Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Kjaradómnr hækkaði laun þingmanna og ráðherra um 30%: Þingmenn hækka um KOSNINGAGRÍMURNAR eru felldar óvenju fljótt að þessu sinni. Morgunblaðið/Gunnar Pór Hallgrímsson Stigar frá Starlight og áltröppur frá Beldray fást í öllum stærðum í byggingavöruverslunum um allt land m&STARUGHT Beklray UKtlriNuAKAtJILI I.Goe>mbhðssonæ Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 Þrjár þrasta- tegundir í Fossvogi í SKÓGRÆKTINNI í Fossvogi hafa að undanfömu sést þrjár tegundir þrasta og er aðeins ein af þeim íslenskur varpfugl, þ.e. skógarþrösturinn. Hinar tvær, svartþröstur og grá- þröstur, eru evrópskir flæk- ingsfuglar sem reynt hafa að ná fótfestu hérlendis á undan- förnum ámm. Gráþrestir em miklir flökkufuglar og vilja helst verpa í hópum en svart- þrestir virðast staðbundnari og halda til við óðal sitt árið um kring. Itölsk-íslensk orðabók komin út Atta ára vinna að baki NÝLEGA kom út á vegum Iðunnar ítölsk-íslensk orðabók. Paolo Maria Turchi er höfundur bók- arinnar. „Italska-íslenska orða- bókin má segja að sé síð- ari áfangi þess verks sem ég hóf að vinna vor- ið 1991. Fyrri áfangan- um lauk þegar íslensk- ítölsk orðabók kom út árið 1994. Frá þeim tíma hef ég síðan' unnið að ítölsku-íslensku orða- bókinni og eru uppfletti- orðin í henni um þrjátíu og fimm þúsund talsins." Paolo segir að það séu um 30% fleiri orð en eru í íslensku-ítölsku orða- bókinni. „Bindin eru í heild um 1.400 blaðsíður og má segja að það sé ein stærsta orðabók sem gefin hefur verið út hér á landi.“ Paolo segir að jöfnum höndum hafi verið lögð áhersla á ritmál og daglegt mál en þó var flestum orðum sleppt sem ítalska hefur fengið að láni úr ensku og frönsku hin síðari ár. Kapp var lagt á að taka með mörg ítölsk fagorð úr ýmsum greinum. - Er þetta í íyrsta skipti sem ítölsk-íslensk orðabók kemur út hér á landi? „Já, en að vísu tók ég saman orðasafn sem kom út árið 1990. Það kom út í vasabókarformi og var miklu minna í sniðum en venjulegar orðabækur. „ -Mun ítölsk-íslensk orðabók nýtast mörgum Islendingum? ,Án efa, því margir íslending- ar eru að læra ítölsku og stunda jafnvel nám á Ítalíu. Það eru sérstaklega leikarar, tónlistar- nemar og fólk í listanámi sem hefur lagt leið sína til Italíu í þessum tilgangi." - Eru ítalska og íslenska mjög ólík tungumál? „Bæði tungumálin eru að stofni til indó-evrópsk mál. ítalska kemur úr latínu og er af meiði suðrænna mála en ís- lenska kemur úr fornger- mönsku og er því af gjörólíkum meiði. ítalska er, ólíkt íslensku, ekki auðug að samsettum orðum. Hún sker sig á hinn bóginn úr hvað varðar notkun forsetninga til að tengja saman orð. Á ítölsku er til dæmis orðið menntamálaráðuneyti ekki eitt orð heldur fjögur. Fyrst kemur orðið ráðuneyti, svo forsetning og síðan mennta og mála.“ Paolo segir að notkunardæm- in í bókinni taki mið af þessu og dæmunum hefur verið fjölgað að mun frá því sem var í íslenskri- ítalskri orðabók. „Merkingar margræðra orða eru einnig aðgreindar og tölusettar og má við sum orð finna allt að tuttugu aðgreindar merkingar. Hver merkingarliður hefst í nýrri línu.“ - Þú nýttir þér tölvu við vinn- una strax frá upphafi? „Já, vinnan við þessa ítölsku- íslensku orðabók er töluvert öðruvísi en tíðkast hefur við gerð orðabóka hér á landi. Eg notaðist ekki við spjaldasöfn heldur vann frá upphafi á tölvu.“ Paolo segir að þar sem ítölsk- íslensk orðabók hafi ekki komið ►Paolo Maria Turchi er fædd- ur í Ancona á Ítalíu árið 1964. Hann stundaði nám í fornmál- um við Háskólann í Macerata og lauk þaðan doktorsprófi ár- ið 1984. Hann lauk B.phil.-námi í íslensku frá Háskóla íslands og hefur nýverið lokið námi í uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla. Hann fékk skjala- þýðendapróf árið 1991 og rek- ur eigið þýðingarfyrirtæki. Paolo er kennari við Mennta- skólann við Sund og kennir einnig ítölsku við Málaskólann Múni. Hann hóf störf hjá Ið- unni árið 1991 þar sem hann vann að útgáfu íslenskrar-ítal- skrar orðabókar og ítalskrar- íslenskrar orðabókar. Hann veitir leiðsögn um Is- land á sumrin og hefur verið fararsljóri í ýmsum menning- arferðum Islendinga til Evr- ópu. Hann er varaforsetí Stofn- unar Dante Alighieri á íslandi. Eiginkona hans er Sigríður Einarsdóttir Laxness og eiga þau tvö börn. út áður né íslensk-ítölsk orðabók hafi hann þurft að byrja vinnuna frá grunni. „Eg hafði ekkert í höndunum til að styðjast við og ef ég hefði ekki getað nýtt mér töluvtæknina eins og ég gerði er ekki víst að ég hefði einn getað ráðið við þessa vinnu sem liggur að baki orðabókunum." - Hvað tekur við hjá þér núna? „Til stóð að hvílast um tíma en það er erfitt að komast í það á Islandi. Með útgáfu orða- bókanna er búið að vinna mikla grunnvinnu og þá er framhaldið auðveldara. Eg rek þýðingar- fyrirtæki og hef mörgu þar að sinna, hef m.a. þýtt Hávamál á ítölsku. Þá kenni ég latínu og ítölsku við Menntaskólann við Sund og einnig í Málaskólanum Mími. Á sumrin veiti ég leið- sögn um ísland og þar fyrir utan hef ég líka veitt íslending- um á ferð um Evrópu leiðsögn. Til stendur að fara með íslend- inga í menningarferð til Kaíró og um Egyptaland á næstunni en fommenning er mitt aðal- svið.“ - Hvað dró þig upphaflega til íslands? „Ég stefndi á framhaldsnám og fannst ég þurfa að breyta um umhverfi. Eg ákvað að sækja um styrk til að læra fomnor- rænu og fannst Island meira spennandi en Danmörk eða Nor- egur, sem reyndist rétt.“ í orðabókinni eru 35.000 uppflettiorð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.