Morgunblaðið - 15.07.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 15.07.1999, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E-töflumál ríkissaksóknara dómtekíð í Hæstarétti í gær Kröfur um sakfell- ingn ítrekaðar Morgunblaðið/Ásdís KIO Alexander Briggs í Hæstarétti fyrir málflutninginn í máli hans í gær. Hæstiréttur hefur dómtekið e-töflumál ríkissaksóknara gegn Kio Alexander Briggs eftir að sýknudómi hér- aðsdóms yfír ákærða var áfrýjað 30. júní. Við flutning málsins í gær ítrekaði ríkissaksóknari kröfur ákæruvaldsins um sakfellingu ákærða samkvæmt ákæru, ásamt greiðslu sakar- kostnaðar og upptöku e-taflnanna. Dóms er að vænta__________ innan skamms. FRAM kom í málflutningi Boga Nilssonar ríkissaksóknara í gær, að ákæruvaldið legði áherslu á þá staðreynd að e-töflurnar hefðu fundist í farangri ákærða við leit tollvarða við komu ákærða til landsins 1. september í fyrra og því hefði verið mikilvægt að kanna öll atriði sem kanna þyrfti í tengslum við aðdraganda ferðar hans til ís- lands. Ennfremur legði ákæruvald- ið áherslu á vitnisburð vitnis sem sagðist hafa séð ákærða pakka efn- unum í tösku sína áður en hann hélt frá Spáni til Islands. Að mati ríkis- saksóknara væri niðurstaða rann- sóknarinnar sú að ekki stæði steinn yfir steini í framburði ákærða um aðdraganda ferðarinnar, þar með talið farmiðakaupin, með hvaða hætti hann fór út á flugvöll og hversu lengi hann dvaldi í íbúð áð- umefnds vitnis síðustu dagana fyr- ir brottför. Hefði frásögn ákærða af þessum atriðum stangast á við vitnisburð nokkurra vitna í málinu. Þannig hefði ákærði t.d. ekki sagst hafa hitt nokkum mann á flugvellinum þar ytra fyrir brottfor sína, en þrjú vitni væm til frásagnar um annað. Þá væri frásögn ákærða af vem sinni í íbúð eins vitnisins síðustu dagana fyrir brottför ekki trúverð- ug að mati ákæmvaldsins, en sú frásögn hefði gengið út á það að forðast umrædda íbúð. Hefði ákærði sagst hafa sótt farangur sinn í íbúðina en ekki gist þar, en eitt vitni hefði sagt að ákærði hefði verið búinn að dvelja í fbúðinni í tvo daga áður en vitnið hélt til íslands 27. ágúst, sem stangast á við fram- burð ákærða um að hann hafí verið í íbúðinni síðustu tvo dagana í ágústmánuði. Ályktaði ákæmvaldið því að ákærði hefði dvalið lengur í umræddri íbúð en hann vildi vera láta. Frásögn ákærða ekki trúverðug Ríkissaksóknari lýsti efa sínum á trúverðugleika frásagnar ákærða af farmiðakaupunum og ferðinni út á flugvöll, en þar stangaðist á frá- sögn hans um að hann hefði keypt farmiðann af einu vitni og frásögn þess vitnis um að það hefði keypt miðann handa ákærða. Hefði ákærði ennfremur sagt að kunningi vitnisins hefði ekið sér á flugvöllinn en vitnið sagt að það hefði verið með í för ásamt umræddu vitni. Þá þætti frásögn ákærða af til- gangi farar sinnar til íslands með hliðsjón af útbúnaði hans, en hann hugðist fá vinnu á sjó, ótrúverðug, þar sem hann hefði verið peninga- laus og ekki með annan fatnað en léttan sumarfatnað. í fyrsta framburði ákærða hjá lögreglu eftir handtökuna sagði rík- issaksóknari að ákærði hefði ekki áttað sig á þeirri stöðu, sem hann væri kominn í, þ.e. að einhver hefði sagt lögreglu til hans. Hefði ákærði þá sagt að hann hefði yfirgefið tösku sína tvisvar sinnum, rétt fyrir brottför, án þess að hafa gætur á henni. Sagði ríkissaksóknari að það væm algeng viðbrögð manna í þessum kringumstæðum, þ.e. að opna möguleika á því að einhver ut- anaðkomandi hafi komið eiturlyfj- unum íyrir í töskunni án vitundar eigandans. Verulegur vafi á sekt ákærða Verjandi ákærða, Helgi Jóhann- esson hæstaréttarlögmaður, sem krafðist staðfestingar á úrskurði héraðsdóms, sagði í ræðu sinni að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að færa sönnur á ásetning ákærða og að vemlegur vafi væri á sekt hans, sem ætti að dæma honum í hag á gmndvelli laga um meðferð opin- berra mála. Sá vafi sem um ræddi fælist m.a. í því að engin fingrafararannsókn hefði verið gerð og ekkert hefði komið fram sem tengdi ákærða við eiturlyfín, fjármögnun þeirra eða innkaup. Þá hefði taska ákærða legið ólæst fyrir allra augum í um- ræddri íbúð á Spáni og hefði efnun- um verið smokrað í töskuna eftir á. Þá hefði vitnið sem sagði til ákærða haft hagsmuni af því að koma e- töflunum til landsins. Þá hefði með- ferð geðlæknis á ákærða rennt stoðum undir sakleysi hans og enn- fremur væri ekki refsivert að ferð- ast peningalaus á milli landa. Krossnefur ÞESSI sérstæði fugl sást í fyrra- dag á sveimi við Höfðabrekku, skammt austan Víkur í Mýrdal. Mun hér vera um krossnef að ræða, en að sögn Gunn- ars Þórs Hall- grímssonar fugla- skoðara er hann algengur flæk- ingsfugl hér á landi. Krossnefur mun þó frábrugð- inn flestum öðr- um flækingsfugl- um sem hingað koma að því leyt- inu til að komur hans eru mjög óreglulegar og sum ár kemur hann í stórum hópum, en sést ekkert önnur ár. Þá kemur hann ekki hingað til lands með vindum heldur mun skortur á fæðu í varpheimkynnum hans knýja hann til að leita hennar annars staðar. Að sögn Gunnars Þórs er þessi krossnefur ekki einn á ferð því í síðustu viku fréttist af félaga hans á Selfossi, auk þess sem hópur þessara fugla í heimsókn sást nýverið í Hrísey. Kross- nefurinn hefur aðeins einu sinni orpið hér á íslandi svo vitað sé, en það gerðist á Tumastöðum í Fljótshlíð í des- ember árið 1994. Eins og sjá má á myndinni ber krossnefurinn nokkuð sér- stakan gogg, en hann hentar af- ar vel til að komast að fræjum barrtijáa. Af lit fuglsins má ráða að hér er fullorðinn karl- fugl á ferð, en kvenfuglar eru grænir og ungfuglar brúnleitir. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Framkvæmdir við Hafravatnsveg Tryggir tengingu við Nesjavallaveg SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafið frumathugun á umhverfisá- hrifum af lagningu nýs Hafra- vatnsvegar milli Langavatns og Hafravatns í Mosfellsbæ. Áætlað er að framkvæmdir hefjist á þessu ári og að fyrsta áfanga, sem er 3,4 km, verði lokið fyrir Kristnitökuhá- tíðina árið 2000. Markmiðið með lagningu vegar- ins er að tryggja greiðar samgöng- ur milli Suðurlandsvegar og Nesja- vallavegar. Ráðgert er að færa veginn frá núverandi vegarstæði austan við Hafravatn vestur fyrir vatnið og tengja hann Nesjavalla- vegi á nýjum kafla. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Skipulagsstofnun. Náttúrufræðistofnun hefur gert vettvangskannanir til að athuga áhrif vegarins og hefur veglínan verið færð til miðað við uppruna- legar áætlanir til að hlífa votlendi á svæðinu, í samræmi við athuga- semdir stofnunarinnar. Fi-ummatsskýrsla liggur nú frammi á bæjarskrifstofum Mos- fellsbæjar, í Þjóðarbókhlöðunni, Frummat á umhverfisáhrifum lagningar nýs Hafravatnsvegar milli Langavatns og Hafravatns í Mosfellsbæ hjá Borgarskipulagi Reykavíkur og hjá Skipulagsstofnun. Frestur til að gera athugasemdir vegna framkvæmdanna rennur út 18. ágúst 1999. Léttir og alvöru fjallaskor og allt þar rmvic& kr. 10.900 a miili alpsna kr. 12.900 www.come.lo/utlsport 5?OTrr ÚTIVISTARBÚÐIN viðllmfer&rmi&töðna Laugavegt 25 simi 551 8805' SIIYII 551 9800 Morgunblaðið/Þorkell KRAKKARNIR á Suðureyri fækkuðu fötum á dögunum og óðu út í pollinn sem þar er að finna, enda veðurblíðan með ein- dæmum mikil og full ástæða til Blóðið kælt í blíðunni að kæla í sér blóðið. Yngri krakk- arnir sýndu þó aðdáunarverða skynsemi og stóðu á bakkanum eða hættu sér ekki eins djúpt og þau sem eldri eru og fífldjarfari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.