Morgunblaðið - 09.06.1999, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 09.06.1999, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ríkið verð- ur böðullinn Varnarleysi fólks er algjört þegar ríkid, hið oþinbera kerfi, tekur að sér hlutverk böðulsins Það fer ekki hjá því að þetta Viðhorf taki mið af því að höfundur þess er staddur í Prag. Ekki svo að skilja að hugsun manns taki ávallt mið af umhverfinu, oftast gerir hún það reyndar en ekki alltaf - skyldi maður ætla. Þótt flestar þeirra hugleiðinga sem hér eru settar á blað hafi sést eða heyrst áður í einhverri mynd dregur það ekki hið minnsta úr gildi þeirra því hér á kannski bet- ur við en oftast áður að sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Lausir úr prísund, frjálsir, sögðu Tékkar fyrir tæpum tíu ár- um þegar Flauelsbyltingin átti uinunpp s®r sta^ °& VIUnUKI* fleygðu sér í Eftir Hávar fang hins vest- Sigurjónsson ræna markaðs- kerfis af slíkri áfergju að engu er líkara í dag en að saga þeirra á því sviði spanni nokkra áratugi hið minnsta. Prag er á allan hátt jafn vestræn og hvaða önnur borg í Vestur-Evr- ópu, sagan sem tengir hana aust- urblokkinni tímabilið 1945-1989 hefur kannski ekki verið þurrkuð út en henni er í það minnsta ekki haldið á lofti og er Iítt sýnileg. Þetta er líka stuttur tími í sögu þjóðarinnar þótt kynslóð undir- ritaðs hafi alist upp við það að Tékkóslóvakía væri eitt af kommúnistaríkjum Austur-Evr- ópu. Aðrar kynslóðir, bæði eldri og yngri, hafa aðra mynd af Tékklandi í huga sér. Aðra mynd af Evrópu. Nasistar höfðu líka aðra mynd af Evrópu í huga þeg- ar þeir hófu útþenslustefnu sína og nefndu Lebensraum. Til að fá meira rými þurfti að útrýma sex milljónum manna af þeim sem þá byggðu Evrópu. Litlu austar í álfunni eru nú í gangi aðgerðir sem minna um margt á skipu- lagða útrýmingarherferð nasista ef þar er yfirleitt nokkur munur á. Það er vægast sagt skelfileg reynsla að heimsækja bæinn Terezín rétt utan við Prag þar sem nasistar reistu fangabúðir og gyðingagettó á stríðsárunum og fluttu 140 þúsund gyðinga í gegnum gettóið á rúmum þremur árum. Manni vefst tunga um tönn þegar velja á viðeigandi lýs- ingarorð um fangabúðirnar og reynir að gera sér í hugarlund hvernig aðstæður voru þar íyrir 55 árum. Einhvem veginn reynir maður þó að finna huggun í því að slíldr voðaatburðir hafi gerst fyrir hálfri öld og mannskepnan hafi þá lært eitthvað af þessari reynslu. Líklega er það borin von, því aðeins nokkur hundruð kílómetrum austar eru svipaðir atburðir að gerast núna, jafn skelfilegir, jafn grimmdarlegir, jafn óskiljanlegir. Terezín var um langan aldur setuliðsbær, ætlaður sem vamar- virki svo hægt væri að stöðva hugsanlega innrás í Austurríska keisaradæmið. Upphaflega virkið var reist á 18. öld og bærinn um- hverfis óx í kringum setuliðið. Strax á 19. öld var virkinu, sem stendur í útjaðri bæjarins, breytt í fangelsi íyrir pólitíska andstæð- inga keisarans og þjónaði því hlutverki allar götur þar til Þjóð- verjar sáu kjörið tækifæri til að nýta virkið á sama hátt eftir að þeir höfðu innlimað Tékkland og Slóvakíu í Þriðja ríkið. A miðju ári 1942 vora allir íbúar Terezín reknir á brott og bænum breytt í fangabúðir fyrir gyðinga, fanga- búðir sem gegndu mikilvægu hlutverki í áróðursherferð nas- ista. Hlutverkið var eftirfarandi: Fangamir fengu að búa í húsum þorpsins, ýmiskonar starfsemi var leyft að þrífast og erlendum gestum sýndir valdir staðir og sáu þeir gyðingafjölskyldur að leik og í starfi. Orðrómurinn um útrýmingu á gyðingum, sögðu nasistar, átti ekki við nein rök að styðjast, þetta var raunveraleik- inn. Sannleikurinn var hins vegar sá að Terezín var biðstöð, þangað vora vissulega fluttir 140 þúsund gyðingar en 87 þúsund þeirra vora síðan flutt áfram til útrým- ingarbúðanna í Auschwitz eða Dachau, sumir komust reyndar aldrei lengra en til Terezín og dóu vegna illrar aðbúðar eða vora teknir af lífi. Það var ekki fyrr en að stríðinu loknu sem umheimurinn fékk að vita hvaða hlutverki Terezín gegndi í út- rýmingarherferð nasista og það leiðir hugann að þeim viðburðum sem nær okkur standa í tímanum og erfitt er að gera sér í hugar- lund að séu raunveralega að ger- ast. Varnarleysi fólks er algjört þegar ríkið, hið opinbera kerfi, tekur að sér hlutverk böðulsins og fylgir því eftir af sömu ná- kvæmni og um venjulega skatt- heimtu væri að ræða. Það vekur einnig mestan óhug að sjá hversu nákvæmlega örlög hvers einasta einstaklings sem vistaður var í Terezín hafa verið skráð; læknis- rannsókn, tannlæknir, Auschwitz, Dachau. Örlög barn- anna sem flutt vora til Terezín era hvað skelfilegust, þau skiptu þúsundum og þótt fangamir í gettóinu reyndu að sinna þörfum þeirra vissu þeir jafnframt að flest yrðú börnin send annað og sæjust ekki aftur. Hvað um þau varð vissp fangarnir auðvitað ekki. Nasistamir vissu hins veg- ar fullvel hvað tO stóð og höfðu vaðið fyrir neðan sig þegar þeir æfðu upp bamaópera í áróðurs- skyni. Þeim þótti vissara að æfa fimm börn fyrir hvert hlutverk því þau týndu svo ört tölunni að ella hefðu sýningar getað fallið niður. Vandalaust væri að halda áfram upptalningu slíkra hryll- ingssagna en spyrja má um til- ganginn. Það má jafnvel spyrja um tilgang þess að gera stað sem Terezín að safni, hverjir vilja koma þangað og til hvers? Sú spuming verður áleitin hvort af skelfingum útrýmingarherferðar nasista á gyðingum um miðja öld- ina hafi nokkur lærdómur verið dreginn. Safnið í Terezín verður ekki til þess að fylla mann þeirri vissu að aldrei framar muni kon- um, bömum og gamalmennum verða smalað saman í gripaflutn- ingavagna og þau send til skipu- lagðra misþyrminga og útrýming- ar án þess að nokkurs staðar sé minnstu miskunnar að vænta. Bjartsýnin sem ríkir í hinni vestrænu Prag fær á sig for- gengilegri brag þegar sagan er skoðuð í þessu ljósi; þeir fógnuðu Rauða hemum 1945, þeir hentu bensínsprengjum í Rauða herinn 1968, þeir fógnuðu frelsinu 1989, þeir þurfa ekki að keyra nema í fáeina klukkutíma til austurs til að koma að lokuðum landamær- um þar sem ógnarstjórn ríkir og allan þennan áratug hafa átt sér þar svipaðir atburðir og gerðust í Terezín. UMRÆÐAN Er hreyfíng heilsubót? Sigurður Anna Björg Guðmundsson Aradóttir SVARIÐ við spurningunni í titlin- um er mikilvægt, því að ráðleggingar til al- mennings um hreyf- ingu eru á því byggð- ar. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir hvaða þættir heilsu- fars eru undir hreyf- ingu komnir, hvers vegna, hve mikla hreyfingu þarf til og við hvaða kringum- stæður. Ef hreyfing hefur áhrif á algeng og alvarleg heilsufar- svandamál eða áhættuþætti þeirra og séu þau áhrif veraleg og fyrir- sjáanleg skiptir miklu máli að þeirri þekkingu sé haldið á loft til almennings og einnig nýtt til að ráðleggja einstaklingum. Vart er unnt að finna ódýrari og einfaldari leið til að fyrirbyggja sjúkdóma en með reglubundinni hreyfingu. Tilgangur þessarar fyrri greinar af tveimur er að fjalla stuttlega um nokkra þætti sem komið hafa fram í vísindalegum rannsóknum undan- farinna ára og lúta að hreyfingu og heilsufari. Ekki er víst að unnend- ur íslensks máls séu samþykkir þeirri afbökun á algengu orðtaki sem fram kemur í undirtitli en spumingin snýst í raun um þetta: Er hægt að hlaupa (eða með annarri hreyfingu) af sér homin, þar sem hom tákna hnýfil á heils- unni? Flestir vita að svarið við spum- ingunni er jákvætt en tilgangur líkamsræktar má ekki einungis vera sá að bæta árum við lífið heldur þarf einnig að bæta lífi við árin. Ljóst er að hreyfing sér til heilsubótar er ekki fyrirhafnar- laus, enda verður enginn óbarinn biskup. Lífið má hins vegar ekki hafa þann tilgang einan að fresta dauðanum. Meginmarkmið þess- arar greinar er reyndar að benda á að unnt er að ná verulegri heilsubót með eðlilegri reglubund- inni hreyfingu sem engum á að vera ofviða. Því má aldrei gleyma að ein af meginstoðum hamingj- unnar þegar fram líða stundir er góð heilsa. Hvað hreyfir fólk sig mikið? Rannsóknir frá Bandaríkjunum benda til þess að einungis 15% fólks þar í landi hreyfi sig reglu- lega, um 60% öðru hvoru og um Hreyfing Er hægt að hlaupa af sér hornin? spyrja Sigurður Guðmunds- son og Anna Björg Aradóttir 1 fyrri grein sinni. fjórðungur hreyfir sig aldrei neitt. Þar hefur verið áætlað að um 250 þúsund dauðsföll árlega megi rekja til lítillar hreyfingar fólks. Ekki væri fjarri lagi að áætla ef aðstæður væra svipaðar hér að tvö- til þrjúhundruð dauðsföll ár- lega hér á landi mætti rekja til hins sama. Nokkuð er vitað um hreyfivenjur íslendinga, meðal annars úr könnun sem Þórarinn Sveinsson, Jóhannes Helgason og Svandís Sigurðardóttir við náms- braut í sjúkraþjálfun og lífeðlis- fræðistofnun Háskóla Islands gerðu fyrir rúmu ári. I ljós kom að einungis 3-11% þeirra sem svör- uðu könnuninni töldu sig vera kyrrsetufólk. Helst voru það karl- ar undir 45 ára sem héldu kyrru fyrir. Almennt var þó hröð og líf- leg hreyfing meira stunduð af yngra fólki en eldra. Eins og í rannsóknum frá öðrum löndum var kyrrsetufólk hlutfallslega fæst meðal háskólamanna en gagn- stætt við ýmsar aðrar rannsóknir reyndust þeir sem líklegastir voru til að stunda hraða og líflega Fiskveiðar og verktakaiðnaður HVER getur séð fyrir sér Island án vega, bygginga, verk- smiðja, hafna, flugvalla eða rafmagns? Islenskur verktaka- iðnaður sér fyrir þessu, án þess að hafa nokkurn tíma haft vit á því að vera talinn mik- ilvægastur allra at- vinnugreina og njóta sérstöðu samkvæmt því. Nú að afloknum sjó- mannadegi ætti samt ekki að vefjast fyrir neinum, hver sé merkilegastur at- vinnuvega á íslandi. Hver fram- mámaðurinn á fætur öðrum hefur sagt okkur hvað sé undirstaða þjóðlífs á Islandi. Að ekki sé nú talað um allar þær fórnir, sem blessaðir sjómennirnir okkar færa. Þrátt fyrir stöðugt átak í slysavörnum farast þeir við glímuna við náttúruöflin. Eg tek að sjálfsögðu undir, sem góður Is- lendingur og raula fyrir munni mér: „Sagt hefur það verið um Supurnesjamenn." I alvöra talað, skelfing er nú asnaleg þessi remba sumra at- vinnugreina við að setja sig á háan hest. Hver getur hugsað sér ísland án kennara eða lækna, svo dæmi séu nefnd um aðrar stéttir? Þessi stefna er ekki bara asnaleg, hún er hættuleg og stórskaðar þjóðina. Hennar vegna m.a. trúum við því mörg, að ekki megi taka til umræðu aðild Islendinga að Efna- hagsbandalagi Evr- ópu. Staðreyndin er auð- vitað sú að í nútíma- þjóðfélagi og blönduðu hagkerfi er engin ein atvinnugrein annarri mikilvægari heldur eru þær hver annarri háð. Vart er hægt að hugsa sér eina án stuðnings annarrar. Það vill svo til, af því að við höfum lagt höf- uðáherslu á fiskveiðar, að þær standa undir meginhluta útflutningstekna okk- ar. Mér dettur ekki í hug að við hefðum staðið okkur verr en Finn- ar eða Danir við að byggja upp ýmsan annan útflutningsiðnað, ef við hefðum ekki haft fiskveiðarnar til þess að byggja á. Það þykir ekki tiltökumál að há- setahlutur hér sé vel á aðra milljón króna eftir þriggja vikna túr. Alíka upphæð þurfa menn að streða fyrir stærstan hluta árs í verktakaiðnað- inum, sem sérhæfðir bygginga- verkamenn, sem geta borið sig saman við háseta í vinnuálagi og undirstöðumenntun. Nú má ekki skilja orð mín svo að ég sjái eftir þessum góðu launum til handa há- setunum. Eg bendi bara á visst misræmi. Útlendingum er óheimilt að fjár- festa í íslenskum fiskveiðum. Þá Verktakaiðnaður Hver getur séð fyrir 7 sér Island, spyr Armann Orn Armanns- son, án vega, bygginga, verksmiðja, hafna, flug- valla eða rafmagns? gætum við misst vald á þeim eins og það er orðað. Um þetta er al- menn pólitísk samstaða. I vertakaiðnaði gætir heldur bet- ur annarra sjónarmiða. Ekki ein- asta geta öll erlend fyrirtæki boðið í allar framkvæmdir heldur er beinlínis skylt að bjóða stórar framkvæmdir út á fjölþjóðlegum vettvangi. Sterkasta fyrirtæki í iðnaðinum um áratugaskeið, ístak hf., er dótt- urfyrirtæki danska stórfyrirtækis- ins Phil&Sön A/S og hefur ekki bara fengið að starfa hér óáreitt heldur um margt notið óvenjulegr- ar fyrirgreiðslu ráðandi afla. Sögulega séð hafa erlend fyrir- tæki alltaf verið sterk í íslenskum verktakaiðnaði. Þannig byggðu er- lend fyrirtæki Reykjavíkurhöfn, Straumsvíkurhöfn, allar helstu virkjanir Islendinga í upphafi og svo mætti lengi telja. Þetta var í upphafi eðlilegt, en m.a. vegna skilningsleysis okkar hafa ísjensk Ármann Örn Ármannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.