI HREKKVISI 7/verniQ sdendur Á pvi cá> þú crt cxtíreZ ■fcjrstur úb efétr óveZur ?/" Víkverji skrifar... ENDURBÆTUR á Reykjavík- urflugvelli hafa verið til um- ræðu og sumir kjósa að kalla þær byggingu nýs flugvallar enda séu þær svo umfangsmiklar. Fram- kvæmdimar munu hafa ýmis óþæg- indi í för með sér, rask og umferð vinnutækja á óvæntum stöðum og meðan á framkvæmd við aðra aðal- brautina stendur verður að beina flugumferð á hina brautina sem til reiðu er á meðan - og er þá undan- skilin brautin suðvestur frá Mikla- torginu gamla. Þetta þýðir að flug- umferð verður meiri á þá einu braut sem notuð verður eftir að framkvæmdir hefjast í sumar. Verður þá hávaði eða truflun meiri út frá þeirri braut vegna aukins álags heldur en þegar lendingar og flugtök dreifast á þær báðar eins og oft er. Til að draga nokkuð úr þessari truflun hefur því verið beint til flugmálayfirvalda að æfinga- og kennsluflug flytjist á vellina í kring, Mosfellsbæ, Sandskeið eða Selfoss. Þetta má telja að nokkru leyti vafasama aðgerð og að minnsta kosti er ljóst að hún mun ekki ná fram að ganga nema að takmörkuðu leyti. Er ekki einmitt þörf á því við æfingaflug, þar sem eitthvað kann að bera útaf, að nota góðan völl með fullkomnustu um- ferðarstjórn og öryggistækjum? (Jafnvel þótt brautirnar séu farnar að þreytast.) Með fullri virðingu fyrir hinum völlunum þá eru þeir bara ekki eins góðir. Ætli nágrann- ar flugvallarins á Tungubökkum í Mosfellsbæ verði mjög ánægðir með að taka á sig álag og hávaða sem tilheyrir venjulega æfingaflug- inu á Reykjavikurflugvelli? Verður ekki meiri hætta á óhöppum ef stóraukið æfingaflug á að fara fram við Sandskeið eða Selfoss? Verður einhver stjórn á því? xxx EINBREIÐAR brýr voru til um- fjöllunar hér í blaðinu á dögun- um og kom þar fram að þeim á að fækka smám saman á næstu árum eftir því sem Vegagerðin lagfærir og bætir þjóðvegina. Kunningi Vík- verja skaut fram þeirri hugmynd að koma mætti upp einfóldum umferð- arljósum við þær einbreiðu brýr sem varasamastar eru, þ.e. þar sem útsýni er knappt. Þetta er einföld lausn og ódýr og væri eflaust hægt að haga stýribúnaði ljósanna þannig að hann skynjaði umferð aðvífandi bíla og hagaði skiptingum eftir því. Hér er ágæt og einföld ábending á ferðinni og reyndar er Víkverja kunnugt um að þetta hafa vega- gerðarmenn einmitt skoðað. Slíkur búnaður er ódýrari en að smíða alls staðar nýja brú þótt það hljóti að vera lokamarkmiðið. Væri hægt að koma ljósunum fýrir á varasömustu stöðunum meðan hin endanlega lausn er ekki fengin. XXX KOSNINGUM er lokið og ný ríkisstjóm tekur brátt við. Jafnvel þótt sömu flokkar ráði að líkindum áfram munu ráðherrar koma og fara og ráðuneyti jafnvel skiptast á annan veg en nú. Verður Halldór Ásgrímsson kannski fjár- málaráðherra? Verður Geir Haarde heilbrigðisráðherra? Verður Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra? Verður Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra? Verður Siv Frið- leifsdóttir félagsmálaráðherra? Verður Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra? Spáð verðm- í spilin næstu daga og málin rædd á viðeig- andi stöðum. En ætli það skipti ann- ars meðaljóninn í landinu öllu máli hver verður hvað í næstu ríkis- stjóm? Vangaveltumar geta þó ver- ið skemmtilegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.