Morgunblaðið - 09.06.1999, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 11
FRÉTTIR
Formennska stjórnarand-
stæðinga í þingnefndum
Á ekki stoð í
þingsköpum
NEMENDUR, sem brautskráðust frá Tónlistarskólanum í Reykjavík nú í vor, ásamt
Halldóri Haraldssyni skólastjóra.
Tónlistarskólanum í Reykjavík slitið
14 nemendur braut-
skráðir með 15 lokapróf
SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir,
formaður þingflokks sjálfstæðis-
manna segir að þess sé hvergi getið
í þingsköpum Aiþingis að stjórnar-
andstæðingar skuli veita fasta-
nefndum Alþingis formennsku og
segir að það hafi orðið að ráði að
þessu sinni að gera ekki tillögu um
að stjómarandstæðingar stýri
fastanefndum þingsins.
Stjómarandstæðingar höfðu for-
mennsku í þremur fastanefndum
Alþingis á síðasta kjörtímabili og
hafa gagnrýnt þá ákvörðun stjóm-
arflokkanna að svo verði ekki
áfram. „Þetta fyrirkomulag hefur
auðvitað bæði kosti og galla,“ segir
Sigríður Anna og telur að það hafí
að ýmsu leyti reynst ágætlega en að
öðm leyti miður á síðasta kjörtíma-
bili. „Ég veit að margir höfðu áhuga
á að halda þessu áfram en þetta
varð niðurstaðan. Það er í sjálfu sér
ekkert meira um það að segja,“ seg-
ir hún ennfremur.
Einfaldlega niðurstaðan
Kristinn H. Gunnarsson, formað-
ur þingflokks framsóknarmanna,
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær þrjá menn til fangelsis-
vistar fyrir aðild að vopnuðum rán-
um í tveimur söluturnum í vetur.
Þyngsta dóminn fékk 34 ára gam-
all karlmaður, Gauti Ólafsson, fyrir
að hafa rænt söluturn við Grundar-
stíg hinn 3. febrúar síðastliðinn. Fór
hann inn í söluturninn með hníf í
hendi, hettu yfir andliti og ógnaði
starfsstúlku með hnífnum og neyddi
hana til að afhenda sér 20-25 þúsund
krónur úr sjóðvélum sölutumsins.
Seinna ránið framdi maðurinn í
sölutuminum Bússu í Garðastræti
þar sem hann fór með flökunarhníf í
hendi og með hluta úr sokkabuxum
yfír höfði og andliti og skipaði starfs-
stúlku sölutumsins að afhenda sér
peninga og ógnaði henni með hnífn-
um. Hann hvarf síðan af vettvangi
með 12 þúsund krónur.
Litið var til þess að maðurinn, sem
segir að það hafí einfaldlega verið
niðurstaða stjómarflokkanna að
hverfa frá því fyrirkomulagi, sem
gilti á síðasta þingi, að eftirláta
þingmönnum stjórnarandstöðunnar
formennsku í þremur fastanefndum
Alþingis.
Kristinn sagði að fyrir dyrum
standi að endurskoða þingsköp Al-
þingis og ágætt gæti verið að meta
reynsluna af umræddu fyrirkomu-
lagi í tengslum við hana. Á meðan
sé rétt að „halda að sér höndum,“
eins og hann orðar það.
„Ég bendi á að þetta fyrirkomu-
lag [um að stjómarandstaðan fái
formennsku í fastanefndum] er ný-
mæli sem tekið var upp á síðasta
kjörtímabili. Og þeir flokkar sem nú
era í stjórnarandstöðu hafa ekki
haft áhuga á því að taka upp slíka
skipan þegar þeir hafa verið í
stjórn," segir hann. Sjálfur kveðst
hann á hinn bóginn þeirrar skoðun-
ar að skynsamlegt sé að stjómar-
andstaðan komi einnig að stjórn
þingsins með aðild að forsætisnefnd
Alþingis og/eða með formennsku í
fastanefndum.
hefur ítrekað gerst sekur um ráns-
brot, hefur að langmestu leyti játað
brot sín. Ennfremur var litið til þess
að hann á við geðsjúkdóm að stríða
og þótti því refsing hans hæfilega
ákveðin þriggja og hálfs árs fangelsi
Tveir samverkamenn
dæmdir í fangelsi
Jafnaldri mannsins var dæmdur í
eins og hálfs árs fangelsi en hann var
fundinn sekur um undanfarandi
hlutdeild í fyrra ráninu með því
leggja til hettu, sem hann vissi að
nota ætti til ráns í einhverjum sölu-
tumi. Sannað þótti ennfremur að
þeir hefðu skipt með sér fengnum.
Þriðji maðurinn, sem er 32 ára
gamall, og hlaut 10 mánaða fangelsi,
var fundinn sekur um hlutdeild I
seinna ráninu, en hann lagði Gauta
til sokkabuxurnar, sem hann notaði
við ránið og tók við ránsfénu.
TONLISTARSKÓLANUM í Reykja-
vík var slitið í 69. sinn 28. maí í Há-
teigskirkju. Strengjasveit Tónlistar-
skólans í Reykjavík, undir stjóm,
Marks Reedman lók lokaþáttinn
Finale úr Serenöðu í C-dúr eftir
Tsjaíkovskí. Halldór Haraldsson
skólastjóri flutti ræðu um helstu at-
burði skólaársins og efstu mál á
baugi nú eins og Listaháskóla ís-
lands sem taka mun til starfa í
þremur áföngum, tónlistardeild
væntanlega haustið 2001. Að því
loknu afhenti hann þeim nemend-
um, sem nú útskrifast frá skólanum,
skírteini sín. Að þessu sinni braut-
skráðust 14 nemendur frá skólanum
með 15 lokapróf því einn nemandi
lauk tvenns konar prófum. Sex
nemendur luku tónmenntakennara-
prófl, tveir burtfararprófí og tveir
einleikaraprófí.
Skólaárið hófst með námskeiði
tveggja kennara frá Guildhall
School of Music and Drama í skap-
andi tónlist og tónlistarmiðlun.
Þetta var stærsta og fjölmennasta
námskeiðið til þessa og lauk því
með stórtónleikum í Ráðhúsi
Reykjavíkur. Á þessu skólaári sóttu
ýmsir aðrir erlendir gestir skólann
heim og héldu námskeið fyrir nem-
endur og kennara. Þar er fyrst að
nefna námskeið bræðranna Stefans
og Dimitris Ashkenazy í október.
Dimitri hélt námskeið í klarínettu-
leik 6. október en Stefan námskeið í
píanóleik 9. október. Þá hélt finnski
kórsljórinn Seppo Murto námskeið í
kórstjórn 17. október og breski
sellóleikarinn Stefen Isserlis nám-
skeið í sellóleik 20. nóvember. Hinir
þekktu bandarfsku fiðluleikarar og
kennarar Roland og Anita Vamos
héldu námskeið í skólanum 4. til 6.
janúar og opinbera tónleika í Saln-
um í Kópavogi 7. janúar. Námskeið
þeirra var ekki beinlínis á vegum
skólans en hann styrkti námskeiðið
ásamt nokkrum öðrum tónlistar-
skólum. Veg og vanda af fram-
kvæmd þess hafði Guðný Guð-
mundsdóttir. Á tónleikunum 7. jan-
úar stjómaði hún jafnframt
strengjasveit sem, auk Gunnars
Kvaran, var skipuð mörgum
strengjanemendum skólans. Þá hélt
Sibyl Urbancic námskeið í febrúar í
Feldenkrais-tækni.
Föstudagsfyrirlestra héldu Atli
Heimir Sveinsson tónskáld, sem
kynnti hinn nýja píanókonsert sinn,
Runólfur Þórðarson verkfræðingur
fjallaði um nemendur Franz Liszt,
bandaríska tónskáldið og kennarinn
Stephen Mosko um bandarfska sam-
tíðartónlist og Dieter Kaufmann frá
Tónlistarháskólanum í Vínarborg
fyrirlestur um elektróníska tónlist.
34 tónleikar haldnir
á vegum skólans
f vetur voru alls haldnir 34 tón-
leikar á vegum skólans, þar af 17
opinberir tónleikar utan skólans og
17 reglulegir tónleikar innan skóla.
Meðal þessara tónleika voru hljóm-
sveitartónleikar þar sem frumflutt-
ur var Konsert fyrir hljómsveit eftir
dr. Victor Urbancic, tvennir
strengjasveitar-tónleikar, tvennir
kammertónleikar og athyglisverðir
tónleikar nemenda tónfræðadeildar
skólans. Þess má geta að
Kammermúsikklúbburinn í Reykja-
vík bauð nemendum skólans að
halda tónleika í upphafi árs á sínum
vegum sem viðurkenningarvott um
góða frammistöðu nemenda.
Listasjóður Tónlistarskólans í
Reylgavík veitti fjóram nemendum
viðurkenningu með bókargjöf fyrir
framúrskarandi árangur í námi,
þeim Ástríði Öldu Sigurðardóttur,
sem lauk einleikaraprófi, Ástríði
Haraldsdóttur, sem lauk píanókenn-
araprófi, Ingunni Jónsdóttur, sem
lauk blásarakennaraprófi, og Þór-
dísi Heiðu Kristjánsdóttur sem lauk
tónmenntakennaraprófi.
Kennarar kveðja
Á þessu vori kvöddu tveir kenn-
arar skólann, þær Selma Gunnars-
dóttir píanókennari, sem lætur af
störfum eftir 40 ár, og Sieglinde
Kahmann óperusöngkona sem í
mörg ár hefur miðlað af reynslu
sinni og þekkingu. í lok skólaslita
gáfu nemendur þeir, sem braut-
skráðust, skólanum þarfa gjöf,
vandaðan geislaspilara. Ásdís
Stross, sem fagnaði 40 ára útskrift-
arafmæli, gaf bókasafni skólans
nokkra árganga af „Das Orkester".
Fyrir munn 30 ára nemenda talaði
Sigríður Sveinsdóttir, formaður Fé-
lags tónlistarkennara, sem gáfu
skólanum, auk peningajafar til
bókasafnsins, lagasafn eftir Loft
Loftsson og hljómplötu með Barna-
kór Tónlistarskóla Rangæinga und-
ir stjóm Sigríðar Sigurðardóttur til
minningar um þau, en þau braut-
skráðust fyrir 30 árum. Þá má
nefna að Hermína S. Kristjánsson,
stofnandi og í mörg ár deildarstjóri
píanókennaradeildar, gaf skólanum
nýlega plötusafn sitt.
Þrír menn dæmd-
ir í fangelsi
Ólafur Örn Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokks
„Vekur athygli að formaður-
inn er andstæðingur NATO“
Valið stóð á milli manna, segir
Kristinn H. Gunnarsson
„ÞAÐ vekur óneitanlega athygli að
þingmaður sem fyrir örfáum mánuð-
um greiddi atkvæði með því að hafn-
ar yrðu viðræður við bandarísk
stjórnvöld um brottflutning hersins
skyldi hafa verið kosinn formaður og
talsmaður þingflokks Framsóknar-
flokksins þar sem vera hersins og
aðOd Islands að Atlantshafsbanda-
laginu (NATO) er einn af hornstein-
um íslenskrar utanríkisstefnu,“ segir
Olafur Örn Haraldsson, þingmaður
Framsóknarflokks, í samtali við
Morgunblaðið.
Er hann með þessum orðum að
vísa til þess að Kristinn H. Gunnars-
son, nýkjörinn formaður þingflokks
framsóknarmanna, hafí einn fram-
sóknarmanna í byrjun mars sl. stutt
þingsályktunartillögu Steingn'ms J.
Sigfússonar, sem þá var í þingflokki
óháðra, um brottför bandaríska
hersins og yfirtöku íslendinga á
rekstri Keflavíkurflugvallar.
Ólafur Örn bauð sig fram til emb-
ættis formanns þingflokks Fram-
sóknarflokksins gegn Kristni H.
Gunnarssyni í fyrradag en varð að
lúta í lægra haldi. Kveðst hann afar
óánægður með þá skipan mála.
Ólafur Örn, sem er þingmaður
Reykvíkinga, segir það nauðsynlegt
fyi-ir Framsóknarflokkinn að styrkja
stöðu sína á höfuðborgarsvæðinu en
það hefði hann getað gert með því að
velja þingflokksformann úr Reykja-
vík. Þá bendir hann á reynslu sína
sem varaformaðm- þingflokksins og
segist hafa fengið lof fyrir þau störf.
Auk þess hafi hann staðið sig vel
sem formaður umhverfisnefndar Al-
þingis. „Þegar þingmaður óskar jafn
eindregið eftir þingflokksformennsk-
unni og ég gerði, í ljósi áðumefndra
starfa, og er síðan hafnað af flokks-
forystunni fer maður að efast um að
góð vinnubrögð séu metin til aukinna
ábyrgðarstarfa,“ segir hann.
Hlutur Reykjavíkur er góður
Kristinn H. Gunnarsson segir um
formannskjörið í þingflokknum á
mánudag að valið hafi einfaldlega
staðið á milli manna og að ekki hafi
verið „unnið gegn neinum."
Aðspurður segir Kristinn hins
vegar að það megi vel vera að kjör-
dæmissjónarmið hafi ráðið einhverju
um þá niðurstöðu þótt það eitt og sér
hafi ekki ráðið úrslitum. „Það má
vera að menn hafi eitthvað litið til
þess að ráðherrar koma úr flestum
kjördæmum landsins nema Vest-
fjarðakjördæmi," segir hann og
bendir jafnframt á að hlutur Reykja-
víkur sé góður að því leyti að þaðan
komi einn ráðherra, Finnur Ingólfs-
son, og einn formaður fastanefnda
Alþingis, Ólafur Örn Hai-aldsson for-
maður umhverfisnefndar Alþingis.
Aðspurður neitar Kristinn því að
hann hafi sótt fast eftir formanns-
embættinu í þingflokknum en kveðst
hins vegar hafa látið það koma fram
að hann myndi taka við formennsk-
unni yrði þess óskað. Þá segir hann
aðspurður að gengið hefði verið frá
skipan formannsembættisins á
mánudag og að hann hefði ekki vitað
neitt fyrir víst fyrr en þá.
Orkubú Yestfjarða
Meðalhækk-
un raforku-
verðs 2,88%
VERÐ á raforku frá Orkubúi Vest-
fjarða hækkar að meðaltali um
2,88% hinn 1. júlí næstkomandi.
Kristján Haraldsson orkubússtjóri
segir almennan taxta og afltaxta
lækka um 2% en rafmagn til húshit-
unar hækka um 6%.
Stjórn Orkubús Vestfjarða ákvað
að breyta nokkuð uppbyggingu verð-
skrár fyrirtækisins og segir Kristján
markmiðið með því vera að orkan
verði seld sem næst því verði sem
kostnaður við hvern þátt orkuaf-
hendingarinnar nemur. Segir hann
fyrsta skrefið í þá átt stigið nú en
ekki sé unnt að ná því markmiði í
einu stökki.
Almennur heimilistaxti og afltaxti,
þ.e. raforka til stórnotenda, lækkar
um 2% en orka til húshitunar hækk-
ar um 6%. Segir Kristján að í raun
hafi almenni taxtinn verið að greiða
niður aðra taxta. Breytingarnar á
gjaldskránni þýða meðalhækkun um
2,88%.