Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 33
LISTIR
Þátttaka í alþjóðlegum listamessum
Fá góða
yfirsýn á
stuttum tíma
PÉTUR Arason verslunareigandi
er einn fárra Islendinga sem sækja
reglulega listamessur, nú síðast í
Stokkhólmi um miðjan mars sl., þar
sem honum var boðið að taka þátt í
málþingi með safnstjórum nútíma-
listasafna, en þar var aðalumfjöll-
unarefnið innkaupastefna safna. A
listamessunni í Stokkhólmi var
einnig Edda Jónsdóttir, eigandi
Gallerís Ingólfsstrætis 8, sem þá
var nýkomin af alþjóðlegu lista-
messunni Areo í Madríd. Það mun
hafa verið í fyrsta sinn sem íslenskt
gallerí tekur þátt í alþjóðlegri lista-
messu. Edda lét þess getið í samtali
við Morgunblaðið nýlega að Pétur
væri í raun eini maðurinn á Islandi
sem safnaði nútímamyndlist.
„I sjálfu sér er þetta eins og hver
önnur kaupstefna, þar sem gefnar
eru miklar upplýsingar á stuttum
tíma. Það var litið dálitlu hornauga
fýrir nokkrum árum að þetta væri
markaðstorg listarinnar en það hef-
ur breyst mikið, núna heyrir maður
ekki þessar neikvæðu raddir. Nú
þykir þetta alveg nauðsynlegt fyrir
safnara, menn sem hafa kannski
ekki mikinn tíma til að þvælast á
milli gallería en þarna fá þeir góða
yfirsýn á stuttum tíma,“ segir Pét-
ur.
„Það er gífurlegur fjöldi sem
sækir þessar messur; bæði þeir
sem eru að kaupa, forvitnir áhorf-
endur, listamenn og safnafólk - það
er í rauninni allur listheimurinn
sem mætir þama,“ heldur hann
áfram. Pétur segir nokkrar lista-
messur skera sig úr. „Sýnu stærst
þeirra er sú í Basel í Sviss, sem
haldin er í byrjun maí, á hæla henn-
ar fylgir Köln í nóvember, svo hef-
ur Berlín komið sterkt inn, og
Frankfurt, að ógleymdri Arco í Ma-
dríd og messunni í Stokkhólmi. Svo
eru nokkrar minni í Bandaríkjun-
um, t.d. í Chicago."
Pétur segir mjög erfítt að fá inni
á bestu messunum. „Galleríin verða
að vera búin að sanna sig, menn
hlaupa ekkert þarna inn. Fólk var
mjög hrifíð af básnum hjá Eddu og
hún fékk fólk strax með sér. Yfir-
leitt hafa galleríin verið að kynna
eina 20-30 listamenn, en nú er
hugsunarhátturinn að breytast og
mörg gallerí farin að leggja áherslu
á að kynna frekar einn til tvo lista-
menn eða verkefni, sérstaklega þau
gallerí sem eru yngri og minna
þekkt. Eddu tókst þetta mjög vel,“
segir hann.
Aðspurður um hvert leiðin liggi
næst á listamessu segir Pétur það
fara eftir ýmsu. „Kannski verður
það Köln - það kemur í ljós.“
Landsvirkj-
unarkórinn
í Grensás-
kirkju
LANDSVIRKJUNARKÓRINN
heldur tónleika í Grensáskirkju á
morgun, fimmtudag kl. 17. Auk kór-
söngs verður einsöngur og tvísöng-
ur. Flutt verða íslensk, dönsk og
ensk lög, m.a. syrpa úr söngleiknum
Oklahoma eftir Rodgers og
Hammerstein. Einnig flytur rosk-
inn „drengjakór" nokkur lög. Hann
skipa 10 núverandi og íyrrverandi
starfsmenn frá verkfræðistofunni
Hönnun.
Einsöngvarar eru Þuríður G. Sig-
urðardóttir, sópran, Þorgeir J.
Andrésson, tenór og Birna Ragn-
arsdóttir, sópran. Undirleik á píanó
annast Kolbrún Sæmundsdóttir, á
harmonikku Guðni Þorsteinsson og
á gítar Páll Eyjólfsson.
Stjómandi Landsvirkjunarkórs-
ins er Páll Helgason og raddþjálfari
er Þuríður Guðný Sigurðardóttir.
Kórinn er að ljúka sínu 8. starfsári.
Hann var stofnaður í nóvember
1991. í kórnum eru 37 félagar um
þessar mundir.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
Jórukórinn
á Selfossi
YNGSTI kór Selfyssinga, Jórukór-
inn, lýkur vetrarstarfinu með tvenn-
um tónleikum á Selfossi. Fyrri tón-
leikamir verða á uppstigningardag,
fimmtudaginn 13. maí, kl. 20:30 í
Fjölbrautaskóla Suðurlands. Seinni
tónleikamir verða í Selfosskirkju
sunnudaginn 16. mai kl. 16.
Efnisskrá kórsins samanstendur
af íslenskum sönglögum, negrasálm-
um og íslenskum og erlendum dæg-
urlögum. Til liðs við sig hefur kórinn
fengið söngkonuna Kristjönu Stef-
ánsdóttur, sem verður einsöngvari á
tónleikunum. Stjómandi er Helena
Káradóttir og hljóðfæraleikarar eru
Þórlaug Bjarnadóttir, Helgi E. Kri-
stjánsson og Smári Kristjánsson.
Súrefiiisyörur
Karin Herzog
Kynning
i dag kl. 14—18 í
Apóteki Keflavíkur, Keflavík,
Fjarðarkaups Apóteki,
Hafnarfirði,
Apótekinu Smárartorgi,
Kópavogi.
- Kynningarafsláttur -
EINFALT ■ AUÐVELT HANDHÆGT
0DEXION
APT0N SMÍÐAKERF!
-Snidld fyrir hvern og einn
SINDRI
-Pegar byggja skal með málmum
Faxið til okkar
hugmyndir og
við sendum ykkur
verðtilboð.
Borgartúni 31 ■ 105 Rvik ■ sími 575 OOOO ■ fax 575 0010 ■ www.sindri.is
Söngskólinn í
Reykjavík
8. stigs
tónleik-
ar í Smár-
anum
SÖNGVARARNIR sem eru að ljúka 8. stigs prófl
ásamt skólastjóranum Garðari Cortes.
FJÓRTÁN nemendur tóku 8.
stigs próf í einsöng í vetur, loka-
próf úr almennri deild Söngskól-
ans í Reykjavík. Lokaáfangi
prófsins eru einsöngstónleikar
sem verða í Tónleikasal Söng-
skólans, Smára, Veghúsastíg 7.
Á efnisskrá tónleikanna eru ís-
lensk og erlend lög, söngvar úr
söngleikjum og aríur og dúettar
úr óperum. Píanóleikararnir eru
allir kennarar við Söngskólann í
Reykjavík.
I kvöld, miðvikudag, kl. 20,
syngja Ingibjörg Ólafsdóttir
sópran og Kolbrún Sæmunds-
dóttir leikur undir á pianó og
Margrét Árnadóttir sópran og
Iwona Jagla leikur undir á pianó.
Á morgun, fimmtudag kl. 16,
syngja Elísa Sigríður Vilbergs-
dóttir sópran við undirleik Iwona
Jagla á píanó og Þórhallur
Barðason barítón við undirleik
Katrínar Sigurðardóttur á píanó.
Kl. 20 syngja sópransöngkonurn-
ar Elíza María Geirsdóttir og
Guðbjörg R. Þórisdóttir við pí-
anóundirleik Ólafs Vignis Al-
bertssonar.
Sigurlaug Knudsen sópran og
Iwona Jagla koma fram kl. 16
laugardaginn 15. maí. Þá syngur
einnig Þórunn Día Steinþórsdótt-
ir við píanóundirleik Láru Rafns-
dóttur. Sunnudaginn 16. maí kl.
16 koma fram Rósalind Gísla-
dóttir mezzósópran og Kolbrún
Sæmundsdóttir, píanó og Gunnar
Kristmannsson barítón og Katrín
Sigurðardóttir, píanó. Mánudag-
inn 17. maí kl. 20 syngja Þóra
Gylfadóttir sópran við pianóund-
irleik Elínar Guðmundsdóttur og
Þorsteinn Guðmundsson tenór
við pianóundirleik Hólmfríðar
Sigurðardóttur. Þriðjudaginn 18.
maí kl. 20 syngja Ragnheiður
Hafstein mezzósópran við píanó-
undirleik Iwona Jagla og
Tryggvi Helgason barítón við pí-
anóundirleik Katrínar Sigurðar-
dóttur.