Morgunblaðið - 09.06.1999, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 3lt
kom andlát hans öllum á óvart. Afi
var heilsuhraustur og mjög hress
alla tíð. Tveimur dögum fyrir andlát-
ið tók hann göngutúr um bæinn sinn,
teinréttur og fínn. Afi Gummi var
eins og manni finnst að afar ættu að
vera, hann var alltaf til staðar til að
spjalla við og hvetja mann áfram í
lífinu. Það var alltaf til „lifandi“ kaffi
á könnunni í Litlabænum, ekkert
sull úr sjálfvirkri kaffikönnu, eins og
hann sjálfur orðaði það.
Það koma margar minningar upp í
hugann hjá okkur systkinunum þeg-
ar við lítum til baka, þó ber hæst hjá
okkur öllum hvað það var alltaf nota-
legt að koma á Vallargötuna til afa
og ömmu og spjalla við þau. Ella
minnist þess að þegar hún var lítil
fóru þau oft að tína ber út við Helgu-
vík og á hún eftir að sakna þess að fá
ekki sent normalbrauð frá honum til
Ameríku. Ai’nar man hvað vinir hans
voru hissa þegar afí Gummi kom í
heimsókn á Hlíðarveginn og fór að
slást við okkur strákana, - þetta var
alveg meiriháttar að eiga afa sem
var til í að slást og fara í eltingaleik.
Okkur sem þekktum afa fannst það
bara sjálfsagt mál. Ragga minnist
þess þegar þau bjuggu í kjallaranum
og afi kenndi henni að klemma „rétt“
út og allra föstudaganna sem þeim
var boðið í saltfisk sem Óli færði
þeim og grjónagrautur var í eftir-
rétt. Brynja minnist þess hvað afa
tókst alltaf að láta henni finnast hún
sérstök og að hún ætti sérstaka fjöl-
skyldu og hvatti hana áfram í lífinu.
Gummi man sérstaklega eftir því
þegar hann tók fólsku tennurnar út
úr sér, hljóp á eftir okkur og stríddi
með því.
Við sem leigðum kjallarann viljum
þakka sérstaklega fyrir þann tíma
sem við áttum þar. Saga kjallarans í
Litlabænum er efni í heila bók út af
fyrir sig, því stærstur hluti fjöl-
skyldunnar hóf sinn búskap einmitt
þar.
Afi hafði mjög ákveðnar skoðanir
á hlutunum, t.d. var hann mjög á
móti því að nýtt safnaðarheimili yrði
reist á kirkjulóðinni. Honum fannst
vera búið að skemma útlit kirkjunn-
ar og að það væri búið að eyðileggja
eitt fallegasta svæðið í Keflavík.
Hann kunni þeim mönnum sem
stóðu að þessari framkvæmd litlar
þakkir. Hann var aftur mjög ánægð-
ur með hvernig gamli bæjarhlutinn í
Keflavík var að breytast til hins
betra.
Ó, Jesú, bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(P. Jónsson)
Þetta litla vers á mjög vel við um
minninguna okkar um þig. Og þökk-
um við fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman með ykkur
ömmu.
Elín Jóhanna, Arnar, Ragnhild-
ur Helga, Brynja, Guðmundur
Þórir og fjölskyldur.
Elsku afi, okkur langar að kveðja
þig með örfáum orðum og þakka
þér fyrir yndislegar samverustund-
ir og þá sérstaklega síðastliðin tvö
ár, þá fluttum við Róbert niður í
kjallarann til þín og hreiðruðum vel
um okkur þar og undirbjuggum
okkur fyrir fjölgun í fjölskyldunni.
Um tveimur mánuðum síðar kom
svo yndisleg lítil stúlka í heiminn og
áttum við margar skemmtilegar
samverustundir uppi hjá þér við að
fylgjast með henni vaxa og dafna.
Það var svo gaman að koma með
hana upp til þín, þú lyftist alltaf all-
ur upp og fórst að atast í henni, sem
henni fannst nú ekki leiðinlegt. Ég
tala nú ekki um þegar afi fór fram í
eldhús að bauka eitthvað og kom
svo til baka með súkkulaði eða
kandís mulið niður í lófanum, hún
ljómaði öll og ski’íkti þegar þú réttir
henni svo höndina. Okkur fannst
líka svo gaman að fylgjast með
henni þegar hún fór að geta hlaupið
um alla íbúð. Henni fannst svo gam-
an að hlaupa í hringi eins og við
kölluðum það, vitnaðir þú þá oft í
það þegar börnin þín hlupu skríkj-
andi um húsið í gamla daga og að
oft hefði verið fjör í Litlabænum.
Það var líka svo gaman að sitja yfir
góðum kaffibolla og hlusta á þig
segja frá hvernig lífið var hér á ár-
um áður, þú sagðir svo skemmtilega
frá og mundir þetta allt eins og það
hefði gerst í gær. Það var gott að
búa hjá þér afi og vita af þér á efri
hæðinni og eins og Róbert orðaði
það; það voru forréttindi að fá að
kynnast manni eins og þér. Við
þökkum þér samveruna og vitum að
núna líður þér vel, við vitum að þú
fylgist með okkur öllum, bara frá
öðru sjónarhorni. Við eigum eftir að
hittast aftur.
Bryndís, Róbert og Aníta Lind.
Elsku afi Gummi minn,
því heitt ég dái þig
ég hef alltaf elskað þig
svo lengi sem ég man
Guð blessi þig.
Gréta Mar.
„Hvað er hel? Öllum líkn sem lifa
vel.“ Þessar ljóðlínur komu upp í
hugann þegar mér var tilkynnt lát
fóðurbróður míns Guðmundar Jóns-
sonar í Litlabæ. Guðmundur kveður
síðastur níu systkina frá Litlabæ,
ósk hans rættist, hann fékk að sofna
í bólinu sínu heima, á nítugasta og
öðru aldursári. Það verður sjónar-
sviptir að sjá hann ekki lengur tein-
réttan og sporléttan fá sér göngutúr
í Keflavík eða ganga upp á sjúkra-
hús í heimsókn til Lóu konunnar
sinnar, sem hann fór til á hverjum
degi, en hún hefur verið sjúklingur
um nokkurt skeið.
Guðmundur var fallegur og góð-
ur maður og alltaf uppbyggilegt að
heimsækja hann, hann var hafsjór
af fróðleik og unun að hlusta á hann
segja frá lífinu í Keflavík „í gamla
daga“, hann var einstakur ljúfling-
ur.
Kæri frændi, ég á eftir að sakna
þín, en þetta er leiðin okkar allra...
Við Kristinsböm og fjölskyldur
okkar þökkum samfylgdina og biðj-
um algóðan guð að styrkja Lóu og
öll börnin þeirra, já alla aíkomendur
Guðmundar.
Guð blessi minningu heiðurs-
mannsins Guðmundar Jónssonar í
Litlabæ.
Jóhanna Kristinsdóttir.
Elsku Gummi afi, ég vil þakka þér
fyrir öll góðu árin sem ég átti með
þér. Þú kenndir mér svo margt í
þessu lífi, sem er ómetanlegur fjár-
sjóður. Ég veit þér líður vel núna í
faðmi ástvina þinna, sem fóru á und-
an þér. En auðvitað sakna ég þín af
öllu mínu hjarta. Það er svo skrítið
að keyra framhjá Litla-Bæ, og geta
ekki skroppið inn til þín og ömmu í
kaffi og spjalla um lífið og tilveruna.
Ég var svo stolt af því að eiga þig
fyrir afa, alltaf svo beinn í baki og
svo mikil reisn yfir þér þegar þú
fórst þínar daglegu göngur um bæ-
inn, þó kominn yfir nírætt. En minn-
ingarnar geymi ég vel í mínu hjarta,
um ókomin ár. Svo veit ég að við
hittumst seinna hinum megin. Guð
blessi þig, elsku afi .
Þegar sólin rís.
Kyssir döggina.
Ogvekurfuglana.
Saknaégþínmest
í erli hvunndagsins,
sem engan endi
ætlar að taka.
Sakna ég þín mest.
Þegar húmar að kveldi
oghtrófhiminsins,
minnir á gimstein.
Saknaégþínmest.
aföllu.
(Margrét S. Guðnadóttir.)
Þín
Ósk og hennar fjölskylda.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti
1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi
(569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa
skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmæl-
isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í
daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Þegar andlát ber að höndum
Útfararstofan annast meginhluta allra útfara
á höfuðborgarsvæðinu. Þarstarfa nú 15 manns
við útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
AlúSleg þjónusta sem byggir á langri reynslu
Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf.
Vesturhlíð 2 — Fossvogi — Sími 551 1266
LEGSTEINAR f Marmari
Islensk framleiðsla Granít
Vönduð vinna, gott verð Blágrýti
Sendum myndalista Gabbró
MOSAIK Líparít
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík 1
sími 5871960, fax 5871986
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ANNA DANÍELSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtu-
daginn 10. júní kl. 14.00.
Gunnar Júlíusson,
Sigrún Gunnarsdóttir, Björgvin Eyþórsson,
Ragnheiður Gunnarsdóttir,
Viðar Gunnarsson, Hafdís Sigurþórsdóttir,
Daníel Gunnarsson, Hrefna Valsdóttir,
ívar Gunnarsson, Bjarney Pálsdóttir,
Dröfn Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÓFEIGUR ÓLAFSSON
húsgagnasmíðameistari,
Mávahlíð 21,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtu-
daginn 10. júní kl. 13.30.
Guðrún H. Gissurardóttir,
Erla Ófeigsdóttir, Ingvar Pálsson,
Ólafur Ófeigsson, Ragnhildur Bjömsdóttir,
Gísli Ófeigsson, Guðrún Bjarnadóttir
og fjölskyldur.
+
Útför
SIGURVALDA S. BJÖRNSSONAR
frá Gauksmýri
f Línakradal,
verður gerð frá Grensáskirkju fimmtudaginn
10. júní kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á
Slysavarnafélag íslands.
Fyrir hönd vandamanna,
Hilmar Björgvinsson,
Karl H. Björnsson.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
MAGNÚS ÞORLÁKSSON
húsgagnasmíðameistari,
Gullsmára 7,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstu-
daginn 11. júní kl. 15.00.
ívar Magnússon, Arnheiður Sigurðardóttir,
Margrét Magnúsdóttir,
Vilhjálmur Magnússon, Ann Marí Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug
og vináttu við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, stjúpföður, tengda-
föður og afa,
KRISTINS HALLBJÖRNS
ÞORGRÍMSSONAR,
Túnbrekku 5,
Ólafsvík.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á Sjúkra-
húsinu á Akranesi fyrir frábæra umönnun og hlýhug.
Ebba Guðbjörg Jóhannesdóttir
Gerður Hrund Sigurðardóttir,
Þorgrímur R. Kristinsson,
Hafsteinn Kristinsson,
Emil Már Kristinsson,
Hermann Kristinsson,
Ólína Björk Kristinsdóttir,
Jóhanna K. Gunnarsdóttir,
Birgir B. Gunnarsson,
Guðmundur H. Gunnarsson, Delight Gunnarsson
og barnabörn.
Freyja Bergþórsdóttir,
Hrafnhildur Karlsdóttir,
Þórður Stefánsson,
Trausti Magnússon,
Christie Gunnarsson,