Morgunblaðið - 09.06.1999, Side 44

Morgunblaðið - 09.06.1999, Side 44
1 44 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Súni 569 1100 • Súnbréf 569 1329 Um Evrópu- söngvakeppnina Frá Hrafnkeli Orra Egilssyni: SÍÐASTLIÐINN laugardag skrifar Víkverji um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, og verður tíðrætt um framlag Þjóðverja. Það lag segir Víkverji hafa verið undir sterkum „arabískum“ áhrifum og hafi sem slíkt leitt til þess að Tyrkir hafi í raun átt tvö lög í keppninni að þessu sinni. Víkverja til glöggvunar skal bent á það að í Þýskalandi búa um fjórar milljónir manna sem eru af tyrk- neskum ættum. Stór hluti þessa fólks hefur búið þar mikinn hluta ævi sinnar, og svo er til dæmis farið með hópinn Surpriz sem flutti lag Þjóð- verja í keppninni. Þetta fólk er í þeirri erfiðu aðstöðu að búa í landi þar sem allt önnur menning er við lýði... Það er því ekkert óeðlilegt að þessi hópur hafi áhrif á menningu Þjóðverja, og er Eurovision ekki hluti menningarinnar? Við Islend- ingar virðumst alténd vera þeirrar skoðunar ef marka má heilsíðuaug- lýsingu í DV 31. maí síðastliðinn. Þar fullyrða Sjónvarpið, DV, Síminn, GSM og Toyota eftirfarandi: „Úrslit- in sanna að við Islendingar erum á miklu hærra menningarstigi en aðr- ar Evrópuþjóðir.“ Víkveiji kvartar yfir því að þýska lagið hafi átt lítið skylt við þýska alþýðutónlist en gleymir sér í lofi yfir íslenska fram- laginu. Átti íslenska lagið eitthvað frekar skylt við „íslenska alþýðutón- list“? Benda má á að íslendingar voru fyrstir manna til þess að fóma eigin tungu á altari alþjóðlegrar menningarhyggju. Framlag Þjóðverja hefur ekkert með það að gera að „snobba niður fyrir sig“ og „gefa skít“ í keppnina eins og Víkverji heldur fram. I for- keppninni í Þýskalandi var framlag Surpriz eina lagið sem ekki var flutt af „hreinræktuðum" Þjóðverjum eins og Víkverji orðaði það. Sú full- yrðing að það sé fyrir neðan virðingu Þjóðverja að taka þátt í keppninni vegna þess að það sé eitthvert „skít- verk“ (orðalag Víkverja) er því gjör- samlega út í hött. I þessu sambandi má benda á að annað lag lenti í fyrsta sæti í forkeppninni (flutt af „hreinræktuðum" Þjóðverja) þar sem úrslit voru fengin með síma- könnun. Síðar kom í ljós að lagið var ólöglegt í keppnina vegna þess að það hafði verið gefið út árið 1997. Það er sorglegt þegar fjallað er um mál af jafnmiklu þekkingarleysi og raun ber vitni hjá Víkveija síðastlið- inn laugardag. Það er ekki einfalt mál að aðlagast framandi menningu. I Þýskalandi búa um 7 milljónir útlend- inga (um 9% þjóðarinnar). Þótt nýbú- um á Islandi hafi fjölgað undanfarin ár komumst við ekki með tæmar þar sem Þjóðverjar hafa hælana hvað þetta snertir. Nú liggur fyrir þingi í Berlín tillaga stjómarinnar um að gefa öllum bömum fæddum í Þýska- landi sjálfkrafa ríkisborgararétt. Það mun vonandi að einhveiju leyti hjálpa til við að gera fólki auðveldara fyrir að aðlagast þjóðfélaginu. Ég veit ekld til þess að slík löggjöf sé fyrir hendi á okkar blessaða íslandi. HRAFNKELL ORRI EGILSSON, nemi, Lubeck, Þýskalandi. Vetur og sumar á íslandi Frá Tryggva Gíslasyni: NÚ er liðinn langur vetur hér á Norðurlandi og komið sumar með sól og sunnanvind. Nú geta fréttamenn ríkissjón- varpsins og Stöðvar 2 hér á Akureyri því ekki lengur sagt frá snjóalögum og ófærð, en þeir hafa lengi lagt sig í framkróka um að tíunda vetrarríkið á norðanverðu íslandi eins og það séu fréttir að snjór er á íslandi við- líka því að hundur bíti mann og hafi ekki verið nægur snjór á Akureyri hafa þeir lagt á sig ferðir út með firði eða austur ellegar vestur í Skaga- fjörð og leitað uppi ljósastaura á kafi í snjó, bæði á Dalvík og í Fljótum, svo að nú veit íslenska þjóðin hvar snjóar vom mestir í vetur. En til þess að hafa áfram stöðugar og traustar fréttir af veðrinu og eitt- hvað að segja frá vildi ég mælast til þess af fréttamönnum ríkissjónvarps- ins og Stöðvar 2 fyrir sunnan að taka starfsbræður sína fyrir norðan sér til fyrirmyndar og tíunda rækilega sum- arveðrið í Reykjavík, einkum þegar rignir og blæs svo að amsúgurinn stendur gegnum höfuðið á mönnum hvar sem þeir fara og helmingur þjóðarinnar er blautur í fætur. Þá fæst skemmtilegur samanburð- ur á veðrinu fyrir norðan og sunnan sumar og vetur. Með ósk um langt og gleðilegt sumar á Islandi. TRYGGVI GÍSLASON skólameistari, Suðurbyggð 14, Akureyri. Að gefnu tilefni DIP YOU HEARTHAT? HE 5AIP IT'S 60IN6 TO RAIN TOPAY.. Heyrðurðu að hann sagði að það ætti að rigna í dag.. IF IT S G0IN6T0RAIN, WHY DIPW'T YOU 5TAY HOMEANPDRIVEYOUR KIPS T0 5CHOOL7 YOUR KID5 ARE 60NNA ÖETtdET'WHATKINP OF A FATHER ARE YOU ANYUJAY ?! Ef það á að rigna, hvers vegna varst ÞÚ ekki heima til að keyra bömin ÞIN í skólann Börain ÞIN verða biaut! Hvers konar faðir ert þú eiginlega?! I YELL AT HIM EVERY M0RNIN6, &ÖT HE NEVER LI5TEN5.. V 0 1 P * Eg öskra á hann á hveijum morgni, en hann hlustar aldrei.. Frá Carli J. Eiríkssyni: SKOTÍÞRÓTTASAMBAND íslands tilkynnti mér 30. maí sl., daginn eftir heimkomuna frá keppni á smáþjóða- leikunum í Liechtenstein, að sam- þykkt hefði verið að ég fengi í styrk helminginn af útlögðum kostnaði sem ég hafði greitt áður en ferðin hófst. Styrkurinn nemur því 27.500 kr. og vil ég hér með koma á framfæri þakk- læti til stjómar STÍ fyrir hann. Ég vil einnig geta þess að ég hef aldrei talið æskilegt að með mér yrði sendur annar maður sem liðsstjóri. Án liðsstjóra næ ég betri árangri auk þess sem slíkt sparar mikinn og óþarfan aukakostnað. Það lá við að ég færi ekld á þessa leika því að í ræðu á Skotþingi í apríl sl. sagði formaður STÍ, Jón S. Ólason lögreglumaður, að engin keppni í nokkurri grein skotfimi myndi fara fram á smáþjóðaleikunum í Liechten- stein 1999. Þetta bjargaðist þó og ég var skráður til keppni, annars hefði Island misst af einum gullverðlaun- um. Greinin sem ég keppti í var ensk keppni sem hefur verið besta grein mín í þijátíu ár og er ólympísk grein. CARL J. EIRÍKSSON. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.