Morgunblaðið - 09.06.1999, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ingvar
FRÁ slysstað á Reykjanesbraut.
Piltur beið bana
í árekstri
SAUTJÁN ára piltur beið bana í
umferðarslysi skömmu eftir klukk-
an 19 í gærkvöldi á Reykjanes-
braut, milli Vífilsstaðavegar og
Hamrabergs, þegar fólksbifreið
hans lenti framan á vöruflutninga-
bifreið sem kom úr gagnstæðri átt.
Tildrög slyssins eru óljós en þau
eru til rannsóknar hjá lögreglunni
í Hafnarfirði.
Okumaður fólksbifreiðarinnar
var á leið austur eftir Reykjanes-
braut þegar slysið varð og lést
hann samstundis við áreksturinn.
Hann var einn í bifreiðinni.
Ökumaður vöruflutningabifreið-
arinnar meiddist ekki, en nokkrar
skemmdir urðu á bifreið hans.
Loka varð Reykjanesbrautinni í
um klukkustund meðan lögregla
og sjúkralið athöfnuðu sig á vett-
vangi.
Ekki er unnt að greina frá nafni
hins látna að svo stöddu.
FRÉTTIR
Framleiðendur á félagssvæði KÞ vilja samstarf við KEA
Um 100 bændur fallast
á samstarf við KEA
Akureyri. Morgunblaðið.
KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur
gert samkomulag við um 100 fram-
leiðendur á félagssvæði Kaupfélags
Þingeyinga þess efnis að þeir leggi
inn afurðir sínar til MSKÞ ehf. eða
annarra afurðastöðva á vegum KEA.
Samkomulagið nær einnig til Kjötiðj-
unnar ehf. sem er í eigu Landsbanka
Islands.
Stefán Skaftason, ráðunautur hjá
Ráðunautaþjónustu Þingeyinga,
sagði að framleiðendur á félagssvæði
KÞ væru um 100 talsins og að
stærstur hluti þeirra hefði skrifað
undir. „Það er almennur vilji meðal
bænda að fara þessa leið og talið að
þetta sé það skásta fyrir þá til fram-
tíðai’ litið. Sú hagræðing sem þetta
leiðir af sér muni jafnframt tryggja
besta afkomu þeirra til framtíðar,"
sagði Stefán og bætti við að héraðinu
myndi blæða gengi þetta ekki eftir.
Forsvarsmenn Kaupfélags Eyfirð-
inga kynntu samkomulagið á fundi
með framleiðendum á félagssvæði
KÞ á Breiðumýri á dögunum en á
þeim fundi kom fram eindreginn vilji
bænda til að vinna áfram með KEÁ
að málefnum KÞ. Margir þeirra
skrifuðu undir samkomulagið strax á
fundinum en aðrir tóku plaggið með
sér heim til frekari skoðunar. Frá
þeim tíma hafa svo fjölmargir bæst í
hópinn.
Verðgildi mjólkursamlagsins
minnkar
Stefán sagði að menn hefðu heldur
ekki séð það, að þótt einhver huldu-
maður hefði bæst í hópinn og keypt
mjólkursamlagið, að hann gæti
tryggt það sama og menn vita heldur
ekki hver hann er eða hvað hann er
að bjóða. „Það er ekki bara að menn
kaupi þetta og borgi eitthvað af
skuldunum. Málið snýst um að
tryggja hér búsetu, rekstur og rnark-
aðsstöðu okkar til frambúðar. Á með-
an þessi maður gefur sig ekki upp er
heldur ekki hægt að taka afstöðu til
hans og verður ekki gert. Hvað sem
mönnum finnst um það hefur enginn
komið hingað til að rétta hjálparhönd
nema KEA og þannig held ég að
bændur h'ti á málið.“
Stefán sagði jafnframt að um leið
og bændur skiifuðu undir samning
við KEA minnkaði verðgildi mjólkur-
samlagsins að sama skapi fyrir aðra
kaupendur.
í samkomulaginu kemur fram að
greiðsla fyrir innlegg afurða færist
inn á viðskiptareikning framleiðenda
hjá KEA. Framleiðandi hefur jafn-
framt heimild til að taka út hjá KEA
og dótturfélögum rekstrarvörur og
neysluvörur til búsins, sem nemur
allt að inneign hans á viðskipta-
mannareikningi hjá KÞ, að viðbættu
mánaðarinnleggi fi-amleiðanda til af-
urðastöðva KEA. Sé 'framleiðandi
hins vegar í skuld á viðskiptamanna-
reikningi KÞ er honum heimilt að
taka út hjá KEA sem nemur mánað-
arinnleggi hans til afurðastöðva
KEA.
Ennfremur kemur fram í sam-
komulaginu, að þegar greiðslustöðv-
un KÞ lýkur, eða gjaldþrotaskiptum,
fari félagið í gjaldþrot, framleiðandi
lofi við samþykki samkomulags þessa
að það sem fæst greitt af inneign
hans hjá KÞ leggist inn á viðskipta-
mannareikning hans hjá KEA. Verði
framleiðandi skuldlaus við KEA skal
hann ráðstafa inneign sinni hjá KÞ
að eigin vild þegar hún kemur til
greiðslu en verði framleiðandi í skuld
við KEA, umfram mánaðarinnlegg ,
skuli aðilar semja um greiðslu henn-
ar innan þriggja mánaða.
■ Tæplega 80%/17
Morgunblaðið/Golli
Hitaveiturör í sundur
HITAVEITURÖR fór í sundur við gatnamót Rauða-
lækjar og Bugðulækjar um klukkan hálffimm í gær
og urðu íbúar heitavatnslausir við þessar götur
ásamt hluta Langholtsvegar og Kleppsvegar. Þegar
var hafist handa við að lagfæra leiðsluna og lauk
viðgerðum skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi.
Ný flug-
braut byggð
fyrir snerti-
lendingar
SAMÞYKKT var á fundi ríkis-
stjómar í gær að tillögu samgöngu-
ráðherra að hann fái heimild til að
ljúka viðræðum við borgaryfirvöld
um framtíðarstarfsemi Reykjavík-
urflugvallar og deiliskipulag íyrir
flugvallarsvæðið. Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra segir viðræður
hafa staðið milli samgönguráðuneyt-
isins og borgarinnar undanfarið en
hugmyndin er meðal annars að færa
hluta af æfingaflugi frá vellinum.
Með því að færa æfingaflugið, og
þá einkum svokallaðar snertilend-
ingar flugnema sem eru stór hluti af
umferðinni um Reykjavíkurflugvöll,
segir samgönguráðherra unnt að
draga úr óþægindum og hávaða frá
flugumferð en slíkt hefur m.a. verið
umkvörtunai-efni íbúa næst flugvell-
inum. „Með því að færa snertilend-
ingamar annað yrðu vemlegar úr-
bætur fyrir þessa íbúa,“ sagði Sturla
Böðvarsson en samþykkt var að taka
upp í næstu flugmálaáætlun tillögu
um flugbraut eða - brautir utan
Reykjavíkurflugvallar sem nýst
gætu æfingafluginu. Samgönguráð-
herra sagði hvorki unnt að segja
hvenær slík braut yrði tekin í notkun
né hversu mikið hún myndi kosta.
Henni væri eingöngu ætlað að sinna
æfingaflugi og þar yrði komið upp
allri nauðsynlegri öryggisþjónustu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
RAGNAR Gfslason verslunar-
stjóri með nýju kartöflumar.
Nýjar ís-
lenskar
kartöflur í
Nóatúni
í NÓATÚNI er liafin sala á nýj-
um ylræktuðum Premier-kartöfl-
um úr Biskupstungum. Að sögn
Matthíasar Sigurðssonar, fram-
kvæmdasljóra Nóatúns, er þetta í
fyrsta skipti sem Nóatún fær nýj-
ar fslenskar kartöflur í sölu í
júnímánuði og að sögn hans eru
gæðin fyrsta flokks. Kílóverð er
299 krónur.
► SJÓMANNADAGURINN skipar
stóran sess í máli og myndum í Ver-
inu dag og sagt er frá komu nýs
báts til Keflavíkur og vaxandi um-
svifum SIF í Brazilfu. Fiskverð ytra
og heima er að vanda í blaðinu.
◄ MEÐ Morgunblaðinu í
dag er dreift bæklingi frá
Sóma, „Samlokubakkar
sem henta við flest tæki-
færi“. Bæklingnum er
dreift á höfuðborgar-
svæðinu.
► MEÐ Morgunblaðinu í
dag er dreift blaði frá
Firðinum - miðbæ Hafnar-
fjarðar, „Tílboðsdagar".
Blaðinu er dreift i Kópa-
vogi, Hafnarfirði, Garða-
bæ, Bessastaðahreppi og
á Suðurnesjunum.
HÁLFUR MÁNUÐUR AF
DAGSKRÁ FRÁ MIÐVIKUDEGI
TIL ÞRIÐJUDAGS.