Morgunblaðið - 09.06.1999, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐYIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 3^
HJÖRDÍS
JÓNSDÓTTIR
+ Hjördís Jóns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 27. júní
1970. Hún varð
bráðkvödd á heimili
sínu 30. maí síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Bústaðakirkju 8.
júní.
Hjördís tengdadóttir
mín er farin, aðeins 28
ára gömul. Með söknuði
og hlýhug vil ég minn-
ast elsku Hjördísar sem
svo skyndilega var tekin frá okkur.
Mér er illmögulegt að kyngja því að
þessi kraftmikla stúlka í blóma lífs-
ins hafi kvatt þennan heim. Við eram
öll hai'rni slegin.
Fyrir níu árum kynnti Þóroddur
Elmar, sonur minn, mig fyrir þessari
háu, grönnu, ijóshærðu stúlku. Þau
geisluðu bæði tvö af gleði og ham-
ingju. Ég hreifst strax af hreinskilni
hennar og hláturmildi. Ekki var það
til að skyggja á gleðina að komast
svo að því að henni fylgdi lítil rauð-
hærð hnáta, hún Þórunn litla, þá að-
eins eins árs. Ég var því ekki aðeins
að eignast tengdadóttur heldur líka
bamabarn. Tveimur árum seinna
æxlaðist það svo að þessi litla fjöl-
skylda varð húsnæðislaus svo þau
fluttust tímabundið til mín í litlu
íbúðina mína. Ég sé núna betur en
áður hve dýrmætir þessir mánuðir
munu ávallt verða mér. Þarna kynnt-
ist ég mannkostum Hjördísar, hún
var mjög skynsöm og vel gefin.
Sambúð okkar í þröngu húsnæði
var ekki árekstralaus, við flæktumst
oft hvert fyrir öðru. En fyrir hrein-
skipti Hjördísar sofnuðu allir oftast
sáttir. Á þessum tíma fjölgaði enn í
hreiðrinu hjá okkur, Hjördís og
Elmar eignuðust lítinn gullmola,
hann Þórberg ísak. En þröngt mega
sáttir sitja og mun ég alla tíð varð-
veita þennan tíma í hjarta mínu.
Þegar nýja íbúðin þeirra í Laufengi
25 var tilbúin flugu ungarnir mínir
allir glaðir út í nýjan kafla tilverunn-
ar. Þar eignaðist fjölskyldan sitt
fyrsta heimili, dásamlegt heimili,
sem Hjördís sinnti af alúð og um-
hyggju, enda framúrskarandi mynd-
arleg húsmóðir og yndisleg móðir
bamanna sinna.
Þó í mörg hom væri að líta með
nýtt heimili og ung börn þá lauk
Hjördís stúdentsprófi af sjúkraliða-
braut fró Fjölbrautaskóla Breiðholts
síðastliðið vor. Með sama kraftinum
hélt hún svo rakleitt í Háskóla ís-
lands haustið eftir. Hún hafði rétt
lokið vorprófunum er hún lést. Án
efa verður útkoman þar glæsileg
eins og alltaf þegar Hjördís ætlaði að
ná takmarki sínu.
Við sitjum eftir með óteljandi
spurningar sem enginn hefur svör
við. Það er sérstaklega erfitt fyrir
Isak, sex ára gamlan, og Þórunni, tíu
ára, að skiija tilveruna í dag. En eitt
er víst að þau eiga góðar minningar
um mömmu sína og mörg erum við
sem munum sjá um að viðhalda þeim
minningum er börnin vaxa úr grasi.
Ég trúi því að hún muni áfram fylgj-
ast með bömum sínum og vernda
þau af öllum mætti.
Ég bið almættið um að gefa for-
eldrum, systrum og öðrum aðstand-
endum Hjördísar, styrk í þeirra
miklu sorg.
Ásta Þórey Ragnarsdóttir.
Mig langar í örfáum orðum að
kveðja með virðingu og þakklæti
Hjördísi Jónsdóttur.
Kunningsskapur okkar á sér ekki
langa sögu. Ég kynntist Hjördísi
fyrst er hún og Þóroddur Élmar,
systursonur minn, tóku að draga sig
saman fyrir um það bil níu árum.
Þrátt fyrir 20 ára aldursmun okkar
Hjördísar náðum við vel saman. Enn
sterkari tengsl og meiri samgangur
myndaðist milli fjölskyldna okkar ár-
ið 1993 er við báðar eignuðumst syni
það ár. Þeir írændurnir urðu strax
miklir vinir og verða það vonandi um
ókomna framtíð.
Mér eru sérstaklega
minnisstæðar allar þær
skemmtilegu stundir
sem við áttum mörg
saman uppi í sumarbú-
stað. Sumarbústaður-
inn sem við Steinar átt-
um við Meðalfellsvatn
stóð Hjördísi og Elmari
alltaf opinn, hvort sem
okkar fjölskylda væri
þar eða ekki. Bústaðn-
um yfirleitt skilað fínni
en hann var er þau
komu, enda var Hjördís
einstaklega hreinleg og
myndarleg húsmóðir.
Eftir að við fluttumst austur fyrir
fjall, komu Hjördís og Elmar með
börnin eins oft í helgarheimsóknir og
þau mögulega gátu. Nú síðast um
miðjan maí áttum við öll mjög svo
skemmtilega helgi saman. Þá var
mikið rætt um heima og geima, enda
brosti lífið og framtíðin við henni.
Hjördís fór aldrei í launkofa með
skoðanir sínar, kom til dyranna eins
og hún var klædd, einlæg og
skemmtileg. Ég á erfitt með að trúa
því að þetta hafi verið hennar síðasta
ferð hingað austur til okkar.
Fjölskyldu Hjördísar votta ég
mína dýpstu samúð á þessari kveðju-
stundu og bið algóðan Guð um að
veita þeim öllum styrk í sorginni.
Þau mega svo sannarlega vera stolt
af Hjördísi og vita það að ætíð mun
geisla af minningu hennar.
Rósalind Ragnarsdóttir.
Það er sunnudagur, sólskin úti og
lífið að því virðist fullkomið. Það er
sunnudagur. Við fáum þær fréttir að
ein af æskuvinkonunum sé látin. Af
hverju? spyr maður sjálfa sig. Af
hverju hún frá tveimur ungum böm-
um og manni sem öll elskuðu hana?
Hjördísi kynntist ég þegar við vor-
um í Fossvogsskóla, við vorum
nokkrar saman sem mynduðum hóp
sem haldist hefur síðan, með mis-
miklum samskiptum þó og sumar
náðu betur saman en aðrar.
Það má eiginlega segja að við
Hjördís höfum náð aftur saman þeg-
ar ég hóf nám við viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla íslands. Þar voru
Hjördís og Svandís systir hennar við
nám. Ég dáðist að Hjördísi, þaraa
var hún með tvö börn og í fullu námi
og stóð sig mjög vel. Hún lagði gífur-
lega mikið á sig, var stöðugt að læra.
í prófunum nú í vor sátum við hér
heima á Hagamelnum að reikna og
við reyndum hvað við gátum að að-
stoða hvor aðra, það var nú samt ein-
hvem veginn þannig að það var
alltaf Hjördís sem aðstoðaði mig því
ég var stöðugt að stranda á einhverj-
um dæmum og Hjödda var ekki
lengi að koma mér aftur á rétta
braut, henni þótti ég vera að gera
hlutina miklu erfiðari en þeir voru.
,Ásta mín, þetta er ekki svona flókið,
sjáðu bara.“ Þessa setningu heyrði
ég oft nú í vor. Svo sýndi hún mér
hvernig átti að gera þetta. Guð einn
veit hversu mikið hún hjálpaði mér á
þessum tíma.
Við sátum svo fyrir framan aðal-
byggingu Háskólans í byrjun mai og
reyndum að hvetja hvor aðra, fórum
yfir hvað gæti mögulega komið og
hvað við hefðum kannski átt að
leggja meiri áherslu á.
Við hittumst síðast fóstudaginn 28.
maí. Við sátum í eldhúsinu hjá
Hjöddu og vorum að skipuleggja
hvemig sumarið átti að vera, hvera-
ig og hvenær við ætluðum að lesa
fógin. Hjördís var búin að skipu-
leggja þetta allt saman fyrir okkur,
við myndum fara létt með þetta.
Ég sit hér nú og hugsa: Hvernig
get ég þetta ein? Við ætluðum að
hjálpast að, ég fann svo mikið öryggi
í því að vita af Hjöddu, vita það að
hún ætlaði að kenna mér þetta allt
saman, við ætluðum að „rúlla sumr-
inu upp“ eins og Hjödda orðaði það.
Ég vildi bara með þessum fáu orðum
segja þér, Hjödda mín, hversu stolt
ég var af þér því við sátum oft og
ræddum um stelpurnar sem voru
með okkur í fögunum í vor, þessar
sem ekki áttu böra og þurftu ekki að
hafa áhyggjur af heimilinu, gátu
bara mætt í tíma, farið heim og lagt
sig og mætt svo hressar eftir kvöld-
mat til þess að læra á meðan Hjödda
og ég vorum orðnar hálflúnar eftir
verkefni dagsins.
Elsku Hjördís, ég get ekki annað
en kvatt þig með söknuði og ég mun
hugsa til þín þegar ég les fógin „okk-
ar“ í sumar.
Ég bið um styrk handa Þórunni,
Isaki og Elmari. Fjölskyldu hennar
allri sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Missir ykkar allra er
mikill.
Eins og heili manns má skynja og skilja,
skrá og geyma í minning jarðarheimsins,
man um eilífð heili hnattageimsins
hljóm hvers sálarstrengs í lífsins nki.
(Einar Ben.)
Ásta Dís Óladóttir.
Hjördís mín, það var mér mikið
áfall að fá fregnir um andlát þitt, svo
alltof fljótt. Það er óskiljanlegt að
þú, þessi orkumikla og fjöruga
stelpa, skulir vera búin með þinn
tíma hér, þú sem áttir eftir að gera
svo margt.
Minningarnar fljúga í gegnum
hugann og ég sé þig fyrir mér þar
sem þú kemur labbandi eftir gangin-
um í FB, á leið í spænskutíma, og
segir „hæ, dúllan mín“ eða „hvað
segirðu, rófan mín?“ því alltaf léstu
alla finna fyrir að þeir væru þér mik-
ils virði og alltaf komstu mér í gott
skap.
I spænskutímum hjá okkur var al-
veg frábært, við þessar gömlu fífluð-
umst og gerðum grín að okkur sjálf-
um, þá var glatt á hjalla og mikið
hlegið. Svo var einnig þegar við
skrifuðum okkar fyrstu spænskurit-
gerð saman því annað kom ekki til
greina og fengum við sérstaka und-
anþágu hjá Jesus til þess. En sam-
vinnan skilaði sér í einkunn sem við
vorum mjög stoltar af.
Margar stundir áttum við saman,
annaðhvort við að sinna lærdómnum
eða í notalegu spjalli um heima og
geima, lífið og tilveruna og var þá oft
rætt um starf þitt sem sjúkraliði og
þegar þú talaðir um sjúklingana þína
var greinilegt að þú barst hag þeirra
svo sannarlega fyrir brjósti.
Mér er svo minnisstæður útskrift-
ardagurinn þinn í fyrra, þú geislaðir
af gleði og varst svo glæsileg, lang-
þráðu takmarki var náð og þú varst
að uppskera árangur alls erfiðisins.
Duglegri námsmann hef ég aldrei
þekkt. Ekkert var of erfitt, þú gafst
ekki upp heldur leystir hlutina á auð-
veldan hátt.
Ég hrósaði þér oft fyrir dugnað en
þú gerðir lítið úr því og þegar ég tal-
aði við þig síðast, rúmri viku fyrir
andlát þitt, og þetta barst í tal sagðir
þú mér að þú myndir aldrei gefast
upp ef þú værir búin að ákveða að
taka þér eitthvað fyrir hendur heldur
klára það. Þú gafst aldrei upp og gafst
öllum í kringum þig aukinn kraft. í
þessu síðasta samtali okkar gafst þú
mér góð ráð sem ég mun sannarlega
nota sem veganesti í lífinu.
Börnin þín fengu að njóta þess að
eiga svo umhyggjusama móður sem
bjó þeim öruggt athvarf, frá þeim er
mikið tekið en ég veit að þú fylgist
með þeim og veradar þau og styður
eins og þú alltaf gerðir. Með þeim lif-
ir minningin um þig. Megi algóður
Guð fylgja þeim alla tíð. Ég bið um
styrk fyrir Elmar, foreldra þína og
vini, söknuður allra er mikill.
Kæra vinkona, við kvöddumst svo
oft með því að segja hasta manana,
nú kveð ég þig í hinsta sinn með því
að segja hasta luego. Megir þú hvfla
í friði, Hjördís mín.
Þín vinkona
Harpa.
Með auðmýkt langar mig að minn-
ast minnar bestu vinkonu, Hjördísar.
Margar hugsanir mínar undanfarna
daga hefjast á orðum á borð við: Ég
vildi að ég hefði ... Ég get engan
veginn sætt mig við það hveraig síð-
ustu samskipti okkar Hjördísar
voru. Það var oft sagt við okkur að
við værum eins og hjón í storma-
sömu hjónabandi. Vinskapur okkar
var þannig að við vorum ýmist óað-
skiljanlegar eða að við töluðum ekki
saman svo dögum skipti. Því miður
var því þannig háttað núna þegar
hún var tekin frá okkur.
Hjördís stóð alltaf vörð um hags-
muni mína. Ef henni þótti einhver
sýna mér ósanngimi eða vanvirðingu
stóð hún ávallt upp og svaraði fyrii’
mig. Hún var svo hreinskilin og bein-
skeytt.
Það er af mörgum minningum að
taka en sumar eru ofar öðrum á
þessum sorgardögum.
Útskriftardagur hennar er mér
mjög minnisstæður. Þegar hún kom
heim eftir útskriftarathöfnina hélt
hún vinum sínum hóf. Minning
þessa kvölds er mér afar kær. Þó
hún gerði ekki mikið úr því var hún
svo stolt og ánægð að hafa lokið
þessum áfanga.
Síðustu önnina hennar í FB ákvað
hún að fara í viðskiptafræði við Há-
skóla íslands. Þar sem ég var nýút-
skrifuð og ekki ákveðin varðandi
framhaldið hvatti hún mig með sér.
Svo fór að ég ákvað að fara í sama
nám. Hún stóð eins og klettur við
hliðina á mér varðandi þau verkefni
sem því fylgdi að flytja af lands-
byggðinni til Reykjavíkur. Hún
skoðaði fyrir mig fullt af íbúðum og
fann reyndar fyrir mig það sem er
heimili mitt í dag. Þegar svo að flutn-
ingi kom stóð ekki á henni að hjálpa
mér við að koma mér fyrir.
Sumarið ‘97 vantaði mig húsa-
skjól fyrir mig og börnin mín þrjú
um tíma. Ég var heilmikið að vand-
ræðast með þetta en Hjördísi
fannst þetta ekkert stórmál og
sagði við mig: „Inga mín, þetta er
ekkert mál, þið komið bara hingað,
nóg er plássið!" Og þangað fórum
við. Sá tími með henni er mér mjög
dýrmætur. Við áttum svo margar
góðar stundir.
Elsku Elmar, Þórunn, Isak, Sól-
veig, Jón, Bryndís, Svandís og Val-
dís. Missir ykkar er mikill og fá orð
geta huggað ykkur í sorginni. Ég
votta ykkur öllum mína dýpstu
samúð.
Inga.
Með miklum söknuði kveð ég þig,
mín kæra vinkona, Hjördís. Engin
orð megna að lýsa sorg minni. Eng-
inn fær skilið gjörðir Drottins. Og ég
veit við munum hittast aftur þegar
minn tími kemur. Við áttum svo
margt ósagt og ógert. Þú varst mér
sönn vinkona og trúnaðarvinur og
þau níu ár sem við áttum saman sem
vinkonur voru gjöful, enginn mun
koma í þinn stað. Óvænt og ótíma-
bært fráfall þitt kemur illa við svo
marga. Þú varst svo rík af vinum, en
þó er sorg og missir fjölskyldu þinn-
ar mestur, fjölskyldunnar sem var
þér svo kær. Megir þú hvíla í friði,
elsku vinkona.
Ég votta Elmai-i, börnum og ást-
vinum Hjördísar mína dýpstu sam-
úð. Megi Guð veita ykkur styrk í
ykkar miklu sorg.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Þín vinkona
Katrín Kristín Hallgrímsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, langafi og langalangafi,
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
Lftlabæ,
Vallargötu 23,
Keflavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 29. maí sl.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð.
Ólöf Eggertsdóttir,
Lúðvík Guðmundsson, Bjarney Sigurðardóttir,
Halldóra Jóna Guðmundsdóttir, Ingólfur Bárðarson,
Inga Kristín Ciotta, Anthony Ciotta,
Þórhaliur Arnar Guðmundsson, Sigríður Friðjónsdóttir,
Bima Guðmundsdóttir, Donald Lovejoy,
Gréta Hand, James W. Hand,
Ólöf Edda Guðmundsdóttir, Gísli S. Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir minn,
JÓN HJALTALÍN GRÍMSSON
vélstjóri,
áður til heimilis
á Framnesvegi 50,
Reykjavík,
lést mánudaginn 7. júní á Hrafnistu,
Reykjavík.
Fyrir hönd barna,
Kolbrún Erna Jónsdóttir.
+
Móðir okkar,
MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR
frá Skarfsstöðum,
Hvammssveit,
Dalasýslu,
andaðist fimmtudaginn 3. júní.
Jarðsungið verður frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 10. júní kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Halldóra Ólafsdóttir,
Alexander Ólafsson,
Dúfa Ólafsdóttir.