Morgunblaðið - 09.06.1999, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999
+
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 29 ■
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrírnur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
STEFNURÆÐA
FORSÆTISRÁÐHERRA
NÝKJÖRIÐ Alþingi kom saman til fundar í gær og flutti Dav-
íð Oddsson, forsætisráðherra, stefnuræðu nýrrar ríkis-
stjórnar sinnar síðdegis í gær en umræður um stefnuræðuna
fóru fram í gærkvöldi. í stefnuræðu sinni gerði forsætisráðherra
að umtalsefni þær áhyggjur, sem hafa vaknað meðal almennings
undanfarnar vikur vegna verðlagsþróunar í landinu, og sagði:
„Þær verðlagshækkanir, sem eru að verða á þessum árshelm-
ingi, eiga þó fæstar rót í spennu á innanlandsmarkaði. Olíuverðs-
hækkanir, ótrúverðugar hækkanir á tryggingaiðgjöldum og er-
lendar hækkanir eiga þar stærstan hlut að máli. Það er umhugs-
unarefni, að við mat á hækkunarþörf tryggingafélaganna er ekki
litið til þess, að nýjar bifreiðar, með miklu hærri öryggisstaðla
en hinar gömlu, hafa verið fluttar til landsins síðustu þrjú til
fjögur ár. Tryggingafélögin hafa haft gríðarlegar fjármagnstekj-
ur af sjóðum sínum og mikilli lánastarfsemi til bifreiðakaupa, svo
fátt eitt sé nefnt. Óhjákvæmilegt virðist að fara nákvæmlega yfir
þær forsendur, sem félögin hafa gefið sér. A hinn bóginn er já-
kvætt, að flestar spár benda nú til þess, að olíuverð muni lækka
hratt á ný en álverð muni fara hækkandi."
Þessi ummæli Davíðs Oddssonar benda ótvírætt til þess, að
ríkisstjórnin hyggist ekki taka iðgjaldahækkun tryggingafélag-
anna athugasemdalaust. Má því búast við frekari tíðindum af
þeim vettvangi. Iðgjaldahækkunin hefur mikil áhrif á vísitöluna
og þess vegna er mikið í húfi.
En jafnframt því að gefa til kynna, að ríkisstjórnin líti ekki á
hækkanir tryggingafélaganna sem afgreitt mál, lagði forsætis-
ráðherra áherzlu á, að við núverandi aðstæður í efnahagsmálum
þyrfti að auka almennan og opinberan sparnað og sagði um það
efni: „Afar mikilvæg eru þau áform ríkisstjórnarinnar að efna til
markvissra aðgerða til þess að auka almennan sparnað og hvetja
landsmenn til slíks sparnaðar. I því sambandi er sérstaklega tal-
að um að skapa skilyrði til að verja auknum fjármunum til lífeyr-
issparnaðar. Þær stórbrotnu breytingar, sem orðið hafa í ís-
lenzku efnahagslífi á þessum áratug, hafa fleygt okkur fram til
þess bezta, sem þekkist í efnahagsmálum í okkar heimshluta.
Sparnaðurinn hefur ekki fylgt þróuninni nægilega vel eftir og
þar þarf hugarfarsbreyting að verða. Ríkisvaldið getur með
margvíslegum hætti lagt grunn að slíkri breytingu."
Davíð Oddsson vék að sjávarútvegsmálum í ræðu sinni og
sagði m.a.: „Það er athyglisvert, að svonefnt veiðileyfagjald, sem
áður tröllreið umræðunni og átti öll mein að lækna, náði engu
flugi í kosningabaráttunni.“
I þessu sambandi er ástæða til að minna á, að fyrir tæpu ári
kaus Alþingi svokallaða auðlindanefnd til þess að „fjalla um auð-
lindir, sem eru eða kunna að verða þjóðareign", eins og segir í
samþykkt Alþingis. Þar segir ennfremur: „Nefndin kanni einnig
hvernig staðið skuli að gjaldtöku fyrir afnot af auðlindum í sam-
eign þjóðarinnar, með hliðsjón af þeim gjöldum, sem fyrir eru.
Nefndin kanni möguleika á að nota auðlindagjald til að tryggja
að afrakstur sameiginlegra auðlinda skili sér á réttmætan hátt
til þeirra, sem hagsmuna hafa að gæta. Um verði að ræða hóf-
legt gjald, sem varið verði til að standa undir rannsóknum og til
að stuðla að vernd og sjálfbærri nýtingu auðlindanna og réttlátri
skiptingu afrakstursins, m.a. til að styrkja byggð í landinu.“
I ljósi þess, að bæði stjórnarflokkar og stjórnarandstöðuflokk-
ar stóðu að þessari samþykkt og að fulltrúar stjórnarflokkanna
vísuðu ítrekað til starfa nefndarinnar í kosningabaráttunni, þeg-
ar að þeim var sótt um svör um afstöðu þeirra til gífurlegrar
óánægju almennings með óbreytt kerfi, verður að ætla að nokk-
uð almenn samstaða hafí verið um að láta á það reyna, hvort
þetta nefndarstarf mundi skila raunhæfum tillögum um þetta
efni, og það hafi átt mestan þátt í því að minna var rætt um
gjaldtöku vegna nýtingar auðlindanna við strendur landsins en
ella hefði orðið. Það er svo umhugsunarefni, hvort slík gjaldtaka
gæti orðið þáttur í að ná þeim markmiðum, sem forsætisráð-
herra lagði svo þunga áherzlu á í stefnuræðu sinni, þ.e. að stór-
auka sparnað landsmanna.
I stefnuræðu sinni ítrekaði Davíð Oddsson þau sjónarmið, sem
hann lýsti í ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í marzmánuði
sl. og síðar í kosningabaráttunni, og sagði: „En árétta skal, að
við endurskoðun á ramma sjávarútvegsins ætla menn sér að
skoða ítarlega öll þau gagnrýnisatriði, sem sett hafa verið fram á
undanförnum árum, og meta hversu raunhæf þau eru, hversu
sanngjörn þau kunna að vera og bregðast við með skynsamleg-
um hætti.“
I ræðu sinni á sjómannadaginn vék Arni Mathiesen, sjávarút-
vegsráðherra, að sama máli og sagði hættu á „... að óeining og
ósætti um fiskveiðistjórnunarkerfið geri atvinnugreininni ókleift
að starfa og skila arði í þjóðarbúið“.
Ummæli Davíðs Oddssonar fyrir og eftir kosningar og Arna
Mathiesen eftir að hann tók við embætti sjávarútvegsráðherra
verða ekki skilin á annan veg en þann, að forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins muni vinna markvisst að því á næstu mánuðum
að vinna að sáttum um nauðsynlegar breytingar á fiskveiði-
stjórnarkerfinu., ■ , ,,
HERRA forseti.
Eg vil í upphafi míns mál's óska hinum
nýkjörna forseta Alþingis til hamingju með
kjör hans og bjóða háttvirta alþingismenn
velkomna til þings, ekki síst þá sem setjast
hér í sal í fyrsta sinn. Eg er sjálfur í hópi
allmargra alþingismanna sem hér hefúr
setið í átta ár og þykir ekki langur þingald-
ur. Þó er svo komið að við upphaf þessa
þings eru aðeins 14 þingmenn sem setið
hafa lengur en átta ár. Þannig eru í mínum
þingflokki, sem samanstendur af 26 alþing-
ismönnum, aðeins þrír þingmenn með
lengri starfsaldur en átta ár. Fullyrðingar
um að menn sitji allt of lengi á þingi eiga
því bersýnilega ekki við rök að styðjast og
vera kann að breytingar á þingliðinu séu
örari en hollt er fyrir stöðugleika og festu.
Eg kann ekki skýringarnar á þessum miklu
breytingum, en þær eru vissulega verðugt
rannsóknarefni.
Við komum til starfa nú um skamma hríð
að loknum kosningum, samkvæmt ótvíræð-
um ákvæðum stjórnarskrárinnar. Verkefn-
in eru fá, eðli málsins samkvæmt. Stefnu-
ræðu fylgii- ekki að þessu sinni upptalning
lagafrumvarpa sem ríkisstjórnin muni
leggja fyrir Alþingi. Þess háttar fylgiskjöl
munu verða með stefnuræðu á hausti kom-
anda. Sjálfur hef ég reyndar haft efasemdir
um þá túlkun að rétt sé að flytja stefnu-
ræðu á þessum sérstöku vorþingum eftir
kosningar. Reynslan frá árunum íyrir 1991
sýnir að stjórnarmyndunarviðræður tóku
oftast svo langan tíma að forsætisráðherr-
ann var iðulega aðeins starfandi ráðherra á
þessum fyrstu 10 vikum. Meginverkefnið
nú er að gera Alþingi starfhæft, kjósa því
stjóm og ganga frá nefndakjöri og öðrum
lögmætum skyldum. Þá þarf að afgreiða
frumvarp til stjórnarskipunarlaga um kjör-
dæmamál, sem verður eingöngu til sam-
þykktar eða synjunar, og samning um
„Smuguveiðar", svo það helsta sé nefnt.
Kosningaslagurinn var óvenju skammur
í vor. Raunveruleg kosningabarátta stóð
aðeins í rétt rúman mánuð og býst ég við að
þróunin verði áfram í þessa átt og kosn-
ingabarátta muni vart standa nema í þrjár
vikur eða svo í framtíðinni, svo sem tíðkast
víða. Þolinmæði fólksins í landinu gagnvart
frambjóðendum, skrifum þeirra og auglýs-
ingum, karpi og klögumálum alls konar,
setur þessi tímatakmörk. Fyrir vikið færist
kosningabaráttan enn meira í fjölmiðlana
en áður, því augljóst er að frambjóðendur
ná með gamla fundalaginu aðeins til lítils
hóps manna á svo fáum vikum. Það leiðir
aftur til þess að mörgum finnst lítið fara
fyrir kosningabaráttunni og úr henni sé sá
þróttur og kraftur, sem áður fyrr hafi fylgt
þeim tímamótum.
Á marga lund fór kosningabaráttan vel
fram. Það er þó umhugsunarefni, hversu óá-
byrgur leikurinn varð á stundum með orð í
kosningayfirlýsingum einstakra flokka eða
framboða. Líklegt er að kosningaúrslitin
sannfæri flesta um að þess háttar kosninga-
barátta eigi ekki framtíð fyrir sér.
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa endurnýjað
samstarf sitt í nýrri ríkisstjórn. Þeir gengu
óbundnir til kosninga, svo sem venja stend-
ur til. En það lá í lofti, og það skynjuðu
frambjóðendur flokkanna fljótt, að veruleg-
ur vilji var til þess í þjóðfélaginu að stjóm-
arflokkarnir héldu samstarfí sínu áfram,
næðu þeir saman um stefnuyfirlýsingu og
samstarfsform. Hvort tveggja hefur gengið
eftir.
Herra forseti.
Stefnuyfirlýsing stjómarflokkanna er
ljós og skýr. Þar er lagður sá grandvöllur
sem samstarfið mun byggjast á. Að sjálf-
sögðu er forðast að fara út í smáatriði og
sparðatíning, eða einstakar útleggingar á
hinni almennu stefnumörkun sem í slíkum
yfirlýsingum á að felast. ...............
Hitt má þingmönnum
vera ljóst að við vinnslu
stefnuyfirlýsingarinnar,
var af hálfu flokkanna
farið mjög nákvæmlega í
gegnum hvern einasta -----------------------
málefnaþátt sem þar er nefndur. Að baki
orðunum býr því mikil umræða og skoðana-
skipti forystumanna flokkanna tveggja.
Þannig hefur farið fram víðfeðm forvinna
sem létta mun mjög alla útfærslu einstakra
þátta stefnuyfirlýsingarinnar.
I upphafi stefnuyfirlýsingar flokkanna
segir svo: „Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks mun vinna áfram í anda
þeirra meginsjónarmiða sem lýst er í
stefnuyfirlýsingu flokkanna frá 23. apríl
1995. Með samstarfi flokkanna hófst mikil
framfarasókn þjóðarinnar. Við aldahvörf
verða undirstöður velferðar landsmanna
treystar enn frekar og sköpuð skilyrði fyrir
bættri afkomu þeirra. Stjórnarflokkarnir
leggja áherslu á samheldni og eindrægni
þjóðarinnar, samvinnu vinnuveitenda og
launþega, dreifbýlis og þéttbýlis. Með því
að virkja framtak einstaklinga í þágu auk-
innar verðmætasköpunar verður áfram
Forgangsatríði ríkisstjórnar-
innar að ríkissjóður verði rekinn
með umtalsverðum afgangi
Stefnuyfirlýsing
stj órnarflokkanna
ljós og skýr
stuðlað að hagsæld, félagsleg-
um umbótum, afkomuöryggi
einstaklinga og fjölskyldna,
ekki síst þeirra sem höllum
fæti standa.
Ríkisstjómin vill auka veg
menntunar og rannsókna sem
eru forsenda fyrir nýsköpun í
atvinnulífinu. Áfram verður
unnið að markaðssókn iyrir
íslenskar vörur og þjónustu á
erlendum mörkuðum. Efnt
verður til samstarfs viðerlend
fyrirtæki og þjóðir og hvatt til
fjárfestingar erlendra aðila á
Islandi. Með markvissum ráð-
stöfunum verða undirstöður
byggðar í landinu treystar.
Ný upplýsingatækni verður
nýtt í þágu efnahagslegra
framfara og uppbyggingar í
atvinnulífinu, vísindarann-
sókna, menntunar, lista og
hvers kyns menningarmála
um land allt.
Á árinu 2000 fagnar þjóðin
þúsund ára afmæli kristni-
töku og landafunda í Vestur-
heimi. Kristin trú og gildi
hafa mótað mannlíf í landinu
og verið þjóðinni ómetanlegur
styrkur. Þessa verður minnst
með margvíslegum hætti,
m.a. sérstökum hátíðahöldum
á Þingvöllum. Með aðgerðum
sínum á kjörtímabilinu hyggst
rfldsstjómin byggja á þeim
grunni sem fýrri kynslóðir
lögðu með þrautseigju og
eljusemþ og skapa skilyrði
þess að Island verði í fremstu
röð meðal þjóða heims sem
land tækifæra, efnahagslegra
og menningarlegra framfara á
nýrri öld.“
í þessum upphafsorðum
stefnuyfirlýsingarinnar er
lýst þeirri meginhugsun sem
að baki hennar býr og þeim almennu mark-
miðum sem stjómarflokkamir hafa sam-
einast um að treysta. Það er þeirra sameig-
inlega mat að gangi þau almennu markmið
eftir, ásamt hinu helsta sem fjallað er um í
þeim fjölmörgu liðum sem eftir fylgja, sé
lítill vaífi á að þjóðin sigli góðan byr inn í
nýja öld. Hún nái að skipa sér þar í fremstu
röð meðal þjóða, bæði hvað almennan efna-
hag varðar, en ekki síður hitt, að búa sér
ramma að farsælu og heilbrigðu mannlífi,
sem stenst jöfnuð við það besta sem þekk-
ist. Það var inntak kosningamálflutnings
beggja flokkanna að þeir myndu leitast við
að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum og
skapa skilyrði fyrir áframhaldandi hagvöxt
og auka þjóðhagslegan sparnað.
Nú láta sumir sem svo, að þeir hafi af-
hjúpað ný og óvænt sannindi; að viðskipta-
hallinn væri veralegur og því hafi verið
andmælt fyrir kosningar
en viðurkennt eftir kosn-
ingar. Ekkert er fjær
sanni. Viðskiptahalli er
ekkert leyndarmál. Hið
opinbera gefur upplýsing-
ar um hann á mánaðar-
fresti og jafnvel oftar ef þannig stendur á
og þær upplýsingar hafa reyndar sýnt að
viðskiptahallinn fer nú jafnt og þétt minnk-
andi. Hitt er annað mál að sá mikli upp-
gangur og kraftur sem nú er í íslensku at-
vinnulífi hefur leitt til nokkurs launaskriðs
og verðlag hefur hækkað nokkuð umfram
það sem spár við áramót gerðu ráð fyrir.
En það voru svo sannarlega ekki ábyrg við-
brögð við því viðfangsefni, að koma fram í
kosningabaráttu með tillögur um ótrúlega
útgjaldaaukningu fyrir þjóðarbúið á nýju
kjörtímabili og setja um leið aðalatvinnu-
veg þjóðarinnar í fullkomið uppnám. Ef
þær forskriftir sem þar vora boðaðar hefðu
breyst í raunveruleika hefði mikið uppnám
orðið í efnahagsmálum. Þær verðlagshækk-
anir sem era að verða á þessum árshelm-
ingi eiga þó fæstar rót í spennu á innan-
landsmarkaði. Olíuverðshækkanir, ótrú-
verðugar hækkanir á tryggingaiðgjöldum
Stefnuræða Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær
Morgunblaðið/Kristinn
DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sfna á Alþingi í gær. Halldór Blöndal nýkjörinn forseti Alþingis er í forsetastól.
og erlendar hækkanir eiga þar stærstan
hlut að máli. Það er umhugsunarefni að við
mat á hækkunarþörf tryggingafélaganna
er ekki litið til þess að nýjar bifreiðar, með
miklu hærri öryggisstaðla en hinar gömlu,
hafa verið fluttar til landsins síðustu þrjú
til fjögur árin. Tryggingafélögin hafa haft
gríðarlegar fjármagnstekjur af sjóðum sín-
um og mikilli lánastarfsemi til bifreiða-
kaupa, svo fátt eitt sé nefnt. Óhjákvæmi-
legt virðist að fara nákvæmlega yfir þær
forsendur sem félögin hafa gefíð sér. Á
hinn bóginn er jákvætt að flestar spár
benda nú til þess að olíuverð muni lækka
hratt á ný, en álverð muni fara hækkandi.
I þessu sambandi era vissulega allir sam-
mála um að það er miður þegar verð sumra
vara og þjónustu hækkar. Slíkar breyting-
ar geta verið fylgifiskar sérlega fjörlegs
efnahagslífs, eins og okkar er nú um stund-
ir. Þannig spá nú ýmsir 3-4% verðbólgu á
árinu. Hins vegar mega ábyrgir stjórn-
málamenn ekki gera sig seka um að halda
einhverju allt öðru að fólki en efni standa
til. Upphrópanir á borð við óðaverðbólgu,
tímasprengjur og hrun era langt frá því að
eiga við. Þær þjóna því engum öðrum til-
gangi en þeim að kynda undir og um leið að
að hræða fólk frá skynsamlegri hegðun.
Aðalatriðið við núverandi aðstæður er að
auka almennan og opinberan sparnað, og
að því er markvisst unnið eins og fram
kemur síðar í máli mínu.
Hvernig sem á stefnuyfirlýsingu rflds-
stjórnarinnar verður litið er ekki efni til að
ætla annað en að stöðugt verðlag og góð
samkeppnisstaða atvinnulífsins muni
tryggja að Island geti mætt auknu fram-
boði á vinnuafli. Um leið væri tryggt það
efnahagslega öryggi sem við höfum búið við
undanfarin fjögur ár. Ríkisstjórn síðasta
kjörtímabils lækkaði skuldir ríldssjóðs með
afar markvissum hætti. Og sú sem tekin er
við, byggir á sama grunni og á sama vilja.
Og ekki er vafi á að það er forgangsatriði af
hennar hálfu að ríkissjóður verði ekki að-
eins rekinn í jafnvægi, heldur með umtals-
verðum afgangi. Allt bendir til þess að rík-
-4-
Tryggja að ísland
verði áfram land
tækifæranna
issjóður verði rekinn með ágætum afgangi
á þessu ári og ríkisstjómin hefur sett sér
það mark að gera enn betur við gerð næstu
fjárlaga. Þannig verður spomað gegn vá á
borð við langvarandi viðskiptahalla. En við
minnumst þess glöggt að við fjárlagavinnu
síðasta kjörtímabils var stjórnarandstaðan
yfirleitt andsnúin öllum þeim aðgerðum
sem miðuðu að því að tryggja að ríkissjóður
hefði þá stöðu sem hér var lýst. Er vonandi
að yfirlýsingar nú eftir kosningar, sem
ganga að vísu þvert á kosningaloforðin,
bendi til þess að stjómarandstaðan muni
stefna í sömu átt og ríkisstjórnin og muni
nú taka á með henni við fjárlagavinnu og
fjárlagaafgreiðslu til að ná þessum mark-
miðum. Eftir slíku samstarfi verður auðvit-
að leitað.
Herra forseti.
Nú skipa tólf ráðherrar rfldsstjórn, en
höfðu verið mest ellefu áður. Meginástæð-
an er sú að með breyttum þjóðlífsháttum
hafa þær skoðanir fengið vaxandi fylgi sem
hafa talið óheppilegt að sami ráðherra færi
með fleiri en eitt ráðuneyti til lengri tíma
þar sem þau meginmarkmið sem ráðuneyt-
unum ber að fylgja gætu skarast illilega.
Því er ekki haldið fram að sú skipan sem
við bjuggum við, hafi leitt okkur út í miklar
ógöngur. En það fyrirkomulag að hver ráð-
herra beri ábyrgð á einum samkynja mála-
fiokki er mjög í takt við tíðarandann og þá
hugsun sem ríkjandi er varðandi stjóm-
skipun og stjómsýslu landsins. Ríkisstjórn-
in telur jafnframt nauðsynlegt að gera
rækilega úttekt á Stjórnarráðinu, verkefn-
um ráðuneytanna og hvar og hvernig þeim
verði best skipað. Því er sérstaklega tekið
fram í stjórnarsáttmála að lögin um Stjóm-
arráð íslands, skipan ráðuneyta og verk-
efni þeima, verði endurskoðuð, með hlið-
sjón af þeim breyttu aðstæðum sem orðið
hafa í þjóðfélaginu. Strax í upphafi verður
Seðlabankinn færður undir forsætisráðu-
neyti sem efnahagsráðuneyti og Byggða-
stofnun verður samþætt atvinnuþróunar-
starfsemi undir iðanaðarráðuneyti. Jafn-
framt er sá fyrirvari sleginn af þessum
ástæðum og fleiram að stjómarflokkamir
hljóti að taka til endurmats verkaskiptingu
sín á milli og eftir atvikum einnig hvernig
mönnum er skipað til verka.
Það er þýðingarmikið að þingið skynji
strax á fyrstu starfsdögum sínum þá meg-
inþætti sem skína í gegnum stjómarsátt-
málann. Þar kemur fram vilji til þess að
skapa einstaklingum og atvinnulífi aukið
svigrúm til þess að vinna að eigin hag og
annarra, bæta samkeppnisstöðu þessara
aðila gagnvart útlöndum og að draga úr
annmörkum sem óþjált ríkiskerfi getur lagt
á starfsemi manna í landinu. Það er grein
af sama meiði að ákveðið er, að við endur-
skoðun á skattalöggjöf eigi að draga úr jað-
aráhrifum og mismunun í skattkerfinu,
gera skattlagninguna einfaldari og tryggja
samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs hvað
skattlagningu varðar. Það er einnig þýðing-
armikið að boðað er að skattareglurnar
verði þannig úr garði gerðar að þær verði
hvetjandi fyrir framkvöðla á sviði rann-
sókna og þróunar og almennrar nýsköpun-
ar í atvinnulífinu.
Herra forseti.
Undanfarin fjögur ár hefur tekist að end-
urbæta flest skólastig landsins í samvinnu
við foreldra og skólafólk. Margar jákvæðar
breytingar hafa jafnframt verið gerðar á
háskólastiginu. Ljóst er að á kjörtímabilinu
verður lögð mikil og aukin áhersla á æðri
menntun í landinu. Með aukinni alþjóða-
væðingu vinnumarkaðarins þurfum við að
leggja áframhaldandi og aukna rækt við
mannauðinn. Þar kemur hinn nýi og spenn-
andi heimur upplýsingatækninnar sífellt
meira við sögu og við Islendingar verðum
að halda því forskoti sem við höfum. Kemur
fram í stjórnarsáttmála að við sölu ríkisfyr-
irtækja verði sérstaklega litið til upplýs-
ingahraðbrautarinnar þegar
ákveðið er hvernig skuli verja
söluandvirðinu. Þá verða lögð
drög að því á næstunni að
losa þungamiðjuna \ fjar-
skiptamálum okkar Islend-
inga, Landssímann, úr viðjum
ríkisrekstrar. Vissulega þarf
að huga að ýmsu við slíka að-
gerð, en takist hún vel, tel ég
einsýnt að hún muni efla enn
og styrkja upplýsingasamfé-
lag þjóðarinnar um leið og
samkeppni er tryggð og kost-
ir einstaklinganna verða fleiri
og ódýrari.
Afar mikilvæg era þau
áform ríkisstjórnarinnar að
efna til markvissra aðgerða til
þess að auka almennan sparn-
að og hvetja landsmenn til
slíks spamaðar. í því sam-
bandi er sérstaklega talað um
að skapa skilyrði til að verja
auknum fjármunum til lífeyr-
isspamaðar. Þær stórbrotnu
breytingar sem orðið hafa í
íslensku efnahagslífi á þess-
um áratug hafa fleygt okkur
fram til þess besta sem þekk-
ist í efnahagsmálum í okkar
heimshluta. Sparnaðurinn
hefur ekki fylgt þróuninni
nægilega vel eftir og þar þarf
hugarfarsbreyting að verða.
Ríkisvaldið getur með marg-
víslegum hætti lagt grunn að
slíkri breytingu.
Málefni aldraðra munu
koma mjög við sögu, sem eng-
um kemur á óvart eftir mikla
umfjöllun nú á því ári sem sér-
staklega er við þann hóp
kennt. Slík málefni breytast
hins vegar frá kynslóð til kyn-
slóðar. Hagur eldri borgara
hefur aldrei verið betri á ís-
landi en nú er. En samt má
enn gera betur. Allir era sammála um að
gefa verði færi á sveigjanlegum starfslokum
á vinnumarkaði. Með bættri heilbrigðisþjón-
ustu og auknu heilnæmi nútímasamfélags er
fólk vinnufært mun lengur en áður. Því er
fráleitt að dæma fólk á besta aldri frá störf-
um til þess eins að hlýða almanakinu. Eins
er ljóst að besta og varanlegasta aðgerðin til
þess að íslenskir eldri borgarar búi við jafn-
góð eða betri skilyrði og aðrir er að auka veg
spamaðarins, og þá ekki síst lífeyrisspam-
aðar í landinu. Menn geta með skattalegum
úrræðum náð árangri hvað þetta varðar.
Einnig er rétt að örva áhuga manna til þess
að taka beinan þátt í uppbyggingu atvinnu-
lífsins, til að mynda með hlutafjárkaupum.
Það er einnig í þeim anda að hleypa lífi og
krafti í íslenskt þjóðlíf og efnahagsstarfsemi,
að gefa fyrirheit um að leitast verði við að
styðja framkvöðla í atvinnulífi.
Þá er rétt að vekja at- ............
hygli á því að stefnuyfir-
lýsingin undirstrikar að í
starfsemi ríkisstjómar-
innar sem heildar skuli
skoðaðir möguleikar fólks
í hinum dreifðari byggð-
Gefa verður færi
á sveigjanlegum
starfslokum
um landsins. Slíkt framtak verður ekki ein-
göngu fyrir meðalgöngu Byggðastofnunar,
sem þó hefur unnið ágætt verk og fær nýtt
og aukið hlutverk samkvæmt þeim hug-
myndum sem stefnuyfirlýsingin greinir frá.
Þegar yfirlýsingin er lesin grannt kemur
fram að í flestum einstökum þáttum hennar
er jafnframt litið til byggðasjónarmiða og
með hvaða hætti afmarkaðar aðgerðir Al-
þingis og ríkisstjómar geti haft áhrif til
góðs í þeim efnum. Til að mynda felast
miklir möguleikar í upplýsingatækninni
sem á að fá aukið vægi og mun ekki síst
nýtast landsbyggðinni, ef rétt er á haldið.
Við vonumst til að á þessu kjörtímabili ná-
ist að snúa vörn í góða sókn í þessum mikil-
vægu málum.
Það er einnig augljóst að vilji nTdsstjórn-
arinnar stendur til þess að treysta stöðu ís-
lensks sjávarútvegs og jafnframt að
tryggja frið um hann. Nauðsynlegt er að
setja skýrar og skilmerkilegar reglur sem
hann á að geta búið við til lengri tíma.
Hafnað er hugmyndum um smáskammta-
lækningar annars vegar og óútfærðar bylt-
ingar hins vegar, en kjósendur gáfu að von-
um lítið fyrir slíkan málatilbúnað í kosning-
unum. Það er athyglisvert að svonefnt
veiðileyfagjald, sem áður tröllreið umræð-í
unni og átti öll mein að lækna, náði engu
flugi í kosningabaráttunni. Virtist það
reyndar aðeins nefnt þar til málamynda af
fyrram heittrúuðum fylgismönnum. En
árétta skal að við endurskoðun á ramma
sjávarútvegsins ætla menn sér að skoða ít-
arlega öll þau gagnrýnisatriði sem sett hafa
verið fram á undanfömum árum og meta
hversu raunhæf þau eru, hversu sanngjöm
þau kunna að vera, og bregðast við með
skynsamlegum hætti. Eg tel að sú niður-
staða í stefnuyfirlýsingunni sé í mjög góðu
samræmi við úrslit kosninganna og þá um-
ræðu sem fór fram. Oljósum hugmyndum
byggðum á illa rökstuddum fullyrðingum,
þar sem hvað rak sig á annars horn, var
hafnað af almenningi í kosningunum með
eftirminnilegum hætti. Það ættu menn að
láta sér að kenningu verða.
Herra forseti.
Útlit er fyrir að Atlantshafsbandalagið
sé að ná markmiðum sínum í Kósóvó, þótt
eigi eftir að leysa vanda sem upp kom fyrir
tveimur dögum varðandi framkvæmd frið-
aráætlunar þeirrar sem fyrir liggur. I átök-
unum vegna Kósóvó hefur Atlantshafs-
bandalagið enn sannað gildi sitt, sýnt að
það gegnir lykilhlutverki í Evrópu og er
ómissandi fyrir frið og stöðugleika í álfunni.
Staðfesta bandalagsríkjanna hefur auðvitað
ráðið úrslitum við að tryggja þann árangur
sem náðst hefur. Þegar Júgóslavíustjórn
áttaði sig á að borin von væri að treysta á *
að óeining kæmi upp í bandalaginu og þeg-
ar hún trúði að bandalagið hefði vilja til að
halda út til sigurs, gaf hún eftir. En málið
er enn ekki í höfn og staðfestu því áfram
þörf líkt og ætíð er reyndin þegar einræðis-
og kúgunaröfl eiga í hlut.
Vaclav Havel, forseti Tékklands, kallaði
nýlega aðgerðir Atlantshafsbandalagsins
vegna Kósóvó „“yrstu mannréttindastyrj-
öldina í Evrópu“. Það er rétt að aðgerðirn-
ar gegn Júgóslavíu snerust ekki um völd og
áhrif yfir löndum eða landsvæðum. NATO
hafði ekki aðra hagsmuni að verja en rétt- {
indi þess fólks, sem hrakið hafði verið frá
heimilum sínum og beitt ótrúlegu harðræði.
íslendingar öxluðu að sínu leyti ábyrgð á
ákvörðunum Atlantshafsbandalagsins og
munu taka þátt í að græða þau sár sem út-
sendarar stjórnvalda í Belgrad hafa valdið.
Það starf verður bæði tímafrekt og kostn-
aðarsamt. I stefnuyfirlýsingunni er í
knöppu máli vikið að nokkram helstu þátt-
um í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar og
vísa ég til hennar um það efni.
Herra forseti.
í stuttri stefnuræðu gefst einungis tóm
til að víkja að örfáum þáttum þeirrar
stefnuyfírlýsingar sem hefur verið birt öll-
um almenningi í landinu og fengið býsna
góðar viðtökur. Þar er vikið að flestum
þeim meginsjónarmiðum sem efst hafa ver- ^
ið á baugi að undanfórnu. Þar era reifaðar
hugmyndir um heilbrigðismál með nýjum
hætti, þar er vikið að þörfinni á því að
skoða almannatryggingakerfið og lífeyris-
kerfið til þess að ná fram sem hagkvæm-
astri uppbyggingu þessa kerfis í þágu eig-
enda þess. Þar er farið orðum um þá mögu-
leika sem era fyrir hendi til þess að styrkja
stöðu fjölskyldunnar í einstökum þáttum,
en segja má að stefnuyfirlýsingin í heild
lúti ekki síst að því að tryggja heilbrigðan
efnahagsgrann fjölskyldunnar. Þar er gerð
grein fyrir því að gert verður sérstakt átak
í baráttunni við fíkniefnavandann þannig að
þeirri vá verði haldið frá
íslenskri æsku og þeir að-
ilar sem gera sér mat úr
eitrinu í orðsins fyllstu {
merkingu, fái makleg
málagjöld. Þá er einnig
----------- fjallað um náttúravernd
og nauðsyn þess að skapa sátt milli skyn-
samlegrar nýtingai- auðlinda og náttúra-
vemdarsjónarmiða, því að hvor tveggju era
grundvallaratriði þegar litið er til langtíma
hagsmuna komandi kynslóða á Islandi.
Allir þessir þættir, sem og þeir sem ég hef
áður getið um, gefa heildstæða mynd af
verkum ríkisstjómarinnar og þeim vænting-
um sem hún vill skapa við aldahvörf. Hún
sýnir ríka trú flokkanna og forystumanna
þeirra á þeim möguleikum sem fyrir hendi *-
eru til þess að skapa hér öflugt mannlíf. ^
Yfirlýsingin er heitstrenging um að tryggja
að ísland verði áfram land tækifæranna þar
sem æskufólkið á fleiri kosti en nokkra sinni
fyrr. Ef þetta gengur eftir, er víst að ekki
hefur verið til einskis barist. Þau öfl era fjöl-
mörg sem við mennimir fáum ekki ráðið við.
Það setur okkur auknar skyldur á herðar að
stýra því vel sem við völdum. f
Góðar stundir.