Morgunblaðið - 09.06.1999, Page 56

Morgunblaðið - 09.06.1999, Page 56
Drögum næst 10. iúai 0T HAPPDRÆTTI feCp} HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Heimavörn Sími: 533 5000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5891100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUFVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Columbia Ventures hefur áhuga á að reisa álver við Reyðarfjörð Stöndum við það sem við segjumst ætla að gera COLUMBIA Ventures Corporation, eigandi Norðuráls hf. á Grundartanga, hefur áhuga á að byggja og reka nýtt álver á Reyðarfirði. Að sögn James F. Hensels, aðstoðarforstjóra Columbia, er íyrirtaekið reiðubúið að eiga meirihluta í álver- inu ef þessar hugmjmdir ganga eftir og jafnframt verði leitað til fjárfesta innanlands og utan um þátttöku í verkefninu. „Ég held að reynsla okkar og það orðspor sem við höfum skapað okkur hér á íslandi sýni, að við getum unnið hratt og að við stöndum við það sem við segjumst ætla að gera,“ sagði hann. Kynntu sér aðstæður á Austurlandi James F. Hensel, Matthieu Kalthof, fulltrúi ING Baringsbankans í Amsterdam, sem hefur tekið þátt í fjármögnun álvers Norðuráls, og Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjár- málasviðs Norðuráls, kynntu sér aðstæður á Austurlandi í gær í fylgd nokkurra heimamanna. Hensel sagði eftir ferðina að sér litist vel á að- stæður til starfsemi stóriðju á Austurlandi og ljóst væri af samtölum við Austfirðinga að þeir legðu mikla áherslu á að álver risi við Reyðar- fjörð. Hann sagðist hins vegar ekki geta svarað því á þessari stundu hvort Columbia kæmi of seint að þessu verkefni en hann kvaðst vænta þess að það myndi skýrast á fundum sem hann mun eiga í dag með Halldóri Ásgrímssyni utan- ríkisráðherra og Finni Ingólfssyni iðnaðar- og viðskiptaráðheiTa. Fulltrúar Columbia ætla einnig að eiga fund með stjómendum Landsbankans og Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins á næstu dögum. Aðspurð- ur sagði Hensel að ef til þess kæmi að Columbia réðist í byggingu og rekstur álvers á Austfjörð- um yrði það að meirihluta í eigu Columbia. Hann sagði að áætlanir fyrirtækisms um stækkun Norðuráls á næsta ári í 90 þúsund tonn væru óháðar þessum hugmyndum og þeim yrði haldið áfram. Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarða- byggðar, sagði það ánægjulegt að margir virtust nú hafa áhuga á að byggja upp orkufrekan iðnað á Reyðarfirði. „Þetta hangir saman við orkuöfl- unina. Ég tel að þetta styrki það að orkufrekur iðnaður á Reyðarfirði verði að veruleika innan skamms, sem við álítum eitt mikilvægasta hags- munamál Austurlands sem á dagskrá er um þessar mundir," sagði Smári. Hann sagði Ijóst að Columbia hefði mikinn áhuga á að byggja nýtt ál- ver á íslandi og fulltrúar þess væru að skoða að- stæður á Austurlandi í ljósi þess. „Það er líka Ijóst að unnið er að framgangi mála í samvinnu við Norsk Hydro af fullum krafti," sagði hann. ■ Hafa fullan/6 Ericsson fjár- festir í OZ fyr- ir milljarð SÆNSKA símafyrirtækið Ericsson og íslenska hugbúnaðarfyrirtækið OZ.COM undirrituðu í gær samning sem felur í sér að Ericsson kaupir nýtt hlutafé í OZ.COM fyrir 13,1 mOljón dollara eða tæpan einn millj- arð króna. Þetta er stærsta fjárfest- ing erlends aðila í íslensku hugbún- aðarfyrirtæki til þessa. Eftir samn- inginn á Ericsson um 19% hlutafjár. Að sögn Skúla Mogensen, for- stjóra OZ.COM, er fjárfesting Ericsson afar ólík fjárfestingu al- mennra fjárfesta að því leyti að með samstarfinu fær OZ.COM aðgang að rannsókna- og þróunarstarfi Erics- son og einnig að söluneti Ericsson sem gæfi OZ.COM kost á að dreifa hugbúnaði sínum á heimsvísu. „Hér er um að ræða langstærstu erlendu fjárfestinguna í íslensku hugbúnaðarfyrirtæki fyrr og síðar. Þessi fjárfesting styrkir OZ.COM verulega," sagði Skúli. ■ Hluturinn/18 <n> Nýjar snjóflóða- varnir ræddar í Bolungarvík Gætu kostað 300-500 millj- ónir í stað milljarðs NYJAR hugmyndir um snjó- flóðavarnir í Bolungarvík voru ræddar á fundi bæjarstjórnar- manna þar í bæ í gær með fulltrúum frá Veðurstofu Is- lands, umhverfisráðuneytinu, Framkvæmdasýslu ríkisins og hönnuðum hugmyndanna. Olafur Kristjánsson bæjar- stjóri segir nýjar hugmyndir um vamir kosta á bilinu 300 til 500 milljónir en í febrúar var kynnt á borgarafundi hug- mynd að varnargarði fyrir alla byggðina, sem kosta myndi um einn milljarð. Bæjarstjórinn segir að eftir borgarafundinn í febrúar hafi verið ákveðið að leita eftir fleiri hugmyndum vegna snjó- flóðavarna fyrir bæinn, sem byggðust meðal annars á minni vörnum, uppkaupum húsa og rýmingaráætlunum. Samið var áfram við verk- fræðistofuna Orion, Verk- íræðistofu Austurlands og Erik Hestnes frá NGI í Nor- egi og skiluðu þessir aðilar nú áfangaskýrslu II með fimm viðbótartillögum þar sem kynntar eru hugmyndir um varnargarða og leiðigarða. Borgarafundur ráðgerður Hann sagði menn vilja skoða þessar viðbótarhug- myndir vandlega. Fyrirhugað- ur væri fundur 21. júní næst- komandi með stjórn ofanflóða- sjóðs og að kvöldi þess dags yrði síðan borgarafundur. „Það er samstaða um það í bæjarstjóm að kynna bæjar- búum málið mjög vel og gefa þeim tækifæri til að tjá sig en síðan verður bæjarstjómin að taka hina pólitísku ákvörðun og bera ábyrgð á henni,“ sagði bæjarstjórinn. Stefnuræða Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær Otrúverðugar hækkanir á tryggingaiðgjöldum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði m.a. í stefnuræðu sinni eftir setningu Alþingis í gær að þær verðlagshækkanir sem yrðu nú á þessum árshelmingi ættu fæstar rót í spennu á innanlandsmarkaði held- ur ættu olíuverðshækkanir, ótrú- verðugar hækkanir á tryggingaið- gjöldum og erlendar hækkanir þar stærstan hlut að máli. „Það er umhugsunarefni að við mat á hækkunarþörf tryggingafé- laganna er ekki litið til þess að nýj- ar bifreiðar, með miklu hærri ör- yggisstaðla en hinar gömlu, hafa verið fluttar til landsins síðustu þrjú til fjögur árin. Tryggingafélögin hafa haft gríðarlegar fjármagns- tekjur af sjóðum sínum og mikilli lánastarfsemi til bifreiðakaupa, svo fátt eitt sé nefnt. Óhjákvæmilegt virðist að fara nákvæmlega yfir þær forsendur sem félögin hafa gefið sér. A hinn bóginn er jákvætt að flestar spár benda nú til þess að ol- íuverð muni lækka hratt á ný, en ál- verð muni fara hækkandi.“ Davíð sagði að í þessu sambandi væra vissulega allir sammála um að það væri miður þegar verð sumra vara og þjónustu hækkaði. „Slíkar breytingar geta verið fylgifiskar sérlega fjörlegs efnahagslífs, eins og okkar er nú um stundir. Þannig spá nú ýmsir 3-4% verðbólgu á ár- inu. Hins vegar mega ábyrgir stjórnmálamenn ekki gera sig seka um að halda einhverju allt öðru að fólki en efni standa til. Upphrópanir á borð við óðaverðbólgu, tíma- sprengjur og hran eru langt frá því að eiga við. Þær þjóna því engum öðram tilgangi en þeim að kynda undir og um leið að hræða fólk frá skynsamlegri hegðun,“ sagði hann. íslendingar endurskoði alþjóðasamstarf sitt Guðni Agústsson landbúnaðar- ráðherra kvaðst finna fyrir vaxandi skilningi á þýðingu landbúnaðarins. Hann sagði ríkja mikla vá víða í Evrópu í matvælamálum og við- skiptastríð væri milli Evrópu og Ameríku vegna notkunai- vaxtar- hvetjandi hormóna og fúkalyfja sem notuð væru beggja vegna hafsins. Hérlendis væra slík meðul ekki not- uð. Guðjón A. Kristjánsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, gerði fiskveiðistefnuna að umtalsefni. Hann rifjaði upp kaup á togara í sjávarplássi á Vestfjörðum árið 1972 sem kostað hefði 125 milljónir króna og útborguri hefði verið 10%. Hann hefði getað hafið veiðar án þess að kaupa kvóta. Slíkur togari yrði í dag að kaupa kvóta fyrir um 2,4 milljarða króna. Sú fjárfesting væri nauðsynleg ef kaupa ætti sem svaraði þrjú þúsund þorskígildis- tonna kvóta sem slíkt skip þyrfti ef útgerðin ætti að bera sig. Þórann Sveinbjamardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði gjörbreytta heimsmynd krefjast þess að íslendingar endurskoðuðu stöðu sína og hlutverk á vettvangi alþjóðamála. Hún sagði íslendinga bera jafnmikla ábyrgð varðandi stríðið á Balkanskaga og aðrar að- ildarþjóðir Atlantshafsbandalags- ins. Milljón manns væru á flótta í Evrópu og óvíst hvort nokkur þeirra fengi tækifæri til að snúa til síns heima áður en ný öld gengi í garð. Sverrir Hermannsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, sagði það vekja athygli að til stæði að skipa sérstaka nefnd til að endurskoða fiskveiðistjómarlögin. Spurði hann hvort hægt væri að fá rökstutt svar við því hvers vegna það verkefni væri ekki falið sjávarútvegsnefnd Alþingis. ■ Forgangsatriði/28-29 ■ Á Alþingi/4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.