Morgunblaðið - 09.06.1999, Síða 34

Morgunblaðið - 09.06.1999, Síða 34
>34 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Þekkingin er til, notaðu hana á sjálfan þig UNDANFARIÐ hafa birst grein- ar undir merkjum Hjartaverndar og Hjarta- og æðasjúkdómafélags íslenskra lækna þar sem það nýjasta á sviði hjartasjúkdóma hef- ur verið kynnt. Alþjóðlegar rann- ^ sóknir Hjartaverndar og íslenskra lækna hafa skilað sér í aukinni þekkingu á sjúkdómnum sem aftur skila sér í árangursrík- ari meðferðum og markvissari forvörn- um. Margir áhættu- þættir hjarta- og æða- sjúkdóma eru þekktir. Almenn vitneskja á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma er góð. Hvatningu til heil- brigðara lífernis má fínna víða: Stundið lík- amsrækt, drekldð meira vatn - gott hjarta er gulli betra. Ekki er nóg að þekkja, einnig verður að tileinka sér. Hvert mannsbam í landinu veit að tóbak er heilsunni hættulegt, samt er enn stór hluti þjóðarinnar sem reykir. Allir vita að fituminna fæði, fiskneysla, ávextir og grófmeti er hollara en feitt kjöt 9g sælgæti. Þrátt fyrir það neyta Islendingar langmest af sykri og gosi á Norðurlöndunum. Við ætlum jú flest okkar að lifa heilbrigðara lífí en bara seinna. Margir taka ekki af tfekarið fyrr en þeir lenda í því. Margir breyta um lífsstíl eftir að þeir fá hjartaáfall. Á þeim tíma- punkti er ekkert val. Til að lifa af verður að breyta um lífsstíl. Viljum við ekki ákveða sjálf hvenær við ætlum að breyta um lífsstíl frekar en að örlögin grípi innl og ákveði fyrir mann? Veldu sjálfur að stunda heilbrigt líferni. Til eru margar leið- ir sem gera okkur það auðveldara. Námskeið fyrir reykingafólk til að hætta reykingum, ýmis líkamsrækt- artilboð o.fl. Forvörnin gegn hjarta- og æðasjúkdómum hefst hjá þér, en heilbrigðisyfirvöld verða að vera þátttakendur í formi fræðslu, stuðn- ings og öflugri heilbrigðisþjónustu. •K Taktu ákvörðun, ég ætla að. Vertu raunhæfur, hafðu markmiðin þannig að þú gefíst ekki upp. Algjör umbylting á lífsstíl er líklegri til að falla um sjálfa sig heldur en að taka eitt skref í einu og stefna á árangur til langframa. Rannsóknir hafa sýnt að manneskja sem fer í hjartaað- gerð og breytir um lífsstíl er í minni hættu að fá aftur hjartaáfall. Sömu rök má nota um þá heilbrigðu sem ekki hafa fengið fyrir hjartað. Mun líklegra er að hún sleppi ef hún beit- ir virkum forvömum. Ekki eru til nein örugg próf sem segja til um hverjir munu fá fyrir hjartað og hverjir ekki. Því verðum við öll að vera á verði. ‘ Margir áhættuþættir eru þess eðlis að einstaklingurinn sjálfur fær ekki við ráðið. Dæmi um þá eru erfðir, aldur og kyn. Þættir sem við getum aftur á móti haft áhrif á og því enn mikilvægara að huga að eru m.a. reykingar, hækkaður blóð- þrýstingur, streita og magn kól- esteróls í blóði. Almennar ráðleggingar Hjarta- vemdar eru: Reykið ekki, gætið að mataræði, forðist aukakflóin, stund- ið reglulega líkamsþjálfun og hreyf- ingu. Eftir 40 ára aldur látið fylgjast með blóð- þrýstingi, blóðfítu og blóðsykri og fyrr ef til- efni gefur til. Þetta er viðamikið verkefni. Lífstíðarverkefni. Frísku fólki finnst ef til vill óþarfi að láta fylgj- ast reglulega með sér. Reynslan hefur sýnt að á fyrstu stigum sjúk- dómsins koma einkenni ekki endilega fram. Fólk getur verið með vægt hækkaðan blóð- þrýsting án nokkurra einkenna og gengur því með aukið álag á æða- kerfið án þess að vita af því. Sama má segja um vægt hækkaðan blóðsykur og brenglun á blóðfitu. Miklu auðveldara er að Hjartasjúkdómar * I sameiningu geta tæknin og framlag hvers einstaklings, seg- -j ir Astrós Sverrisdóttir, verið öflug í baráttunni gegn hjarta- og æðasjúkdómum. grípa inn í á meðan hlutirnir em enn á vægu stigi. Aukabónus íylgir með eins og betri andleg líðan, betri svefn og aukin hreyfing er talin m.a. fyrirbyggjandi gegn beinþynningu. Mikilvægast er að reyna koma í veg fyrir að fá sjúkdóminn því við emm alltaf betur sett ef við fáum hann ekki. Reglulegt eftirlit þarf ekki að vera flókið í framkvæmd. Hægt er að láta mæla blóðþrýsting, blóðfitu og blóðsykur hjá heimilislækni. Sum apótek bjóða upp á blóðþrýst- ingsmælingar. Ef ekkert finnst at- hugavert er það hið besta mál, þá er það staðfest. Tækninni fleygir fram á þessu sviði, aukin þekking skilar sér í bættri meðferð og betri horfum. I sameiningu geta tæknin og framlag hvers einstaklings verið öflug í bar- áttunni gegn hjarta- og æðasjúk- dómum. Við megum þó ekki gleyma því að alltaf verða til einstaklingar sem fá alvarlega hjarta- og æða- sjúkdóma þrátt fyrir heilsusamlegt lífemi. Hlutverk starfsemi Hjarta- vemdar í formi rannsókna og fræðslu lýkur aldrei. Það er ósk okkar að greinaskrifín undanfarið hafi komið að góðum notum. Að lokum: Þekkingin er til, not- aðu hana á sjálfan þig. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og st&rfar sem fræðslufulltrúi hjá Hjartavernd. Ástrós Sverrisdóttir UMRÆÐAN Jafnrétti til náms? Á DÖGUNUM vöktu leikskólakenn- arar athygli forseta Islands á því að böm hæfu skólagöngu áður en þau byrjuðu I grunnskóla, - leik- skólinn væri fyrsta skólastigið. Mennta- málaráðuneytið gaf nýverið út námskrá fyrir leikskóla líkt og grannskóla og fram- haldsskóla og er það I fyrsta sinn sem mörk- uð er sérstök skóla- stefna fyrir þetta skólastig. Og fannst víst mörgum kominn tími til enda er þessum þremur skólastigum ætlað svipað hlutverk og sett hliðstæð markmið. Leikskólanám Sveitarstj órnarmenn verða að upplýsa kjós- endur um það, segir Pétur Már Olafsson, hversu lengi þeir hyggjast rukka for- eldra um nær eina milljón króna fyrir að hafa barn í skóla í fjögur ár. Á þriðja hundrað þúsund á ári Þótt þessi skólastig eigi lögum samkvæmt að uppfylla sambæri- leg markmið og stuðla beri að samfellu í starfi leik- og grunn- skóla er nokkur mun- ur á þeim. Öllum börn- um er skylt að sækja grunnskóla en ekki leik- og framhalds- skóla. I grann- og framhaldsskóla era ekki innheimt skóla- gjöld en foreldrar greiða hins . vegar veralegar fjárhæðir á ári hverju í leikskólagjöld. I Kópavogi og Reykjavík eru gjöldin tæplega 20.000 krónur á mánuði fyrir börn hjóna eða sambýlisfólks I átta tíma á dag eða á þriðja hundrað þúsund krónur á ári. Skólagjöld líka í framhaldsskóla? Hér er ýmislegt að athuga. Hvaða rök liggja að baki því að innheimta skólagjöld I leikskól- um þegar það þykir stríða gegn jafnrétti þegnanna að gera það á öðrum skólastigum? Er kannski réttlætanlegt að innheimta svip- uð gjöld I framhaldsskólum og leikskólum? í sveitarfélögum þar sem ekki er unnt að anna eftir- spurn eftir leikskólarýmum greiða foreldrar barna sem eru með börn sín hjá dagmæðrum að Pétur Már Ólafsson Að fiska réttlæti! ALLT frá 15. maí 1990 hefir það verið augljós ásetningur stjórnvalda að útrýma I áföngum smáútgerð á íslandi. Smáútgerð- armenn hafa verið eins og auðmjúkur hænuhópur undir stjórn hins svonefnda foringja í Landssam- bandi smábátaeig- enda. Á átakafundi I október 1995 bar til- laga mín um aflatopp á bát sigur úr býtum með 27 atkvæðum gegn 21. Frétt Morg- unblaðsins frá þeim tíma var „Fylgjandi aflatoppi á móti framsali aflaheimilda". For- inginn var endurkjörinn á fundi þessum. Síðan þetta var hefir mik- ið vatn rannið til sjávar og merki- legir hlutir gerst svo sem hrun smábátaútgerðar á landsbyggð- inni. Foringjar Landssambands smábátaeigenda bera ábyrgðina, hina léttvægu. Eg hefi eytt mikl- um tíma I það að finna smáútgerð- inni varanlegt vinnuplan, I aflatoppstillögu minni. Þegar dag- ar smábáta voru færðir niður I 26 úr 84 I júní 1996 ákvað ég að taka Dilbert á Netinu ysömbl.is _ALLTA/= £ITTH\SAÐ HÝTT við skattfrjálsum styrk til að hverfa úr útgerð en fleirum en mér var sagt að um skattfrjáls- an styrk væri að ræða. Ég ætlaði ekki að hætta að gutla á sjó því bátlaus finnst mér ég ekki vera lifandi. Eg ákvað að taka þessu tilboði Þróunar- sjóðs um skattfrjálsan styrk til þess að hætta útgerð og hverfa með bát minn til Noregs meðan kvótakerfið rúllaði yfir, sem það er nú að gera. Þegar mér hins veg- ar varð það ljóst að ég hafði verið blekktur eins og fleiri menn, af Jó- hönnu Halldórsdóttur, lögmanni Þróunarsjóðs, varðandi skattfrelsi af fyrmefndum styrk, mótmælti ég m.a. með því að róa fimm róðra Kvótinn Bátlaus, segir Garðar Björgvinsson, fannst mér ég ekki vera lifandi. á sjó en áður en til þess kom hafði ég óskað eftir því að fá að greiða til baka styrkinn sem ekki reyndist skattfrjáls, samkvæmt túlkun skattayfirvalda, en lögmaður Þró- unarsjóðs hafði lofað. Því erindi var hafnað og ekki hægt að ná tali af sjávarútvegsráð- herra þáverandi, Þorsteini Páls- syni, sem einnig var æðsti maður Þróunarsjóðs, sem og ráðherra Garðar Björgvinsson jafnaði hærri gjöld en fyrir leik- skóla. I Kópavogi munar þar um 100.000 krónum á ári. Hvaða rök liggja að baki því? Börnin fá vissulega fyrirmyndarþjónustu hjá dagmæðrum en njóta þá ekki skólagöngu til jafns við aðra eins og þeim ber lögum samkvæmt. (Sveitarfélögum „er skylt að hafa forustu um að tryggja börnum dvöl I góðum leikskóla," segir I lögum). Og nú, þegar á að koma á námskrá I leikskólum, spyr mað- ur sig: Hvernig á að tryggja börnum, sem ekki komast þar inn, hliðstæða kennslu? Eiga þau áfram að greiða hærri gjöld fyrir að eiga ekki sömu möguleika og jafnaldrar þeirra til náms? S veitarstj órnar menn verða að svara Ljóst er að það mun kosta sveit- arfélög nokkur fjárátlát að fella niður skólagjöld í leikskóla en þó ber að taka fram að ekki er óeðli- legt að foreldrar gi’eiði fyrir gæslu hluta úr degi á leikskólum, líkt og gert er í dægradvöl grannskól- anna, auk fæðiskostnaðar. Ég minni líka á að það þótti ábyrgðar- leysi á sínum tíma að ætla að hleypa öllum börnum I skóla án skólagjalda og sagt að bókvitið yrði ekki í askana látið. Sveitarstjórnarmenn verða að upplýsa kjósendur um það hversu lengi þeir hyggjast rakka foreldra um nær eina milljón króna fyrir að hafa bam I skóla í fjögur ár. Þeir þurfa líka að rökstyðja af hverju foreldram barna utan leikskóla ber að greiða hærri gjöld fyrir að hafa ekki aðgang að sömu mennt- un og jafnaldrar barna þeirra. Og á endanum verða þeir að svara því hvort þetta samrýmist hugsjóninni um jafnrétti til náms. Höfundur er bókmenntafræðingur málaflokksins. Til allrar hamingju hefur Hæstiréttur nú staðfest að sektarákvæði fiskveiðilaga stand- ist ekki í öllum tilvikum og lækkað sektarákvæði, sem greinilega eiga við útgerðir með milljónaveltu, enda meiningin að smáútgerðar- menn lentu ekki í lögum þessum þar sem þeim hefði öllum verið út- rýmt á einhvern handa máta. Svo má lengi brýna deigt járn að bíti og félagar mínir höfðu lýst því yfir við mig að þeir skyldu nú róa ef ég bryti ísinn, þ.e. gerðist lög- brjótur, á hinum miklu ólögum sem fiskveiðstjórnunarlögin era. Ég hætti eftir fimm róðra, þar sem ekki bólaði á fleiram I kjölfarið, og tek vissulega afleiðingum gjörða minna með fímmtíu dögum af ævi minni bak við lokaða múra. Að því loknu mun ég án efa halda áfram að berjast fyrir breytingum á því kerfi sem er að leiða þjóðina á helj- arþröm til sjávar og sveita, þar sem aðalatvinnugreinin gengur kaupum og sölum með framsali aflaheimilda og verkalýðsfélögin sitja þegjandi hjá þegar vinnandi fólk missir lifibrauðið og verðgildi heimila sinna. En lífeyrissjóðirnir era þátttakendur í þessum hrá- skinnsleik með hlutabréfafjárfest- ingu I útgerðarfyrirtækjunum sem aðeins flytja úr landi nær óunnið hráefni I stað þess að byggja upp verðmætari vinnslu afurða og fasta atvinnu í landi, atvinnu sem skapar stöðugleika. Öflug útgerð smábáta með náttúravænum veið- arfæram gæti hins vegar gefið ís- landi farmiða inn I framtíðina, hefðu menn vit á að hampa þvi I tíma, en til þess þarf að breyta um stefnu og það strax. Það gerist ekki nema núverandi stjórnvöld sópi undan teppinu að- gerðum í anda mannréttinda og frelsis til handa öllum, ekki aðeins fámennum hópi þeirra er hafa fengið aðgang að auðlindinni á silf- urfati sökum mistaka I lagasmíði. Höfundur er bdtasmiður og útgerð- a rmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.