Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Samningur um lögsögumörk kynntur á færeyska Lögþinginu
Ekkert lengur í vegi
fyrir olíuleitarútboði
Þórshöfn. Morgunblaðið.
FÆREYINGAR geta nú óhikað
dembt sér út í að undirbúa hugsan-
legt olíuævintýri, eftir að það tókst
að semja um lögsögumörkin milli
Hjaltlandseyja og Færeyja. Á
mánudag kynnti Anfínn Kallsberg,
lögmaður Færeyinga, samnings-
drögin fyrir Lögþinginu, langþráð-
an samning milli Bretlands og Dan-
merkur/Færeyja, sem kveður á um
hvar lögsögumörkin á landgrunninu
milli eyjaklasanna tveggja skuli
liggja. Jafnframt er með samningn-
um útkljáður ágreiningur um fisk-
veiðiréttindi á öðrum kafla lögsögu-
markanna.
Kveðið er á um það í samningn-
um, að landgrunnsmörkin fylgi mið-
línu, eins og dansk-færeyska samn-
inganefndin hafði farið fram á frá
upphafi, en á móti verður lega mið-
línunnar ákveðin út frá brezkum
skilgreiningum. Mörk fiskveiðilög-
sögu ríkjanna verða í stórum drátt-
um óbreytt, en falla ekki að öllu
leyti saman við landgrunnsmörkin
(sjá meðfylgjandi kort).
Um margra ára skeið hefur verið
ági'einingur um „grátt hafsvæði“
milli Færeyja og Norðurstrandar
Skotlands, sem bæði Færeyingar
og Bretar hafa gert kröfu til fisk-
veiðiréttinda í. Landgrunninu und-
ir þessu umdeilda hafsvæði hefur
verið skipt eftir brezkri skilgrein-
ingu á miðlínu, sem þýðir að land-
grunnsréttindin eru að langmestu
leyti í höndum Breta. Hins vegar
hafa samkvæmt hinum nýja samn-
ingi bæði Færeyingar og Bretar
jafnan rétt til fiskveiða á svæðinu.
Fram að þessu hafa báðar þjóðir
stundað veiðar á svæðinu meira
eða minna vandkvæðalaust og nú
hefur verið ákveðið að áframhald
verði á því, þó með þeirri breytingu
að stýring veiðanna verði mark-
vissari.
Anfinn Kallsberg tjáði Lögþing-
inu að þetta væri bezta samnings-
niðurstaðan sem Færeyingum var
kleift að ná. „Ég er því ánægður
með ákvörðun lögsögumarkanna.
Sérfræðingar segja mér, að þetta sé
góður samningur. Valkosturinn við
þessa niðurstöðu hefði verið að láta
Alþjóðadómstólinn í Haag skera úr
um málið, og hefði til þess komið er
allsendis óvíst að við hefðum náð
eins miklu og í þessum samningi
felst. Auk þess hefðu slík málaferli
getað tekið allt að fimm árum,“
sagði lögmaðurinn.
Fyrsta olíuleitar-
útboðið í gang
Nú er ekkert því til fyrirstöðu, að
undirbúningur að fyrsta olíuleitar-
útboðinu í færeysku lögsögunni fari
í gang. Eyðun Elttor, sem fer með
olíumál í færeysku landstjórninni,
segir tillögu að útboði verða lagða
fyrir Lögþingið í haust. „Og fari allt
að óskum, ættu fyrstu tilraunabor-
anirnar að geta hafizt á árinu 2001,“
segir Eyðun.
Búizt er við, að samningsdrögin
sem Anfinn Kallsberg lagði fyrir
Lögþingið á mánudag verði sam-
þykkt þar á föstudag, og þriðjudag-
inn 18. maí verði samningurinn síð-
an formlega undirritaður í Þórs-
höfn. Anfinn Kallsberg lögmaður,
Niels Helveg Petersen, utanríkis-
ráðherra Danmerkur, og Tony
Lloyd, aðstoðarutanríkisráðherra
Bretlands, undirrita samninginn
fyrir hönd samningsaðila. Að því
loknu á danska og brezka þingið eft-
ir að staðfesta samninginn, og með
tilliti til þess hve Færeyingum ligg-
ur á að geta farið af stað með olíu-
leitarútboðið hyggst danska þingið
reyna að afgreiða málið fyrir sitt
leyti áður en það fer í sumarleyfi.
I sambandi við þessa lögsögu-
deilu sem nú loks sér fyrir endann á
hefur athyglin einkum og sér í lagi
beinzt að hluta hafsbotnsins milli
Hjaltlandseyja og Færeyja, þar
sem í brezkri lögsögu hafa nú þegar
fundizt ríkar olíulindir. Þar sem
landgrunnið Færeyjamegin við hin
nýákveðnu lögsögumörk er jarð-
fræðilega eins og það sem sunnar
liggur eru taldar yfirgnæfandi líkur
á að olía finnist þar.
Kassalínurnar í meðfylgjandi
korti eni útlínur olíuleitarhólfa, sem
alþjóðleg olíufélög hafa fyrir löngu
dregið upp.
Pósthússtræti
^^Skerjafjörður
1
Hafnarfjörður
<K;P'l Keflavík
Kúagerði
Básendar
Póstgangan 1999 er gengin til að minnast fyrstu ferðar fastráðins landpósts um
Suðurnes og tilskipunar Kristjáns VII frá 13. maí 1776 um póstferðir á íslandi.
Póstgangan verður í nokkrum áföngum og hófst hún 6. maí.
13. maí Gangan hefst kl. 10 á Bessastöðum og þar heilsar forseti íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, upp á hópinn. Gengið verður suður í Kúagerði með viðkomu
á pósthúsinu í Hafnarfirði. Grillveisla verður í Kúagerði í lok göngunnar.
Rútuferðin Frá BSÍ kl. 9.15.
^ó'
pósthúsinu í Kópavogi kl. 9.30.
pósthúsinu í Garðabæ kl. 9.45 og
frá Kúagerði í lok göngunnar.
POSTURINN
Næstu þrjú fimmtudagskvöld
verður göngunni haldið áfram.
Allir velkomnir!
Hæstiréttur dæmir í máli Rajiv Gandhi
Dauðadómar stað-
festir og sýknu-
dómar kveðnir upp
Nýju Delí. Reuters.
HÆSTIRÉTTUR Indlands stað-
festi í gær dauðadóma yfír fjór-
um þeirra 26 einstaklinga sem
fundnir höfðu verið sekir um að
ráða Rajiv Gandhi, fyrrum for-
sætisráðherra Indlands, af dög-
um í maí 1991. Úrskurðurinn í
gær kom til vegna áfrýjunar-
beiðni hinna tíu Indverja og sext-
án Sri Lanka-búa sem dæmdir
höfðu verið til dauða í janúar
1998 fyrir þátt sinn í tilræðinu
gegn Gandhi sem myrtur var á
kosningafundi í Suður-Indlandi.
Dauðadómar hinna 19 voru ógilt-
ir og ganga þeir nú fijálsir ferða
sinna.
Fólkið var grunað um að vera
liðsmenn skæruliðahreyfingar
Tamfla sem berst fyrir sjálfstæði
Sri Lanka frá Indlandi. Skæru-
liðahreyfingin hefúr hins vegar
alla tíð visað ásökunum um aðild
að morðinu algerlega á bug.
Sækjendur í máli mannanna 26
sögðu við réttarhöldin að skæru-
liðahreyfing Tamfla hefði, með
Reuters
Rajiv Gandhi
morðinu á Gandhi, verið að hefna
ákvörðunar forsætisráðherrans
fyrrverandi um að senda her-
menn til eyjarinnar til að af-
vopna andstöðuöflin. Rajiv Gand-
hi var í stjórnarandstöðu er hann
var veginn.
Bandamenn ráðast á
ratsjárstöðvar í Irak
Ankara. Reuters.
BANDARÍSKAR orrustuþotur
vörpuðu sprengjum á ratsjárstöðv-
ar innan flugbannssvæðisins yfir
norðurhluta Iraks í gær. í yfirlýs-
ingu bandaríska hersins sagði að
ratsjár Iraka sem staðsettar væru
við borgina Mosul hefðu fest mið á
vélunum og við það hefðu flug-
menn varpað sprengjum í sjálfs-
vöm. I yfirlýsingunni kom fram að
allar orrustuþoturnar hefðu snúið
heilu og höldnu til Incirlik-herflug-
vallarins í suðausturhluta Tyrk-
lands að árásinni lokinni.
Loftárásir bandaríska og breska
flughersins á hemaðai-lega mikil-
væg skotmörk innan flugbanns-
svæðisins yfir norður- og suður-
hluta Iraks hafa staðið linnulítið
frá miðjum desember sl. eftir mis-
heppnaðar samningaumleitanir
sem miðuðu að því að fá stjómvöld
í írak til að lúta ályktunum örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna um
upprætingu gereyðingarvopna.
Aðgerðh- bandamanna í norður-
hluta Iraks eru framkvæmdar
með það í huga að vernda minni-
hluta Kúrda fyrir árásum Iraks-
hers. Til að ráðast á skotmörk í
Irak þurfa bandamenn formlegt
leyfi frá tyrkneskum stjómvöld-
um. Flugmenn bandarískra og
breskra orrustuþotna sem leggja
upp frá Incirlik-herflugvellinum
geta hins vegar gert árás í sjálfs-
vörn ef þeir telja að um yfirvof-
andi hættu sé að ræða.