Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Sigurbjörn Björnsson
með forystu í Bikar-
keppninni í skák
SKÁK
BIKARKEPPNIN í SKÁK 1999
Febrúar - ágúst1999
BIKARKEPPNIN í skák er nýj-
ung í íslensku skáklífi sem hefur
farið mjög vel af stað. Pað eru Tafl-
félagið Hellir, Skákfélag Hafnar-
fjarðar, Tafífélag Reykjavíkur,
Taflfélag Garðabæjar og Taflfélag
Kópavogs sem standa fyrir keppn-
inni. Bikarkeppnin samanstendur af
fimm skákmótum:
Meistaramót Hellis
Skákþing Hafnarfjarðar
Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur
Skákþing Garðabæjar
Skákþing Kópavogs
Tveimur mótum er nú lokið í Bik-
arkeppninni. Meistaramót Hellis
fór fram í febrúar og Skákþing
Hafnarfjarðar um síðustu helgi. Að
þessum mótum loknum er Sigur-
björn Bjömsson efstur í keppninni,
hefur hlotið 27 stig. Næstur er Jón
Viktor Gunnarsson með 25 stig og
þriðji er Stefán Kristjánsson með
18 stig. Röð efstu manna í opnum
flokki er annars þessi:
1. Sigurbjörn Bjömsson 27 st.
2. Jón Viktor Gunnarsson 25 st.
3. Stefán Kristjánsson 18 st.
4. Sigurður P. Steindórss. 14 st.
5. Vigfús Óðinn Vigfusson 13 st.
6. Bjöm Porfinnsson 12 st.
7. Ólafur Isberg Hannesson 8 st.
8. Amar Porsteinsson 7 st.
9. Þorvarður F. Ólafsson 7 st.
10. Davíð Kjartansson 6 st.
11. Torfi Leósson 6 st.
í flokki skákmanna undir 2000
skákstigum er Sigurður Páll Stein-
dórsson efstur með 27 stig og Vig-
fús Óðinn Vigfússon annar með 24
stig. Ólafur Isberg Hannesson er
þriðji með 19 stig.
í unglingaflokki eru þeir Guðjón
Heiðar Valgarðsson og Helgi Egils-
son jafnir og efstir með 8 stig, en
þeir Gústaf Smári Bjömsson og
Knútur B. Otterstedt koma næstir
með 6 stig.
í kvennaflokki hafa þær Harpa
Ingólfsdóttir og Ingibjörg Edda
Birgisdóttir 8 stig.
Næsta mót í Bikarkeppninni er
Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur,
sem hefst í kvöld, miðvikudag,
klukkan 19:30.
Sævar - Stefán
Eftirfarandi skák var tefld á
Skákþingi Hafnarfjarðar sem fram
fór um síðustu helgi. Sævar lendir í
byrjunargildm, en þegar skákin
virðist búin eftir u.þ.b. 20 leiki leik-
ur Stefán af sér með því að taka
ekki mann sem Sævar fómar. Stað-
an var hins vegar það góð fyrir hjá
Stefáni, að það kom ekki að sök!
Hvítt: Sævar Bjamason
Svart: Stefán Kristjánsson
Frönsk vörn [C06]
l.e4 e6 2.d4 d5 3.Rd2 Rf6 4.e5 Rfd7
5.Bd3 c5 6.c3 Rc6 7.Re2 Db6 8.RÍ3
cxd4 9.cxd4 f6 10.exf6 Rxf6 11.0-0
Bd6 12.Rc3 a6 13.a3 0-0 14.Hel
Dc7 15.Bg5? Sævar varar sig ekki á
hættunni. Betra var 15.h3. 15...Rg4
16.h3 Bh2+ 17.Kfl
SJÁ STÖÐUMYND
Rxf2! Nú hrynur hvíta staðan eins
og spilaborg! 18.Kxf2 Dg3+ 19.Ke3
Ef 19.Kfl þá er 19...Dxg5 einfaldast
og svartur er peði og stöðunni yfir.
19...Hxf3+ 20.Dxf3 Dxg5+ 21.KÍ2
Rxd4 22.Dg4 Df6+ 23.Ke3 e5
24.Bxh7+ Kh8? Nú, af einhverjum
óskiljanlegum ástæðum, þiggur
svartur ekki manninn. Eftir
24.. .Kxh7 25.Dh5+ Dh6+
26.Dxh6+ gxh6 er ekki annað að sjá
en að hvítur geti gefist upp! 25.Dh5
Dh6+ 26.Dxh6 gxh6 27.Bd3 Be6
Stefán er ennþá með unna stöðu
vegna þess hversu slæm hvíta
kóngsstaðan er. Svartur hótar með-
al annars Rb3 og að gaffla með d4 í
kjölfarið. 28.Re2 Ef 28.Hadl Hf8
29.Re2 Rb3 er hvíti kóngurinn ber-
skjaldaður. 28...Rb3 29.g3 Sævar
reynir í örvæntingu að loka bisk-
upinn inni, en lendir í mátneti í
staðinn. 29...d4+ 30.KÍ2 Hf8+
31. Rf4 Eftir 31.Kg2 lendir hvítur í
svikamyllu með 31...Bd5+ 32.Kxh2
Hf2+ 33,Kgl Hg2+ 34.Khl (ef
34.Kfl verður hvítur mát 34...Rd2)
34.. .Hxg3+ 35.Kh2 Hg2+ 36.Khl
Hxe2+ 37.Kgl Hg2+ og svartur
hefur gjömnna stöðu. 31...exf4
32. Hxe6 Bxg3+ 33.Kf3 Rxal
34.Hxh6+ Kg8 35.Hd6 He8 36.Be4
Rb3 37.Bd5+ Kh8 38.Kg4 Rc5
39.b4 Re4 40.Hb6 d3 0-1
Stefán Kristjánsson
sigrar á atkvöldi
Stefán Kristjánsson sigraði á at-
kvöldi Hellis, 7. júní 1999. Stefán
hlaut 5V2 vinning í 6 umferðum.
Stefán leyfði aðeins eitt jafntefli, á
móti Magnúsi Emi Úlfarssyni, en
lagði aðra. Annar varð Andri Ass
Grétarsson með 5 vinninga og þriðji
varð Magnús Öm Úlfarsson með
4V4 vinning. Úrslit urðu annars sem
hér segir:
1. Stefán Kristjánsson 5‘/2 v.
2. Andri Áss Grétarsson 5 v.
3. Magnús Öm Úlfarsson 4!4 v.
4. -5. Bjöm Freyr Björnsson 4 v.
4.-5. Gunnar Bjömsson 4 v.
6.-10. Guðni Stefán Pétursson 3 v.
6.-10. Bjami Magnússon 3 v.
6.-10. Rolf Stavnem 3 v.
6.-10. Vigfús Óðinn Vigfusson 3 v.
6.-10. Ingvar Öm Birgisson 3 v.
11.-14. Aldís Rún Lárasdóttir, Andrés
Kolbeinsson, Finnur Kr. Finnsson og
Knútur Birgir Otterstedt 2!4 v.
15.-17. Gústaf Smári Björnsson, Birgir
Pór Magnússon og Ingibjörg Edda Birg-
isdóttir 2 v.
Skákstjórar vom Vigfús Óðinn
Vigfússon og Gunnar Björnsson.
Næsta atkvöld verður haldið
mánudaginn 5. júlí, kl. 20.
Skákmót á næstunni
Tilkynningar um skákmót og
aðra viðburði sendist til umsjónar-
manna skákþáttar Morgunblaðsins.
Tölvupóstfangið er dadi@vks.is.
Einnig má senda annað efni og at-
hugasemdir við skákþættina á sama
póstfang.
9.6. Boðsmót T.R.
16.6. Guðmundar Arnlaugss. mótið
25.6. Hellir. Jónsmessumót (kl. 22)
Daði Örn Jónsson
Hannes Hlífar Stefánsson
Stretchbuxur
verslunarmiðst. Eiðstorgi,
sími 552 3970.
í DAG
VELVAKAJVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Gerðarsafn og
Salurinn -
kærar þakkir
FÖSTUDAGINN 28. maí
fór ég ásamt leikfimihóp
Hallgrímskirkju í Gerðar-
safn að sjá sýningu Magn-
úsar Á. Árnasonar. Þessi
sýning er stórkostleg yfir-
litssýning á listaverkum
þessa fjölhæfa listamanns.
Húsið Gerðarsafn er svo
falleg bygging að manni
hættir til að dvelja of lengi
þar inni.
Við fengum okkur kaffi
og með því í kaffiteríunni,
starfsfólkið þar er frábært
og stjanaði við okkur og
gekk um og bauð ábót á
kaffið eins og hver vildi,
nokkuð sem ekki er al-
gengt á kaffihúsum. Ein
stúlkan spurði hvort við
vildum ekki kíkja á Salinn,
hið nýja tónlistarhús
þeirra í Kópavogi. Við
héldum þangað að lokinni
kaffidrykkju og elskuleg
stúlka, sennilega forstöðu-
maðurinn, fór með okkur
um allt húsið og fræddi
okkur um byggingarsögu
hússins þar sem gildi úr ís-
ienskri náttúru ráða ríkj-
um.
Þegar við kvöddum og
stigum inn í rútuna, fund-
um við að þessu síðdegi
hafði verið vel varið. Ef
ykkur langar til að gera
ykkur dagamun, mæli ég
með því að þið skreppið á
menningarhæðina í Kópa-
vogi og þar fáið þið gott
viðmót í kaupbæti. Hafið
heila þökk fyrir móttök-
urnar.
Júhanna Sigr.
Sigurðardúttir.
Röng frétt
VIÐ viljum leyfa okkur að
mótmæla alrangri frétt
Heimsferða um seinkun
frá Benidorm, en við hjón-
in vorum svo óheppin að
kaupa ferð þangað 11.-26.
maí sl.
Ferðin hófst í flugvél
Sabre-flugfélagsins þar
sem þrengslin eru slík að
sætin eru nánast eins og
fyrir böm. Eiginmaðurinn
er slæmur í hné og urðu
þrengslin til þess að hann
varð ógöngufær og varð að
leita læknis í upphafi ferð-
ar og eyðilagði það allar
áætlanir.
En sannleikurinn um
tafirnar á fluginu er sá að
við komum til íslands und-
ir morgun, fimmtudaginn
26. maí, eftir 10 tíma bið á
flugvelli í Benidorm og síð-
an nærri 5 tíma flug.
Þessir klukkutímar liðu
þannig: Eftir 5 tíma bið á
flugvelli, þar sem upplýs-
ingar voru nánast engar,
komu fararstjórar Heims-
ferða í mýflugumynd, en
sáu þó til þess að við fengj-
um matarbita í kaffiteríu.
Síðan hurfu þeir og við bið-
um aðra 5 tíma í algeru af-
skipta- og upplýsingaleysi.
Þá kemur leiguvélin loks-
ins og kemur í ljós að við
getum hvorki fengið vott
né þurrt á u.þ.b. 5 tíma
flugi. Allir mótmæltu og
það endaði með því að ein-
hver drykkjarfóng voru út-
veguð. Veitingarnar voru
rúmlega hálft glas af kóki
eða vatni. Finnst okkur
þetta algjört hneyksli og
væri hægt að nota mörg
sterkari orð um það.
Eins er að fararstjórar
Heimsferða eru kornung
og reynslulaus og kunna
ekkert til verka í svona til-
fellum. Að sjálfsögðu hefði
annað þeirra átt að vera
með hópnum, sem var ca.
100 manns á öllum aldri,
þar til farið var í loftið.
Eins var framkomu
spænsku starfsmannanna
mjög áfátt.
Við hjónin emm eldra
fólk en ferðumst mjög
mikið og viljum hafa ör-
yggi og þægindi í okkar
ferðum. Þess vegna mun-
um við ekki velja ferðir
Heimsferða eftir þessa
óskemmtilegu reynslu.
Virðingarfyllst,
Elín Kristinsdúttir,
Haukur Andrésson,
Lindarflöt 26, Garðabæ.
Eurovision
ÉG er búinn að fylgjast
með Eurovision-keppninni
síðan ég fékk vit og sjaldan
eða aldrei hef ég séð jafn
fallegan og tilfinninga-
þrunginn dans og hjá þeim
Daníel Traustasyni og
Brynjari. Fyrst í stað hélt
ég að þeir væru kvenmenn
því fimir voru þeir með
eindæmum. En svo þegar
ég setti á mig gleraugun
komst ég að því að þetta
voru gullfallegir gagnkyn-
hneigðir karlmenn, að ég
best veit. Sporin sem þeir
sýndu minntu helst á hinn
smáa en knáa Michael Pat-
rick Gallagher, dansara í
Riverdance. Þess má geta
að ég á Riverdance-spól-
una og horfi á hana við
hvert tækifæri. Ég tel að
dansararnir hafi verið lyk-
illinn að árangri okkar ís-
lendinga, þeir vom landi
og þjóð til sóma. Ég vona
að þessir dansarar fari aft-
ur út að ári liðnu og hver
veit nema þeir hefji ,AU
out of luck“-dansnámskeið.
Með léttri sveiflu,
Haukur S. Hauksson.
Tapað/fundið
Skemmtikvöld
sjálfstæðiskvenna
Kápa í misgripum
Fimmtudagskvöldið 6.
maí var kvennakvöld í
kosningamiðstöð Sjálf-
stæðisflokksins að Skip-
holti 19 og tók þá einhver í
misgripum ljósa kápu
(frakka) og skildi aðra
svipaða eftir en þó aðeins
stærri. Mig langar að biðja
konur sem vom þarna um-
rætt kvöld að athuga í
skápana sína. Finnandi
vinsamlega hringi í Fann-
ey í síma 551 6137.
Dýrahald
Kettlingar fást gefins
GÆFIR og greindir kett-
lingar fást gefins. Kassa-
vanir. Upplýsingar í síma
552 0834.
Sandra er týnd
SANDRA er svört og hvít
læða með rauðköflótta ól.
Hún er 7 mánaða með stór
eyru og svartan blett undir
hökunni. Hennar er sárt
saknað. Þeir sem vita um
hana vinsamlegast hringi í
síma 5621209 eða
551 0687.
VÆRI þér sama þútt þú færðir þig aðeins fjær okkur?
GLEYMDU þessu, hann trúir ekki á drauga.
Yíkverji skrifar...
BÍLASÍMAR eru þarfaþing og
GSM-símar einnig. Oft kemur
sér vel að geta gripið í þessi þæg-
indi, til dæmis þegar menn eru úti
að aka í tvennum skilningi. Kunn-
ingi Víkverja hefur hins vegar
nokkrar áhyggjur af sífelldri og að
því er hann segir stóraukinni notk-
un manna á þessum tólum við akst-
ur. Er hann á því að banna notkun
tækjanna í akstri. Víkverji getur
tekið undir að hvimleitt er að aka á
eftir þessum önnum köfnu mönnum
sem varla geta haft hugann við
akstur eða hönd á stýri af þvi þeir
þurfa að tala í símann. Greinilegt er
nefnilega að við það að tala í símann
slaknar nefnilega á akstrinum,
menn hægja á sér, gleyma sér og
eru að hugsa um allt aðra hluti.
Þetta atriði er það sem er vara-
samt. Það er svosem alveg hægt að
stjórna bíl með aðra hönd á stýri
eins og Bjössi gerði, ekki síst ef
hann er sjálfskiptur, en það er at-
hyglisbresturinn sem er alvarlegri.
Menn fylgjast ekki með umhverf-
inu, missa árvekni og taka varla eft-
ir umferðarmerkjum né samferða-
mönnum. Og þótt Víkverji sé ekki
hrifinn af boðum og bönnum kemur
að því að hér þarf að taka málin
föstum tökum - og væri ekki úr vegi
að fá ábendingar fyrir þar til bær
stjórnvöld um slíkt.
XXX
EGNA umfjöllunar hjá Vík-
verja á dögunum um þann sið
forráðamanna flugfélagsins Atlanta
að nefna breiðþotur sínar eftir ís-
lenskum frumkvöðlum í flugi sendi
flugsöguáhugamaður ábendingu.
Hann taldi það ofmælt hjá Víkverja
að þetta væri til þess að nöfnin
gleymdust ekki þar sem séð hefði
verið fyrir þvi í íslenskum flugsögu-
bókum. Er þetta réttmæt ábending
en vonandi getum við verið sam-
mála um að tiltæki Atlantamanna sé
þáttur í því að nöfnin gleymist ekki.
Flugsöguáhugamaðurinn spyr í
lokin hvenær höfuðborgin eignast
eigið flugminjasafn og er það
áhugaverð spurning og kannski enn
áhugaverðara að heyra svar borgar-
yfirvalda. Merkilegt flugminjasafn
er að Hnjóti vestra eins og margir
þekkja en víst væri það nógu fróð-
legt og nógu mikil ástæða til að hafa
að minnsta kosti útibú frá slíku
safni á höfuðborgarsvæðinu. Gæti
borgin ekki tekið höndum saman
við Egil á Hnjóti Ólafsson við varð-
veislu flugminja, báðir aðilar safnað
þeim og skipst á gripum?
XXX
AF hverju má ekki lengur segja
gola og kaldi í veðrinu? Er
nokkuð að því þótt metrar á sek-
úndu séu líka notaðir svona með-
fram fyrir fræðin? Veðurspár verða
alltof þurrpumpulegar ef við notum
bara tölur og væri yfirbi'agð þeirra
miklu hressilegra ef við fengjum að
nota alla þessa orðgnótt sem við
eigum um veðrið. Hvað á þá að
segja þegar við tölum við veði'ið
framvegis? Jæja, skyldu verða
fimm metrar á sekúndu á morgun?
Er hann ekki orðinn einir tíu metr-
ar núna? Víkverji hefur allt að því
áhyggjur af þessu.