Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
sími 551 1200
FÓLK í FRÉTTUM
r
Sýnt á Stóra sóiii Þjóðteikhússins:
SJÁLFSTÆTT FÓLK eftir Halldór Kiljan Laxness.
Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir.
Fvrri svnino:
BJARTUR — Landnámsmaður íslands
Fös. 11/6. Síðasta sýning á leikárinu.
Síðari svnina:
ÁSTA SÓLLILJA - Lífsblómið
Rm. 10/6 — sun. 13/6. Síðustu sýningar leikársins.
TVEIR TVÖFALDIR - Ray Cooney
Lau. 12/6 síðasta sýning.
MAÐUR í MISLTUM SOKKUM — Arnmundur Backmann
Fös. 18/6 - au. 19/6 kl. 20.00.
Á teikferð um landið:
MAÐUR í MISLITUM SOKKUM — Arnmundur Backman
Sýnt í Ýdölum 9/6 kl. 20.30 — á Egilsstöðum 11/6 og 12/6 kl. 20.30.
Sýnt á Litta sUiði kt. 20.00:
ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric-Emmanuel Schmitt
Lau. 12/6 — fös. 18/6 — lau. 19/6. Síðustu sýningar. Ath. ekki er hægt að
hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst
Sijnt i Loftkastata:
RENT — Skuld — söngleikur e. Jonathan Larson
Fös. 11/6 miðnætursýn. kl. 23.30 — lau. 12/6 kl. 20.30 nokkur sæti laus
- fös. 18/6 kl. 20.30 - lau. 19/6 kl. 20.30.
Miðasalan er opin mánudaga—þriðjudaga kl. 13—18,
miðvikudaqa—sunnudaqa íd. 13—20.
Símapantanir frá kI. 10 vlrka daga. Sími 5S1 1200.
BORGARLEIKHÚSIÐ
Á SIÐUSTU STUNDU:
Síðustu klukkustund fyrir sýningu
eru miðar seldir á hálfvirði.
Stóra svið kl. 20.00:
Litlá liHjttMýíbúðÍH
eftir Howard Ashman,
tónlist eftir Alan Menken.
4. sýn. lau. 12/6, blá kort, uppselt,
5. sýn. sun. 13/6, gul kort, upp-
selt,
6. sýn. mið. 16/6, græn kort, nokk-
ur sæti laus,
7. sýn. fös. 18/6, hvrt kort, nokkur
1^19/Mös. 25/6, lau. 26/6.
Litla svið kl. 21.00:
Maður
^1 liffandi
Óperuleikur um dauðans óvissa
tíma.
Höfundur handrits: Árni Ibsen.
Höfundur tónlistar: Karólína
Eiríksdóttir.
Höfundur myndar: Messíana
Tómasdóttir.
4. sýn. lau. 12/6.
Ath. síðasta sýning.
n i svtii
Leikferð um landið
Bæjarleikhúsinu Vestmannaeyjum
lau. 12/6 og sun. 13/6.
Samkomiíiúsinu á Akureyri
fös. 18/6, uppselt,
lau. 19/6, örfá sæti laus,
sun. 20/6, örfá sæti laus,
mán. 21/6,
þri. 22/6, örfá sæti laus,
mið. 23/6.
Félagsheimilinu Blönduósi
fim. 24/6.
Klifi Ólafsvík
fös. 25/6.
Félagsheimilinu Hnffsdal
lau. 26/6 og sun. 27/6.
Dalabúð Búðardal
mán. 28/6.
Þingborg í Ölfusi
mið. 30/6.
Sindrabæ Höfn í Hornafirði
fim. 1/7.
Egilsbúð Neskaupstað
fös. 2/7.
Herðubreið Seyðisfirði
lau. 3/7..
Forsala á Akureyri í síma
4621400.
Forsala á aðrar sýningar í síma
568 8000.
Miðasalan er opin virka daga frá
kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga
og sunnudaga og fram að sýningu
sýningardaga.
Símapantanir virka daga frá kl. 10.
Greiðslukortaþjónusta.
Sími 568 8000, fax 568 0383.
Nemendaieikhúsið
sýnir í Lindarbæ
KRÁKUHÖLLIAJA
eftir Einar öm Gunnarsson
í leikstjóm Hilmis Snæs Guðnasonar.
Aukasýningar:
8. júní, 9. júní, 14. júní og
15. júní
Sýningar hefjast kl. 20.00.
MIÐAVERÐ KR. 500. MIÐAP. í SÍMA
552 1971 ALLAN SOLARHRINGINN.
5 30 30 30
MAasda odn trá 12-18 ag Iram að sýningu
sýrtosardaBa. OpU Irá 11 tyrt’ hádertdeldiísið
HneTRn
kl. 20.30. sun 13/6 nokkur sæti laus,
fös 18/6
VÍCjpiá
sosa
HÁDEGISLEIKHÚS - kl. 12.00
faimsýn. mið 9/6 uppselt, fim 10/6, fös
11/6
TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA!
20% afsláttur af mat fýrir leikhúsgesti í Iðró.
Botðapantanir í síma 562 9700.
sun. 13/5 kl. 14,
sun. 20/6. kl. 14
Ósóttar pantanir seldar fyrir sýningu
Athugið. Sýningum fyrir sumarieyfi
fer fækkandi
fös. 11/6 kl. 23.30, miðnætursýning,
lau. 12/6 kl. 20.30 nokkur sæti laus
fös. 18/6 kl. 20.30
lau. 19/6 kl. 20.30
Miðasala í s. 552 3000. Opið virka daga kl.
10 — 18 og fram að sýningu sýningardaga
Miðapantanir allan sólarhringinn.
Borðdukar til
bráðargjafa
Uppsetningabúðin
Hvcrfisgötu 74, sími 552 5270.
Aðstandendur myndarinnar Rushmore
KOMNIR YFIR
ÞRÖSKULDINN
Bandaríska myndin Rushmore, sem sýnd
er í Bíóborginni, fjallar um ást skólastráks
á kennara og hugmyndir hans um að reisa
sædýrasafn á skólalóðinni henni
til heiðurs. Hálfdán Pedersen talaði
við leikstjóra og leikara myndarinnar.
BILL Murray var verðlaun-
aður af gagnrýnendum í
New York fyrir frammi-
stöðu sína í myudinni.
JASON Schwartzman ákveður
að reisa sædýrasafn til að ganga
í' augun á kennara sínum.
HVORT er það ákveðni eða þráhyggja sem einkennir Jason?
KVIKMYNDIN Rushmore
kom út fyrr á árinu í Banda-
ríkjunum og skaust fljótlega
upp á lista yfir tíu bestu myndir í
mörgum tímaritum þar vestra, m.a.
Rolling Stone, People og Newsweek.
Einnig hefur Rushmore, sem leik-
stýrt er af Wes Anderson, í sigurför
sinni sópað að sér fjöldanum öllum af
verðlaunum á kvikmyndahátíðum
víðsvegar um Bandaríkin.
Byggð á eigin reynslu
Rushmore er önnur mynd Ander-
sons í fullri lengd en áður leikstýrði
hann Bottle Rocket. Handrit beggja
mynda skrifaði hann með félaga sín-
um Owen Wilson, sem einnig lék eitt
aðalhlutverk fyrri myndarinnar.
Greinarhöfundur hitti leikarana á
Four Seasons-hótelinu í Los Angeles
og fóru samræður hans við leikstjór-
ann fram í gegnum gervihnött þar
sem Anderson var staddur í Dallas í
Texas ásamt Owen að vinna að nýju
handriti.
„Hvort tveggja eru mjög persónu-
legar myndir fyrir okkur Owen,“ seg-
ir Anderson og horfír alvarlegur
fram af stórum sjónvarpsskermi fyr-
ir miðju herberginu. Uppfærslur
skólaleikrita Maxs eru byggðar á lífs-
reynslu Andersons, sem segist sjálf-
ur hafa verið einkar erfiður nemandi.
„Foreidrar mínir skildu þegar ég var
ungur og ég kunni ekki almennilega
að kljást við það,“ segir hann.
„Ég var alltaf að stofna tilvand-
ræða og leikritaskrif mín voru því
nokkurs konar flótti frá raunveru-
leikanum. Dag einn gerði kennari
minn samkomulag við mig - yrði ég
til friðs næstu tvær vikurnar fengi
ég að setja upp leikrit í skólanum.
Þetta samkomulag virkaði og varði í
nokkur ár. Ég tók þó alltaf bestu
hlutverkin frá fyrir sjálfan mig og
það var sennilega ástæðan fyrir því
að ég nennti þessu.“
Eiginleiki sem okkur vantar
Hvers vegna bregður þér þá ekki
fyrir í eigin kvikmyndum? spyr
greinarhöfundur í hljóðnemann.
„Ætli athyglisþörfin hafi ekki dáið
þegar sköpunargáfan fæddist," svar-
ar Anderson með lymskufullu brosi.
Wes og Owen eru æskuvinir og
var það einmitt á gagnfræðaskólaár-
unum sem þeir kynntust. Anderson
bað Wilson að taka að sér hlutverk í
einni uppfærslu sinni og frá þeim
degi var mikið spjallað og pælt. Þeir
settust einn dag niður við ritvél
Owens og hófu skrif á handriti
Bottle Rocket. En þá í stuttmynda-
formi. Þeir skutu síðar myndina á
16mm filmu fyrir sparifé og klink.
Þegar stuttmyndin féll svo óvart í
hendurnar á „réttu aðilunum" var úti
það hellst að skrifa og kvikmynda
hana á nýjan leik, en þá í fullri lengd.
En hvaðan kom hugmyndin að
Rushmore? „Lykillinn að handritinu
var karakterinn Max,“ segir Ander-
son og leggur áherslu á að hugmynd-
in sé þeirra beggja. „Við vildum
skrifa sögu um strák sem væri hel-
tekinn af þeirri hugmynd að hann
gæti gert allt sjálfur, gæti stjórnað
öllum pakkanum, rekið allan heim-
inn úr bflskúrnum. Og láti ekkert
aftra sér, aldrei. Svoleiðis karakter-
ar heilla okkur því þessi óstjórnan-
lega ákveðni er sennilega eiginleiki
sem okkur skortir sjálfa."
En að finna rétta leikarann kost-
aði þá félaga meira blóð og meh’i
svita en þá hefði nokkurntíma grun-
að. Þeir kembdu leiklistar- og gagn-
fræðaskóla í tveim heimsálfum lát-
laust í níu mánuði, notuðust við fjór-
tán ráðningarstjóra í Englandi,
Kanada og Bandaríkjunum og aug-
lýstu eftir leikurum á Netinu og í
stærstu fféttablöðum Bandaríkj-
anna, en allt án árangurs.
1.800 umsækjendum síðar...
„Við vissum ekki hvað við vorum
komnir út í,“ dæsir Anderson. „En
ég vissi þó að ég ætlaði ekki af stað
með þessa mynd nema ég fyndi hinn
fullkomna Max.“ Það var ekki fyrr
en um 1.800 umsækjendum síðar,
þegar aðeins mánuður var í tökur, að
ráðningarstjórinn Davia Nelson hitti
Jason Schwartzman í partíi í San
Francisco.
Schwartzman rifjar upp atvikið
fyi’ir greinarhöfundi. „Davia labbaði
upp að mér og sagði: „Við erum að
leita að strák sem er graður og líkar
að skrifa leikrit". Og ég svaraði: „Vá,
ég er maðurinn." Eg gaf henni sím-
ann og heimilisfangið og þegar ég
kom heim síðar þetta kvöld beið mín
handrit við dyrnar."
Anderson segir Jason hafa
smellpassað í hlutverk Max og strax
eftir þeirra fyrstu kynni hafi hann
tilkynnt að leitinni væri lokið.
í hlutverki Hr. Blume er Bill
Murray og Anderson segist varla
geta ímyndað sér betri leikara í hlut-
verkið. „Við hefðum getað fengið
frægar stjörnur í öll hlutverkin en
vildum að myndin hefði sitt eigið að-
dráttarafl. Bill var hrifinn af Bottle
Rocket og sýndi Rushmore mikinn
áhuga. Honum fannst handritið
tært.“
Með þátttöku Murrays var leiðin
greið. Hlutverkin féllu öll í skorður
og hafist var handa. Útkoman bar
ávöxt sem þeir félagar munu ávallt
njóta góðs af.
Af skrítnum karakterum
Wes Anderson og Owen Wilson
fengu kvikmyndabakteríuna á unga
aldri. Anderson gerði mikið af mynd-
um á vídeó þegar hann byrjaði í
gagnfræðaskóla enda var þar til
staðar ágætis safn af græjum sem
Wes fékk ómæld not af. Tilrauna-
stuttmyndir hlóðust upp í hillu þar
til tími var kominn að takast á við
stæi-ri verkefni. Það var um það leyti
sem þeir Owen kynnast.
„Þetta er búið að vera bölvað basl
frá upphafi. Og það er núna fyrst
sem hlutirnar eru farnir að ganga
hjá okkur,“ segir hann.
„Síðasta spurning,“ segii- stjóm-
andi blaðamannafundarins og ber sig
eftir hljóðnemanum. Greinai'höfundui-
notar tækifærið og ber fram tværr:
,Að hvaða handriti eruð þið að vinna
og hvers vegna skrifið þið í Texas?“
„Við skrifum alltaf í Texas. Við
bjuggum í Texas og fáum það næði
hér sem við þurfum. Ég vil síður
segja frá hugmyndinni en þori þó að
segja að karakterar sögunnar eru
ekki síður skrítnir en þeir sem við
höfum áður skapað."
Greinarhöfundur bugtar sig fyrir
umsjónarmanneskjunni og biður
leikstjórann að bera saman reynslu-
sögur Rushmore og Bottle Rocket
og Anderson svarar: „Þetta var al-
gjörlega sín hvor fæðingin. í saman-
bm-ði við Bottle Rocket var enginn
þrýstingur á okkur að klára Rus-
hmore því við vorum búnh' að sanna
okkur, búnir að klífa þennan leiðinda
djö... þröskuld.“