Morgunblaðið - 09.06.1999, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ásjónur
rithöfunda
FREYMÓÐUR Jóhannsson (1895-1973): Jóhannes úr TRÝGGVI Ólafsson: Ólafur Jóhann Sigurðsson,
Kötlum, olía á striga, eig. Berglind Freymóðsdóttir. olía á striga, 1977, eig. Listasafn ASÍ.
MYNPLIST
Gunnarshús
ANDLITIN BAK VIÐ ORÐIN
17 ÍSLENZKIR MÁLARAR,
1 AMERÍSKUR
Opið á skrifstofutíma frá 10-14 alla
rúmhelga daga eða samkvæmt um-
tali. Aðgangur ókeypis.
RITHÖFUNDASAMBAND ís-
lands hélt upp á aldarfjórðungsaf-
mæli sitt á aðseturstað samtak-
anna, húsi Gunnars Gunnarssonar
rithöfundar að Dyngjuvegi 8, laug-
ardaginn 15. maí. Af því tilefni var
sett upp lítil sýning á staðnum sem
nefnist, Andlitin á bak við orðin.
Um er að ræða 20 myndverk, að-
allega olíumálverk og riss af
þekktum rithöfundum eftir ýmsa
nafnkennda íslenzka myndlistar-
menn af eldri og yngri kynslóð,
þaraf ein af Vilborgu Dagbjarts-
dóttur eftir Ameríkumanninn
Morris Redman Spivaek
(1903-1998). Hafa sum þeirra ekki
komið fyrir sjónir almennings áð-
ur.
Vel til fundið, þótt varla teljist
framníngurinn ýkja frumlegur í
ljósi þess hve rithöfundar ásamt
iðkendum annarra listgreina og
nafnkenndum vísinda- og stjórn-
málamönnum, hafa orðið mörgum
myndlistarmönnum af ólíku upp-
lagi að myndefni víða í nágranna-
löndunum. Eins og ég hef endur-
tekið vikið að eiga Danir heilt safn
slíkra mynda í Friðriksborgarhöll
í Hilleröd, og þeir virðast ganga
hér skipulega til verks, og í
London er til andlitsmyndahús á
mörgum hæðum við enda Þjóð-
listasafnsins við Trafalgar Square,
sem afar upplýsandi er að sækja
heim. Mörlandar sem hafa komið
á báða staðina og þá einkum
London, eiga að hafa ólíkt breiðari
yfn-sýn á þennan geira myndlistar
en þeir sem heima sitja. Og þó er
fjölbreytnin í íslenzkri andlits-
myndagerð meiri en menn al-
mennt gera sér grein fyrir, en á
vettvanginum hefur engin vel und-
irbúin og marktæk úttekt verið
gerð enn sem komið er, einungis
nokkur vel þegin tilhlaup.
Aðalsteinn Ingólfsson listsögu-
fræðingur valdi myndirnar og hef-
ur mikið til síns máls er hann segir
í sýningarskrá; að í nútíð hafi ekki
verið gerð magnaðari portrett-
myndir en myndir Nínu, Þorvalds
og Louisu af þeim Halldóri Lax-
ness og Steini Steinarr. Myndimar
eru að vísu ekki á sýningunni, en
flestir innvígðir þekkja meira en
vel til þeirra. En athugum við bak-
grunn vinnsluferlis nefndra mynda
og bætum nokkrum af Erlendi í
Unuhúsi við, má finna greinilegan
skyldleika við framsækna andiits-
myndagerð í stíl úthverfa innsæis-
ins í Danmörku, sem þar stóð í
miklum blóma á fjórða áratugnum.
Þetta er síst af öllu sagt listamönn-
unum til lasts, því allir hafa þeir
sína mörkuðu pensilskrift sem er
meginveigurinn, og til að mynda
Louisa hefur haldið tryggð við
þessi stílbrögð allt sitt líf, einfald-
að, slípað og þroskað. Það hefur og
verið þremenningunum nokkur
áskorun að fá jafn svipsterk
myndefni upp í hendumar er heim
kom og fundist upplagt að hagnýta
sér reynslu áranna ytra. Svo frá-
bærar eru myndir Þorvaldar og
Nínu, að óskandi hefði verið að
þau hefðu haldið andlitsmynda-
gerð áfram, til hliðar við hið sér-
tæka, svona líkt og Sigurjón Ólafs-
son, því allt annað var að hafna
drjúgri sköpunargáfu og lærdómi
á sviðinu.
Að þessu er helst vikið hér fyrir
þá sök, að um var að ræða afrakst-
ur margra ára markvissrar þjálf-
unar fyrir framan málaratrönurn-
ar, þjálfunar sem aldrei festi rætur
við listakennslu hér á landi. Litið
var niður til sem einhvers úrelts úr
grárri forneskju, og skondið nokk
einmitt af, framsæknum, hstsögu-
fræðingum og listheimspekingum.
Slík vinnubrögð nálgast menn eng-
an veginn í smáskömmtum á 1-2
önnum, frekar en að þeir öðlist
djúpa næmi á litrófinu á svipuðu
tímaskeiði, og má gjarnan upplýsa
hér að Goethe varði 40 árum ævi
sinnar í að rannsaka litrófið og
taldi afraksturinn mesta afrek lífs
síns. Andlitsmyndagerð er í fullu
gildi í dag í öllum geirum mynd-
lista eins og hver sem vill getur
gengið úr skugga um, að baki
MYJVPLIST
S a f n a s a f n i ö,
Svalbarðseýri
MYNDVERK OG SÝNINGAR
AF ÝMSU TAGI
Opið daglega kl. 10-18, frá 8. maí til
29. ágúst. Aðgangur 300 krónur.
FÁIR staðir vekja jafnkröftug
viðbrögð ferðamanna í Eyjafirði
og Safnasafnið á Svalbarðsströnd.
Utlendingar sem halda með lang-
ferðabílum um Víkurskarð koma
þegar auga á hið reisulega, hvít-
málaða hús, sem stendur eitt og
sér neðan við þjóðveginn, með
óvenjulegu safni af styttum ut-
andyra. I landi þar sem íbúar eru
langt frá því að geta opinberað sig
menningarlega sem skyldi - sum-
part vegna stuttrar samfélagssögu
en einkum vegna glámskyggni og
trassaskapar gagnvart huglægum
og menningarlegum verðmætum -
eru söfn á borð við Safnasafnið
óvenjuleg og kærkomin himna-
sending.
Því miður hafa íslenskar ferða-
skrifstofur ekki enn komið auga á
ágæti Safnasafnsins þótt flestar
sendi þær rútur sínar um hlað-
varpann þegar ferðamanna-
hringi’ásin stendur sem hæst. Til
að mæta afskiptaleysinu hefur
safnið tekið höndum saman við
Minjasafnið í Laufási - en gamli
bærinn og kirkjan eru meðal
þekktustu minja á Islandi um
þjóðlegan byggingastíl frá öldinni
sem leið - og Búgarðinn á Þóris-
stöðum, með húsdýragarði sínum
þar sem hægt er að fylgjast með
búskaparháttum fyrri tíðar. Sam-
an reyna þessi þrjú söfn í alfara-
leið að beina sjónum manna að
menningarlegum arfi þjóðarinnar,
m.a. með starfsdögum þar sem
störf, leikir og dansar fyrri tíðar
eru á dagskrá.
Safnasafnið er þessara safna
næst Akureyri, aðeins tólf kíló-
metra norður af bænum, staðsett í
einhverjum fegursta hluta Eyja-
fjarðarins, þar sem snævi þakinn
Kaldbakur gnæfir út með Látra-
strönd en Valsá fellur í skógi vöxn-
um túnfætinum. Safnið er á tyeim
Safnasafnið á
Svalbarðsströnd
hæðum, í þrem herbergjum niðri
og stóru rými á miðhæð, sem er að
hálfu leyti stúkað af með löngum
vegg hlöðnum alls kyns listaritum
og barnabókum. Alls eru um sjö
hundruð titlar í bókasafninu og er
það trúlega með stærstu listbóka-
söfnum norðan heiða. Að auki er
herbergi í norð-austurenda húss-
ins fyrir sérsýningar ýmissa lista-
manna. Þá er bíslagið sem myndar
anddyri hússins með hringstiga
upp á miðhæðina nýtt sem sýning-
arrými. Þar má finna kunnuglegar
höggmyndir og málverk Þórs Vig-
fússonar af hinum ýmsu frumskóg-
ardýrum.
En fyrsta herbergið sem mætir
gestum safnsins er alsett bmðum
frá öllum heimshornum, hólf í gólf.
Það er Magnhildur Sigurðardótt-
ir, hjúkmnarfræðingur og eigin-
kona Níels Hafsteins safnstjóra,
sem hefur haft veg og vanda af
þessari sérstæðu söfnun, jafn-
framt því að vera forvörður Safna-
safnsins. Meðal sérstæðra gripa í
smekklega hönnuðum sýninga-
skápunum eru fagurlega skreyttar
en ófrýnar skuggabrúður frá
Indónesíu.
í svokölluðu miðrými þar fyrir
innan er sérsýning á verkum
Gunnars Árnasonar myndhöggv-
ara. Verk hans em fagurlega smíð-
uð módel af vélknúnum ökutækj-
um og þungavinnuvélum, auk
verkfræðiafreka á borð við Þjórs-
árbrúna gömlu. Það er ekki annað
hægt en dást að frágangi verkanna
og haganlegri staðsetningu þeirra.
Þau njóta sín með afbrigðum vel í
björtu herberginu þar sem þau
hvfla á steyptum stöplum sínum.
I suðursalnum á jarðhæð safns-
ins hefur verið komið fyrir verkum
Svövu Skúladóttur, sem enn vinn-
SAFNASAFNIÐ á Svalbarðsströnd með styttum
Ragnars Bjamasonar á hlaðinu.
GÍRAFFI, eftir Þór Vigfússon.
; VIET MIMH TUPAMAK0S
; BLACK PAWTHER5 FNL
\n AL PATAH PATHET LA.O
« IRA FRÉUHO MPLA
O Í*E1M MlÍMMIlM 5EM HANW
HEF'JF. VEIÞÖKMUN A
TEPPI Hildar Hákonardóttur.
ur af fullum krafti þótt hana vanti hyglisverðustu alþýðulistamanna
eitt ár í nírætt. Svava er meðal at: okkar. Hraðunnar vatnslitamyndir
hennar búa yfir einstæðri tilfinn-
ingu fyrir lit og dulúð sem lærðir
listamenn leika vart eftir, og þó er
eins og hún hafi ekkert fyrir því að
mála, heldur ryðji hún myndunum
af fingrum fram eins og krapa í
hláku. Það er sjaldgæft að sjá ís-
lending búa yfir svo leikandi
tækni, en Svava sneri sér ekki að
myndlist fyrr en á áttræðisaldri.
Þá er hún einnig hrífandi og lit-
fjörugur leirlistarmaður.
Á miðhæðinni blasir við stór,
hvítur glerskápur með verkum
yngri alþýðulistamanna úr Húna-
þingi vestra. Þar er að finna vin-
sælar og eftirsóttar smástyttur
Önnu Ágústsdóttur frá Hvamms-
tanga. Þær eru úr völusteinum
sem Anna málar fagurlega svo úr
verða skondnir karlar, kerlingar,
lukkudýr og kaktusjurtir. Þá er
önnur skáparöð með útskornum
fuglum úr sjaldséðum, vax- og ol-
íubornum viðartegundum eftir
Oddnýju Jósepsdóttur, bónda í
Sporði í Vesturhópi, en listilegur
skurður hennar er slíkur að teg-
undirnar leyna sér ekki þótt stytt-
urnar séu ómálaðar.
Friðrik Hansen, handverks-
mann frá Hvammstanga, má kalla
expressjónistann í þessum hún-
verska hópi, en hann á það sam-
eiginlegt með Halldóru Kristins-
dóttur, frá Ánastöðum, Vatnsnesi,
að sækja í heim bernskunnar. Út-
söguð og frjálslega máluð verk
Friðriks, og mannaðir bréfbátar
Halldóru, eru jafnmikil málverk
og þau eru styttur sökum tvívíðr-
ar gerðar efniviðarins. Ágúst Jó-
hannsson, fyrrum bóndi í Sporði,
og Helgi Björnsson, bóndi og
handverksmaður í Huppahlíð,
Miðfirði, eru hins vegar ómengað-
ir myndhöggvarar. Ágúst sker út
og málar fugla - auk þess að gera
hvalnum Keikó verðug skil - á
meðan Helgi tálgar út mannlífið
kringum sig; svo sem tvo gamla
vini að snússa sig.
Ekki má gleyma þeim Jóni
Ágústssyni á Hvammstanga, sem
smíðar vörubfl, jeppa og dráttarvél
af mikilli alúð og smekkvísi, né
Sigurði Þór Ágústssyni, meira en
fimmtíu árum yngri handverks-
manni og nema í Kennaraháskóla
[