Morgunblaðið - 12.05.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 12.05.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 35 LISTIR Caversham, fóður Arthur Goring, og Peter Vaughan í hlutverki Phipps, þjóns hans. Pá er Oscar Wilde sýndur koma fram við frum- sýningu í West End á leikriti sínu The Importance of Being Ear- nest.(Hreinn umfram allt í ísl. þýð- ingu Guðjóns Olafssonar) Parker varð seinni til að hefja framleiðslu, en á undan að koma kvikmynd sinni á markað. Hann réð líka yfir 6,5 milljónum punda, m.a. frá Icon, félagi Mel Gibson, og enska listráðinu, sem m.a. sækir fé í lottósjóðinn. Hin kvikmyndin, sem gerð er eftir Fyrinnyndareigin- manninum, bíður þess að vera sett á markað, en framleiðandinn, Daniel Figuero, er sagður vilja koma henni fast á hæla hinnar í þeirri von, að orðstír Wilde dugi ekki bara einni, heldur tveimur kvikmyndum til framdráttar. Figuero hafði úr innan við milljón pundum að spila og leik- arar hans eru minna þekktir; James Wilby og Sadie Frost í aðalhlut- verkum, en Tamara Beckwith og Tara Palmer-Tomkinson skraut- fjaðrir í litlum hlutverkum. Ekki eru þetta þó fyrstu kvik- myndirnar, sem gerðar eru eftir Fyrirmyndareigin- manni; sú fyrsta var gerð á fjórða áratugnum og voru Michael Wilding og Paulette Goddard þar meðal leikenda. Einnig hafa verið gerðar myndir eftir öðrum verkum Wilde; Myndinni af Dorian Gray, The Importance of Being Earnest og Lady Windermere’s Fan. Og nú er sagt, að kvikmyndaframleiðendur horfi til verka Oscar Wilde, þar sem ekki komist fleiri á garðann hjá Shakespeare. Eftir allt sem á undan er gengið eru einar sjö kvikmyndir eftir verkum Shakepeares sagðar væntanlegar á þessu ári; 0 heitir mynd, sem gerð er eftir söguþræði Óþelló, en sögusviðið er bandarísk- ur háskólabær og auðvitað eru Óþelló og Jagó í körfuboltanum. Ný mynd um Hamlet gerist á Manhatt- an og Titus, sem byggð er á Títusi Andronikusi, gerist reyndar í Róm, en Titus er sagður allur annar mað- ur en Shakespeare lét hann vera. Draumur á Jónsmessunótt er líka kominn á hvíta tjaldið og Kenneth Branagh hefur nýlokið við söngva- og dansakvikmynd byggða á Ástar- glettum (Love’s Labour’s Lost), er að byrja á Makbeð og mun síðan taka fyrir Sem yður þóknast (As You Like It). Þetta segja menn, að hljóti að teljast gott í bili, nema menn taki höndum saman um fram- mannsins A.E. Housman og kom á fundi hans og Oscar Wilde. Og Da- vid Hare skrifaði Júdasarkossinn (The Judas Kiss), þar sem hann fjallaði um örlög Wilde, samband hans og Alfred Douglas, Bosie. Það fyrrnefnda gekk langalengi hér í London, en það síðarnefnda fór vestur á Broadway eftir ekki mjög langan tíma í London. En vestan um haf kom aftur á móti leikrit Moi- sés Kaufman; Vítavert siðleysi (Gross Indecency). Leikrit Kaufman fjallar um réttarhöldin þrjú, sem fram fóru yfir Oscar Wilde. Það fyrsta var í máli Wilde gegn mark- greifanum af Queensberry, föður Bosie, en Wilde stefndi honum fyrir rógburð, þegar markgreifinn bar á hann samkynhneigð. Það mál ónýtt- ist Wilde, en krúnan hins vegar stefndi honum strax aftur fyrir víta- vert siðleysi, eins og það var kallað. Engin niðurstaða fékkst í því máli, en ákæruvaldið höfðaði annað mál, sem lauk með sakfellingu Wilde og tveggja ára fangelsisdómi. Kaufman byggir leikrit sitt á réttarhöldunum sjálfum og lætur sögumenn skjóta inn í efni úr bréf- um, dagbókum, dagblöðum og verk- um Alfred Douglas, auk þess sem þeir tala fyrir munn ýmissa auka- persóna og eru Viktoría drottning og George Bernhard Shaw í þeim hópi. Fátt þótti Bretum fréttnæmt í þessu leikriti og þótt það fengi af- bragðsgóða dóma vestanhafs féllu sýningar í London niður um miðjan apríl, en meiningin hafði verið að sýna leikritið fram í júní. í leikdómi sagði, að það væri ekki bara að leik- ritið bætti engu við persónu Wilde, sem þau leikrit, sem hér voru nefnd að framan, gera svo ríkulega, held- ur sést Kaufman ekki fyrir í samúð sinni með Wilde og því er leikritið hvorki fugl né fiskur sem heimilda- verk. Einhvers staðar sá ég því svo líkt við að flytja kol til Newcastle að bjóða Bretum, vel höldnum af góð- um verkum um Oscar Wilde, upp á þetta leikrit. En Kaufman er ekki af baki dott- inn, þótt Bretum sé ekki skemmt. Samkvæmt blaðafregnum situr hann nú önnum kafinn við að gera kvikmyndahandrit upp úr leikriti sínu og hefur þegar tryggt sér fjár- magn til þess að hefja tökur á næsta ári. Oscar Wilde mun því væntanlega banka upp á hjá þeim í Holfywood á næstunni. Og þá má nú Oskarinn fara að vara sig! Ljósmynd/Catherine Ashmore NICK Waring og Michael Pennington í hlutverkum Bosie og Wilde í leikriti Kaufmans; Vítaverðu siðleysi. RUPERT Everett í hlutverki sínu í kvikmynd Olivers Parker. hald á Ástföngnum Shakespeare. Þótt eitthvað vanti upp á að leik- rit Oscar Wilde hafi hingað til átt jafngreiða leið á hvíta tjaldið og leikrit Shakespeare, þá hafa ævi hans og ástir orðið kvikmynda- mönnum yrkisefni, þótt engin þeirra kvikmynda hafi fengið Óskarsverðlaun, eins og Ástfanginn Shakespeare. Árið 1960 voru gerðar tvær kvikmyndir um Oscar Wilde, þar sem Peter Finch og Robert Morley léku skáldið og þriðja myndin; Fórnarlambið, fylgdi í kjöl- farið. Þetta var á þeim tíma, þegar menn voru að taka samkynhneigð- ina út úr skápnum og því var lífs- hlaup Oscar Wilde kjörið efni til að kvikmynda. Nýjasta kvikmyndin um Oscar Wilde með Stephen Fry í titilhlutverkinu var svo frumsýnd í fyrra. Og jafnhliða því að leikrit Oscar Wilde hafa verið sýnd í London hafa líka verið sýnd leikrit um hann. Terry Eagleton skrifaði leikrit um Oscar Wilde og endurreisti hann sem írskan þjóðernissinna. Þegar Fyrirmyndareiginmaðurinn gekk fyrir fullu húsi í West End í fyrra kom á fjalirnar leikrit Tom Stopp- ard um uppgötvun ástarinnar (The Invention of Love), þar sem hann fjallaði um ævi skáldsins og fræði- MOSATÆTARAR 930- MALARSKÓFLUR, FRÁ 918- KRÖFSUR 2.154- STEYPUSKÓFLUR 1.713- GARÐKÖNNUR 5L, 605- GARÐKÖNNUR 10L, 687- JÁRNKARLAR, FRÁ 3.308- JARÐHAKAR 3.476- SLEGGJUR 5KG, 3.278- OG MARGT FLEIRA Felco-greinaklippur frá 2.191- Slrákústur 599- Slönguvagn 4.010- 25 metrar 1.290- og vorverkín Garðahöldin og verkfærin á qóðu verði in í garðinum veHSa Grind 5.666- skemmtilegri OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 8-18 OG LAUGARDAGA FRÁ 10-14 2.592- 1995- 2.151- 2.915- 1.533- 2.677- 1.372- 2.540- 1.938- 7.416- GRANDAGARÐI 2, RVIK, SIMI 552 8855

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.