Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁSTA GUÐJÓNSDÓTTIR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, lést á Hraunbúðum mánudaginn 10. maí. Helga Valtýsdóttir, Björn Björnsson, Jóhanna Valtýsdóttir, Brynjar Þórðarson, Sveinn Valtýsson, Rósa Jónasdóttir, Guðbrandur Valtýsson, Hrefna Jónsdóttir, Ástvaldur Valtýsson, Halldóra Sigurðardóttir, Kristín Valtýsdóttir, Gunnar Árnason, Ásta María Jónasdóttir, Hallgrímur Júlíusson, Jón Valtýsson, Þórhildur Guðmundsdóttir, Óskar Valtýsson, Jóhanna Þórðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Ástkær systir mín, GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR frá Fornusöndum, síðast til heimilis á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, mánudaginn 3. maí, verður jarðsungin frá Stóra-Dalskirkju laugardaginn 15. maí kl. 14.00. Bílferð verður frá BSÍ kl. 11.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minningarsjóð Stóra-Dalskirkju eða líknarfélög. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Torfi Ingólfsson. + Elskuleg systir okkar og stjúþmóðir, GUÐRÚN THEODÓRA BEINTEINSDÓTTIR, Bergþórugötu 59, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, þriðjudaginn 11. maí. Ólafur Beinteinsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Margrét Hafliðadóttir. + Móðir okkar, GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 11. maí á Ljósheimum, hjúkrunarheimili aldraðra, Selfossi. Katrín Ingvarsdóttir og Júlíus Ingvarsson. + Systir okkar, BERTA GUÐJÓNSDÓTTIR REIMANN, Álfaborgum 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 14. maíkl. 14.00. Gísli Guðjónsson, Sigríður Guðjónsdóttir, Bára Guðjónsdóttir, Katrín Guðjónsdóttir. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR BJÖRN FRIÐRIKSSON, Smáratúni 25, Keflavik, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 14. maí kl. 14.00. Jófríður Helgadóttir, Helga Eiríksdóttir, Gunnar H. Jóhannsson, Guðlaug P. Eiríksdóttir, Árni Ragnar Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. MARÍA BENEDIKTSDÓTTIR + María Bene- diktsdóttir fæddist í Ytra- Tungukoti í Blöndu- dal, A-Húnavatns- sýsíu, 25. maí 1910. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 3. maí síðastliðinn. Foreldrar Maríu voru Friðrika Guð- rún Þorláksdóttir, f. 11. desember 1886 í Giljárseli, Tor- fulækjarhreppi, A- Húnavatnssýslu, d. 18. apríl 1973 í Reykjavík, og Benedikt Helga- son, f. 2. október 1877 á Kr- inglu, Torfulælqarhreppi, d. 28. apríl 1943 á Blönduósi. Systkini Maríu voru: 1) Jóhanna Helga, f. 14. apríl 1908, húsfreyja, Selja- teigi, Reyðarfirði, d. 13. maí 1989. 2) Zóphanías Elenberg, f. 5. mars 1909, skósmiður í Reylqavík, d. 2. júlí 1986. 3) Ingigerður Friðrika, f. 4. júní 1911, húsfreyja, Eskifirði, nú í Hafnarfirði. 4) Jón Benedikt, f. 1. ágúst 1912, bifreiðastjóri í Reykjavík, d. 8. apríl 1981. 5) Helgi Guðmundur, f. 12. janúar 1914, verslunarmaður, Hvamms- tanga, d. 29. desember 1982. 6) Gísli Sigurbjörn, f. 27. desember 1915, bóndi og verksfjóri, Reyð- arfirði, d. 2. september 1994. 7) Aðalheiður Rósa, f. 9. júní 1917, húsfreyja í Reykjavík, nú í Garðabæ. 8) Þórður, f. 21. des- ember 1919, skólasljóri og úti- bússtjóri BÍ, Egilsstöðum, d. 2. maí 1977. 9) Margrét, f. 10. október 1921, húsfreyja á Sel- fossi. 10) Guðrún Áslaug, f. 3. janúar 1924, húsfreyja í Reykja- vík. 11) Sigurlaug Ingibjörg, f. 17. desember 1927, d. 1930 á Blönduósi. 12) Steingrímur, f. 28. maí 1929, húsasmiðameistari í Hafnarfirði. Árið 1956 giftist María Viggó Einari Gíslasyni, vélstjóra, sem þá var eklqumaður, en kona hans hét Ása Sigríður Björns- dóttir, f. 24. maí 1905, d. 17. febrúar 1951. Foreldrar Viggós voru Ástrós Jónasdóttir hús- móðir, f. 5. október 1880, d. 16. febrúar 1959, og Gísli Guð- mundsson, f. 29. júlí 1873, mót- orbátsformaður og trésmiður í Reykjavík, d. 26. júní 1944. Mar- ía gekk fjórum bömum Viggós í móðurstað en þau em: 1) Hilm- ar, f. 14. febrúar 1939, fv. útibússljóri LI, Garðabæ, maki Auður Guðmunds- dóttir, f. 12. júní 1944, skrifstofu- maður. Bam þeirra: Viggó Einar, f. 4. febrúar 1968. 2) Gísli, f. 3. maí 1943, verkfræðingur í Reykjavík, maki Kristín Guðmunds- dóttir, f. 22. septem- ber 1943, skrifstofu- maður. Böm þeirra: a) Guðmundur, f. 1. mars 1967, sambýliskona Halla Lárasdóttir, f. 10. júní 1969, b) Ásbjöm, f. 29. mars 1970, sam- býliskona Auður Einarsdóttir, f. 1. júlí 1969, barn þeirra Einar Snær, f. 5. mars 1997, c) Kjart- an, f. 14. desember 1971, sam- býliskona Þórdís A. Oddsdóttir, f. 11. september 1972. 3) Bjöm, f. 29. júlí 1946, rekstrartækni- fræðingur, Reykjavík, maki Hallveig Björnsdóttir, f. 8. mars 1945, húsfreyja. Börn þeirra: a) Viggó, f. 28. maí 1970, sambýl- iskona Unnur Valborg Hilmars- dóttir, f. 16. júní 1973, barn þeirra Myrkvi Þór, f. 1. október 1997. b) Birna María, f. 3. des- ember 1974, c) Freyr, f. 13. des- ember 1976, sambýliskona Hild- ur Þorsteinsdóttir, f. 18. júní 1980, d) Árni, f. 21. nóvember 1985. 4) Sigrún Vigdís, f. 2. október 1948, leikskólakennari í Reykjavík, maki Ingi Karl Guðmundsson, f. 7. febrúar 1952, húsasmiður. Börn þeirra: a) Guðmundur Lár, f. 9. desem- ber 1980, b) Ása Sigríður, f. 24. maí 1982, c) Viggó Már, f. 30. desember 1983, d) María Ingi- björg Ragnarsdóttir, f. 5. júlí 1976. María Benediktsdóttir ólst upp á Þorkelshóli, V-Húna- vatnssýslu, þar til hún fór til náms í Kvennaskólanum á Blönduósi tvítug að aldri. Að námi loknu gerðist hún fyrir- vinna á heimili foreldra sinna þar til systkini hennar komust á Iegg. Faðir hennar, Benedikt, hafði þá misst heilsuna. Eftir að hann lést 1943 fiutti María ásamt móður sinni til Reykja- víkur árið 1945. Útför Maríu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15.00. Elskuleg fósturmóðir okkar verð- ur jarðsett í dag. María var á átt- ugasta og níunda aldursári þegar hún féll frá og var vel ern fram til hins síðasta. Það var þann 14. maí 1953 að María kom í Mávahlíð 24 ásamt móður sinni, Friðrikku Guð- rúnu Þorláksdóttir eða fyrir 46 ár- um og tók hún við móðurlausum systkinum á aldrinum 4 til 14 ára og má segja að hún hafi komið bæði í móður og fóður stað, þar sem heimilisfaðirinn var mikið fjar- verandi vegna vinnu sinnar á sjón- um. Hún ól okkur upp í guðsótta og góðum siðum enda var María mjög trúuð og vönduð að allri gerð. Um- skiptin sem urðu á öllum heimilis- háttum við komu Maríu í Mávahlíð- ina voru þess eðlis að við systkinin gátum aldrei nógsamlega þakkað henni. Föður okkar Viggó E. Gíslasyni vélstjóra giftist hún árið 1956. Það var mikið gæfuspor fyrir okkur systkinin þegar þau giftust. Hvem mann María hafði að geyma kom best í ljós þegar faðir okkar lá erf- iða banalegu árið 1985. Hún hjúkraði honum af slíkri alúð að fá- gætt er. María var falleg kona og okkur fannst hún aldrei eldast eins og annað fólk, svo ungleg var hún alla tíð og sérstaklega létt í öllum hreyfingum. María var ljóðelsk og ágætur hagyrðingur sem hún hafði reyndar ekki í hámælum en ljóðin sem hún skilur eftir sig bera því vitni. Einnig var hún afskaplega fær í öllum hannyrðum, sérstak- lega þó í fatasaumi og saumaði hin flottustu fót á okkur systkinin þeg- ar við vorum lítil. Við sem nutum návistar hennar verðum í ævarandi þakkarskuld við Maríu sem átti þann auð að geta gefið af sínu stóra hjarta þá væntumþykju sem um- vefur mann þannig að maður var ávallt betri maður eftir hverja heimsókn til hennar. María var afskaplega jákvæð og gefandi og í kringum hana safnað- ist fólk, bæði úr hennar mann- mörgu fjölskyldu og okkar. Heimil- ið í Mávahlíð 24 var sem í þjóð- braut. Þessi dæmalausa gestrisni og hjartahlýja einkenndi Maju fram á síðasta dag þannig að áður en gestir vissu af var komið kaffi og minnst fimm sortir á borðið. Meðan pabba naut við komu bæði bridge- og skákfélagar hans á kvöldin og um helgar bæði til að spila og tefla og ekld síður til að gæða sér á pönnukökum hjá Maju. Vinafjöldi Maju var svo mikill að erfitt er að ímynda sér manneskju á níræðisaldri sem fékk þvílíkan fjölda jólakorta! Fram til hins síð- asta var Maja að hlúa að vinum og vandamönnum, bæði gleði þeirra og sorgum. Þannig var Maja og þannig mun- um við minnast hennar. Megi Guð blessa minningu þína og færa þér þakklæti fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Hilmar, Gísli, Björn og Sigrún Vigdís. Elsku besta amma mín. Þakka þér fyrir allar þær yndis- legu stundir sem við höfum átt saman. Mér leið alltaf svo vel hjá þér og það var reyndar um alla sem kynntust þér. Þér tókst allaf að láta mér líða eins og væri sér- stök, þú hvattir mig áfram ef illa gekk, hrósaðir mér þegar vel gekk, studdir mig í sorgum og tókst þátt í gleðistundum niínum. Stundum talaðir þú um að þú værir aðeins „fósturamma „ mín, en veistu hvað, þú varst miklu meira en amma, þú varst trúnaðarvinur minn og ein af þeim sem standa hjarta mínu næst. Ávallt þegar ég kom í heimsókn þá fór ég hlaðin ýmsu góðgæti til að færa heimilisfólkinu mínu og stundum var það svo mikið að þú krafðist þess að ég tæki leigubíl heim. Og það þýddi lítið að mót- mæla þegar þú varst búin að ákveða eitthvað svoleiðis. Sumar vinkonur mínar öfunduðu mig að eiga svona ekta ömmu og tóku ást- fóstri við þér og auðvitað varst þú aldrei kölluð neitt annað en amma Mæja. Amma mín, þú fékkst ósk þína uppfyllta um brottförina, að deyja með reisn og fyrir það er ég þakk- lát. Eg er líka þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá mér og fengið að halda í höndina á þér þegar Guð ákvað að taka þig til sín. Þú ert klettur, sem vísar veg yfir villta sanda. Þú ert fjallið, sem skýlir gegn fárviðrum og kulda. Þú ert skjólsæll skógur í skrúði sumars. Þú ert vorið með vinhlýjum blæ og vermandi sól. Þú ert allt, sem eg ann og þrái. (Margrét Jónsdóttir.) Elsku amma mín, þín minning mun ávallt lifa í mínu hjarta. Þín nafna. María. Okkur bræður langar til að minn- ast ömmu okkar, Maríu Benedikts- dóttur, eða ömmu Maju eins og við kölluðum hana alltaf. Við kynnt- umst henni best er við komum heim frá Noregi, en þá fluttum við í Hlíð- amar og bjuggum rétt hjá ömmu Maju og afa Viggó. Reglulega var komið við í Mávahlíðinni á leiðinni heim af leikskólanum og eigum við bræður margar og góðar minningar úr Hlíðunum. I Mávahlíðinni lærðum við ýmis- legt hjá ömmu og afa, svo sem ým- iss konar föndur, að tefla, lesa nót- ur, spila á orgel og trompet og aldrei munum við gleyma göldrun- um sem afi sýndi okkur. Eitt er á hreinu, amma Maja bak- aði bestu kökur í heimi og enduðu allar heimsóknir í eldhúsinu. Við bræðurnir skiptum liði til að kíkja undir kökuhattana, en undir þeim voru kökur af öllum stærðum, gerð- um og lit. Amma Maja var sérstaklega hlý manneskja og hafði einstakt lag á börnum, sem við upplifðum sterk- lega þegar fyrsta langömmubarn hennar fæddist hjá einum okkar. Amma Maja gaf okkur öll jól handprjónaða sokka, sem hún sjálf prjónaði, og höfum við bræður not- að þá í gegnum árin og áratugina. Við munum varðveita síðustu pörin frá ömmu í virðingar- og þakklætis- skyni fyrir allt sem hún hefur gefið okkur í gegnum árin. Megi guð blessa minningu þína elsku amma okkar. Guðmundur, Ásbjörn og Kjartan. Þegar hringt var í mig og mér sagt að Maja frænka væri dáin fór hugurinn strax á fleygiferð aftur í barnæsku okkar systkinanna, því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.